Ingólfur - 25.08.1907, Blaðsíða 3
INGÓLpFUR
135
t
Jón Yídalíti konsúll
lént úr hiartaslagi að morgni 20. þ. m.
á heiinili Jóns Jakobssonar rnágs síns
hér í bænum. Hafði hann verið farinn
mjóg að heilsu hin síðnstu árin.
Hann fæddist 6 sept 1857 og ólst
upp hjá foreldrum sínum í Víðidals-
tungu. Fekst hann snemma við verzl-
unarstörf og kaupskap á ýmsum stöð-
um. Lengst var haun umboðsmaður
kaupfélags Þingeyiuga og íieiri slíkra
félaga. Hætti hann því staríi 1901 þá
er þeir Zöllner skildu félag sitt.
Jón var sem kunnugt er, auðugur
að fé og hafði rnikil völd og afskifti
um hríð, eu „f'allvelti hamingjunnar“
reyndi hann ekki síður en aðrir áður
en lauk.
Það er minningu Jóns til hinnar
mestu sæmdar, að hann gaf forngrip i-
saf/á Islands alla forngripi sína, er
hann hafði safuað hér á landi um
fjöldamörg ár. Er safu þetta stórmik-
ils viiði. Mættu ýmsir aðrir fara að
dæmi Vídalíns í þessu, ekki síður en
þeir keptu við hann áður að safna
gripum hér, hvar sem hönd á festi —
oft með miðlungi góðum heimildum.
Þetta rausnar bragð og ræktar sæm-
ir góðum dreng og þjóðræknum, enda
var Jón ávalt talinn trygglyndur
maður.
„Sannleikanuni verður
liver sárreiðastur“.
Það sannar groinarómynd í 23.
tbl. Austra þ. á. eftir „Búa“; er haun
kallar svar til mín. Eu „þetta er ekki
skáldskapur, Kolbeinu11. Þetta er ekk-
ert svar Búi sæll. Ekki eitt einasta
atriði í grein minni í 14. tbl Ingólfs
þ. á. er hrakið — ekki einu sinni
nefnt á nafn.
„Búi“ hefir augsýnilega orðið ösku-
vondur út af því að ég — auðvitað í
góðu skyni — leyfði mér að leggja í
hans lata færleik, til þess að hann
væri eigi m°ð afturhaldsnöldri sínn að
flækjast fyrir þeim löndum sínum, er
fram keppa á braut menningar og
sjálfstæðis, og telja kjark úr þeim.
Hann hefir því ekkert til að segja
nema asnalegan skælirg, sem ekki er
orða verður, og eins fer honuin sem
fieitum af því sauðahúsi, að liann sér
eigi önnur ráð en að reyna að klóra
yfir það, er hann hefir af sér lagt í
Austra, þegar hann verður þess var
að það vill ekki „ganga í fólkið “
E? var svo óheppinn (og heppinn
þó) að fá ekki að sjá þetta Austrablað
fyrr en í rnorgun— og nú er póstur á
förum svo að enginn er tími til að
skrifa.
Eu ekki væri úr vegi að taka til
yfirvegunar hvernig barlóms-Búa og
hans líkurn, ef nokkrir eru, verður við,
þegar ómennsku þoirra og uúdirlægju-
eðli er lýst með ljósum orðum.
Má vera ég geri það síðar.
Þangað til er „Búa“ velkomið mín
vegna að kasta úr klaufum í Austra.
2. ág. 1907.
Skaftfellingur.
0--------—------------------------
Arelðauleg'ii vöuduð svissnesk
vasa úr
hvergi eins ódýr og á
Laugaveg 38.
St. Runólfsson.
0---------------------------------0
Kórea.
Hrað-keytin hafa borið hingað frétt-
ir um það, að Japanar hafi þröngvað
keisaranum í Kóreu til þess að leggja
niður völd og fá þau í hendur syni
sinum. Honum var þetta þvernauð-
uprt oe er síi°'t að hann liafi ekki not-
ið svefns né n atar um þær mundir og
innsiglað yfirfýsingarb éfið grátandi.
Af þessu hlauzt uppþot í höfuðborgiuni,
Seul, og vóru ráðgjöfum konungs veitt-
ar aðfarir og brend höll eins þeirra,
því að þeir höfðu stutt mál Japana.
En Japanar tóku harðlega í strenginu
og létu Kóreuher selja af hendi vopn
öll. Ráða þeir nú öllu í landinu og
hafa flutt keisarann heim til Japan.
Hafa þeir og alt ráð sonar hans í
hendi sér.
Útlent blað eitt fer nýlega þess
um orðum um Kóreu og landsmenn
þar:
ÖJög Kóreu eru augljós v'tni þess,
hvað smáríki þau mega í vændum eiga,
er ekki geta rekið réttar síns. Lega
landsins er að vísu hin óbagkvæmasta
og liggur það undir ásælni Rússa, Kíu-
verja og Japana. En þó er enginn
vafi á því, að landið hefði getað hald ð
sjálfstæði sínu og réttur þess verið virtur,
ef það hefði kostað kapps um að varð
veita frelsi sitt. Keisarinn hefir verið
duglaus og einna litilsigldastur allra
þjóðhöfðingja, sem nú eru uppi, drotu-
ingin hefir verið hið mesta forað og
landsmenn hafa látið reka á reiðanum.
Embætti vóru seld þeiin er hæst bauð
og mútur og sviksemi vóru í algleym-
ingi. Landslýðurinn er sljór og sinnu-
laus og vinnur aldrei saman að nokkru
takmarki. Morð og samsæri eru helztu
manndáðaverkin. Aldrei hafa Kóreu-
menn haft dáð til að halda fram dj.if-
lega sínum málstað, — þeir hafa skrið-
ið í felur sem hérar eða melrakkar.
Er því lítt að undra, þótt sjálfstæði
þeirra hafi fallvalt orðið.
Kórea hefir verið þrætuepli Kinverja
og Japana þúsundum ára saman. Þeg-
ar Kínverjar hafa ráðið landinu, hefir
þeirn verið um það eitt hugað, að fá
skattinn skilvislega greiddan, en alt
hefir gengið á tréfótum í landinu.
Stjórn Japaua hefir verið þar miklu
atkvæðameiri. Árið 1876 var Kórea
viðurkent frjálst ríki, en spilling var
þar geysimikil og sendiherrar erlendra
þjóða réðu afarmiklu. Ófriðurinn milli
Kínverja og Japana 1894 hlauzt út af
Kóreu og koinu Stórveldi Norðurálfu
þá í veg fyrir að Japanar legði landið
undir sig. Kórea var og höfuðdeilu-
efnið með Rússum og Japönum og olli
ófriðnum mikla þeirra í milium. Siðan
hafa Japanar vaðið þar uppi, flutzt
þangað búferlum uunvörpum og ráðið
öllu í landinu.
Loks leiddist keisara svo ágangur
Japana að hann sendi talsmenn á frið-
arfundinn í Haag, en þeirn var synjað
þar móttöku. Þá reis upp flokkur
mauna i Seul og fekk keisara til þess
að mótmæla þeim órétti, en þá var alt
um seinan.
Síðan hefir keisari orðið að segja af
sér og Japanar að fullu og öllu tekið
yfirráð landsins.
Kóreumenn hefir jafnan skort vilja
og dáð til þess að verja land sitt —
og slík þjóð hlýtur að fljóta að feigð-
arósi. Hún hefir engan tilverurétt.
Komuigsgjöf. Friðrekur konungur
gaf 10000 krónur til skógræktar á ís-
landi áður en hann lét í haf frá Seyð-
isfirði.
Helgi Valtýsson
kennari fór héðan úr bænum í gærkveldi,
alfari að sinni, fyrst austur í Seyðisfj. með
konu sinni, sem ætlar til Noreg-', en síðan
ætlar Helgi að verða kennari við Flens-
borgarskóla í H Jnarfirði næsta vttur.
Hann hefir veiið formaður ungmenna-
félagsins hér og héldu félagsmcnn hon-
um skilnuðargildi á miðvikudags-kveld-
ið. Yöni þar flattar nokkrar ræður
og sungið , vaði það er hér feráeftir:
Nú líður að hausti og far-gesta fjöld
til ferða sig búa i skyndi;
og far-gest eiuu slíkan vér kveðjum í kvöld,
en kærara okkur þó myndi
að þurfa’ ei að kveðjast, því missast ei má
neinnmaðurúr liójinum, sem treystandi’er á.
Þú, vinur og bróðir, varst fremstur i för,
til frægðar oss hvattir og dáða;
og þegar vér allrafyrst ýttum úr vör,
þá áttir þú drengjum að ráða
með æskunnar blossandi eldrnóð og þrek,
en eiunig að sjálfsögðu smávegis brek.
Já, viuur, vér þökkum þér, allir sem einu,
og óskum þér sólrilcra daga.
Þótt oft só í götunni stórvaxiun steinn,
það stundum má takast að laga
ef viljiun er sterkur og hugurinn heill
og liöudin til reiðu og dugur óveill.
Yér vonum, þótt farir þú frá oss um liríð,
vér fáum þín leugi að njóta,
því ættjörðiu þarfnast vor allra í strið,
liveru ánauðarblekk þarf að brjóta,
og stríðið er hafið, því stöndum nú fast,
því stórt er að vinna, og sverðið er hvast.
Já vinur, oss livettu, og flýtum svo för
og fauskuuum ryðjum úr vegi,
og skeytum ei hót þó að höggvin só spjör,
það hlýnar með koinandi degi.
Já, livettu nú, vinur, vorn huga og sál,
og liamingju þinnar svo drekkum vér skál.
Til vijistri haiidar skaltu víkja.
Það er nýtt boðorð, sem alþingi setur
vegfaröndum þessa lands. Er engi
vanþörf á löggjöf um það, hversu vikja
skuli úr vegi, eins og Ingólfur hefii
v..kið máls á oftar en einu sinni, því
að um það hefir engin ákveöin
venja verið. Mega oft hljótast af því
slysog vandræði þegar uuiferð er mik-
il af vögnum, hestum, hjólreiðamönn-
um (er surnir nefna hvelriður) og gang-
a ídi Jýð. Á Norðurlöndum er tízka að
víkja til hægri handar eu á Englandi
er vikið til vin tri handar, og þótti það
hentara h:r sökum fótaskarar á söðl-
um, sem valdið geta samrekstri ef vik-
ið er á hægri hönd. Eru þess dænd,
að fótbrot hefir af því blotist.
KiO'sar og nafnbætur o. 11. ^frh). í
ísafirði urðu riddarar: Magnús sýslum.
Torfason verzlucars'jórainir Áini Jóns-
son, Jón Laxdal, og Davíð Scheving
læknir og dannebrogsmenn Sölvi Þor-
steiusson hafnsögumaður Ásgeir Guð-
mundsson á Árugerðareyri og Gísli
Oddsson á Lokinhömrum.
Gullmedalíu fékk Guðmundur Guð-
mundsson skáld, en Ásgeir Ásgeirsson
kaupmaður varð etazráð.
Á Akureyri voru þessir krossaðír:
Hannes Hafstein kom. af I. gráðu.
Riddarar urðu Guðl. sýslum. Guðmunds-
son, Eggeit Laxdal og Oddur lifsali
Thorarensen. Dannebrogsmenn: Pétur
Ólafssvn á Hranastöðum og Guðmundur
Guðmundsson á Þúfnavöllum.
Jakob Havsten konsúll vaið etazráð.
Riddarar hafa þeir enn orðið Ásgeir
kaupmaður Sigurðsson, Chr. Zimsen
konsúll, Nielscn verzlunarstjóri a Eyr-
arbakba og Sigurður Ólafsson sýslu-
maður i Kaldaðarnesi.
Dannbrogsmaður varð Ólafur ísleifs-
sou víð Þjórsárbrú.
Gullmedaiíu fékk Þorst, Gíslason
ritstj. Silfurmedalíu Guðm, Einarsson.
Beiiedikt Gröndal
Dísir kveða dáius Ijóð
djúps.í tnilli’ og fjalla.
Nú er skálda harpan hljóð
liróðrar-garpsius snjalla.
Þar nam ljóðalistiu sling
létta braut sér ryðja;
frægari engau fjölvitring
fóstraði mentagyðja.
En þótt sálin horfði hátt
af hæðum vísindanna,
eygði’ hann margt sem leynist lágt
í lífi smælingjanna.
Andans völund feðrafrón
fætt hefir slikan valla;
það er böl og þjóðartjón
þogar slíkir falla.
Dýrmæt gull vor ættjörð á,
er húu sízt má týua. —
Gröndal, fyrir gripi þá,
gaf út æfi síua.
Laun þó hlyti’ ann löngum smá
lífs f striti’ og öunum, —
svona er það optast hjá
íslands beztu inönuum.
Listamönnum lífið hér
lánast sjaldan betur;
það sem fremst og fegurst er
fjöldinn of seint metnr.
En það er út’ um þennan mann,
þannig lífið gengur,
nú þarf ekki’ að næra hanu
á náðarmolum lengur.
Vefðu liann uú fósturfold
faðmi móður hreinum —-
skýldu því í mjúkri mold
mærings lúnu beinum. —
Hann fyrir vísdórasverkin sín
valla munt þú smána. —
Breiddu legurst blómin þín
á beð þess vinar dána.
En þú Saga lýðs og lands
lýstu snilling fríðum.
Dýrari gulli hróður hans
helgaðu seinni tíðum. —
Jón Þórðarson.
Vöruverð í llusavík
sumarið 1007.
Útlendar vörur: (verð í Örum &
Wulffj verzlan; 10°/0 lægra gegn pen-
ingum og í reikninga ef skuldlausir
eru um nýár.)
Rúgur, 100 pd
Bankabygg, — —
Baunir, — —
Hveiti Nr. 1,— —
- - 2,------------
Kaffi, pundið
K«ffibætir, —
Hvítasykur, —
Innlendar vörur: (sama
öllurn verzlunum).
Ull, hvít, Nr. 1, pundið
-- misLt, —
Haustull, hv., þvegin, —
Saltfiskur, 18” og stærri, skp.
— 12-18” —
— ýsa —
Sundmagar, pundið
Hákarlalýsi, tunnan
Þorskalýsi —
Lambskinn,
kr. 8,25
12,50
15,00
16,00
12,00
0,60
0,55
0,28
verðlag
0,25
1,00
0,60
0 90
67.20
57,60
51.20
0,70
24,00
20,00
-0,50
Dómur var uppkveðinn 15. þ. m. í
undirrétti í máli því, er Halldór bæj-
arfógeti Daníelsson höfðaði gegn Sig-
urði Jónssyni frá Fjöllum fyrir meið
yrði í „Reykjavík“. Eggert skrifstofu-
stjóri Briem var setudómari.
Ummæli Sigurðar um bæjarfógetann
vóru dæmd dauð og ómerk, Sigurði
gerð 150 króna sekt eða 40 daga ein-
falt fangelsi og 30 krónur í málskostuað.