Ingólfur


Ingólfur - 25.08.1907, Síða 1

Ingólfur - 25.08.1907, Síða 1
V. árg. Reykjavík, suimudaginn 25 ðgúst 1907. 34. blað Kouungur og ríki. Nú er kanungurinn farinn — kon- ungur íslands, sem við köllum, en al- staðar annarsstaðar heitir hann einung- is „konungur Danmerkur“. Það er sro ennþá. Honum heíir verið fagnað eftir föngum og fram yfir það; í sjálfu sér var konungur ekki boðinn hingað, þótt velkominn væri, en lítið heíir bor- ið á hinura boðnu gestum okkar, ríkis- þingsmönnunum, fáir hafa veitt þeim eftirtekt, ekkert sérstaklega fyrir þá gert, alt gert fyrir konunginn og þeir hafa aðeins fengið að njóta af. Við- höfn öll miðuð við konunginn og hans þóknan — konungurinn fyrst og kon- ungurinn síðast! Bkki skal hér minst á það, sem aögur ganga um, að farið hafi í handaskolum hjá nefnd þeirri, sem borið hefir nafnið „móttökunefnd“ og haft hefir heilt ár til viðbúnaðar; hún mun þegar hafa fengið umbun verka sinna. En furðu má það sæta, hversu ýmsir menn hér, svo sem blaða- menn, skáld og ræðumenn hafa komið auvirðilega fram í sumum atriðum, út af komu konungs. Eg tala ekki um þau kjánalæti blaðanna, er þau eru svo hugfangin af því, hve konungur sé „ljúfmannlegur“ i framgöngu, — rétt eins og þau hali búizt við, að hann kynni eigi kurteisi, eður að við vær- um þeir hundar, er sjálfsagt væri að aparka í. Þetta og annað eins er vit- anlega sprottið af fávísi. Hitt er öllu eftirtektarverðara — á þessum tíma —, að menn (svo sem skáldin o. fi.) skuli vera að fimbulfamba lofdýrðarþvælu um þá óviðjafnanlegu náð og blesuun, sem okkur veitist með því, að konungur heimsækir þetta land. Lítum á, hverr- ig á stendur: Konungurinn á fyrir þessu landi að ráða; hann situr, eins Og allir fyrirrennarar hans, í öðrn landi hjá annari þjóð — erlendur þjóðhöfðirgi. Aldrei hefir sönnum ís- lendingum þótt rnikið til þess koma, að tigna verðum við erlendan drottin, og því síður hefi- þeim fundist það til- beiðsluvert, þótt hann fyndi hvöt hjá sér til að gægjast bingað í svip, til þess lands, er hann telur sitt. En svo erum við í kútinn komnir, svo er kot- ungseðlið ríkt með okkur, að einmitt í sömu andránni, sem við þykjumst ætla að sýna okkur sem frjálsa menn og heimta fult og óskorað jafnrétti við Dani, þá dáum við þ ð hástöfum, að konungur okkar, er ávalt situr suður í Danmörku, skuli auðsýna okkur aum- um þá mildi að bregða sér hingað nokkra daga — einu sinni á æfinni! Hvað er þó skyldara þeim, sem ríkjum ráða, en að þeir kynni sér lönd og þegna? Hvað er eðlilegra? — Nti, yissulega eigurn við ennþá fjölda manna, sem ganga um með kúgaðar sálir og líta augurn þrælsins á hagi þjóðarinn- ar og aðstöðu hennar gagnvart konungi landsins. — — Konungur hefir látið það í Ijós, svo sem vera bar, að hanD mnndi eigi ó- fús á að viðurlcenna (eða eins og hann sjálfur líklega kallar það: ,,veita“) fultfrelsiog fullrétti þjóðinni tií handa — ef það aðeins raskaði eigi „einingu rílcisins11. Hvernig ber nú að skilja þetta? Þótt nú svo væri, að við hefðuxu eigi önnur orð konungs við að styðjast, til skýringar þessum óákveðnu ummæl- um, væri það þó ekki sjálfsagt fyrir okkur að taka þá merkinguna, srm okkur þætti beinust til þess sj ílfstæðis, er við æskjum, og honum mest sæm- andi? Það virðist. að svo sé; i fyrsta lagi fyrir þá sök, að hann er að réttu lagi sá eini maður erlendur, sem við höfum miðlað af fullveldi okkar eða veitt forráð yfir frelsi okkar, þótt nú sé svo komið hlutnnum, að við neyð- umst til að fjalla við aðra um þau efni; — og í annan stað, og ekki sízt, vegna þess, að við byggjum hann vilja okkur alt það bezta, landi okkar öll þau þrif, andleg og efnaleg, sem því geta bezt hlotnast, en það getur því að eins orðið, að þjóðin hafi fult stjórn- frelsi og ráði sér algerlega sjálf. Aðeins með þeim hætti er hugsan- legt, að við getum haldið áfram að vera sérstök þjóð, með sérstöku þjóð- erni, sérstakri tungu, sérstökum hag, eða með öðrum orðum, að við, íslend- ingar, eigum landið, ísland. Efast nokkur um, að konungur vilji það? Efast nokkur um, að það sé honum kærast, eftir hinum hlýju orðum hans að dæma? En ef þetta er hans ein- lægur vilji, þá hlýtur hann líka að vilja að við höldum sjálfstæðisrétti okkar óskertum. Skilningur orðanna verður þá: Með „einingu ríkÍ3Íns“ getur konungur ekki átt við annað en einingu konungs- „ríkisins11, að veldi konungs verði það sama, — konuvgurinn einn yfir báð- um löndum, íslandi og Danmörku, tveim rikjum í réttarlegri merkingu. En nú vill einnig svo vel 11, að fleira hefir frá konungi kornið í þessari ferð, er af megi ráða, hvað hann fer, og bendir eindregið í þessa átt. Skip- unarbréf og erindisbréf „sambandsnefnd- arinnar4-* er orðað á þá leið, að nefnd- armennirnir eigi að koma fram með tillögur um stöðu íslands (o: gagnvart Danmörku) í „veldi konungs11. Það má að vísu gera ráð fyrir, að svona sé að orði komizt eftir innblæstri ráð- gjafanna, sem hér eiga hlut að máli, þó einkum íslandsráðgjafans. Þvi að það hafa umræðurnar um sjálfstæðis rnálið og undirtektir þjóðarinnar í því gert að verkum, að ekki hefir hann séð sér fært að ráða til að viðhafa öðruvísi orðfæii svo sem „í danska ríkinu“ eða þ. h. Hefði það reyndar ekki farið neitt í bága við það, sem hann og fyigifiskar hans hafa haldið fram á síðustu tímum, og sér í lagi hefði það fallið i góða jörð hjá Dönurn og verið nákvæmlega e 'tir eldhúsbók embættisbróður hans, forsætisráðgjafans, sem ásamt honum reit undir skipunina með konungi; en maðurinn hefir ekki treyst sér að ganga svo blygðunarlaust í berhögg við ótvíræðan vilja þjóðar- innar, og var það jafngott. En þetta orðalag bréfanna hefir konungur sam- þykst. — Loks hefir konungur, í ræðu fyrir íslandi (að Kolviðarhóli), nefnt það í fullri alvöru rílá, jafnhliða hinu öðru riki, er hann ræður yfir, Dan- mörku. Kunnugt er þó, að hann hafði nokkrum dögum áður (við Geysi) tal- að um einn fána, er báðar þjóðirnar ættu að veifa, en þar sem einn fáni og tvö ríki gcta ekki samrým«t (o: hið íslenzka ríki veifar ekki dönskum fána), þá verður það að skoðast svo, sem hinn hafi með hinni síðari ræðu sinni („ríkjau ræðunni) fallið frá þeirri skoð- un, sem virtist koma fram í þeirri fyrri, og afmáð þau orð, er þá hrutu honum (,,fána“-orðin). Yið verðuiu nú að ætla, að svona líti konnngur á málið, á hina réttar- lega afstöðu okkar; þið skiftir okkur eigi litlu að vita þetta og hlýtur að vera okkur gleðiefni. Og það er ekki síður mikilsvert, þótt talið sé, að hann hafi sagt þetta út frá eigin brjósti, því að holber misskilningur er það, að á því eiuu getum við teldð mark, er hann mæli sem konungur Dana eða fyrir hönd dönsku stjórnarinnar. Uann þarf ekki að tilkynna okkur, hvað Dmir eða stjórn þeirra ætlar um þetta mál — þeir geta sjálfir gert það. Kon- ungurinn hefir talað við okkur sem íslands konungur og persónulcgt álit hans vildum við einmitt helzt heyra; nú höfum við fengið það. Þýðingar- laust fyrir okkur á það ekki að vera, sem hann í raun og veru vill, og að minsta kosti höfum við það upþ úr krafsinu, að nú förum við nærri um, hvar féndur okkar er að finna, ef illa tekst til um viðurkenningu á réttmæt- um kröfum okkar. Nokkurnveginu vit- andi erum við þegar um það, hvern byr mál okkar fær hjá ýuisum meðal Dana, og vakandi auga megum við hafa á þeitn danska manni, er kon- ungi geugur næstur, því að „þaðan er mér úlfs von, er ég eyru sé.“ Manni flýgur ósjálfrátt í hug, í sambandi við orð konungs um ísland sem ríki, hvað þéir vesalingar, laudar okkar, hafa mátt Lugsa, sem a!taf hafa verið að stagast á íslandi sem dönsk- um ríkishluta, hafa ekki viljað heyra annað nefnt og talið það guðlast, ef ymprað hefir verið á því, að landið væri ríki (o; hefði fullveldi), með því að það væri eins konar glæpur í garð Dana og — konungs! Ósköp hljóta manna-aumingjarnir að hafa gengið rauðkinnóttir af þeim fundi, er sjálfar konungurinn dirfðist að tala um tvö ríki. „Mér er sem ég sjái hann Koss- úth“. . . . En svo Jengi lærir, sem liíir. — Það er augljóst, samkvæmt því sem að framan er rakið, að orð konungs, vilji hans, er í fullu samræmi við þ *r kröfur, sem við gerum og verðum að gera, til þess að sj i okkur 'borgið. Við krefjumst þess, að ísland sé viðurkent frjálst land með rikisréttindum, enda höfum við aldrei lögformlega afsalað okkur þeim rétti. Með ríkisréttindum stö-ndum við algerlega jafnfætis Dönurn. jafnréttháir hvorirtveggja, þótt sami sé konungurinn yfir báðum löndurn; við eigum þá kost á að ráða okkur að öllu leyti sjálfir með konungi, á sama hátt og Danir ráða sér með sínum konungi, sem þeir eiga með okkur, Konungurinn er það eina, sem réttar- lega samanbindur löndin. Þetta er sá grundvöllur, er við megum ekki víkja frá, er til samninga kemur við Dani um það, hvernig tiltækilegast sé að haga sambandinu, skiftingu mála og þvíurnl, undir einum konungi; okkur má ekjci fipist í því, að sjálfstæðis- grundvöllun in er aðeins þessi: Ríkin eru tvö, Island er sérstalct riki. Hvað er þá unnið við að vera ríki? Það, að þá fyrst höfum við áreiðan- legan rétt til að ráða okkur sjálfir, þá fyrst höfuin við æðsta valdið í öll- uui ofekar málum — fidlvéldi (Suver- ænitet), þvi að einungis þau lönd, sem eru ríki, hafa fullveldi; „ríki“ („Rige“ = Stat) er sem sé algerlega réttar- legt hugtak, sem notað er um fullvöld þjóðfélög. Við getum þá gert samning sem frjáls aðili, alveg eins og eigandi getur gert samning við annan mann um þann hlut, er hi^pn á, að svona eða hins vegar skuli með hlutinn fara um lengri eða skemri tíma, og getur hvor um sig sagt þeim samningi upp, ef skilyrði eru sett í þá átt. Báðir eru í sjalfu sér jafnfijálsir eftir sem áður. Yrnsir kunna nú ef til vill að hyggja, að við getum verið eius sjálfstæðir, þótt við séum ekki ríki. En þeim er að svara þannig, að við erum ekki svo voldugir, að okkur veiti af að hafa okkar rétt ákveðinn; það á þó ætíð að vera heldur til bóta, hvað sem i slæst. Séum við hluti af danska rikinu (= innlimaðir), þá hefir það — dauska ríkið, heildarríkið — æðsta valdið og getur altaf tekið í taumana, ef á herð- ir og því býður svo við að horfa, hversu miklar og frjálslegar ívilnanir, sem okkur aunarseru veittar („sérmála- sjálfstæði“). Ekkert riki getur afsalað sér hluta af yfirráðarétti sínum í hend- ur einum ríkisparti, þótt það leiði hjá sér að nofca hanu um svo eða svo laugt bil, nema svo sé, að parturinn sé þá oiöinn fullvaldur, o: orðinn ríki út af fyrir sig; á annan veg getur þetta ekki gerzt, því að í „hálf-fullveldi“ felst eins mikil sjálísmótsögn og í „hálf-almætti“ — og hver vill taka að sér að verja slikt hugtak? Þegar fram úr ríkis-atriðinu er láð- ið, aðalatriðinu, und rstöðuatriðinu, þá liggja aukaatriðiu ljós fyrir: Sérstakt ríki á sitt eigið ríkisráð, þegnréttur fylgir ríki (nema öðruvísi sé um sam- ið), hvert ríki hefir rétt á hinu ytra tákni sjálfstæðisins, fullveldisins: fán- anum, o. s. frv. — Við verðurn að vona (a. m. k. þang- að til við komumst að raun um aunað), að konungur okkar skilji þetta alt rétt, við nánaii umhugsun og kynning, þvi að eins og hver annar maður þarf hann að hugsa og kynnast til að skilja. Við efumstekki um, að hann fer þess ekki dulinn, að vegur hans og veldi vex fremur en bitt við að ráða yfir tveirn ríkjum. Reyuist hann hollvinur sjálf- stæði okkar, er það maklegt, að við munum houum það og ættmennum bans. O. Sv.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.