Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 10.11.1906, Blaðsíða 3

Ingólfur - 10.11.1906, Blaðsíða 3
[10. nóv. 1906.| INGOLFUR. er nema verður af vörum fólksins sjálfs, verður sjálfur að taka á móti þeim. Póst- urinn dugar ekki til að flytja slíkt á milli. Og í öðru Iagi hygg ég að til þess þyrfti mann, er hefði talsvert meiri þekk- ingu heldur en séra B. Þ. mun hafa get- að aflað sér þrátt fyrir þær miklu gáfur og áhuga 1 þessum efnum, sem enginn vill neita honum um. Mér virðist auð- sætt að til þesaa þurfl mann, sem bæði má gefa sig allan við því að ferðast um alt land meðal alþýðunnar og getur einn- ig ritað niður eftir eigin heyrn það sem safna skal. Þegar vér tölum um varðveizlu rímna- laga verður einnig að minnast þess, að mikið er komið hér inn af erlendum á- hrifurn, er kann að hafa spilt víða þvi frumlega og rammþjóðlega í kvæðalist alþýðunnar, sem hér hefir verið um að ræða. Sá sem safna skal lögum þessum, i vísindum vorum og list til verulegs gagns, verður því helzt að kunna að greina vel hismið frá hveitinu og láta sitja 1 fyrir- rúmi uppskrift þess sem einhvers er vert, fram yfir allskonar hégómastælingar og einkisverðan tilbúning hinna og þessara, er kunna að hafa gaman af því að láta safna frá sér einhverjum tónaleir, sem enga rót á sér í hinni þjóðlegu kvæðalist. Eg minnist þess t. a. m. að einn ungur námsmaður í Höfn, sem var allvel gefinn fyrir söng, sagði mér eitt sinn frá því að hann hefði sjálfur búið til rímnalög, tvö eða þrjú, er hann hefði fengið „snuðrara“ einn alkunnan til þess að taka fyrir góða og gilda vöru, sem sýnishorn íslenzkra rímnalaga. Margt sem ég hefi séð prent- að með nafni rímnalaga bæði hér heima og erlendis hefir mér virtst vera á líka bók lært og er þá ver farið en heima setið ef slík óvísindaleg starfsemi hinna og þessara hlæðist til tafar og niður- dreps yfir rannsóknarefnið sjálft, líkt í þessari grein sem ýmsum öðrum, þar sem horfa má fram á það verk heillar kynslóðar að fá fyrst rýmt burt villu- myrkri og öfugmælum ýmsra svo kall- aðra fræðimanua vorra, áður en farið verð- ur byggja upp sannarleg vísindi í þeirri grein sem um ræðir. í rímnalögum þeim sem komin eru frá þjóðinni sjálfri og eru upprunaleg sönglög sagnarímsins íslenzka, er svo mikill gnður af einkennilegum tónaskáldskap, að þar er margt að nema fyrir þá íslendinga, er gefa sig við því á komandi tímum að reisa sannarlega þjóðlega sönglist hér á landi. Allir kann- ast við það, hverju er að þakka reisn skáldmentarinnar íslenzku frá þeirri læg- ing sem hún var komin í; auður forn- tungunnar var sú náma, er menn sóttu í gull og gersimar þegar kröfur hins nýja tíma kváðu fram endurreisn í íslenzkri Ijóðagerð. Likt mun verða uppi þegar þjóðarandi vor sópar frá sér þeim lélegu og úreltu söngvum sem íslendingar hafa orðið að fá sér til láns frá útlöndum. Tónskáld vor munu sökkva sér niður í þær ónumdu auðuppsprettur, er finnast frá fornu fari í lífi þjóðar vorrar sjálfrar, og þar eru rímnalögin eitt hið frumlegasta og mikilvægasta. Þegar ég heyri sum hin ósviknu ís- lenzku rímnalög, þykir mér sem ég fiuni málaða með tónum fyrir mér djúpa þrá, blandaða einkennilegum hreimi af sorg sem fæðst hefir af herleiðing þjóðar vorr- ar gegnum eyðimerkur síns eigin lands. Þessi seiga ódrepaudi taug í íslenzku þjóðerni hefir klætt þrá síua og hvöt til listar í söng, í þennan tötrabúning sem manni sýnist í fljótu bragði. En sé glögt leitað og skarpar greint inn að kjarnanum, sést það, að hér skín göfug og óðalsborin söngdís þjóðarandans íslenzka tengd við þau yrkisefni sem alt til þessa tíma og lengi fram eftir komandi framfaraöldum vorum, muuu verða aðalþáttur skáldskap- arins íslenzka — við söguljóðin. Einar Benediktsson. Olöglegi aukakenuariiin. Ég skýrði frá því um daginn í Ing- ólfi að ráðheirinn væri búinn að stofna nýtt kennaraombætti við mentaskólann, og tæki launin handa embættinu í óleyfi fjárreitingarvaldúns af því fé, sem ætl- að er til tímskenslu við skólann. í „Dígbiaðisiu“, þessari „daglegu iðk- un Smnsöglinnar“, kallar J. Ó. þett.s „óverðskuldaða árás“ á stjórnina og fer á sína visu að verja „beinið“, sem ráð- henanu hefir rétt nýja aukakennaranum. En alt sem bann segir í grein þessari eru tómar vífilengjur eða hreinn og beinn uppspuni. Spurningin er um það, hvort stjórninni hafi verið heimilt að nota tímakensluféð handa föstum aukakennara, eins og hún gerði, og skal með fára orð im sýnt að til þess var engin heimild. 1. Stjórnin fór fram á það í fjárlaga- frumv. að veittar yrðu 1600 kr. til auka- kennara og að auk 1200 kr. til tíma- kenslu. Þessu breytti alþingi þannig, að allt féð var veitt til tímakenslu, en ekki einn eyrir handa aukakennara. Er nú, þegar af þessu svo augljóst sem orðið getur, að stofnun aukakennaraembættis- ins var ekki heimiluð af þinginu, heldur þvert á móti bönnuð. — Ummæli fram- sögumanns fjárlaganefndar í N. d. eru hér þýðingarlaus, þviað ekki getur hann heimiiað þa'!, sem fer beint ofan í orð og ákvæði fjárlaganna. Frams.m. getur skýrt vafaatriði, sem fyrir kunna að koma í umræðunum, svo að þýðing hafi, en þó verður því að eins á þeim bygt, að ekki komi mótmæli fram frá þeim er atkvæði greiða. En í E. d. var stofnun auka- kenntraembættisins harðlega mótmælt og breytingartill. ráðherrans feld með 8 atkv. gegn 1. 2. J. Ó. segir að ráðherrann hafi ekki verið búinn að íhuga umrnæli framsögu- manns N. d. er hann gerði breytingar- tillögu sína, er fór fram á að fá fjárveit- ing til aukakennara. Þetta getur ekki verið satt. Riðherra heyrði svar frams.m. 13. ágúst, en 21. ágúst var breytingar- tillaga hans nýkomin fram í efri deild. 189 Eimnitt af því að ráðherri liafði íhugað orð framsögumannsins og séð, hve þau vóru óábyggileg, þá bar hann fram breytingarcillöguns. 3. J. Ó. kveðzt hafa sagt rlðherran- um, að hann væri tillögu hans blyatu'. Þ'*tía g tur heldur ekki verið saít, nema J. Ó. hafi skrökvað að ráðherra, þyi að har.n greidti stkv. gegn tillögunni og mælti heu ii ekki bót með einu orði á þinginu þ ótt þar væri talað móti henni af öðrum. 4. Ein segir J. Ó., að það hsfi felt tiliöguna, að efri deild hafi viljað forðast ágreining við neðri deild. Þetta getur ekki verið rétt, því að samþykt tillög- unnar hefði einmitt verið í samræmi við það, sem J. Ó. heldur fram að verið hafi vilji neðrideildar! 5 J. 0. skrökvar því beint ofan í þing- tíðindin og ræðu sjálfs hans, sem er prent- uð, að tiliagan hafi komið svo seint fram, að fj írlaganefndin hafi ekki getað átt fund með sér til að ræða liana. Alþ.tíð. bls. 691 sýna einmitt að tillagan hefir vöiið rædd á fundi nefndarinnar, en nið- urstaðan varð þar sú, að hver nefndar- maður skyldi hafa frjálsar hendur um aikv. um hana. 6. J. Ó. segir að tillagan hafi vorið fe’daf j víað húu hafi verið álitin óþörf. En umræðurnarí deildinui sýaa Ijós’.ega, að hún var feld af því, að menn vildu ekki að fjölgað væri föstum kenn- urum vdð skólanu. 7. Eg sagði um daginn, að þetta ólög- lega embætti hefði verið veitt „í kyrrþey“. Þetta er nákvæml. rétt, því að starfið var hvergi auglýst áður en það var veitt og á eftir var þagað um veitinguna í stjórnartíðindunum. Þetta er í alla staði ósæmilegt „pukur“. Úr því að stjórnin fór að stofna fast embætti við skólann þá átti hún að auglýsa það og gefa þeim mönnum kost á að sækja um það, sem' varið hafa námi sínu öllu til undirbún- ings kennarastöðu og tekið kennarapróf - og þerr eru nokkrir, er leyst hafa slíkt próf af hendi með góðum einkuunum, en hafa ekki fengið fast starf enn. 8. Loks segir J. Ó. að borgunin til aukakennarans (1400 kr.) sé „uákvæm- lega það sem hann vincur fyrir eftir tímatali eins og það er borgað hér (með stílum)“. Eu hér skýtur svo skökku við, að kaupið væri, eftir því sem tímakensla er borguð hér, ekki fullar 900 krónur og eru það því meir en 500 krónur sem kennaranum eiu veittar á ólöglegan hátt. X Frá Finnlandi eftir Björn Stefánsson frá Auðkúlu. Framh. Eins og áður hefir verið ávikið höfðu kúg- unartilraunir Rússa gagnstæðar afleiðingar við það sem til var ætlast. Einnar fundu það aldrei betur en þá, að þeir stóðu sem ein þjóðarheild gagnvart öðrum þjóðum. Neyðin kendi þeim að fylkja sór þétt saman og vera samtaka í því að kasta af sér okinu. Þeir

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.