Ingólfur


Ingólfur - 14.04.1907, Blaðsíða 1

Ingólfur - 14.04.1907, Blaðsíða 1
V. árg. lieykjavík, simuudagiiin 14. apríl 1907. 15. blað rsisrsrsjsisLrsrsrsrsjsLtstsrsjsisjsrsisfsrsjsjsiafEarsistsrs Ingólfur kemur út að minsta kosti einu sinni i yiku. Verð árgangsins 3 krónur innanlands, er borgist fyrir 1. ágúst. Erlendis 4 kr., er borg- ist fyrirfram. Uppsögn bundin við áramót, ógild nema skrifleg sé og komin til ritstj. 1. nóv. rsisjsisrsisisisjsisrsnsisisis rsisrstsrsjstsrsrsisrsjsrsis. Aður en konungurinn kemur þurfa allir að fá aér relötygl Þeim þörfum fuiiuægir i\.ndrés Bjarnason Laugavegi 11. Birgöir meiri en nokkru sinni áöur. Pantið í tíma: söðla, hnakka, töskur, ólar eða hvað annað, er yður vantar til reiðskapar. Þá fæst hjá mér a.'ktygi eins og að undanförnu, og enn fremur alla nauðsynjavörur. Alt selt svo ódýrt sem frekast er hægt. Virðingarfylst Andrés Bjarnason Reykjavík. Talsimi 45. jGrimdvö’lluriim4. í næstsíðasta blaði „Lögréttu" var all-löng grein um „grundvöllinn“ undir væntanlegum samningum milli íslend- inga og Dana. Hingað til hefir blaðið kallað atriði þau, er þingmenn héldu fram í Danmerkurförinni, grund -öll, en nú er nýr „grundvöllur“ uppi á teningn- um; það er „einlægur bróðurhugur milli be'ggja þjóðanna“ sem alt á nú að byggj- ast á. Prédikunin stefnir mestöll að því að brýna fyrir mönnum hvað þessi „gmnd- völlur“ sé örnggur og traustur en lýsir þó jafnframt kvíðboga sínum um það, að hann kunni að raskast sökum tor- tryggni ísleDzkra mann i. En ef hægt er að halda þeitn nógu auðtrúa á „bróð- urhug“ danskra stjórnmálamanna þá er alt í góðu lagi. Enginn neitar þvi, að mikilsvert væri að Danir tæki kröfum íslendinga með góðum hug og sýndu það bæði í orði og á borði. Þá yrði sjálfstæðismálinu fljótt og auðveldlega fram komið. En það er að öðru nær en því sé nú til að dreifa, eins og síðar mun á vikið. Hitt er engin nýlunda, að útlending ar þeir, er seilst hafa til yfirráða hér, hafi boðið landsmönnum vináttu fnll- komna og tjáð þeim velvild sína og bróðurhug; vér höfðum fengið nóg af slíkum kveðjum og munum vel hvað þeim hefir fylgt, svo að óþarft er að gerast mjög ginkeptnr við þesskonar flugum. Ólafnr konungur hinn digri varð einna fyrstur erlendra höfðingja, er reyndi af alefli að ná valdi yfir íslandi. Hann seudi IslendÍDgum stórgjafir og vinsemd- arkveðjur og bauð helztu mönnum lands- ins að sækja til sín vinaboð. Skorti ekki bróðurkærleikann og vináttugrundvöll- inn frá hans hálfn til þess að ^byggja á samband landanna, enda vildi Guð- mundur iíki og ýmsir auðtrúa lögréttu- meDn þegar skipast við orðsendiog hans. En „tortrygni“ landvarnarmanna mátti þó meira og því hélt landið frelsi sínu cftir það um há ft þriðja hundrað ára. Líkur fagurgali var hafður í frammi í hvert skifti, sem erlenda valdið færð- ist hér í aukaua. Eiríkur Briem segir í æfisögu Jóns Signrðssonar í „Audvara“ að erlenda valdið hafi kornið hingað [ nafni friðarins á 13. öld, á 16. öld í nafni trúarinnar og um miðja 19. ö!d í nafui frelsisins. Ea það „frelsi“ fekst þjóðfundnrinn ekki til að aðhyilast 1851. ísland hefir ekki skort þann grund- völl, „eiulægan bróðurhug" erlenda valdsins, fyrr á tímum til þess að byggja á. Sagan hefir sýnt hversu hann var ábyggilegur. En nú er því mjög á loft haldið að bróðurhugurinn sé ennþá heitaii en fyrr- um og sé því rneira um hann vert en áður. Segir „Lögrétta“ að „bróðurþels- grundvöllurinn standi óhaggaður hjá Dönum“ og staðhæfir að „fráDanmerk- ur hálfu sé komnar fram skýlausar’yfir- lýsingar um góðan vilja“ í því efni að „láta að réttmætum og sjálfsögðum kröf. um íslendinga.“ Það er þá ekki úr vegi að rifja npp svolítið sýnishorn af „bróðurhugnum“, eins og hann kom fram í ræðu og riti meðal Dana meðan á þingmannaförinni stóð og síðan. Einr.a berust var ræðan, sem Vilh' Andersen flutti í Skodsborgarveizlunni. Hún var talin „vingjarnleg í vorn garð.“ Þetta var hið helzta: „Friðrekur konungur hefir viljað byrja stjórn sína með því að tengja saman að- skylda hluta hins danska koDungsríkis. Sameining þessara ríkishluta beggja megin hafsins myndar danslta ríkið eða Stórudmmörku og innan hennar vébanda liggur vor heimur, vor heimskringla!“ „íslandsvinuriun“ Prytz háskólakenn- ari ritaði um það að alþingi löglciddi almenna herskyldu. Bjóst hann við að alþingi hefði hug og karlmensku til þess að koma því fram, þótt alþýðu væri það ógeðfelt; taldi hann þetta lið geta orðið Dinmörku að dálitlum styrk á ófriðar- timum. Eitt blað („Vort Land“) taldi það mosta heillaráð, að láta íslendinga senda fulltrúa á ríkisþingið, eins og Færey- ingar gera. Hugði að það mundi mjög efia bróðnrhugann. Georg Brandos kallaði frelsisbaráttu Islendiuga úrelta lögstirfni og þrákelkni i einni veizluræðunni og síðau hefir enn betur komið fram, hvers réttar hann ann íslandi, er honum þykir það í öll- um greinum hafa minni kröfu til sjálf- stæðis en hólminn Amager! Þá hafa blöðin og skýlaust eignað Döuum landhelgi við ísland og talið þegnajafnréttið „ófrávíkjanlega kröfu“. Þau hafa ætlað af göfiunuin að ganga út af því að reynt hefir verið að koma á skipaferðum til Þýzkalands og þykir það eitt sæma, að öll verzlun hér sé í kfóm Dana. Sams konar uppþob varð af þvi, að hingað var fenginn norskur verkfræðingur til ráðagerða! Einhver síðasta bróðurkveðjan, sem hingað hefir borist er ritgerð Scavinius- ar gamla í „Nat. Tid.“ Þar talar hann um að kurteisin við íslenzku þingmenn- ina hafi leitt Dani afvega í fyrra, þar sem þeim hafi verið tekið^sem jafningj- um ríkisþiugmanna og þar með styrkt sú ranga skoðun íslendinga, að alþingi og ríkisþing væri jafn rétthá! Þetta eru nú aðeins örfá dæmi, en ættu þó að nægja til þess að skýra þær „skýlausu yfirlýsingar um góðan vilja“, sem „Lögrétta“ segir að komnar sé frá Danmerkur hálfu. Mundi þjóðinni ekki eins holt að brýut væri fyrir henni að byggja kiöf- ur sínar á fornum landsrétti og þjóð- arþörf og fylgja þeim fram með viti og djörfung í stað þess að treysta í blindni og barnaskap á bróðurhug og vinarþel útlendinga? „ r n g men n a fé 1 a gRe y kj a v í k u r “ sam- þykti þessa tillögu um fánamálið á fuudi sínum 24. f. m: „Ungmennafélag R,eykjavíkur“ fylgir eindregið því, að íslendingar taki upp sérstakan fána, er verði löggiltur, en noti eigi erlendan fána. B’élagið fylgir fánatillögu stúdenta- félagsins í Rvík. Ennfremur lýsir fé'agið óánægju sinni yfir því. að Isl. skuli kindast samtök- um gegn þessu réttmæta sjálfstæðismál- efni þjóðarinnar.“ Eiiend símskeyti til Ingólfs frá R. B. Iih. 9. april kl. 6 siðd. Peary ætlar í nýja heimskautsför 1908. Mannskaðaróstur dag hvern meðal verkmanna af ýmsum 11 tkkum i Lodz á Póliandi. Mörg víg. Ofstækismaður skaut til bana fyrver- aDdi forseta í Guatemala, Carillas. — Það gerðist í þinghúsiuu í Mexico. Lögreglnstjórinn í Khöfn hefir vísað frá kæru Petersens kaupmanns í Fngle- fjord á heudur A. T. Möller. Ivh, 11. april kl. f>.20 sfðd. Einar sýslumaður Benediktsson fengið lausn í náð með eftirlaunum 9. þ. m. Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson i Edinborg orðinn riddari af dannebrog. Hörð rimma á þingi í Pétursborg við stjórnina út af banni hennar gegn því að tilkvaddir séu til ráða sérþekking- armenn utan þings. Ráðsmaður við geðveikrahælið á Kleppi verður Björn Ólafsson, er verið hefir um hríð sjúkrahúss-ráðsmaður á Akureyri. Ráðlierrann tók sér fari á Ceres 8. þ. m. til Danmerkur og hafði með sér stjórnarfrumvörpin til þess að bera þau upp í ríkisráðinu og vita, hvernig því litist á þau. Ekkert þessara frumvarpa hefir komið fyrir sjónir almennings hér heima á íslaudi Ráðgjafaruir dönsku þurfa að segja skoðun sína á þeim áð- ur, eins og eðlilegt mun þykja og fær- ir ráðherrann hverjum þeirra eintakaf frv. prentuðum á dönsku á landsins kostnað. Þetta kalla stjórnarsinnar að bera rnáiin upp fyrir konungi „í viðnr- vist ríkisráðsins.11 En auðvitað er hér að ræða um sömu regluna, er gildir um öll öDnur dönsk frumvörp; þeim er út- býtt á sama hátt, enda er það alkunn- ugt að danska stjórnin hefir lýst yíir því opiuberlega, að með íslandsmál sé farið eftir sömu reglum og samráði í ríkisráðinu, sem hver öanur (dönsk) mál þar. Bær eyðist af vatnsílóði. í vetur um þorrakomn bar það við á Syðri- bakka í Kelduhvcrfi, að hús öll fyltust af vatni um miðja nótt. Hafði kornið hlaup í Jökulsá. Varð fólkið að flýja úr baðstofu upp á bæjardyraloft. Karl- menn brutnst út í fjárhús til þess að bjarga fénu; var það alt kornið á sund og um tuttugu fjár þegar dautt. Hey skemdust stórum og hafa kanske ónýzt með öllu. Nú er bærinn kotninn í ejfði og fóikið sezt að á öðrum bæjum.— Friðrik bóndi Erlendsson, er þar bjó, hefir beðið mikinn skaða og enn til- íinnaulegri fyrir þá sök að bær hans brann með flcstn innanstokks fyrir fám árnm.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.