Ingólfur - 10.11.1906, Blaðsíða 1
IV. ÁR.
íieykjavík, laugardaginu 10. nóv. 1906.
48. blaO.
Ná er kominn tími til að kaupa sér skinntrefla (Búa) og handskýlur (Muffer)
Sjálístæði íslands
til vetrarins, og þá er sjálfsagt að koma i
því þér munuð aldrei hafa séð meira eða betra úrval af þeim en þar er. —
Vetrarsj ölln hrokknu, hlýu og smekklegu eru líka til.
Stúdentafélagið fól nefnd þeirri, er það kaus í fánamálinu að semja áskorun ti
landsmanna um upptöku fánans. Samdi nefndin ávarp það, er hér fer á eftir; var
það prentað á sérstakt skjal með mynd fánans og sent víðsvegar um land með síð-
ustu póstum.
••
'0 L L UM cetti að vera þab Ijóst, hve mikils vert það er hverri þjóð, að eiga
sér fána, þektan og viðurkendan af öðrum þjófium. Fáninn táknar sjálfstœði
þjóðarinnar og séreðli — alt þáð sem greinir hana frá öðrum þjóðum i sókn
og vörn á vegum menningarinnar. Hver þjóð heftr sitt markmið, sína sögu og
sínar vonir. Alt það táknar fáninn. Þess vegna getur enginn einn fáni verið
viðunanlegt tákn tveggja þjóða og hugsjóna þeirra. Eins og hver þjóð heitir
sínu nafni, eins á hún að liafa sinn fána, því að fáninn er fangamark þjóðarinn-
ar. Að sitja eða sigla undir fána annarar þjóðar er að segja rangt til nafns
síns, œttar og eðlis.
Vér íslendin'gar erum sérstök þjóð, eigum sérstaka sögu, markmið og von-
ir. Þess vegna viljum vér og hafa sérstákan fána. Vér viljum sœkja liann að
lögum og höfum til þess sögulegan og eðlilegan rétt.
Af þessum ástæðum hefir Hið íslenzka stúdentafélag leyft sér að bera fram
tillögur um það, hvernig fáni sá skuli vera, er vér fylkjum oss um og viljum
fá löghelgaðan. Mynd lians er prentuð hér. Álmúbreidd krossins er ’/8 af
breidd fánans. Bláu reitirnir nœr stönginni eru réttir ferhyrningar, og bláu
reitirnir fjær stönginni jafnbreiðir þeim, en tvöfalt lengri.
Vér teljum þjóð vorri vel sœmandi við fána þennan. í honum eru þjóð-
litir vorir, sömu litir og í hinu löghelgaða merki íslands. Kross viljum vér
liafa í fánanum sem frændþjóðir vorar á Norðurlöndum, og sýna þannig
skyldleika vorn við þær og brcðurþel vort til þeirra.
Hverjum manni og félagi á landi hér er lieimilt að draga á stöng þann
fána, er vill. Þess vegna leyfum vér oss virðingarfylst að skora á yður, að
taka upp fána þann, er hér er sýndur, og draga hann á stöng við hátiðleg
tækifæri og þegar ástæða er til að sýna þannig þjóðerni sitt.
Vonum vér að brátt komi að þvi, að þessi fáni blakti á hverri stöng um
land alt, sem sýnilegt tákn þess, að Islendingctr viljum vér allir vera.
Reykjavík i nóvembermán. 1906.
Fyrir hönd Stúdentafélagsins
oBeneSi&t Sveinooou. cBjatut Sfóueeou Su9m. S'iuu'Gocpaeou.
frá Vogi.
91Zacynúo <§i nateoon. <3\Lattfiíao ^ótðateou.
gagnvart Danmörk.
Eins og búast mátti við eftir að sam-
þykkt voru hin síðustu stjórnarskipunar-
lög fyrir landið, hefir álit almennings um
sambandið milli íslands og Danmerkur
komist hröðum skrefum nær því að hall-
ast að þeirri greining málefna vorra frá
yfirráðum Dana, er lengst færu í áttina
til fullkomins sjálfstæðis fyrir landið.
Ymsir fylgjendur stjórnlagabreytÍDgar-
innar hugðu víst að íslendingar mundu
una vel og lengi við þetta fyrirkomulag
sem menn búa nú við, og þótt aðrir er
þátt tóku í samþykkt laganna muni hafa
rent grun í, að þau mundu naumlega
reynast haldgóð, var þegjandi samkomu-
lag allra um það að láta slíkt ekki uppi.
En reynslan hefir nú sýnt, að vonin um
ánægju þjóðarinnar út af þessu, eða rétt-
ara sagt vonin um að hún mundi þola
þetta ástand lengi, var ekki á rökum
bygð. Stjórnarfyrirkomulag vort nú er
hús reist á sandi, og það verður að breyt-
ast og byggj ist á ný frá grunni.
Laodvarnarmenn hafa sýnt rækilega
fram á það, hverja máttarstoð vantaði
fyrst og fremst í þessa bygging, og al-
þingismenn hafa án alls efa ráðið það með
sér allflestir að vinna að því að koma
þessu máli í betra horf, og rétta við mál-
stað vorn aftur ef unt væri. Svo
skammlíf hefir orðið sú kyrð og friður í
stjórnmálinu sem boðaður var, þegar þetta
ástand var stofnað 1903.
Það hefir áður verið leitast við aðsýna
fram á í þessu blaði, að eitt aðalhlutverk
landvarnarflokksins sé að stuðla að samein-
ing allra góðra krafta og hælast beri sem
minstímáliút afþví, þó að reynslan stað-
festi kenningar vorar og samvinna stofnist
milli vor og fyrri andmælenda landvarnar
vegna þess. Yér höfum átt auðveldast
allra flokkanna með skilyrðislaust fylgi
beint og blátt áfram við þá stefnu vora,
er vér tókum oss frá öndverðu. Stjórn-
málaflokkarnir á þiuginu sjálfu gátu á
ýmsau hátt verið bundnir við fortíð sína
og annað, þar sem vér höfðum frjálsari
aðstöðu, og það væri því bæði ranglátt
og óhyggilegt af oss að leggja stöðuga
áherzlu á það, hver fyrri hefði orðið til
að kveða upp úr um samkomulagsmál
vor. Og svo er það annað, er vér höfum
viljað láta oss skiljast frá byrjun um
suma af höfundum núverandi stjórnar-
skipunar, að þeir hafi í huga sínum getað
geymt sér fulla vissu og von um það, að
þetta ástand gæti komið máli voru á veg
síðar, og þegar það er komið á daginn
að þeir hinir sömu vilja nú miða í sömu
1 átt sem vér með stjórnarmálið, þá hlýtur