Ingólfur


Ingólfur - 25.08.1907, Blaðsíða 2

Ingólfur - 25.08.1907, Blaðsíða 2
132 INGrÓLF UR Stikakeríið emi. Nú er nýr varnarmaður koiuinn fram á ritvöllinn til varnar |tví tiltæki stjórn- arinnar að gefa út íslenzk lög á þeim málagraut, sem blettar mál vort. þenna eina gimsteiu, sem útlendir menn hafa aldrei reynt að ræna oss. Þessi maður er Björn M. Ólsen, lærður og fjölfróður málfræðingur og allra manna lærðastur í íslenzkum fræðum. Og þó getur hann sýnt slíka fákunnáttu um helztu lífsnauðsyn þess- arar þjóðar, sem er að varðveita þjóð- erni sitt og mál. Og hvað er Jóni Ólafssyni, er hann tekur slíka ritsmíð í blað sitt athugasemdalaust? Mun Jón Trausti cinn manna vera skyldur að fara vel með móðurmál sitt? „Þérætluðuð að gera mér ilt, en guð sneri því til góðs“, sagði Jósep forðum. Sama segir nú íslenzkan við Björn M. Olsen. Það verður öllum lýðum Ijóst hversu vondur er xná'staður þsirra málníðinganna, er það sést, sem hér er raun á orðin, að svo lærður maður finnur orðum sínum engan stað. Hann getur þess, að allir séu sam- mála um, að stikukerfið sé gott og að það létti einkum viðskifti vorviðaðrar þjóðir. Þetta er rétt. En svo heldur hann áfram og ber fram aðalástæðu sína : Þegar vér tökum upp sömu ein- ingar vogar og mælis sein aðrar þjóðir og teljum eftir tugakeifi sem þær, „er það þá ekki í fullu samræmi við þcssa stefnu hinna nýju Iaga, að taka upp þau nöfn á einingum vogar og mælis, sem aðrar þjóðir hafa? Á þvi virðist enginn efi geta leikið. Ef vér tölum um „stikur“, en útlenlingur, sem vér skiftum við, um „metra“, er þá vízt að hvorir skilji aðra? 0' hvernigfer, ef skiftavinir skilja ekki hvor annan?“ Öllum þessurn spurningum h:na há- lærða manns er auðvelt að svara, og þeim er fljótsvarað. 1. bað kemur ekkert við anda þessara laga, hver nöfn einingarnar hafa. Viðskiftaléttir- inn liggur allur á því, að hvorirtveggja hafa sörau einingu og teij i eins. og þurfa ekki að veia að reikna út t. d hve margar álnir sé i stikutug. Nafnið er þessu óviðkomandi. Ef það er ís- lenzkt, þá fer um það sem hvert ann- að íslenzkt orð, að erlendur maður verðut’ að læra það, tf hann vill tala við mig íslenzku, en ég verð að kunna hans nafn á þessari hugmyud ef við tölum á Inns máli. Það er ekki neitt nýtt að menn verði að lcera útleud mál ef þeir ætla að tala þau eða skrifa_ Þetta veit nú Björn auðvitað. Spurn- ing hans hvílir því á eiuhverjum sér- atökum skilningi á stefnu lagannaj t. d. að þau ætlist til að vér hættum að tala íslenzku, til þess að létta viðskifti vor við aðrar þjóðir. 2. Ef ég tala um „stiku“ en útlendur viðskiftamaður minn um „meter“, þá skilur hvor ann- an, ef hann skilur íslenzku og éghans mál. Þá getur hvor talað sitt mál og alt skilst. En ef við skiljum ekki hvor annars mál þá mundum við ekki geta talað margt ura viðskifti okkar þótt við segðurn báðir „meter“. Björn Olsen gæti komiö með sömu spurninguna um hvert aunað íslenzkt orð og borið hið sama fyrir sig. Ef ég tala um „hest“ en fjóðverjinn um „Pferd“, mundi þá hvor skilja annan ? Ef ég tala um „skólastjóra“ en útlend- ur maður um „Rector“ eða „Director“, mundi þá hvor skilja annan? Ef ég tala um „málfræðing“, en útlendingur- inn um „B'liloslog“, mundi þá hvorskilja aunan? Svarið er hið saina sem hér að ofan. En svona gæti Björn Olsen spurt um hveit einasta orð í íslenzku máli. Eftir alla rannsóknina kæmist hann svo liklega að þeirri niðurstöðu, að sá skilur ek’-i íslenzku, sem aldrei hefir lœrt bana. Og eftir þessa upp- götvun mundi hanu svo telja raðiegast að leggja niður íslenzkuua, til þess að létta viðskifti vor við aörar þjóðir. En þó að orðið „meter“ væri nú einhver töfralykill að hu^um manna, þá niundi afbökunin „metri“ ekki vera sama eðlis. Þegar íslenzkar 0^111^- arendingar koma aftan við það orð, sem er óboygt í rnáli útlendingsins, þá dettur mér í hug að hann skilji það ekki betur en stikuna. Setjurn svo að ég segi við viðskiftamanninn að tveim „metrum“ sé of ukið. Þá mundi hann ekki skilja í, hvers vegna ég færi alt í einu að tala um bragarhætti. Því að haDU mundi alls ekki setja „metrum“ í samband við meter. Málskrípin mundu því hreiut ekki létta viðskiftin og Birni mundu bregðast allar vonir í þá átt. 3. Það er ilt ef skiftavinir skiljackki hvor annan, alveg eins og Björn Olsen segir. En lögfesting málskrípa er þar til engrar hjálpar, heldur verða menn að hafa þessar gömlu aðferðir, að annar- hvor læri hins mál eða þá að hafa túlk. Þessu næst kemurhaDn meðskraddara- þanka sína um það, að ekki spilti það rnáliuu að taka upp útlend orð sem allir skilji. Um það skal ekki þrátta að sinni, en aðeins geta þess, að það er einnig rangt. Annars kemur það ekki þessu máli við, því að al- menningur skilur ekki þessi útlmdu orð. Hann þekkir ekki stikukerfið og því síður orðin. Hér kernur það eins og fjandinn úr sauðarleggnum hjá hon- um, að einstök útlend orð spilli málinu minna en óíslenzk setningaskipan. Þetta er alveg satt, en fiost houum vér endilega verða að fremja aðrahvora spillinguna? Eða hyggur B. M. Ó. að önnur spillingin, upptaka útlendra orða í tunguna, muni útrýma hinni, útlenzku- legri setningaskipan ? Mundi ekki senuilegra hið gagnstæða, að útlendu orðin drægi fremur með sér útlenda setningaskipan inn í rnálið? ÞeDnan kafla ritsmíðar sinnar endar hann á því að íslenzkan yrði fátæk ef vér út- rýmdum öllum útlendum orðurn úr henni. Ea af hverju kemur það? Mundi ástæðan ekki vera sú, að menn hafa oft og lengi vaurækt að finna ný orð yfir nýjar hugiuyndir, sprottin af isleDzkri rót ? Þá kemur önnur aðalástæðan bjá honum. Hún er sú, að forfeður vorir tóku upp útlend orð um mál og vog. Sú ástæða er ekki svara verð. Eða rnegurn vér ekki láta ód ýgð nein óhappaverk, sem forfeðrum vorum hefir orðið að vinna? „Þó brá enginu þeim um landráð“, segir hann og telur það sjálfsagt ósvinnu ef menn væri nú vitrari og gætnari en þá. Að lokuin telur haun svo upp út- lend orð svo sem tunna, pund og pottur, og gerir það með þeim lærdómi sem honurn er lagiun. Og því næst lætur hann þá von sina í Jjós að nýju skríp- iu verði þjóðinni á endanum eins töm sem hin görnlu eru oss nú. Það er næsta líklegt að sú vou rætist, því að auðlærð er ill danska. Og Qinmitt þess vegna eigum vér að forðast þau. Lítið (lregur vesalan. Marga hluti sá ég þá í Reykjavik, sem sýna mér með sanni að baráttan fyiir lífinu leyfir mönnum þar tíma til hvíldar og skemtunar. Tel ég þar til einkum kvikmyndaaðsóknina og setur í katíihúsum og fleira þessháttar. Munu menn og eyða talsverðu fé til þeirra hluta. Eg kom eins og aðrir góðir menn til höfuðstaðarins til þess að sjá kon- ungsfagnaðinn og alla þá dýrð, sem þar var þá boöin augum og eyrum manna. Notaði ég tímann til þess að njóta þeirra unaðiemda allra, sem bæj- arbúar hafa sér til yndisbóta. Fanst mér heldur fátt um margt af því. En tvent sá ég þó og heyrði, sem ég hafði fullan unað af. Annað var söngurinn. Þótti mér hann furðu fagur, og undar- legt þykir mér ef sá söngur þætti eigi góður víðar en á íslandj. Hitt var málverkasýning Ásgríms Jónssonar. En kynlega þótti mér þá við bregða, því að á þessa staði komu bæjarmenn ekki. Eg gæti trúað því, að mönnum hefði þótt samsöngvarnir nokkuð dýrir, en hitt skil ég ekki að menn horfi í 25 aura til þess að sjá verk Ásgríms. Því að þar er þó svo margt fagurt að sjá, að enginn ætti að sitja sig úr færi þennan tíma sem myndirnar eru sýndar. Eg þykist þá skilja það af mínu bóndaviti, að Ásgrímur gæti haft dá- lítið gagn af þvi, ef sýningin væri fjölsótt. Og menn ættu ekki að telja á sig að veita upprennandi islenskri list þenna litla stuðning. Hún ætti meira skilið, en lítið dregur vesalaD. Bóndi. Bóndann mundi hafa furðað á þvi, ef hann hefði vitað, að hvorki varð hátíðanefndinni það að vegi né nokkr- um þingmanni, að leiða þangað konung eða aðra gesti, ekki einu sinni erleDda blaðamenn. Er þó hverjum manni ljóst, að málurum vorurn er það hin mesta nauðsyn, að þeirra sé getið er- lendis, þvi að þar verða þeir að hafa að- almarkað sinn. Mislingarnir útbreiöast í líeykjavík. Misliugarnir eru að verða mjög í- skyggilegir hér í bænum. Á sunnudaginn var sýktist stúlka af iuislingum í Selkoti við Brekkustíg (í Vesturbænum). Hafði hún fyrir 10 dögum verið stödd í öðru húsi (nr. 8 í Tjarnargötu) og kom þá í svip inn þangað stúlka sú, er fyrst lagðist hér og flutti veikina til bæjarins vestan úr Stykkishólmi. Sýnir þetta, hve afar- næmir mislingarnir geta verið, því að stúlkurnar höfðu aðeins dvalið skamma stund í sama herbergi. Vóru síðan allir sendir í sóttvarnarhúsið, sem misl- inga gátu fengið í þessurn tveimur húsum. Á fimtudaginn lagðist drengur í húsi Gunnars Hafliðasonar nr. 29 í Bergs- staðastræti í mislingum og er margt barna og unglinga þar. Er mjög hætt við, að veikin hafi borist þaðan í ýms- ar áttir, þvi að drengur þessi hafði borið út blöð og f >rið víða um bæinn dagana á undan. Hús þetta var þeg- ar einangrað. Sama dag veiktist stúlka af sömu sýki í nr. 8 í Kirkjustræti og er það hús einnig einangrað. Skógræktarmálið var rætt allítariega við aðra umræðu fjárlaganna. Hafði fiárlaganefnd fært laun „dýra búfræðingsins“ niður í 3000 krónur en veitt honum að auki 500 kr. í ferðakostnað, og takmarkað önnur útgjöld til skóggræðslunnar. Ráð- herrann barði það blákalt áfram með miklum móði, að alþingismenn hefði lofað „st’rdönunum“ Ryder og Prytz að stofna yfirskógarvarðarembættið þeg- ar þeir fóru þess á leit á Botníu í fyrra og leggja ríflegt fé til skógrækt- arínnar. Þessu þverneituðu þingmenn. Beindi hann máli sínu þá einkanlega til þiugmanns Borgfirðinga (sr. Þórhalls) og kvaðst viss um að hanu myndi það. En haun synjaði þess með öllu. Stefán Stefánsson þingm. Skagfirð- inga flutti einkarsnjalla ræðu og rakti málið allt mjng ítarlega. Sýndi fram á, hversu vanhugsuð væri aðferð hinna döusku skógarmanna hér og óheppilegt að láta þá hafa umsjón yfir skóggræðsl- unni. Mun „Ingólfur11 flytja ræðu hans í næsta blaði. Sr. Þdrhsdlur tók að miklu leyti í sama strenginn. Kvað það mjög hafa glatt sig, er ungmennafélögin hefðu lýst sig hlynt skóggræðslunni og væDti þaðan mikils styrks. Þetta þyrfti að verða áhugamál almennings, ef alþýða tæki ástfóstri við það þá væri stórmik- ið unnið. Hitt þótti honum ganga í öfuga átt, að kaupa dýra útlendinga til þess að hara forustu og framkvæmd málsins á heudi eins og verið hefði undanfarin ár og ætlast væri enn til að yrði. Kvaðst mjög hræddur um að það gæti oiðið til þess að fyrta al- menning, svo að hann feingi óbeit á málinu og jafnvel hatur á, hversu að því væri unnið og væri það ómetan- legt tjón. Mun fáum kuunugum mönnum dylj- ast að þessi skoðun er hárrétt í alla staði. Þvíer fleygt að Kofoed-Hansen þyk- ist alls ekki rnunu þiggja yfirskógar- varðarembættið með lægri launurn en 5000 kr. !! — en margir eru þó mjög lirœddir nm, að hann láti ekkert úr þeirri hótun verða, þvi miður, þegar til kemur, og muni sannast hér hið fornkveðna, að „íslands óhamingju verður alt að vopni“. Soplius Bugge háskólakennari í Kristjaníu andaðist 15. f. m. Hann var nafnkunnur mjög sakir lærdóms síns í forntungum, goðasögnum, og öðrum fornum fræðum. Var hann um þau hverjum manni lærðari og fjölfróðari. Hann gaf út Sæmundareddu og fleiri fornrit vor og fekst mjög við að skýra goðakvæðin. Vildi hann rekja upphaf flestra goðsagna vestur um baf til kristilegra trúbragða og helgisagna Lýsa rökleiðslur hans um þau efni mikilli kunnáttu og fróðleik, en ekki er því að neita, að mörgum þykir í- myndunaraflið hafa teygt hann al langt afvega og margar getgátur h ins hinar ó- sennilegustuogfullumfjarstæðum næstar. Jarðarför hans fór fram á kostnað ríkisins. Dáin er 30 f. m. húsfrú SigrÍSur Daníelsdóttir að Hóli í Hvammssveit, kona Jens Jónssonar. Þau hjón hafa búið þar yflr 30 ár mesta myndarbúi Hún var fædd 23. ágúst 1845 á Kvía- bekk og dóttir séra Daníels Jónssonar er síðast var prestur í Ögurþingum. Jarðarförin fór fram þann 7. þ. m. að Hvammi, og var þar mjög fjölment, enda var Sigríður sál. mesta mcrkis- kona, hjálpfús, greind og vinsæl kona.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.