Ingólfur


Ingólfur - 07.07.1907, Page 2

Ingólfur - 07.07.1907, Page 2
106 INGÓLFUR Um livað er deilan? Frainsaga Einars Iljörlcifssonar á Þingyallafundi. Aðalmergurinn málsins i þessum til- lögum er í stuttu máli sá að íslcnd ingar eigi að eiga landið, sem þeir byggja, þeir einir eigi að hafa láðin hér, ísland eigi að vera íslerzkt land. Um þetta er deilan. Danir segja, að í<land sé dauskt land. Auðvitað íslenzkt í sérstökum skilningi. Að öðru leyti danskt land. Þessu höfum vér ávalt mótmælt. Vér mótmælum því í dag. Og vér munum ávalt mótmæla því. ísland er ekki í neinum réttum skiln- ingi danskt land. íslendingar eru ekki í neinum skiln ingi Danir. Þeir eru ekkert annað en ísleud- ingar. Að hinu leytinu finnum vér, að það er von að Dani langi til þess að eiga þetta land. í vorum augum er ísland einn af dýrlegustu blettum veraldar- innar. Vér erum þess fullvísir, að þegar konuugur vor sér og fer um þetta land í sumar, muni honum finnast hann vera viðlendari konungur en hon- um hefir verið ljóst áður. Og \ ér göngum að því vísu, að þegar höfðingjar Dana fara hér um í sumar, muni þá langa enn meira eu áður til að eiga þetta land. Vér hugsum ekkert annað en gott um Dani. Vér teljum þá bræður vora. En vér gerum það ekki fyrir þá, að fallast á neina vitleysu. Vér látum þá ekki telja oss trú um, að það sé rangt, sem er rétt. Vér látum oss ekki fara eins og fáráðling á Vesturlandi. Hann kora til merkismanna þar með öndina í hálsinum. — Skelfing er að vita nm þetta van- skapaða barn, sem kvað vera nýfætt á N.-stöðum, sagði fáráðlingurinn. — Hvað er um það? — — Munuurinn á því er þversuin í andlitinu, og háramurinn á höfðinu snýr út. Manninum hafði verið talin trú um, að þetta væri voðalegur vansk8pnaðnr. Alveg jafnmikil fjarstæða væri það, að láta telja sér tiú um, að Islaud aé eitthvað annað en íslinzkt land. Fyrir því vona ég, að þessar tillögur, eða aðrar líks efnis, verði samþyktar hér í dag. Og ég vona, að þessu verði fylgt fram af öllum góðum íslendingum, þar til er ekki þarf neitt framar um það að tala. Vitanlega má búast við því að það verði kallað æsingar. Ég heyri Sagt, að sumum mönnum í Reykjavik þyki mikið um æsingar þar, einkum siðan er þingmálafundurinn var haldinn þar. I- eir segja sumir, að þeirn hafi æfinlega þótt vænt um Reykjavík, en nú 8é þá farið að langa til að komast þaðan. En hvert cr að flýja ? Þessi fundur virðist benda á, að nú sé hvergi ái landinu í nokkurt greni í að flýja íyrir þá menn, sem ekki þola frelsisástiua. Úr nærii þvi ölium sýsl- um landsins eru menn komnir hingað til þess að tilkynna þetta. Jafnvel alla leið austan úr Hornafirði leggur maður i 10 daga landferð til þess að komast á þennan fund. Og að því eigum vér að vinna, að ekki verði á þessu landi nokkurt af- drep þeim mönnum, sem ekki standast gróðrarskúr ættjarðarástarinnar og frels- isþráarinnar. Til ritstj. ,Sannsöglinnar‘ hr, Jóns Ölafssonar, Lclðrétting. Þér, herra ritstjóri, skýrið í blaði yðar 21. þ. m. frá úrslitum hæstarétt- ardóms í rnáli milli Einars Hjörleifs- sonar og Lárusar H. Bjarnasonar sýslu- mmns og getið þér jafnframt þess, að dómuryfirdómsins, er hæstiréttur breytti, hafi verið svo hneykslanlegur í yðar augum að „Reykjavík“ hafi tekið hann til umtals og farið ura hann nokkuð ómildum höndum. Einn yfirdómarinn, ég, hafi jafnvel sótt um gjafsókn til málsböfðunar gegn yður fyrir ummæli yðar um dóminn, en hafi ékki fengið bænheyrslu. Þér kveðist nú ekki vita hvort heldur hafi verið, að éghafi ekki haft þá trú á málstað mínuin, að ég vildi hætta sjálfs míns fé í málshöfðun eða eitthvað annað hafi til borið; hitt sé víst, að ég hafi hætt við málshófð- uniua. Yður hefir í þessum ummælum yðar, þótt stutt sé, tekist að koma fyrir sex ó- sannindum að minsta kosti, hvort heldur þetta hefir nú verið af því að þér er- uð s o mikill trassi, að þér kyunið yð- ur eigi mál þau er þér ritið um, eða af því að yður hafi ekki þótt neitt að þvi þó að blaðið flytti ósannindi um mig. Þér gefið það í skyn með orðurn yðar, að ég hafi dæmt dóminn, sem hæsti- réttur breytti. En það er ösatt. Eg vék úr sæti í því máli og setudómari var skipaður í minn stað til að dæma mál- ið. Það getur þá auðvitað heldur ekki verið satt, að ég hafi sóttumgjaf- sókn til málshöfðunar gegn yður fyrir ummæli yðar um döminn sem mér var óviðkomandi. Það gat aðeins komið til mála, að ég sækti um gjafsókn fyrir ummæli um mig persönulega, þó að þau ummæli yðar séu eigi á traustari rök- um bygð en þeim, meðal annars, að ég hafi dæmt áminstan dóm. Þá er það ekki satt, að ég einn hafi sótt um gjafsókn. Hafi ég sótt um gjafsókn, þá sótti Kristján yfirdómari Jónsson einnig um gjafsókn, því að hann fór fram á hið sama og ég. Ea í rauninni er það ösatt að ég hafi só t um gjafsókn. Eg spurðist fyrir hjá ráðherra, og við Kr. J. báðir, hvort hann fyndi á- stæðu til að skipa okkur að höfða mál útaf grein yðar og annari m ;ið- yrðagrein, og við sóttum því að eins um gjafsókn að okkur yrði skipað að höfða mál. Stj írnarárðið gerði það nú þvert ofan í skylaus lagafyrirmœli að neita að skipa okkur málshöfðun. Þar með var beiðni okkar um gjafsókn falhn burtu, og er það því ekki satt að mér hafi verið neitað um gjafsókn. En þar sem stjórnarráðið áleit ekki að takandi væri neitt mark á ummælum yðar um okkur dómendur og vildi því ekki skipa málshöfðuniua — og aðra ásfæðu þess get ég ekki hugsað mér, sem ég vil ætla stjórninni — þá var þessi min málaleitun úr sögunni og ég hætti ekki við neitt, þó að ég léti þar við standa. Eg hafði aldrei áformað eða að minsta kosti ekki gefið yður tilefni til að ætla að ég hefði áformað að fara í mál við yður án þess ég væri skyldugur til þess, og það er því enn ösatt, að ég hafi hætt við nokkra máls- höfðun. Rvík 30. júní 1907. Jön Jensson. Beinar gufuskipaferðir milli Svíþjóðar og íslands. Sænska blaðið „Uppsala" sem Dlands vinurinn Ragnar Lurdberg er meðrit- stjóri að, flytur nýlega grein, sem er þess mjög eggjandi og telur það stór- hagnað bæði fyrir ísland og Svíþjóð að á komist reglulegar beinar gufuskipa- ferðir milli landa þessara til þess að greiða fyrir því að hafist geti bein verzlunarviðskifti milli landanna. Blaðið bendir á það, að kynni manna í Sví- þjól af íslandi og högum þess hafi aukist á síðustn árum, og mönnum þar í landi sé að skiljast það betur og betur, að íslendingar og Svíar gætu átt miklu meii a samun að sælda til sameigiulegra hagsmuna en hingað til hafi verið. íslendingar þarfnist timburs og alls konar byggingarefna og iðnaðarvöru, einkum vefnaðarvöru, sem Svíþjóð gæli látið í té betur en aðrar nærliggjandi þjóðir; en íslendingar geti þar á móti látið saltfisk og s ld, saltkjöt og ull o. fl., sem í Sviþjóð geti verið góður mark- aður fyrir. Blaðið getur þess einnig að meðal verzlunarstéttarinnar í Sví- þjóð sé vaknaður álugi á að koma þessu máli á hreyfiugu með stofnun verzlunarsamtaka i því skyni. og sé talið eigi ólíklegt að farið verði fram á það að ríkissjóðurinn sænski leggi til styrk til gufmkipaferða milli landanna til að hjálpa fyrirtækinu áfram. Bendir blaðið til þess að Svíar eigi þar eigi að verða eftiibátur Norðmanna, sem séu þegar í þann veginn að veita úr ríkissjóði sínum 10000 kr. til gufuskipa- ferða milli Noregs og íslands. Vér íslendingar megum sannarlega fagna því, að sem flestar þjóðir byggi brú milli sín og íslands fyrir viðskifti og verzlun. Vér búum enn að miklu leyti við leifarnar af þeirri einokun, sem Danir lögðu á oss með verzlunarólögum þeim og höftum, er þeir með langviunri óstjórn fengu á oss komið. Síðan verzl- unin varð frjáls að lögum 1854 hefur smátt og smátt verið að komast lag á aftur og fleiri og fleiri þjóðir farstinn í viðskiftalif vort. Englendingar bomu fyrst og Norðmenn, og nú ættu Svíar að koma einnig og Þjóðverjar. Þetta vanans haft, scm hefur btndið css við Dani eina og stutt hefur verið með styrknum til gufuskipafélagsins danska, sem Danir hafa þóttst leggja til aðeins í vora þágu en hafa í raun og veru veitt til þess eins að halda oss sem lengst í sama tjóðurbandinu við Danmörku eina í veizlunarsökum — þetta vanans haft verður að slitna sem fyrst og það slitnar þá til fulls, er beinar gufuskipaferðir fara að tiðkast milli íslands og annara landa en Danmerkur, þeirra er vér þurfum að sækja nauð- í-ynjar vorar til er vér hingað til höf- um orðið að íá gegnum Dani, á aðra hönd. Væri þá um aðra og ólíkt heilla- vænlegri stefnu að ræða fyrir verzlun- armál vor ef þessi stefna þróaðist, heldur en þá, sem nú virðist vera að marka sér braut hingað með miljóna- félögum, er Danir eru að reyna að stofna hér með sumum islenzkum kaup- mönnum, með því yfirlýstu augnamiði, að efla sem mest, ekki fxyrst og fremst efnalega hagsæld landsins með skyn- samlegra fyrirkomulagi á verzlunar til- löguninni í heldur hið pölitiska samband (o: undirlægjuskapinn) við Danmörku eða eins og þetta er svo dásamlega skýrt orðað bæklingi hins nýstofnaða miljónafélags Thor Jensen og P. Thor- steinssonar & Co þar sem stefnanj er sögð þessi: „að samanknyta löndin Is- land og Danmórk bæði í pölitisku, og og efnalcgu tilliti og útiloka aðrarþjöðir frá viðskiftum fiið IslandJ Úp Húsavík er skrifað 22. f. m. Tiðarfar er gott um þessar mundir, eu til skamms tíma hafa verið óstill- ingar og jafnvcl fannkomur. Héðan er haldið út ellefu vélarbát- um í sumar. Afli hefir verið lítill til þessa. Hreppsnefndarkosning fór hér fram 14. þ. m. Þessir hlutu kosningu: Að- alsteinu kaupmaður Kristjánsson Húsa- vík, Árni böndi Jónsson Þverá, Jónas sýslune'ndarm. Sigurðsson Húsavík, Kristján bóndi Sigfússon Rcuf og Stefán verzlunarstjóri Gudjohnsen Húsavík. Kirkjan nýja var vígð 2. þ. m. Vígsluræðuna hélt prófastnr séra Bene- dikt Kristjánsson. Var þar allmargt manna samankomið. Gamla kirkjan var seld á 640 kr. og hefir hún verið flutt úr stað og gerist nú Ijósmynda- skáli. Bjarni Benediktsson póstafgreiðslu- maður, er lengi hefir verið bókari Orum & Wultfs verzlunar, hefir nú sett á stofn mjög álitlega vorzlan hér og er aðsókn að henni þegar mikil, er vöru- verð lágt og verzlunarfyrirkomulag hentugt. Séra Benedikt prófastur Kristjánsson er nú fluttur bingað með fjölskyldu sína, en lætur séra Helga P. Hjálmars- son frá Helgastöðum þjóna brauði sínu, en messar sjálfur í Nesskirkju. Það slys vildi til í Grímsey 10. þ. m. að steinn féll í höfuð manni, er í bjarg seig. Beið hann þegar bana. Hann hét Kristján Friðriksson, atorkubóndi þar í eyjunni. Faðir hans er Friðiik Jónatansson er samið hefir skáldsöguna: „Sveinn og Guðrún“. Afmælissarakoma Kaupfélags Þing- eyinga var afar-fjölmenn og hin skemti- legasta. Um hanaþarf ég annars ekki að fjölyrða, því að hennar verður efalaust getið sérstaklega. „I)aimebrog‘w og sr. Híatthías. Herra ritstjóri. Ég verð að biðja yður, að mega leið- rétta „interviewera“ minn í blaðinu „Danuebrog11 — úr því að þér gerðuð mig ekki varan við áður en þér létuð prenta svo vitlaus orð, sem nefnt blað lagði mér i munn: Fregnritinn segir (eftir mér), að „ég eigi að yrkja aðal viðhafnarkvæðið fyr- ir konunginum." Eg sagði að Þorst. Gíslason ætti að yrkja það, euda hefði ég færst undan þeim vanda sakir ald- urs míns. Hann segir að ég hafi sagt að ég? muudi yrkja 7—8 kvæði, o. s. frv., en ég sagði honum (sem ekki var vel heima í því, sem menn kalla Cantate), að í fesskonar flokkum væru oftlega 7—8 sérstakir kviðlingar. Fyrir þetta bull mannsins varð hitt sem þar fylgdi líka bull. Meira nenni ég ekki að laga eða leið- rétta af þeim þvættingi. Hann vildi líka spyrja um fleira, t. d. um pólitík, en þá sleit ég þinginu. 4. júlí ’07. Matfh. Jochumsson. Yínsölusckt. Frá Seyðisfirði var sím- að í vikunni, að brytinn á eimskipinu „Prospero,“ sem fer milli landatil Aust- fjarða hafi verið sektaður um 80 kr, fyrir ólöglega áfengissölu.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.