Ingólfur - 14.04.1907, Blaðsíða 3
INGOLFUR
59
bíræfinn að ætla að prenta stóreflis rit-
verk (þ. e. „1001 nótt“) eftir Steingrím
Thorsteinsson án allra heimilda. Lutu því
ummæli þessi að eins að hinni bókmenta-
legu óráðvendni eða gripdeildum Jóhanns,
en engu öðru, þó að hami reyni sjálfur að
misskilja mig.
En maðurinn neitar því, að hann hafi
verið „kúgaður“ til þess að hætta við út-
gáfu bókarinnar, segist hafa hætt við
hana af þvi að kunningi sinn og annar
maður hafi ætlað að geta hana út. Sann-
leikuriun var reyndar sá, að þessir tveir
menn ætluðu svo fremi að gefa bókiua út
þá þegar, að Jóhann gerðist svo djarfur
að byrja á útgáfunni í lieimildarleysi. Eu
hann þorði eigi að hætta á það, þegar á
átti að kerða, þó að hann hefði áður aug-
lýst útgáfu bókarinnar. í þessu lá „kúg-
unin Ef hór er rangt skýrt frá, þá skora
eg á Jókann að fá vottorð frá Steingrími
rektor Thorsteinsson, er hnekki þessum
ummælum.
Hlægilegt er að heyra Jóhann bera
því við, að hann hafi engan „undiibúning11
haft til útgáfunnar. Hvaða „undirbúning“
þurfti hann ? Ætlaði hann ekki að gera
„1001 nótt“ sömu skil sem öðrum bókum,
er hann hefir látið prenta í heimildar-
leysi? Ætlaði hann ekki að látaprenta hana
umsvifalaust eftir 1. útgáfuuni? Eða var
það ætlan hans að breyta málinu hjá
Steingr. rektor til hins betra ?
Góður getur hann verið i íslenzku, en
varla svo, að bæti um hans handaverk.
Hitt er ekki nema gleðilegt, að hann vill
fræða mig um það, að orðið „forleggjari11
sé ekki góð íslenzka. Eg veit rauuar
ekki til að eg hafi notað orð þetta sem
íslenzku, en liins minnist eg, að eg notaði
það sem skopuafn um hann. Mér fanst
orðið samboðið þeim ,,þjóðlega‘'(!) blæ,
sem er á bókum hans, en ekki er það mér
að kenua, þó að hann hafi eigi „skilið
skensið1'.
Ekki er það undarlegt þó að þessi
maður misskilji danska talsháttinn:
„Skomager, bliv ved din Læst“.
Hann skilur hann svo, að enginn megi
breyta um lífsstöðu. En allir aðrir menn
vita, aðhanu táknar það, að menn eigiaðlást
við þau ein störf, sem þeir eru færir til. En
það vill svo illa til að séiþekkingu þarf
til margra starfa, svo að verzlunarmeun
geta t. d. ekki umsvifalaust orðið læknar,
eða prófastar sýslumenn, eða ómentaðir
menn frömuðir visinda og bókmenta. Af
söniu rótum er það runnið, að asnanum
fór illa ljónshúðin, sem kunnugt er af
dæmisöguuui.
Eitt þeirra starfa, sem þaif víðtækrar
mentunar, er bókaútgáfa, og er þá næst
fyrir að athuga, hvort Jóhann sé því starfi
vaxinn.
Hann segist sjálfur vera sendibréfsfær
og vill sanua það með „opua bréfiuu11.
Hví miður verður ekkert ráðið af brófinu
um þaun kost mannsius, því að vel má
vera að einhver hafi skrifað það fyrir
hann og engar sönnur eru framkonmar um
að það sé preutað stafrétt. Deiluuni um
það atriði verður því eigi lokið, nema
hann „gangi undir próf“ hjá einhverjum
málfræðingum í Reykjavík. Efþað geng-
ur honum í vil, hef eg á röngu að standa.
En gerum engu að síður ráð fyrir, að
hann sé „sendibréfsfær11. . Hverja kosti
hefir hann aðra ? Getur hann „lesið próf-
arkir“? Ekki kunni hann það er eg vissi
siðast,
Er hann fær til að leiðrótta handrit og
laga þannig óvandaðar þýðingar?
Til skamms tima var hann enginn mað-
ur til þess.
Getur hann þýtt útlenda bók á ís-
lenzku?
Aldrei hafa þess sézt merki.
En gerum ennfremur ráð fyrir að hann
hafi alla þessa kosti.
Er liaun þá fær til þess að velja þær
bækur til útgátu, sem eru þjóðinni til
gagns og bókmentum henuar til sóma?
Þvi atriði verð eg hyklaust að neita,
því að fyrir tveim árum var hann að byrja
að nema þau tungumál, sem nauðsynleg
■eru til slikrar þekkiugar.
Bækur þessa manns hafa hlotið viður-
nefnið: „Hryllilegar þýðingar hryllilegra
skáldsagna" og er eg eigi höfundur að
því nafni. En hann segist eigi þurfa að
halda hlífiskildi fyrir bókum sinum, því
að þjóðin taki það órnak af sór.
Eg veit það vel og hefi viðurkent, að
bækur hans hafa selst vel, en ekki er það
þeim að þakka, heldur dugnaði mauusins
að „pranga" þeim út, og því, að alltof
lítið hefir verið gert til þess að leiða
mönnum fyrir sjónir, ’hver óhroði bækurn-
ar eru.
Eu má eg spyrja: Ætli það sé hinn
mentaðri eða ómentaðri hluti þjóðarinnar,
sem kaupir bækur þessar?
Eg skal ekkert um það fullyrða, en hitt
veit eg, að enginn málsmetandi maður
hefir lagt bókunum hið minsta liðsyrði,
og eins þori eg að fullyrða, að litill mark-
aður hefir verið fyrir bækur þessar í Þing-
eyjarsýslu, og mun þó enginn neita því
að vel kunna Þingeyingar að meta góðar
bækur og mikið er þar lesið. En þegar
eg kom síðast í Húsavík (haustið 1905),
lágu þar dyngjur miklar af bókum þess-
um og vildi enginn við þeim lita.
Af þessu má Jóhann marka það, að
marga „bryllir við“ bókum þessum aðra
en mig. Eða hverja skoðun heldur liann
að málfræðingar landsins hafi á þeim ?
Vill hann t. d. leita úrskurðar þeirra
prófessors B. M. Olsens og Pálma kennara
Pálssonar um mál þetta og vita hvort, þeir
eru á öðru máli en eg?
Nei! Hann þorir það ekki!
Hann veit skömmina upp á sig og því
er eina ráðið að forðast alt sem varpað
geti birtu á störf hans.
En ef liann vill halda áíram umræðum
um mál þetta, mun eg bæði leita úrskurð-
ar þessara manna og annara málfræðinga
og rithöfunda hér á landi um bótmenta-
starfsemi hans.
Vænti eg þá, að þess verði eigi langt
að bíða, að bókagerð hans sé lokið. Þess
eru þegar farin að sjást merki, að þjóðin
er að ranka við sór og ætlar eigi að láta
mann þenna hafa sig að háði og féþúfu
lengur. Og innau fárra ára mun það þykja
hlægilegur menningarskortur um laud alt
að eiga eðalesa „bækurnar hans Jóhauns“.
Jóhanus vegna skal þess getið, þó að
það sé óþarfi, að ekki hefi eg ráðist á
bókagerð hans fyrir öfundarsakir. Mér
gengur gott eitt til þess: Eg vil firra liauu
smán en tunguna glötun.
Ef hann gæfi út góðar bækur, skyldi
eg styrkja hann eftir mætti.
Svo ann eg honum og allrar velferðar
og ruikils hagnaðar af „söltuðu þur-sköt-
uuni“ og sauðakjötiuu, sem baun hefir nú
á boðstólum með sögunum sælu.
Eiðum, Eiðaþinghá, 5. marz 1907.
Baldur Sveinsson.
Flcnsborgarskólinn. Þar er ný-
lega prófi Jokið; var það jfirleitt gott
og jafnt. 25 nemendur tóku próf.
Skólinn hefir nú staðið í 25 ár sein
gagufræðaskóli og i 16 ár hefir hanu
veitt keunaramentun.
Um 80 manns voru alls í skólan-
um í vetur. Hafa nemendur þar aldrei
verið jafnmargir.
Piltur druknadi í Búðardalsá á
Skarðsströnd 3. marz í vetur. Hann
hét Valtýr Guðmundsson frá Belgsdal,
(frændi dr. V. G. í Khöfn) 18 ára að
aldri. Var sendur í kaupstað meðþrjá
hesta og hafði gengið frá þeim út á
ána en ísinn brast undan honum og
hefir hann ekki fundist.
Mannalát. Þuríður Jbnsd'ottir ekkja
andaðist að heimili tengdasonar síns,
Benedikts kaupm. Þórarinssonar hér í
bænum 8. þ. m. Hún fæddist 1823.
Hún var kona Eiríks Eiríkssonar frá
Hoffelli í Skaftafellssýslu og varð þeirn
11 barna auðið.
Eilífur bbndi í Arbæ í Mosfellssveit
er nýlega dáinn.
Grafreitako nurnar.
Eftir Ctuy dc Maupassant.
.Niður’.
Hún hafði tekið af sér hatthin. Hún
var sannarlega yndisleg ásýndurn; hún
horfði augnoum hreiruin og skærum
djúpt í augu mér, svo að mig greip
ógnarfreisting og lét eftir henni. Eg
tók hana í faug mér og þakti augna-
lokÍD, sem lokuðust snögglega, með
mörgum mörgum kossum.
Hún varnaði mér, reyndi að ýtamér
frá sér og sagði hvað eftir annað:
„Þér megið ekki . . . þér megið
ekki . . . þér megið ekki . . .“
„Hvað áttu þessi orð að þýða? Á
sumum augnablikum hafa þau gagn-
stæða merking. Eg varnaði henni máls
með því að kyssa á varir hennar og
8býrði orð heunar eins og mér þótti
hentast. Vörn hennar var ekki ýkja-
öflugog þegar ég leit á hana eftir þessa
ósvífni gegn minningu höfuðsrnannsins,
squí féll i Tonkin bar ásýnd hennar vitni
þess að hún væri viljalaus og yfir-
unniu, svo að ég var úr öllum efa.
Eg var riddaralega nærgætinn og
þakklátlegur. Og þegar við höfðum
spjallað saman nálægt klukkustund
spurði ég hana:
„Hvar borðið þér miðdegisverð?“
,,í litlu söluhúsi skamt héðan“.
„Aleinar?“
„Já, því miður.“
„Viíjið þér borða með méi?“
„Hvar?“
„í góðu söluhúsi við skemtivegiun.“
„Hún fann ýmislegt því til foráttu.
Eg aótti á og um síðir lét hún undan
og sagði svo sem til að afsaka fyrir
sjálfri sér:
„Mér leiðist svo ákailega . . ákaf-
lega.“
Svo bætti húu við:
„Það er bezt að ég fari í annan
kjól, sem er ekki eins sorgarlegur.41
„Hún fór inn í svefnherbcrgið. Þeg-
ar hún kom aftur var hún í „hálfsorg“,
klædd gráum kjól sem fór henni mæta-
vel. Hún átti auðsjáanlega sérstakan
kirkjugarðsbúning og annan göngu-
búning.
Það var mikið fjör yfir miðdagsborð
um. Hún drakk kampavín og varð
kát og glöð. Eg fylgdi henni hciin á
eft r og dvaldi hjá henni.
„Þessi kunningsskapur, sem stofnaður
var milli leiðanna, stóð nálega þrjár
vikur. A öllu verða menn leiðir og
fljótast á kvenmanni. Eg þóttist endi-
lega þurfa í ferð og bar því við til
þess að yfirgefa bana. Eg gaf henni
örlátlega að skilnaði og hún þakkaði
gjöfina innilega. Hún lét mig lo"asér,
heita sér með eiði, að ég skyldi heim-
sækja hana aftur óðara er ég kæmi úr
ferðinni. Eg heid vissulega að hún
hafi haft dálitlar mætur á mér.
„Eg varð bundinn nýjum ástaræfin-
týrum og það leið nær mánuði án þess
mið langaði svo mjög að hitta kirkju-
garðsljúflinginn minn að eg léti verða
af því. Eg gleymdi henni samt ekki
. . . Endurminningin um hana var í hug
mér sem eitthvert undur eða ráðgáta,
ein þeirra óráðandi gátna, sem valda
sífeldum áhyggjum og óróa þangað til
ráðningin finst.
„Eg veit ekki hvað olli því, að mér
datt í hug einn dag að eg mundi geta
hitt hana i Montmartres-grafreitnum og
þangað gekk eg.
„Eg gekk lengi um en sá enga ncma
þá, sem vanir eru að koma þangað,
þessa fáu sem ekki hafa slitið öllu
sambandi við framliðna ættingja. Þar
lá engin grátandi kona og ekki var
heldur neinn blómsveigur eða skrúð á
marmarahellunni yfir gröf þeirri sem
höfuðsmaðurinn hvildiít í eftir orustuna
í Tonkin. þar sem hann féll.
„En þegar eg var að sveima í öðr-
um hluta þessarar stórborgar hinna
dauðu kom eg alt í einu auga á manu
og kouu við endaun á þvergötu einni,
og voru þau i þungum harmi. Þegar
eg kom nær varð eg alveg forviða, því
að konan var . . hún! „Hún leifc á
mig og roðnaði og um leið og eggekk
fram hjá þeim á stígnuni, sem var svo
mjór að eg straukst við kj linn hennar,
þá gaf hún mér litla bending og leit
til inin með augnaráði sem þýddi það,
að eg skyldi láta sem eg þekti haua
ekki, og virtist einnig eiga að tákua:
„Komdu fljótt altur að finna mig, góði
minn.“
„Maðurinn var snyrtilegur og höfð-
inglegur, herforingi í hfiðursfylkiug-
unni og sýndist vera kominn fast að
fimmtugu.
„Hann studdi hana nærgætnislega,
eins og eg hafði gért þegar við fórum
samau úr graíreituuum.
„Eg gekk á brott sem steini lostinn
og véfengdi hvort eg mætti trúa eigin
augum. Hverskonar kind var þessi
freka púta? Var hún almenn lausung-
arsnót, sem var svo kæn að leita bráð-
ar milli leiðanna meðal harmþrunginna
manna, tregandi húsfrcyju sína eða vin-
konu, sem þeir höfðu mist, fullir af sökn-
uði horfinnar ástar? Gerði hún ein
þetta? Eru þær fleiri? Er það at-
vinua? Er grafreiturinn veiðiland eins
og gaugstígarnir? Grafreitakonurnar!
Eða hafði henni einni kornið þetta
merkilega snjallræði í hug, sem bygt er
á heimspekilegum athugunum, að nota
ástarsöknuðinn, sem verður sárastur á
þessum stöðum?
„En það hefði eg haft gaman að vita,
hvers ekkja hún var þennan daginn!“
Úr Borgarfjarðarsýslu
skrifar einu merkur bóndi rneðal ann-
ars:
„Nú er, eins og menn munu kannast
við, í ráði að stofna slátrunarhús fyrir
Suðurlaud og Borgarfjörð. Flogið hefir
fyrir, að meun hugsuðu sér, að setja
danskan manu fyrir húsið. Þetta þykir
okkur bændum næsta kyulegt. Hyggjum
við það afar oheppilegt að setja dansk-
an manu í þessa stöðu. í hana þarf
einmitt Islendiug, sem er kunnugur
bændum, getur talað við þá og sett sig
sem bezt inn í þeirra kringumstæður.
Þetta getur enginn danskur rnaður gjöri,
að minsta kosti ekki fyrst um sinn og
allir vita, hversu vel Dönum gengur að
læra málið okkar, íslenzkuna. Aunars
þykir okkur yfirleitt leiðinlegt og enda
með öllu skaðíegt, að setja danska
meun til allra starfa hér, sem íslend-
ingar sjálfir eru eius vel og betur fallu-
ir til. Það er alveg eius og við sjált-
ir getum ekki ncitt og treystum okkur
ekki til nokkurs hlutar. Við þurfum
einmitt að setja okkar eigin meuu til
starfanna, þótt þeir kuuui að vera vanda-
samir. Það vekur og örvar alla góða
menn, hvetur þá til starfa, og þá fyrst
er von til að menn leysi störf sín vei
og samvizkusamlega af hendi.
llátur f'órst frá Steindyrum á Látra-
strönd við Eyjafjörð um páskana og
druknuðu þrír menn.
Mokafli hefir verið i Garðsjó að uud-
anförnu, eiukum í þorskanet. Góður afii
er sagður austanfjalls.
Sigurður Eggerz cand. jur. er settur
sýslumaður i liangárvallasýslu.