Ingólfur


Ingólfur - 23.01.1907, Blaðsíða 4

Ingólfur - 23.01.1907, Blaðsíða 4
12 INGOLFUR. [23. jan. 19071. Sakir sameiningar blaðanna „Dagfara“ o „Iagólfs“, sem verður í næsta mánuði, er Ingólfur sendur öllum kaupendum nDagfara“ frá nýári. Útsölumenn eru vinsamlega beðnir að komast eftir því hjá kaupendum blaðsins, hve margir þeirra hafa keypt Ingólf áður og gera afgreiðslumanni kunn- ugt um það sem fyrst, svo að blaðið sé ekki tvisent sömu mönnum. Ingólfur verður þetta ár stærsta, útbreiddasta og ódy'rasta blað landsins. Eintaliaaöiai 3500. Nýir kaupendur fá „Sögur og sagnir“ Þorsteins Erlingssonar og sögusafn Dagfara í kaupbæti. Betri kjör en nokkurt annað blað býður. Nýir kaupendur gefi sig frarn sem fyrst. Útsölumenn óslcast, þar sem þeir hafa ekki verið áður. Hver sá er útvegar Ingólfi 6 nýja kaupendur fær ókeypis síðasti árgang blaðsins innheftan, sá er útvegar 10 kaupendur fær einnig III. árg. inuheftan. Sá er útvegar 20 nýja kaupendur fær alla (fjóra) árganga blaðsins í bandi ókeypis. Notið nú kostaboðin. Handan um haf. Hvað kostar loftbátur? Tímaritið „Aero“ telur loftsiglingar hvorki dýrar né hættulegar. Fullkominn og þægilegur loftbátur kostar um 150 pund sterling eða um 2770 krónur. Ef hann væri ger úr hreinu silki kostaði hann fjórðungi meira. Slíkur bátur endist í 200 loft- ferðir. Gasið kostar um 90 krónur og vinna við að blása belginn um 100 kr. Hver loftferð mundi kosta að meðaltali 230—240 krónur. Svo hefir Spencer loftfari sagt, að hann hafi aldrei fyrir hitt mann með sér á loftsiglingu sem ekki væri horfin öll loft- hræðsla eftir fjórðung klukkustundar. Ungfrú Gould, dóttir auðmannsins mikla, mun vera fyrsta kona, er stigið hefir í loftfar, en Alice Longworth, dóttir Roose- welts forseta, hefir ekki átt við loftsigl- ingar af því að eitthvað fór í ólagi þeg- ar hún reyndi þær í fyrsta sinn. Nýjasta loftfar, sem hinn frægi loft- siglingamaður Santos-Dumont hefir gert, er mjög frábrugðið hinum eldri. Hann hefir nú hætt að nota loftbelginn, nema til bráðabyrgðar-hjálpar við tilraunir sín- ar. Yængir flugvélar hans eru 861 fer- hyrningsfet að víðáttu og vegur hún alls 463 pund þegar með er talinn þungi llugmannsins sjálfs. Vél sem knýr væng- ina hefir 24 hesta afl og vegur rúmt hálft- annað pund fyrir hvert hegtafl. Stærsta eimferja, sem notuð er til flutninga á stórám heimsins, hljóp nýlega af stokkunum á Hudsons-fljótinu í Veitur- heimi. Hún er 400 feta löng, 82 feta breið, en að eins 7 fet og sex þumlungar á dýpt. Hún kostaði eina miljón dollara og getur rúmað 5 þúsundir farþega. Jafnaðarmcnskan í Þýzka'andi læt- ur meir og meir til síu taka ár frá ári. Einatt harðnar á hnútunum milli auðvalds- ins og verkalýðsins. Árið 1901 vóru ekki færri en 1056 verkföll í Þýzkalandi, árið 1902 vóru þau 1060, árið 1903 urðu þau 1374, árið 1904 komust þau uppí 1870 og árið 1905 uppí 2403. Á þessum fimm árum hefir tala verkfallsmanna stigið úr 56 þúsundum uppí 408 þúsundir. itór grammofon með 35 ágætum lögum er til sölu. Egill Jacobsen. Laust prestakall. Hvammur i Laxárdal í Skagafjarðar- prófastsdæmi (Hvamms og Ketusóknir). Metið kr. 937,17. — Jarðabótalán 600 kr. endurborgast með jöfnum afborgun- um á 15 érum. Veitist frá fardögum 1907. Aulýst 22. jan. Umsóknarfestur til 8. marz 1907. Baldur Sveiusson stúdent er ráðinn aukakennari Búnaðarskólans á Eiðum til vors í stað Halldórs Vilhjálmssonar, sem nú verður forstöðumaður Hvanneyrarskól- ans. 0------------------------------------m Vefnaðarvara og skrautgripir Fjölbreytt úrval. Lágt verð. 38 Laugaveg 38. St. Bunólfsson. 0----------------------------------_Q „Valurinn”. Reykvíkingar, sem ætla að kaupa „Val- inn“ snúi sér beint til hr. cand. phil. Einars Gunnarssonar í Templarasundi. „Valurinn“ kostar aðeins 3 kr. en er þó jafnstór stærstu blöðum landsim. Að efni verður hann fjölbreyttari, en flest önnur blöð. Gleymið ekki að panta „Valinn„ sem fyrst. sjónleik í 2 þáttum, leika nokkrir stúdent- ar o. fl. í Iðnó fimtudaginn 24. þ. m. Ápflinn fnr til sjtólings. Nánara á götuauglýsingum. Eitstjóri og ábyrgðarmaBur: Benedikt Sveinsson. FélngapreBtsmiBjan.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.