Ingólfur - 29.12.1907, Blaðsíða 1
V. árg.
52. blað
Iíeykjavík, suimudagiim 29. desember 1907.
KOSTAKAUPI
Til sölu er hjá undirrituðum mjög fallegur og vandaður tveggja ára gamall
aldekkaður mótorbátur, allur úr eik; mótorhús er þvert yfir allan bátinn. Bátnum
fylgja ný og góð legugögn, segl og margt fleira. Stærð bátsins er: 27x8X4% fet.
Mótorinn er 4 hesta pruvuvél, „Alpha“, sem gerir minnst eins mikinn kraft eins og
vanaleg 6 hesta mótorvél eins og hefir sýnt sig, þar báturinn gengur eins vel og lítið
stærri bátar, sem hafa 8 hesta vél.
Einnig hefir sami annan mötorbát til sölu, tveggja ára gamlan, mjög vel vandaðan að
byggingu, aldekkaðan, með legugögnum og seglum, með 10 hesta vél, „Gideon“.
Stærð bátsins er: 32x9%X5 fet.
Þeir er sinna vilja þeim kostakaupum, er hér bjóðast eru beðnir að snúa sér til cand,
jur. Ara Jónssonar ritstjóra þessa blaðs, sem gefur allar upplýsingar þessu viðvíkjandi og gerir
samninga um kaupin.
Konráö Hjálmarsson.
leykvikskÍF íþóiiamGnnl
Grlímumenn! Aílraunamenn! Liðleikamenn!
Til þess að þið getað orðið alveg öruggir ura það að þið náið beltinu „Grett-
isnaut“, og til þess þið getið staðið Jóni Pálssyni á sporði í liðieikaþrautum,
væri rétt af ykkur að æfa líkaraa ykkar. Eu til þess er alveg óhjákvæmilegt að
hafa ýms áhöld, en þau fáið þið hvergi betri en hjá
Jóhannesi Jósefssyni, Akureyri,
Hann útvegar öll hugsanleg leikfimis- og aflraunaáhöld, box-glófa, leik-
fimis og glímuföt (Trikot) og yfir höfuð öll áhöld, sem að íþróttum lúta.
Ingólfsmyndin
Sú fregn hefir heyrst, að Ingólfsnefnd-
in eða einhverjir í henni hafi séntEin-
ari Jónssyuí símskeyti þess efnis, að
flatmyndirnar (relieff) á stöplinum og
einkunnarorðin á Ingólfsmynd Einars
verði að takast burtu ef nefndin ætti að
kaupa myndina. Fregnin hermir enn-
fremur, að Einar hafi svarað um hæl
með símskeyti, að Ingólfi yrði ekki breytt.
Ef þessi fregn er sönn er svo að
sjá sem hér sé í alvarlegt óefni komið.
Nefndin hefir með öðrum orðum hafnað
fyrirtaks listaverki, að dómi allra, sem
séð hafa, bæði utan lands og innan,
án þess að gera þeim fjölda manna,
sem stutt hafa mál þetta, nokkra grein
fyrir því, hversvegna þeir gera það.
Hversvegna gerir nefndin þetta?
Einkunnarorðin eru þessi, rist me5
rúnum á hásætið: „Sjálfr leið]m sjálfan
þiku, Hvernig getur nefndin amast
við þessum orðum? þau virðast einmitt
vera ómissandi prýði á myndina. Það
er alveg eins og það væri tómir Ást-
valdar í nefndinni og allir verið næsta
lasnir
er hún sat á rökstólum og ræddi þetta
„vandamál“ ! Og eiumitt í þessa átt
fer krafan um burtnám flatmynd-
anna. Flatmyndirnar eru fjórar; þeirra
er bezt sú, sem nefnist „flótti guðanna
til íslands fjalla“. Hendi með kross-
festum manni ber við sjóndeildarhring-
inn en goðin flýja undan hendinni og
þeisa til fjalla íslands, þar sem þau
og lengst áttu griðastað fyrir kristn-
inni. Mynd þessi grípur sannan þátt
úr sögunni og mótar hann í eirinn.
Það er því gjörræði frá nefndarinnar
hálfu að ætla nú að fara að setja
Einari Jónssyni afarkosti og segja
honum fyrir verkum þegar myndin er
fullger. En því ósvífnara er þetta
þegar það kemur á daginn, að það er
af þessum rótum runnið. E>að var
mikið að nefndin krafðist þess ekki,
er hún bað Einar að búa til Ingólfs-
líkneskið, að Ingólfur krypi á knjánum,
með krossmark í hendi og tárabogana
sitt hvoru megin nefsins.
Þörður SveinssQn.
Erasnms Gríslason frá Lækjarbotn-
um kom úr utanför sinni á Vestu um
daginn. Hann fór héðan í haust með
20 hesta, eins og Ingólfur gat þá um,
og seldi þá í Skotlandi og Danmörk.
Fékk hann sæmilegt verð fyrir hestana
og náði kynning við marga hrossa-
kaupmenn, svo að hann býst við að
ge<a haldið áfram með góðum árangri.
En mikill misbrestur þykir honum á
meðferð hestanna á skipunum.
Erasmus brá sér til Birmingham og
skoðaði þar vefnaðarverksmiðjur. Komst
hann þar að samningum um að fá
vefjarslöngur hingað til lands uppbúnar
í vef og einnig ívaf spólað. Hingað
til hjfir vefjargarn aldrei fengist öðru-
vísi en í hespum og er það hinn mesti
vinnusparnaður fyrir vefara, að fá
vefjargarnið rakið. Verður garnið þó
engn dýrara þótt það sé svona með
farið. Erasmus er fús á að veita mönn-
um upplýsingar um þetta ef þeir óska.
Garðar Gíslason var Erasmusi innan
handar við þessa útvegun og einnig
greiddu þeir vel götu hans Finnur
Ólafsson í Leith og Gíslí Sveinsson í
Khöfn.
-j- Páll Vídalín varð bráðkvaddur á
aðfangadagskveldið. Hann var fæddur
í Víðadalstungu í Húnavatnsþingi 15.
júlí 1860 og vóru foreldrar hans Páll
Vidalín alþingismaður og frú Elinborg
Friðriksdóttir. Páll bjó nokkur ár í
Laxuesi í Mosfellssveit, en var síðustu
árin búsettur í Keykjavík. Dóttur sína
uppkomna og efnilega, sem Elinborg hét,
misti hann á þessu ári úr berklaveiki,
en einn dreng á hann á lífi, fárra ára
gamlan. Páll var mikill vexti og karl-
menni að burðum, glímumaður á yngri
árum og hinn vaskasti, trygglyndur og
góður drengur, eins og hann átti ætt
til. Hann var þrotinn að heilsu síðustu
árin.
Nýársnóttin hefir verið leikin nú í
þrjú kveld fyrir húsfylli. Mun leiksins
getið ýtarlega síðar.
Heiðurssamsætl héldu Fljótamenn
Einari kaupmanni Guðmundssyni í
vóru heiðursgestinum færðir að gjöf
þessir munir: stundaklukka, blekbytta
og göngustafur. Hlutir þessir vóru
allir mjög smekklegir og vandaðir,
vóru þeir frá sveituugum hans fyrir
mikið og fagurt starf hans í þarfir
sveitarinnar (Fljótamanna) og fyrir
ósérplægni og drengskap í hvívetna.
Samsætiðfór fram í þinghúsi hreppsins
og sóttu það um 60 manns. Veitingar
vóru hinar beztu. Séra Jónmundur
Halldórsson á Barði afhenti heiðurs-
gestinum gjafirnar, fyrir hönd sveit-
arinnar, með ágætri ræðu, sem heið-
ursgesturinn þakkaði mörgum góðum
orðum. Séra Jónmundur hafði og gert
kvæði fyrir minni heiðursgéstsins og
var það sungið. Annað kvæði gerði
Benedikt kennari Guðmundsson frá
Húsavik. Jóhann P. Pétursson kennari
signdi full íslands. Söng stýrði Guð-
mundur Davíðsson á Hraunum. Stóð
samsætið yfir framundir morgun og
fór fram hið bezta.
af heimatrúboðsheilagleikanum Haganesvílc 9. f. m. Við það tækifæri