Ingólfur


Ingólfur - 23.01.1907, Page 2

Ingólfur - 23.01.1907, Page 2
10 I N„G Ó L F U R. [23. jan. 1907]. Qffl breyticgum væri; hingað til hafi þeir verið Dönnm óháðir að lögum og sé hið mesta skaðræði að hrapa að slíku máli. Þetta er vel mælt og skynsam- lega og líkt tekur „Austri“ í strenginn. Kveðst jafnan hafa verið mótfallinn því; að íslendingar byndi sig með samning- um við dönsku þjóðina og ættu þeir að eiga við konung einan um öll sín mál. Og þar sem þessum blöðum þykir varúðarvert að leita um það samninga við Dani, að ísland sé frjálst sambands- land við Danmörk og að hætt sé að fara með mál vor í ríkisráðinu danska — þá er bersýnilegt að þeir muni því sið- ur fylgja stjórnarflokknum að því, að halda íslandsmálum í dönsku ríkisráði og leggja lögfult samþykki á stöðulögin. Alþingi og mentaskóliim. Mönnum hnykkir ekki lengur við, þó að þeir heyri að ráðherrann okkar hafi traðkað vilja þingsins. Til þess eru menn orðnir of vaDÍr þesskonar sögum af þeim manni og ráðlagi hans. En slíkar sögur eru ekki allar jafn- skemtilegar. Sumar hafa verið of alvar- legar til þess að geta beint kallast skemti- legar, Og í rauninni ættu engar slíkar sögur af vera skemtilegar. Það er al- varlegra en svo, undir venjulegum at- vikum, að það verði kallað skemti- legt, að sjá aðfarir eða heyra um þær, sem stefna að því að brjóta niður vald þingsins og þýðingu, og þar með áhrif þjóðar, sem er að læra að stjórna sjálfri sér, á úrslit hennar eigin mála. Þjóðviljinn hefir nú bent á eitt þing- ræðis-hneykslið ráðherrans, sem oss þykir koma næst því að verða kallað sbemti- legt eða broslegt; það er broslegt að því Ieyti einkum, að það sýnist ekki vera eða geta verið sprottið af öðru en ein- hverjum dæmalausum „gatistaskap" hjá stjórninni, hvernig hún hefir farið að í því máli, enda er þar um skólamál að ræða. Alþingi var óánægt með það, að nýja skólareglugerðin meinar piltum, sem les- ið hafa utan skóla, að ganga inn í alm. mentaskólann nema þeir setjist í 1. bekk hans eða 4. bekk. Þeir mega ekki fara beint t. d. í 2. eða 3. bekk, eins og áður var leyft og margir notuðu sér. Yfir- höfuð mega ekka utanskóla piltar ganga undir árspróf í skólanum. Þeir mega að eins ganga undir burtfararprófin úr 3. bekk og 6. bekk. Alþingi samþykti því 1905 ályktun er skoraði á ráðherrann, að hlutast til um að „utanskólanámssveinum og námsmeyj- um verði gefinn kostur á að ganga undir árspróf þau, er haldin eru í hinum alm. mentaskóla í Reykjavík11, og var ályktun þessi afgreidd samhljóða frá báðnm deild- um þingsins. Ráðherrann mælti móti ályktuninni það sem hann gat, en honum tókst ekki að hindra samþykt hennar, enda gat hann ekki fært neinar ástæður fyrir máli sínu er nokkurs væru virði, en varð að kann- ast við, að í því verulegasta hefðu þing- menn rétt fyrir sér, svo sem því að á- stæðulaust væri að meina piltum að setj- ast ofar en í 1. bekk, ef þeim þætti betra að læra heima undir efri bekk. En að láta pilta, sem læsu utanskóla fá að ganga undir ársprófin, þótti honum ófært og hættulegt fyrir skólann, því að það gæti orðið til þess, að þá vildu allir fara að lesa utanskóla og kennararnir fengju engum að kenna, þegar piltar væru ekki kúgaðir til að nota kennslu þeirra(H). Það var reynt að sýna ráðherrannm fram á, að skólinn væri til fyrir piltana, en ekki piltarnir fyrir skólann, en hann gat ekki skilið það. Hann hafði hugsað sér skólann sem „harmoniska heild11, sagði hann eða ein- hver af hans nótum og var brosað að því sem von var, því að enginn skildi hvert hann fór, og fráleitt sjálfur hann. En látum það nú vera, þótt ráðherra hafi hugst hafa aðra og réttari skoðun í þessu máli en þingið. Þingið vildi nú fara eftir sínu höfði og ráðherrann hafði ekki annað að gera, úr því sem komið var, en að hlýða boð- um þess. En svo kemur það skringilega. Ráðherrann spyr skólastjóra og kenn- arafund, hvort þeir álíti það rétt að gera að vilja þingsins. Hann spyr undirtyllu sína, hvort hann sjálfur eigi að hlýða yfirboðara sínum, þinginu. Kennarafundurinn svarar því, að til- högun sú, sem farið sé fram á geti orðið til að koma losi á skólann, „enda niundi hún naumast vera í samræmi við það, er viðgengist annarsstaðar í ríkinu.“ Þessi síðari ástæðan, sem auðvitað var gripin alveg úr lausu lofti (sbr. „naumast11), var eðlilega nægilegt rothögg á þingsá- lyktunar-tillöguna í augum ráðherrans, og nú fékk hann hugdirfð til að synja henni með öllu. Ráðherran gat ekki undir þessum kring- umstæðum einusinni staðið við það sem hann hafði gefið þingmönnum beint ádrátt um, að piltar mættu fá inntöku í æðri bekki skólans, 2. eða 3. bekk, og taka ársprófin í því skyni. Nei — hann neitaði nú líka um það. Hver veit nema það líka færi í bága við tízku í dönskum skólum? Og svo kennir hann kennarafundi og skólastjóra nm alt, og prentar þessvegna tillögur þeirra og álit í Stjórnartíðindunum. Þar á þingið væntanlega að sjá ástæð- una fyrir því að hann gat ómögulega hlýtt því. En er hór ekki gatistalega að farið? Jón sagnfræðingur heldur fyrirlestur um Eggert Ólafsson í Bárubúð í kveld fyrir Ungmennafélag Rvíkur. Utan- félagsmenn fá aðgöngumiða keypta fyrir 25 aura. Búnaðarsýning í Kristjaníu. Ingólfi hefir verið send frá Noregi skýrsla sú, er hér fer á eftir um sam- komu þessa: Tolfti almennur búnaðarfundur Norð- manna verður haldinn í sambaudi við þriðja landbúnaðarþing og þriðju garð- ræktarsýningu Norðurlanda, í Kristjaníu á komanda sumri. Búnaðarsýningin skiftist í þessar höfuð- deildir: I. Sýning á húsdýrum: hestum, naut- gripum, svínum, sauðfé, geitum, fugl- um, kanínum og bíflugum. II. Sýning á vélum og verkfærum til jarðyrkju. III. Sýning á búnaðar-afurðum. IY. Sýning á notkun skóga og elditorfs. V. Sýning á vísindalegum og verklegum aðferðum til búnaðarnota. YI. Sýning á afurðum mjólkurbúa, vélum og öðrum áhöldum, er þar að lúta. VII. Sýning á ávöxtum og matjurtum og bygðu smábýli. Landbúnaðarsýningin verður í tvennu lagi. Fyrri sýningin, sem tekur yfir deildirnar I., II., V. og að nokkru leyti VII, hefst föstudaginn 28. júní og stend- ur til þriðjudags 4. júlí að þeim degi meðtöldum. Seinni sýningin, þar sem sýndar verða UX, IV., VI. og að nokkru leyti VII. deild, verður haldin í sambandi við garð- ræktarsýning Norðurlanda; hefst hún miðvikud. 25. sept. og stendur til sunnu- dags 29. s. m. að þeim degi meðtöldum. Umræður þær og fyrirlestrar, sem áð- ur hafa haldnar verið samfara búnaðar- sýningunum, fara nú fram á landbúnað- arþingi Norðurlanda, sem háð verður 3.-5. júlí á sama stað. Fyrirspurnir, er menn kynnu að vilja genda til sýningarnefndarinnar skulu á- ritaðar: „Landbrugsmödet Kristiania11. Símnefni nefndarinnar er eins. Ef óskað er símasvars, verðnr spyrjandi að borga það fyrirfram. Engum bréfum verður sint, sem ekki eru nægilega frímerkt. Eg býst við að lesendum blaðs yðar þyki vænt um að sjá framangreint ágirp af starfskrá búnaðarfundarins í Kristjaníu, ■ og vænti að’fundurinn áorki því, að marg- ir frændur vorir á Islandí noti nú tæki- færið til þess að sjá kynland feðra sinna. Frændur vorir íslendingar gætu einnig haft fjármunalegan hag af því, að koma tii Kristjaniu, því að Kristjanía og héruðin hér sunnanfjalls og austan eru vel fallin til kaupskapar við ísland. Á sauðfé, sauðakjöti, ull og hestum getur fengist góður markaður austanfjalls í Noregi og getur stórþingið ráðið bót á tollhömlum, að því er til íslands kemur. Hóðan mætti ferma skipin timbri til baka — ekki úrkasti, eins og stundum er sent til íslands, heldur góðum við frá fyrstu hendi — og mundu slík kaup verða land- inu hagkvæm. Komið heilir, frændur, á búnaðarþingið! Norskur bóndi.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.