Ingólfur - 04.11.1906, Qupperneq 4
186
INGOLFDR.
mætti búast þegar um jafn fjarskyldar þjóð-
ir er að ræða. Saga beggja þjóðanna er
raunasaga, sem markað befir djúp spor í
svip þeirra og skapað ýms þjóðareinkenni,
sem báðum þjóðunum eru sameiginleg. Báð-
ar þjóðirnar hafa verið sviftar sinni dýrustu
eign, frelsinu, og kannske átt mikla sök á
því sjálfar, þótt báðar hafi elskað frelsið og
kunnað illa ófrelsinu. Báðar hafa þær á öll-
um öldum borið og bera enn heita frelsisþrá
í brjósti; þvi að konunga og kúgara þrælar
hafa þær aldrei viljað vera og lengi hafa
þær þráð þann „vin sem leysti þær úr bönd-
um“. — En þótt ég heíði feginn viljað rekja
sögu Pinna ítarlega, þá getur það ekki orð-
ið, því að bæði myndi það taka oílangt rúm i
blaðinu og auk þess munu aðrir færari til
þess starfa. í>ess skal aðeins getið að Einn-
land hefir lengstum verið sambandsland
Svía og vóru kjör þess þá vel þolanleg móts
við það sem síðar varð undir Rússum. Það
eru nálega 5 aldir, sem saga Einna fellur að
mestu saman við sögu Svía. Það var á
síðasta hluta 13. aldar og í byrjun 14., sem
Þorkell Knútsson fullnaði starf það sem
Byrgir jarl hóf, að brjóta Finnland undir
krónu Svía. Svíar þröngvuðu aldrei mjög
kosti Einna og unnu þeim jafnan nokkurs
sjálfstæðis, en lítil vörn var Einnum einatt að
stjórn Svía gegn Rússum, sem jafnan leituðu
færis að hremma Einnland undii* þrældóms
okið. Kom það bezt í ljós á óstjórnar og ó-
friðarárum Karls XII. Alt frá þeim timum
fengu Rússar stöðugt fastari og fastari tök
á Einnlandi sem lauk með því, að Svíar af-
söluðu sér landinu með öllu i hendur Rúss-
um árið 1809. Hjálpuðust þar að afleiðing-
ar fyrri ára óstjórnar og óáranna í Svíþjóð
og Einnlandi og konungleg ómenska Gústafs
IV. Svíakonungs. Erá þeim tíma hefir Finn-
land lotið stjórn Rússa. Zarinn í Rússlandi
hefir kallast stórfursti Einnlands. Vald sitt
hefir hann sett í hendur hinu svo kallaða
ráði (senati). Eorseti þess er landstjórinn á
Einnlandi. í þessu ráði hafa auðvitað venju-
legast setið stálharðir stjórnarsinnar og hefir
þeim verið jafn illa við allar breytingar og
frelsishreyfingar sem þjófunum við hegning-
arlögin. Skárst hefir stjórn Rússa verið á
dögum Alexanders II., sem endurreisti þing
þjóðarinnar þar sem eiga sæti kjörnir menn
úr öllum stéttum landsins: aðals, presta, borg-
ara og bænda. Allar mikilsvarðandi sam-
þykktir þessa þiugs hafa þó orðið að ganga
gegnum hreinsunareld ráðsins.
Nú er komin breyting á stjórnarfyrirkomu-
lagið á Pinnlandi sem kunnugt er. Árið 1901
átti með valdi að innieiða algert einveldi og
útrýma með öllu finnsku þjóðerni og sjálf-
stæði. Það var innlimun á allra hæsta stigi.
Engin kúgunarvopn voru ónotuð látin af
hendi Rússastjórnar. Prentfrelsið var tak-
markað að stórum mun, rússneska tungu átti
að innleiða f öllum skóium og hærri stöðum
og þröngva inn rússneskum yfirvöldum um
land allt. Það átti að svínbinda Pinna um
aldur og æfi við harðstjórnarokið rússneska,
en eins og allir vita hristu Einnar af sér
okið í fyrra með svo miklu snarræði og vit-
urleik, að sagan þekkir ekki dæmi slíks.
Síðan hafa Finnar notið meira sjálfstæðis en
nokkru sinni áður og standa nú í sambandi
við Rússa fremur sem sambandsþjóð, en
undirlægja. Keisarinn sjálfur* undirskrifar
mikilsvarðandi laga og stjórnarákvæði án
annarar milligöngu. Dagana sem vér dvöld-
um í Einnlandi í sumar, staðfesti keisarinn
t. d. mjög frjálsleg kosningarlög handa Einn-
um. Samkvæmt þeim lögum hafa nú kven-
[4. nóvý 1906].
Ritsíminn.
Landsímastöð af 3ja flokki var opnuð 1. nóvember á Yöllum í Eyjafjarð-
arsýslu.
menn jafnan rétt til kosninga sem karlmenn.
Eftir því sem um er að gera una þvi Einnar
allvel stjórnarfarinu; þó munu enn allmiklar
viðsjár þar með mönnum, einkum að því er
snertir jafnaðarmenn (socialista).
Eramh.
Leiðréttingar. Misprentast hafði í
siðasta blaði Ingólfs, tillaga stúdentafélags-
ins um kaupfánann, og er hún svo rétt:
„Kaupfáni Islands skal vera blár feldur
óklofinn með hvítum krossi; álmubreidd
krossins skal vera */8 af breidd fánans,
þá er mælt er við stöngina; bláu reitirnir
nœr stönginni skulu vera réttir ferhyrn-
ingar, og bláu reitirnir fjær stönginni jafn-
breiðir þeim en tvöfalt lengri“.
I sama bl. var rangprentað nafn glímu-
mannsins þingeyska, er skoraði á Olaf
Valdimarsson til kappglímu; átti að vera
Sigurður Sigfússon (sölustjóri í Húsavík).
Stjórnarfranskan er enn við sama á
símskeyta-eyðublöðunum, síðan nokkrar
stærstu villurnar voru leiðréttar um dag-
inn eftir leiðrétting Ingólfs. í 20 orðum
eru þar enn 7 villur. Ef samskonar vill-
ur væru í íslenzku þýðingunni á þessum
orðum, þá ætti hún að vera á þessa leið:
„svor borgaður — brýnn svor borgaður
— veðtökuskírteini — útsinding borguð.“
TjI hvers er verið að prenta slika frönsku
og reka hana framan í hvern útlending?
Er það til þess að sýna það að síma-
stjórnin hér sé skipuð mentunarlausum
trössum, sem geta ekki séð um prentun
á fáeinum frönskum orðum óbjöguðum,
eftir erlendum eyðublöðum prentuðum ?
Væri réttara að fella slíka auglýsingu
niður og hafa e nga frönsku á eyðublöð-
unum, ef það verður eigi gert með öðru
móti.
„Valurinn”.
Reykvíkingar, sem ætla að kaupa „Val-
inn“ snúi sér beint til hr. cand. phil.
Einars Gunnarssonar
í Templarasundi.
„Valurinn“ kostar aðeins 3 kr. en
er þó jafnstór stærstu blöðum landsins.
Að efni verður hann fjölbreyttari, en flest
önnur blöð.
Gleymið ekki að panta „Valinn“
sem fyrst.
Þeir, sem þurfa að kaupa liús og
lóðir, eða að láta rita veðskúldabréf, af-
salsbréf, kanpsamninga og aðra samn-
inga, án þess að á slík bréf komi athuga-
semdir, — sem eigi er sjaldgæft annars,
— geta snúið sér til Jóns Sigurðssonar
bæjarfógetaskrifara Vesturgötu 28.
Kensla.
Undirrituð tekur að sér að kenna byrj-
endum klaver og harmoniumspil.
Frú Anna Pálsdóttir.
PÍDgholtsstræti 23.
3SraSgggggggagraSggSgg5raSgg!SgSggSggSgg5gq5
Klukkur, úr og úrfestar, sömuleiðis gull
og silfurskrautgripi borgar sig bezt að
kaupa á Laugavegi nr. 12.
Jóhann A. Jónasson.
jKSESKSSSESK
Útgefandi: Hlutafélagið Ingólfur.
Kitstjóri og ibyrgðarmaður:
Benedikt Sveinsson.
VölaeirrentamiftJtD.