Ingólfur - 11.10.1908, Page 2
162
INGOLFUR
ríkisráðaneytið synjaði um meðmælin
með þeim ummælnm, að verzlunaraam-
band milli Norega og íalands miðaði
ekki að því að efla hag danska rikis-
ins. Lövland varð stei hissa á svariuu
og sneri sér þegar til sendiherra Dana
í Kristjaníu. Hann varð líka agndofa
og gat engu til þess svarað. Féll svo
mál þetta niður. Mál þetta er þess
vert, að það sé tekið til rækilegrar
umræðu heima, því að það sýnir ljós-
lega hinn blíða bróðurhug Dana til vor,
eins og nefndarmennirnir íslenzku segja.
Þess höfðum vér eigi vænst, að svo
ríkur væri einokunarandinn og Græn-
landsbragurinn í hugskoti Dana og
allra sízt þess, að stjórn Dana sæti á
svikráðum víð frelsi það og rétt. er
þeir hafa þó veitt o°s og viðurkennt.
Þá flutti Ólafur Björnsíon fróðlega
og snjalla ræðu, sem ekki verður þó frá
skýrt hér, og síðan ýmsir fleiri.
Þá er hæst stóð samdrykkjan, kom
símskeyti til hátíðarinnar frá Reykja-
vík og var þar sú fregn, að Björn
Jónsson ritstjóri væri orðinn þingmaður
Barðstrendinga. Þessu var tekið með
dynjandi lófataki.
Seinna var sent símskeyti heim frá
hátíðinni, er þannig var orðað: Lifi
sjálfstæðið, lifi Skúli!
Hátíð þessi stóð yfir langt fram á
nótt og þótti hin bezta.
Þ^ss þarf naumast að geta, að drukk-
in voru full margra fremstu sjálfstæðis-
manna landsins, Skúla Thoroddsen,
Ingólfsritstjóranna, Bjarna frá Vogi,
Björns Jóussonar o. fl., minni bænda
o. s. frv.
Um aðflutningsbanu.
Ég veit fullvel, að ekki verður það
til að afla sér vinsælda á landi þessu
að láta í ljósi þær skoðanir á aðflutn-
ingsbanni, sem ég ætla að láta í Ijósi
hér. Eu ég hugga mig við, að ef
menn þykjast færir um að drótta að
mér einhverjum óheiðarlegum tilgangi
með grein þessari, þá geti sú aðdrótt-
un ekki orðið á þá leið, að ég sé að
sækjast eftir lýðhylli. Ef nokkur grunur
skyldi verða eftir um þetta atriði, þá
vona ég, að ég taki hann algerlega af
með því að játa, að mér flnst alls eigi
viðeigandi, að leitað sé atkvæðis þjóð-
arinnar um roál, sem Jnenn, er af
landsmönnum hafa varið mestum tíma
til að hugsa um landsmál, enn þá eru
ósammála um. Eins ætla ég að taka
það fram strax, að ég ætla ekki að
álasa banninu fyrir það eitt, að það
skerði freisi manna, þótt ég hinsvegar
álíti það sorglegan vott um vöntun á
þeirri frelsisást, sem ávalt er verið að
eigna þessari þjóð, hversu bannið hefir
fengið mikinn meirihluta við hina ný-
afstöðnu atkvæðagreiðslu. Heldur ekki
ætla ég að minnast á tollinn, með því
að ég bygg, að við munum með ýmsu
öðru móti geta grætt á útlendingum
þeim, er hingað koma. Ég verð því
að reyna að finna máii mínu önnur
rök.
Allir eru á eitt mál sáttir um, að
ofnautn áfengis só skaðleg og ég held,
að bannmeðmælendur noti sjaldan of
sterk orð til að lýsa, hversu skaðlegar
afleiðingarnar geti orðið, þótt þeim
stundum hætti við að ýkja, hversu al-
ment bölið sé. Nú er það eðJiIegt, að
menn reyni að íirra sig og aðra þessu
böli og eru margar aðferðir til þess og
er ein af þeim aðflutningsbannið. Það
er skilianlegt, að mönnum, sem byggja
þ»ð æðsta markmiðið með bindindisvið-
leitni si ni að koma í veg fyrir of-
drykkju þyki það b^zta aðferðin, þar
sem mönnum með lögura sé bannað að
selja áfengi og jafnvel að flytja það
til land'ins, en áður hafi fortölur og
smávægis lagahindranir orðið að nægja.
É? held nú, að það að koraa í veg
lyrir ofdrykkju geti ekki verið mark-
mi\ heldur að eins meðal, sem sé meðal
til að gera menn betri og hamingju-
samari. Það er þetta, sem ég vona að
bannmeðmælendur séu mér samdóma
um að sé markmið þeirra.
En aðflutningsbannið hefir engin
betrandi eða sœluvekjandi áhrif á menn-
ina. Ef vínið sjálft orsakaði bölið, ef
það væri eins og einhver ill vættur,
sem gera þyrfti landræka, væri bannið
ágætt. En svo er ekki. Rót bölsins
býr í okkur siálfum. Það erum við,
sem gerura okkur vitlausa með víni
(þ. e. a. s. nokkrir af okkur), en það
er ekki vínið, sem gerir okkur vitlausa.
Með banninu verðum við í siðferðislegu
tilliti engru betri menn, en við vorum
áður. Yið myndum hafa engu minni
tilhneigingu til að gera sjálfum okkur
skaða og myndum engu fremur kunna
að breyta þannig, að lífið yrði verðara
að lifa, en áður. Þær siðferðislegu
framfarir og þær framf. í hamingjusemi,
sem þeim eru samfara, vinnast vissu-
lega ekki með því að teknar séu frá
osi freistingarnar með valdi. En það
gerir bannið. Það tekur frá oss freist-
ingu með valdi og þ»ð freistingu, sem
við erum ekki nein börn í að fást
við, heldur höfum glímt við frá því
fyrsta.
Af því, sem ég hefi sagt, þykist ég
mega draga þá ályktun, að afleiðingin
af banninu verði sú, að við munum
að eins svala óhóflegum fýsnum okkar
á annan hátt, en áður. Ég þarf varla
að nefna dæmi, möguleikarnir eru svo
margir og úrræðaefnin svo óþrjótandi.
Ég hefi nú reynt að sýna, að bannið
sé gagnslaust, en nú mun ég reyna að
sýna, að það sé Iíka skaðlegt. Það
sviftir okkur dyrkeyptri reynslu, reynslu
þess, hve skaðlegt sé að láta leiðast
af girndum sínum. Nú segja menn oft,
að reynslan sé fengin, drykkjumenn
sjái, að ofcautn víns sé skaðleg og þó
geti þeir ekki hætt. Þetta færa menn
sem sönnun þess, að þeir geti ekki hætt,
nema þeir séu neyddir til þess. En
þetta er stór misskilningur. Menn
breyta ekki af skynsemi, heldur af til-
finningum, eins og menn vita. Menn
breyta oft á móti betri vitund, en þar
fyrir eru þeir ekki neyddir til að halda
því áfram. Tilfinningar ná að lokum
svo sterku valdi, að maður lætur undan
þeim. Og maður verður að gæta að
því, að margra kynslóða reynslu þarf
til að losna við einn löst. Ef menn
nú með valdi eru sviftir vininu, þá
gleymist þeim æfing, er þeir hafa fengið
i að hafa stjórn á sjálfum sér. Því er
nú svo varið, að samband er á
milli allra fyrirbæra í mannfélaginu,
svo að framfarir í einni grein hafa áhrif
á allar aðrar greinir og það, að maður
lærir að neyta víns hóflega eða máske
neita sér um það algerlega, kennir
manni sjálfsafneitun í öllu öðru. En
með banninu gleymum vér þessari reynslu
og það böl, sem vér höfam liðið, verður
o«s að minna gagni, en ella.
Þessir gallar fylgja banninu, ef vér
gerum ráð fyrir því bezta, nefl. að ekki
verði hægt að lauma inn víni. En lík-
legt þykir mér, að jafnvel töluverðu
muni verða laumað inn og er það óneit-
anlega stór galli á lagagrein. að ekki
er hægt að framfylgja henni, fyrir utau
það, að aðrar greinar laganna líða við, að
ein er fótum troðin. Það hefir ekki ósjald-
an roynst svo, þar sem bannið hefir
verið lögleitt, að það hefir verið leitt
úr lögum vegna leynilegrar vínsölu.
Það, sem ég hefi sagt um bannið,
má eins segja um hverja þá lagalega
hindrun, sem lögð er fyrir frjálsa notkun
áfengis. Auk þess mætti segja margt
um þá núverandi áfengislögnjöf þessa
lands. Mér hefir t. d. alt af fundist,
að lagagreinin um, að ekki megi selja
minna, en 3 pela af brennivíni í einu,
muni ekki síður auka ofnautn víns, en
minka hana. Eins get ég ekki séð
annað, en að hin núv. lög um vínsölu
geri ekkert gagn, en meðal annars það
ógagn, að með þeim selur landsstjórnin
áfengiseinokun rikustu borgurunum,
þeim, sem eru svo vel staddir, að þeir
geta borgað 500 kr. á ári.
Menn mega ekki halda af þessu. sem
ég hefi aagt, að ég sé á móti lagalegri
hindrun gegn ofnautn áfengra drykkja.
Það eru til margar aðferðir til þess að
hindra hana, án þess að frjáls notkun
áfengis sé bindruð. Ég ætla þó ekki
að fara fleiri orðum um þetta, en mun
verða ánægður, ef ég get fengið ein-
hvern vin aðflutningsbannains til að efast
um gildi þess.
Ó. Þorsteinsson.
Bréf til Ingölfs
úr
Horuaíirð i
16 sept. 1908.
Samg-Ung-ar ;í sjó og landi. — Þjóðminn-
ingardagur. — Tíðarfar og heyskapur. —
Yerzlun. — Stjórnmál.
Heill og sæll Ingólfur.
Það þykir vel til fallið í iláttulokin,
að senda þér skeyti úr þessu héraði,
sem er svo innilukt og afskift, að bein-
a«t liggur við að skoða það sem oln-
bogabarn jvorra æðstu stjórna. Sam-
göngurnar hafa ekki verið glæsilegar
hingað í sumar. Að vísu áttu þær að
verða viðunanlegar, eftir því sem við
megum vænta, því að samkvæmt ályktnn
síðasta þings átti strandbáturinn að
koma hér við í Hornafirði í 12 ferðum
milli Reykjav. og Akureyrar framan
lands. En sýnd var veiðin en ekki
gefin. Þegar í fyrstu ferðinni að sunnan
17. apríl aular skipstjóri skipinu upp
á saudrif innan við höfnina, og fyrir
enn meiri aulaskap og danska drýldni
hanga þeir þarna heilan mánuð. Kenna
svo því um, að höfnin hafi tekið svo
miklum breytingum, að óhæfilegt *é að
sigla á Hornafjörð framar, að minsta
kosti jafnstórum bát og Hólum. Þar
af leiddi, að hið sameinaða beið ekki
boðanna og tilkynti stjórnarráðinu, að
það hefði lagt fyrir skipstjórann á Hól-
um að sigla ekki framar inn á Horna-
fjörð. Tvívegis var skrifað héðan í
stjórnarráðið út af þessu háttalagi og
skorað á stjórnina að rétta hlut vorn
og láta ekki „hinu sameinaða“ haldast
bótalaust uppi bein samningsrof. Auk
þess var þangað send skýrsla frá hafn-
sögumanni Guðm. Jónssyni í Þinganesi,
sem er greindur og gætinn maður, þar
sem hann eftir nákvæma mælingn á
höfninni og ósnum, vottar, að engin
hin minsta breyting hafi átt sér stað á
þessu svæði síðan það var mælt upp
árið 1900 af skipstjóra Hammer á Diönu.
Þó ber skipstj. á Hólum það fyrir rétti,
er sýslumaður okkar Sig. Eggerz hélt
yfir honum og skipshöfninni í vor, að
hann hafi lagt skipinu nákvæmlega á
sama stað og áður. Svo leið og beið —
4 mánuðir fullir — þangað til 9. þ.
þá koma Hólar eins og fj. úr sauðar-
legg inn undir Ós, og orga þar, þangað
til út í þá var farið úr landi. Flytur
skipstjóri þær undra fréttir, að ‘érhafi
nú verið bo'ið að sigla á Hornafjörð
samkvæmt áætlun. Auðvitað kemur
okkur þetta að engu Iiði héðan af þetta
ár. Það er augsýnilega gert til mála-
mynda. Tjón það er við höfum liðið
við það að strandferðirnar brugðust al-
gerlega i sumar, er því að engu bætt.
Unnið hefir verið að vegabót hér í
sýslu af landssjóðs bálfu í sumar, bæði
í Suðursv. og Nesjum, en hvorugur sá
vegarspotti kemur að verulegum notum
sem naumast er að vænta, þar sem
féð var að eins 8 þúsund kr. í alt og
töluvert fór í ferða og flutniugskoitnað.
Lengi megum við bíða eftir færum
vegum, þegar svoua smásálarlega er úr
hnefa skamtað. Og seint munum við
fá sírnann.
Grasspretta í góðu lagi og veðrátta
einmuna góð til næstliðinna mánaða-
móta að brá til úrkomu. Heyfengur
allmikill. Nokkuð af heyi úti enn.
Verzlunarhorfur afar-ískyggilegar.
Útlend vara í geypi-háu verði, skuldir
töluverðar, en innlendar afurðir frá-
munalega verðlágar (ull 58 a. hv. nr.
1, kjöt 19, 17, 15, og 13 a. pd., mör
20 a. og gærur 25). Yerzlunarstjóra-
skifti eru í aðsigi á Höfn. Fer Þórh.
Daníelsson, er gengt hefir því starfi í
8 ár, og áunnið sér að maklegleikum
virðing og bylli almennings, enda er
hann drengur góður, frjáLJyndur og
ötull framfaramaður. í hans stað á
hingað að koma Sigfús Daníelsson
verzlnnarstjóri af Eikifirði.
Þjóðminningardagur var haldiun fyrir
Austur-Skaftafellssýslu 17. júní siðastl.
við samkomuhús Nesjahrepps. Var þar
fjölmenni allmikið eftir því sem hér
getur orðið, og skemtun allgóð, veðreið-
ar, ræðuhöld, söngur, flutt kvæði, afl-
raun á kaðli, hlaup, stökk og glímur.
Til verðlauna veittar 75 kr. úr sýslu-
sjóði. Þótti alt þetta takast furðu vel
i fyrsta sinn. Vantaði þó bezta liðs-
mann, Þorleif hreppstj. Jónsson í Hólum
er var veikur, og kosinn hafði verið
formaður þjóðminn.dagsnefndarinnar.
Var í hans stað kosinn séra Benedikt
Eyjólfsson í Bjarnanesi.
Stjórnmálin búru stundum á góma
hér eins og annarstaðar. Að visu barst
Uppkastið undursamlega okkur seint i
hendur, og enn siðar allar þær vís-
dómsfullu skýringar á því, sem innlim-
unarmönnum hefir verið svo brátt um,
að koma inn í almenning. Enda þurfti
þeirra ekki við. Allfbstir sáu þegar í
byrjun. að með því var réttindum og
sjálfstæði landsins teflt í tvísýnu, og
því engin leið á að ljá því óbreyttu
fylgi. En þeir uppkastsmenn hafa víst
ætlað okkur Skaftfellinga auðunna.
Gerðu því ekki út í upphafi nema lé-
legt fjögra manna far til að fiska fyrir
Guðlaug. En er þeim þótti seint og
illa ganga veiðin, þrátt fyrir ýmiskonar
brellur og beitu, þeysti höfuðpaurinn
sjálfur fram úr herbúðunum og hugðist
að smala rækilega Þrátt fyrir alt og
þrátt fyrir alt — ekki veiddust fleiri
en c. 40 þorskkindur á öll skipin. Svo
fór um sjóferð þá.
Erlend símskeyti
til ÍDgÓlfS.
Khöfn 6. okt.
Ferdinand (Búlgarafursti hefir) aug-
lýst Búlgaríu konungsríki. Ófriðar-
horfur (milli Búlgara og Tyrkja).
f Chrtstian Zimscn fyrrum konsúll
Frakka og kaupmaður lézt á fimtu-
dagskveldið hér í bænum, nær 68 ára að
aldri,