Ingólfur - 28.04.1907, Side 2
66
INGÓLFUR
Sólskinsvísur.
Um jónsmessu.
Nóttin líður létt sem ský
og líkast þokuslœðmn:
nú er hún líka nœrri þvi
i nýjam sumarklœðum.
En svo fœr hún sér döpur dúr
þegar döggin fer að þorna:
hún fylgir ekki fötum úr
því farið er að morgna.
Þá kemurðu, sœla sólin min,
og sumardaginn lokkar
til að blessa brosin þín,
sem binda vináttu’ okkar.
Á hverjum morgni, sem þú sér
sumarfagran dalinn:
brosin, sem hann þakkar þér,
þau verða' ekki talin.
Hann á margs að minnast hjá
morgungeislum þínum, —
svo hlaupa þeir upp um hálsinn á
heiðardálnum sinum.
Þú sendir gleði' i geislunum
í grend við tjallasálinn,
þeir hendast fram og aftur um
endilangan dálinn.
Og stundum koma þeir heim í hlað
að hlaupa’ í kringum bœinn.
Og það er til þess tekið, hvað
þeim tekst það frarn á daginn.
Ef ég hýr i hópinn kem,
hcekkar á þeim brúnin:
já — þetta líka litla, sem
þeir leika sér um túnin!------—
Þegar grundin er eitt geisla-haf,
geislanna þeirra skœrstu.
Eg vildi bará þú vissir af
voninni minni kcerstu.
Að henni sé ég sifelt þrengt,
— sona' eru þessir fangar —
hún á aldrei heiman gengt,
hvað sem hana langar.
Sendu henni, sól, þinn yl, —
ég sendi’ henni kcerleiks-hita,
sem vonina langar löngum til,
— við látum hana ekkert vita.
Sudmundut Uóhoöoh.
Myklestad
fjárkláðalæknir hélt fyrirlestur um íg-
land og íslendinga í janúar í vetur í
Björgvin. Hefir ræða sú verið allítar-
leg og kemur víða við. Hann iýsir
landinu með kostum og löstum, segir
ágrip af sögu þjóðarinnar, talar um
sögustaði, er hann hefir komið á, lýsir
búskap manna, ferðalögum sínum, við-
tökum á bæjum og þar fram eftir
götunum.
Það er auðséð á ræðu Myklestads
að hann er glöggur maður og furðu-
fróður um sögu landsins, þótt ekki sé
alt hárrétt í meðferð hans.
Hann lýkur lofsorði á íslendinga og
lætur mikið gestrisni þeirra og hrein-
læti, sem hann átti að venjast hvar-
vetná þar sem hann gisti á ferðum
sínum.
"Veðrátta hefir verið góð undanfarna
viku, þó nokkuð kalt suma dagana_
Veturinn kvaddi með snjókomu, alhvít
jörð fyrri hluta síðasta vetrardags.
Um síðustu helgi gerði snjóhret í
Skagafirði. Á Austfjörðum allgóð tíð.
r
Iltsjálir moun.
(Eftir Karl Sajo háskólakennara).
í fyrri greininni (Ingólfur, 15. og 16.
tölubl. 1907) var á það vikið, að dýrin
lifðu í aðsjálni og að mörgum mönnum,
meira að segja hávaða manna sé svo
farið, að þeim sé það ómáttugt, að hefja
sig yfir þetta lítilsiglda andarfar. Þó
ber við, að útsjálnisleiftrum bregður fyrir
í þessum manndýrum. En þau eru svo
snögg, að þar verður ekki talað um
andarfar, heldur snæljós eiu.
Sá flokkur manna stendur ofar, sem
leggur árum saman mikinn hug á sér
óviðkomandi hluti, svo sem vísindi, listir,
fegurð og hugargöfgi, en gera það þó
eigi sér til hagsmuna. En mestan and-
ans þroska hafa þeir menn, er hafa svo
góðan heila að þeir halda þessari gáfu
til elli. Þeir eru ungir í anda fram að
efsta degi lifs sins og þeir eru afbragðs-
menn að eðlisfari.
Þetta sýnir oss, hvaða götu þroskun
mannkynsins fer, og hverja leið Lún
muni halda framvegis ef að líkindum
lætur. Sífelt starf heilans stækkar hann
og eykur honum afreksþrótt. En eink-
um sýnist vera orsakarband miili stærðar
hans og útsjáluisgáfunnar. Heili dýr-
anna er smár í samanburði við skrokk-
stærð þeirra og óhaganlega gerður til
æðra andarstarfs. Þau sjá því það eitt,
sem næst liggur, sem einstaklingurinn
er beinlínis við riðinn að því er snertir
gagn eða ógagn. Sama lífi lifa lágteg-
undir mannanna, því að hugskotssjónir
þeiira horfa á umheim með gleraugum
eigin hagsmuna. Hann lætur sig þá
hluti engu varða, sem eru óviðkomandi
hagsraunum hans. Mörgum verður kyn-
lega leitt í skapi ef þeir skoða enda-
lausan stjörnugeiminn í sjónauka, eður
heyra um tölur og vídd alheirasins, sem
vart má hugum hyggja. Það er sama
kyns. Ef hugsanafærið (þ. e. heilinn)
er vel þroskað, þá kemur frara göfugri
og heimspekilegri skilningur á náttúru-
viðburðunum, á þeim árum sem heila-
starfið er á hæstu stigi, og þá leggja
menn hug á almenn sannindi. En þeg-
ar skammvinn æska er liðin hjá, þá
þokar þetta fyrir áskapaðri aðsjálni.
Afturförinni valda oft erfiðar ástæður
manna, ævistarf, sem er þeim um hönd,
og hörgull á hugvekjandi viðkynningu.
Því að hugsanafærið hrörnar af aðgerða-
leysi — eins og ö.inur líffæri. Þessari
hnignunarorsök er hin gagnstæð, að of-
reyna sálarkraftana og gæta þess eigi,
hve mikið má bjóða starfsþoli göfugasta
líffærisins. Af þessu getur leitt geðveiki,
einkanlega ef hér við bætist óregla og
slark, það er að segja óeðlilegir lifnað-
arhættir. Framh.
Sterling kom 24. þ. m. frá útlönd-
um. Fjöldi farþega. Þeirra á meðal:
Sveinn Sigfússon kaupm., Emil Schou
bankastjóri, Knud Zimsen verkfræðing-
ur, ungfrú Lára Lárusdóttir, Einar
Markússon (Ólafsvík), Jón Proppé, Páll
Torfasou (Öuundarfirði), R. Braun
kaupm., Sig. Guðmundsson afgreiðslum.
Thorefél. hér, Guunar Gunnarsson
kaupm., járnsmiðirnir Gísli Finnsson,
Guðjón Jónsson og Bjarnhéðinn Jóns-
son, Sigurjón Jónsson verzlunarm., Jón
Björnsson kaupm, o. m. fl.
Afneitunin,
Sárt leikur þú mig, Þorvaldur fóstri!
Eu hvað hefi ég til ?aka unnið?
Konungssonurinn hampar framan í
þig ameríska gulldjásninu og lýsir
gleði sinni yfir því, að geta afhent
slíka heiðurgjöf „dönskum manniu. —
0g sem slíkur tekur þú í móti djásn-
inu, — en þegir um þitt rétta ætterni.
Er þetta samboðið ræktarsömum
syni?
Mundi heiður þinn hafa orðið nokkru
minni, þótt þú hefðir þegið sæmdar-
viðurkenninguna sem sonur fátækrar
og umkomulítillar móður?
Og víst var gjöfin ætluð mínum syni.
Finnur þú það ekki, að við þetta
hlutu þau bönd að bresta, sem innileg-
ast tengdu okkur saman?
Ein blóðfjöðrin enn slitin af brjósti
mínu!
Því af mínu bergi ertu brotinn, én
ekki dönsku; af frónskum safa hefir
þú þrótt þinn aðallega. — Hjá mér
hlaustu frægð þína.
Og hvenær taldi ég þér of gott
nokkuð af því, er þú girntist og ég
hafði föng á að veita?
Vel veit ég það, að móðurarmar mín-
ir eru ekki eins mjúkir og sumra ann-
ara mæðra. En alls þess mjúkleika
nauztu, er ég átti til.
Að visu hefir þú oft glatt mig, sem
góður sonur og mannvænlegur. Eu
þ?im mun sárari eru nú vonbrigðin, er
þér þykir hlýða að afneita mér — í
áheyrn alls heimsins.
Yei! — Yei þeim sonum mínum, er
láta glepjast af glysi og metorðum til
að afneita sínu eigin þjóðerni og fyrir-
verða sig mín vegna, þótt fátæk sé og
vaumegnug.
En það máttu vita, Þorvaldur, að
aldrei eignast þú aðra móður en mig.
0 g afneitun eigin þjóðernis hlýtur
jafnan að fylgja vansæmd og vond
samvizka.
Það er sárt, — en ég verð að segja
það, eins og það býr mér í brjósti.
Og hvers mundi eg síðar eiga að
vænta af því konungsefni, er þannig
sælist heiður minn?
— Já, vei þeim, er sitja þegjandi og
hafast ekki að, þegar sæmd mín er
skerð og af mér reittar blóðfjaðrirnar!
Fjallkona.
Úr bréfl
frá bðnda einum í Dölunum.
.... „Hér eru menn þegar farnir
að ræ?a um þingmannsefni í stað Björns
sýslumanns Bjarnasonar. Eru litlar líkur
til þess að hann verði kosinn næst, því
fylgi mun hann hafa furðu lítið og sá-
ust þess Ijós merki nýlega á fundi hér,
þar sem rætt var meðal annars um fána-
málið. Þar varð sýslumaðurinn ákafur
og ofsafullur að vanda. Var hann mót
fallinn fánanum og þvældi mikið, en
lítið var það af viti. Fáir voru fylgis-
menn hans og þó var fundurinn í þeim
hreppi, þar sem hann hafði fyrr mest
kjósenda-fylgi.“
Skipstrand. Nýlega strandaði frakk-
neskt fiskiskip við Breiðamerkursand.
Mönnum öllum var bjargað.
Fréttst hefir að við Rangársand hafi
rekið brotviði úr skipi. Nafnfjöl hefir
rekið þar með nafninu Georg, ennfrem-
ur stigvél, kaffipoka og fl. Eru menn
hræddir um, að þetta muni vera úr einu
fiskiskipinu héðan, Georg, skipstjóri
Stefán Danielsson.
Bæjarbryggjan.
Herra ritstjóri! í blaði yðar 21. þ.
m. hefir greinarhöfundur sem kallar sig
„bæjarvin“ getið þess, að hér sé að
myndast félag, sem ætli að taka bæjar-
bryggjuna á leigu, til þess að einoka
hana, svo að hvorki bæjarbúar né að-
komumenn hafi aðgang að henni. —
Frá þessu er eigi rétt skýrt. Allir
ferðamenn og bæjarbúar eiga að hafa
óhindraðan rétt til að nota bryggjuna
borgunarlaust til alls nema til að flytja
vörur, sem koma með skipum frá útlönd-
um éða eiga að flytjast héðan þangað.
Gjaldið til hafnarsjóðsins, sem boðið
hefir verið, er aðallega ekki fyrir bryggj-
una, heldur fyrir járnbraut, sporvagna
og skýli yfir vörur, sem ráðgjört er að
reisa, svo þær þurfi ekki að Jiggja úti
í rigningu eins og hingað til hefir við-
gengist. —
Tilgangur þessa fyrirhugaða félags er
sá,’ að koma lögun á þá óheppilegu vöru-
uppskipan, sem verið hefir bænum til
minkunar, en ekki sá, að félagið verði
neitt gróðafyrirtæki. Ef „bæjarvinurinn"
trúir því ekki, þá getur hann átt kost
á að eignast hlut í þeim ágóða, því að
honum og öllum öðrum bæjarbúum er
velkomið að eignast „aktiu“ í fyrirtæk-
inu ef það verður stofnað. Það hefir
aldrei komið til orða að stofna félagið
til gróða fyrir ákveðna menn, heldur
með öllum sem vildu hjálpa til að hrinda
vöru uppskipan í betra horf. — Stofnun
þessa félags var til umræðu í vetur á
þrem fundum „Framfarafélagsins" en
féll þar af því, að félagsmenn voru
hræddir um fjártjón, og þorðu ekki að
leggja peninga sína í það. —
Euginn þarf heldur að óttast það, að
„okrað“ verði með uppskipunargjaldið,
því að það verður ákveðið með verðlagi
sem bæjarstjórnin samþykkir, og líklega
verður líkt því sem verið hefir.
Sumum mönnum er svo hætt við að
halda, að enginn geti gjört nokkuð
nema í eigingjörnum tilgangi. Þeir
dæma aðra eftir sjálfum sér.
Eg vil ekki fullyrða, að „bæjarvin-
urinn“ sé því marki brendur, en ekki
þekki eg til, að hann hafi nokkurntíma
síðan hann kom hingað sýnt bænum vin-
áttubragð né lagt nokkuð í sölurnar
fyrir hann eða yfir höfuð fyrir nokkra
aðra en eigin hagsmuni sína.
Tryggvi Gunnarsson.
Síldarvarpa með botnvörpulagihefir
nýlega verið fundin upp, að því er
„Ægir“ segir (í 10. tbl. II. árg.) og
hafa Englendingar einhverjir keypt
einkaleyfi til þess að nota hana fyrir
180 þúsundir króna og auk þess 360
kr. fyrir hverja vörpu, sem seld verð-
ur og notuð til veiða. Nótin er svip-
uð botnvörpu, opið um 8 fet á hæð,
15—25 á vídd og lengd vörpunnar um
125 — 190 fet. Með vörpunni má veiða
á dýpi og grunni að vild; er henni
haldið upp með duflum og belgjum.
Talið að torvelt muni að veiða með
vörpunni í ókyrrum sjó, en annars óvíst
hverslu mikils má vænta af notkun
hennar.
„Leysing11 heitirný „kaupstaðarsaga“
eftir Jbn Trausta, stór bók, 30 arkir
að stærð.
Mun Ingólfur geta hennar frekara
við tækifæri.
Inniluenza gengur nú í Skagafirði
Nokkrir hafa fengið lungnabólgu upp
úr hénni.
Prestskosning fór fram að Hvammi
í Laxárdal 19. þ. m. Var þar kosinn
séra Arnór Árnason í eiuu hljóði.