Ingólfur


Ingólfur - 07.07.1907, Qupperneq 3

Ingólfur - 07.07.1907, Qupperneq 3
ÍNGÓLFUR 107 t Séra Sveiun Eiríksson prestur að Ásum í Skaftártuugu i V.- S .aftafellssýslu drukuaði í Kúðafljóti 19. f. m. Hanu var fæddur í Hlíð í Skaftár- tuogu 4. ágúst 1844. Foreldrar huus vóru Eiríkur óðalsbóndi Jónsson og Sigríður Sveinsdóttir laudlæknis Pals- sonar. Séra Sveinn Eiriksson var kominn yíir tvítugt, er hann byrjaði skólauám; var hann maður greindurvel,en stundaði námið aðeins í hjáverkum; var kvæntur og bjó búi sínu austur í Skaftártungu, en reið suður á vorum til þess að taka hin fyrirskipuðu próf. Hann vígðist til prests að Kálfafelli í Fljótshveríi haustið 1875, fluttist þaðan að Sandfelli í Öræfum, Kálfafells- stað í Suðursveit og síðast að Ásum. JÞótti hann klerkur góður og mjög við alþýðuhæfi, enda vinsæll mjög af sóknar- fólki sínu. Mannkostamaður mikill, svo að orði var haft meðal allra er til þektu, hverjum manni gjafmildari og greiðviknari. Fjörmaður var hann rnikill og lipur- leika, glaðlyndur og skemtiun; tömdu þeir sér mjög glímur, Hlíðarfeðgar, enda var Eiríkur faðir hans kunnur um Suðurland fyrir knáleika sakir. Séra Sveinn var þaulvanur ferða- maður, svo sem margir Sbaftfellingar eru, og vatnamaður með afburt'um; fór einatt hiklaust það, sem öðrum var ófært og eru til um það ýmsar sagnir. En að lokurn urðu hin geigvænlegu vötn Skaftafellssýsln honum yfirsterkari. Kúðafljót verður af Hólmsá og Ása- vatni, báðum lítt færum, Skaftártungu- fljóti og Hraunkvíslum oger því feikna- vatnsfall. Brot það í Kúðafljóti, er hann reið síðasta sinn (fram undan Leiðvelli) er mjög sjaldfarið. Hafði hann rekið reiðhest sinn, ágætan vatna- hest, er synti austur yfir fljótið, en reið öðrum Iakari. Á alþingi sat séra Sveinn frá 1886 — 1891. Var hann mjög frjálslyndur í landsmálum; aldaviuur og frændi Bme- dikts Sveirssonar og fylgdi honum í stjórnmálum. Hann var eindreginn land- varnarmaður. Hann var kvæntur Guðríði Palsdóttur próf. í Hörgsdal á Siðu, Pálsfonar á Elliðavatni Jónssonar. Börn þeirra eru: Sveinn bóndi að Eyvindarhólum undir Eyiafjöllum, Páll inálfræðingur og Gísli lögfræðingur; Sigríður gift Vig- fúsi óðalsbónda Gunnarssyni á Flögu í Skaftártungu, Guðríður og Rtgu- hildur. Ungmcuuafélag lleykjavíkur hélt skemtikveld 23 f. m. Þar var skemt með söng undir stjórn Sigfúsar Einars- sonar, glímum og gamanvísum nýjum, er kveðnar vóru um þingmálafund Reyk- vík nga o. ti. — Á samkomu þessari flatti Bjarni Jónsson frá Vogi tölu þá um varðveizlu tuugunnar, sem nú er prentuð hér í blaðinu. Trúlofuð eru: Ungfrú Dorothea Proppé í Ólafsvík og séra Sigurður Guð- mundsson aðstoðarprestur. Mlslingar hafa nýlega komið upp i Stykkishólmi. Höfðu borist þangað með einum farþega af „Láru“. Landlæknir fór vestur á þriðjudaginn á „Vestu“ til þess að gera ráðstafanir til sóttvarnar. Hann er komin aftur heim. Guðmundur Hanncsson læknir kom til bæjarins á þriðjudagskveldið landveg. Hann tafðist í Húnavatnssýslu og gat því ekki komið á Þingvallafundinn. p __ íir í Reykjavík og mikiö af ræktuöu og óræktuöu landi i nánd við Reykjavík er til sölu. Semja má við Ara Jónsson Kirkjustræti 12. oskinn maður óskar eftir atvinnu við utanbúðaistörf. Ritstj. vísar á. lorstöðumaðurinn á Ileppi er heima á mánud., miðvikud., flmtud. og laugardag kl. a1/^—4l/a. Slys og meiðsl. Hið alþekta vátryggingarfélag Schweizisk Ulykkesforsikrings-Aktieselskab Wintherthur. (Höfuðstóll 5 miljónir Franca). Vátryggir gegn slysurn og meiðslum með góðum kjörum. Áðalumboðsmenn: Lækjargötu 4, Reykjavík. M, kEÐ því að ég hefl mikinn vinuukraft á þessu sumri, þá get ég tekið að mér að Tayggja Ilús á mjög stuttum tíma, eftir 10. ágúst. Þcir sem vilja sæta þessu, geri svo vel að senda mér skriflega beiðni til Yalhallar á Þingvelli fyrir 1. ágúst eða semji við mig á annan hátt. Jónas H, Jónsson. Kjöbenhavnske Sö-Assuranceforening (limíteret) (innborgað hlutafé 1 miijón krónur) tekur i ábyr^ð allskouar vörur milli íslands og útlanda, ennfremur milli hafna á Islandi með góðum kjörum. Umboðsmenn félagsins eru: O. Johnson & Kaaber Lækjargötu 4, Reykjavík. Herbergi og kostur fæst á góðum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Þiugveizlan. Þingsetuingardaginu 1. þ. m. að kveldi var þingmannaveizla 1 „Iðnó“ á landsins kostnað. Þykir það víst mikil nauðsyr, að löggjafarnir „éti sig saman“ í þingbyrjun til eflitigar samvinnu og bróðurauda við þingstörfin. En þetta 1 flega markmið samátsins fór mjög að forgörðum, því að forstöðumaður veizl- unnar, Magnús Stephensen forseti neðri deildar, notaði tækifærið til þess að ráðast með brigzlyrðum á suma gestiua, þin^flokk stjórnarandstæðinga, brá þeim um að framkoma þeirra í þ,óðmalum stjórnaðist af valdagirnd og persönulegri óvild til H. Haf.-tiius og þar fram eftir götunum. Aftur fór hann mörgum fögr um orðum um heillarík stórvirki ráð- herians og afrek í þarfir landsins, svo að nær þótti ganga háði en lofi. Tveir þingmenn gengu frá birðum undan áaustri forseta, en hinir sátu meðan dælan gekk þótt ekki drykki þeir fullið á eftir. Urðu svo mibil veizluspjöll af þessari gengdarlausu ókuiteisi forseta, að stjórnarliðar sjálfir liðu mikla önn fyrir og lá nærri að þeir gætu ekki setið undir- Einn þingmaður lét þess getið daginn eftir i samtali, að minni hlutinn mnndi varla vilja hætta á það að sitja í veizl- um með svona forseta þegar útlendu .þingmenniroir og konungur kæmi í sum- ar, af því að ekki væri örvænt nema þeir sættu þar viðlika árásnm. Þessu svaraði „háttstandandi“ stjórnarliðs- þingmaður því, að það vœri ekki annað en setja það að skilyrði fyrirfram að forsetinn talaði eklci neitt í veizlunum 1 Góða á nú alþingi forsetana, ef þeir fá ekki að koma inn í veizlusal nema gegn hátíðlegu þagnarloforði ! Garnli sáttmáli er nú kominn út á póstspjaldi og fæst keyptur á ýmsum stöðum í bænum. Er það vel til fallið að veita mönnum sem greiðastan aðgang að sáttmálanum nú, af því að allmikið er um hanu talað og víða í hann vitnað i þingmála- funda gerðurn héraðanna. Það er auðvitað, að þeir fundir sem vitna til gamla sáttmála, eiga þar aðeins við réttarstöðu íslauds samkvæmt honum. Einstaka stjórnarliðar hafa reynt að villa mönnum sjónir með því að benda á nokkur auka-atriði samn- ingsins. sem ebkert korna við þeim at- riðum er máli skifta nú t. d. um land- aura, sigling til landsins o. 11. Ha,’a þeir með því viljað sýna, hve fjarstætt væri að viti a til sáttmálans, þar sem slik atriði væri alveg úrelt og gagns- laus. Höíuðatriðið hafa þeir forðast, sem heitan eldinn, það að ísland er samkv. sáttmálanum frjálst land sem áður og slepti engu af löggjafarvaldi sinu né dómsvaldi, þótt konungi væri skatti heitið. Á einum þingmálofundi í vor talaði syslumaður ge0n tilvísnninni í gamla gáttmála, og kvaðst vilja geta þess til marks um, hversu sáttmáli þessi væri ómerldlegt skjal, að „liann sjálfur liefði ekki vitað að liann vœri til né heyrt liannnefndan á nafn fyrri en í fyrrau!! Þá þurfti nú ekki frarnar vitnanna við. Mannalát. Hansen konsúll í Seyð- isfirði er látinn af heilablóðfalli fyrir skömmu. Jón Jónsson bóndi á Skeið-Háholti lézt 28. f. m., 93 ára að aldri, inerk- ur maður. Handtöskur einkar þægilegar handa þeim sem bregða sér í skemtiferð um nágrennið fást í verzlun Kristins Magnússonar. Café & Resturant „BaldurshagP1 (í Mosfellssveit). Ávalt á reiðum höndum heitur og kaldur matur (á sunnudögum þó að eins kaldur matur) Chokolade, Koko, Kafíi, The — o. 8. frv.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.