Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 11.10.1908, Qupperneq 3

Ingólfur - 11.10.1908, Qupperneq 3
INGÓLFtJR 163 ikrifsiofa og sgnishornasafn G. Gíslason & Hay verður að forfallalausu opið hvern virkan dag kl. 8—ÍO, 12—3 og 4—7. Mannalát. Ólöf Sigurðardótfir ekkja í Þóruim- ar»eli i Kelduhvexfi lézt á heimili sír.u 9. júní þ. á. Hún var fædd i Sultum í Kelduhverfi 26. febr. 1832. Faðir hennar var Sigurður Sveins*on frá Hall- bjarnarstöðum á Tjarnesi Guðmund#- sonar, móðurbróðir Kristjén* #káld» Jónssonar, en móðir Ólafar var Guð- björg Daníelsdóttir. Móðir Guðbjargar var Margrét Jónsdóttir Kolbein##onar, systir Bjarnar í Lundi og Knstjáns á Illugastöðum. Ólöf giftist 18 vetra Jóni Guðmunds- syni frá Grásíðu og bjuggu þau lengst af í Ólafsgerði, alls um 46 ár. Jón lézt 29. jan. 1896, fult hálfáttræður- Born þeirra eru fjögur á lífi: Daníel póstur í Þórunnarseli, Pálína kona Jónasar Sigurðssonar í Húsavík, Guð- rún kona Björns Jörundssonar í Hrísey og Guðmundur póstur á Akureyri. Ólöf var gerfileg kona og merk, þreklunduð og vinföst, gestrisin og hýbýlaprúð og þótti jafnan mikið til hennar koma. Ólafur Torfason lézt á heimili sínu í West Selkírk í Manitoba mánudaginn 22. júní s. 1. Hafði hann lengi verið heilsulítill, en bjúgbólga varð honum að bana ; kom fyrst í fæturna ogfærð- ist smámsaman upp á bolið. Siðustu vikurnar hafði hann mjög miklar þján- ingar. Hann var fæddur 24. apríl 1843 á Tóvegg í Kelduhverfi. Faðir hans var Torfi bóndi (f 18. júní 1860) Gott- skálksson hreppstjóra (f 28. maí 1838) á Fjöllum Pálssonar, bróðir Erlends alþm. í Garði. En móðir Ólafs var Elinborg Guðmundadóttir. Ólafnr kvænt- ist á Ansturlandi og var kona hans úr Nesjum í Hornafirði. Þau fóru vestur um haf um 1890 og bjuggu s'ðan í Manitoba. Börn þeirra þrjú eru á lifi, dætnr tvær og einn son. Ólafur var mjög greindur maður og athugall. Hnyttinn og sk>rinorður, ritaði ekki ósjaldan blaðagreinar vestra og var honum létt um það. Hann var sjálfstæður í skoðnnum og manna frjáls- lyndastur, hataði lygi og yfirdrepskap og tók ómjúkt á slíku, enda galt oft bersögli sinnar. Var mjög andvígur klerkdómnum vestra Unni íslandi og hafði mikla trú á framtíð þess. Lét hann sér títt um það er gerðist heima á íslandi, bæði um verkleg efni og í stjórnmálum ; var hann eindreginn land- vamarmaður. Hann var glaðlyndur og skemtilegur og tryggur vinum sínum en óþjáll andstæðingum. Fátækur var hann að fémunum alla æfi. Icelandic Wrestling (ídenzk glíma) heitir bæklingur, sem Jóhannes Jóseps- son glímukappi hefir samið á ensku og prenta Játið á Akureyri í sumar, rétt áður en glímugarparnir fóru utan. Bæklingurinn er 48. bls. að stærð. í honum er styttlega sögð saga íslenzku glímunnar og síðan er lýst öllum helztu brögðum, sem í glímu tíðkast. Fylgja myndir til skýringar. Þær eru 38 í bæklingnum og eru til mikils gagns, þeim sem ekki hafa séð glímu. Bækl- ingur þessi kom út á hentugum tíma og var nauðsynlegur handa útlendingum um leið og íslenzka glíman var sýnd í fyrsta sinn erlendis. Sagt er að Jóhannes ætli að gefa út bók á íslenzku um glímur áður langt um liður. Úr Norðurþingeyarsýslu er Ingólfi shrifað 16. sept.: ' Tiðarfar hér í sumar ágætt bæði til lands og sjáfar, heyskapur orðin í bezta lagi, en sjáfarsfii mjög rýr. Æði mikið er rætt um frumvarpið hér um pláss, og viiðist sem margir séu á móti því, eins og það er úr garði gert. Menn kvarta alment um peningaeklu og minnast oft „peningakarlsin»“, sem kallaður var, Stefáns Stefánssonar, er lézt að Snartarstöðum í Núpasveit nú fyrir tveim eða þrem árum; hann var á ainum tíma nokkurakonar banki og fóru menn ætíð til hans ef menn þurftu á peningum að halda. Hann (Stefán Stefánsson) safnaði talsverðum pening- um og var þó vinnuhjú alla sína æfi. Hann var mesti trúleikamaður í öllu og áreiðanlegur í öllum viðskiftum, enda vildi hann líka að menn reyndust hon- um áreiðanlegir. Hann var fyrirmynd vinnuhjúastétt- arinnar og ættu ungir og uppvaxandi menn nú að taka sér hann til fyrir- myndar. Khöfn. 21. sept. Kóleran í Rússlandi. Hún er nú komin upp í Pétursborg og nú má svo segja, að hún fari vax- andi með degi hverjum. Nú síðustu daga kveður svo rammt að, að undir 400 sýkjast á hverjum sólarhriegi, en um 130—140 deyja. Er það regla, að um þriðjungur deyr þeirra manna, er sóttina taka. Sóttkönnun hefir illa orðið viðkomið sökum þess, að sýkin færist einkum til vinnnlýðs og fátækl- inga. Er þar óþrifnaður hinn mesti og menn óblýðnast öllurn Iagaboðum, sem sett eru til þess að reisa sýkinni skorður. Menn eru orðnir mjög ótta- slegnir, bæði á Rússlandi og í nágranna- löndunum. Samgöngur eru miklar við Pétursborg og verður því erfitt að sporna við kólerunni ef hún nær að geysa um borgina. Sjálfsmorð. Frá Stokkhólmi í Svíþjóð var símað hingað að 13. þ. m. hafi maður nokkur ókenndur skotið sig til bana i bifreið á götum bæjarins. í vasa mannsins fanst nafnspiald er er á var letrað: Oisel Eyjolfsson. Enn- fremur fanst bréf í vasa hans, er dag- sett var 10. júlí, frá franska konsúlnum i Khöfn og sent til Vesterbrogade 21. Sást það á bréfinu að maðurinn hafði farið fram á það við konsúlinn, að hann útvegaði sér vinnu, en hann svarað aftur og kvaðst eigi geta orðið við bón hans. Það er talið víst, að þetta sé íslend- ingur, Oísli Eyjólfsson, verzlunarmaður, bróðir Bjarna ljósmyndara í Reykjavík. Bólan er í rénun í Kristjaníu. Hafa engir sjúklingar bæzt við undanfarna daga. Tveir nýir skólar vóru settir í Rvík 1. þ. m. lagaslwlinn og kennara- skólinn. Lagaskólann sækja sex nemendur: Böðvar Jónsson frá Einarsnesi, Jón Ben. Jónsson, Jón Sigtryggsson frá Grundar- hóli, Ólafur Lárusson frá Selárdal, Páll Eggert Ólason og Sigurður Sig- urðsson. — Kennarar Lárus Bjarnason og Einar Arnórsson. Kennaraskólann sækja 54 nemendur. Skólastjóri er séra Magnús Helgason og kennarar dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði og Ólafnr Dan Daníelsson. Ncmendur í öðrum skólum: í læknaskóla 16 - prestaskóla 5 - latínuskóla 84 - stýrimannaskóla 12 - íðskóla um 60 - verzlunarskóla - 60 - kvennaskóla 52 - barnaskólaRv.yfir750 börn - barnask. Ásgr. - 100 — Kveldskóli þeirra Bergljótar Lárus- dóttur og Marínar Pétursdóttur byrjar 15. þ. m. Nemendur um 30. Próf. Fyrri hluta búnaðarprófs við Land- búnaðarháskólann í Höfn hafa þeir lok- ið nýlega Ólafur Sigurðarson frá Kall- aðarneai og Páll Zóphóníasson frá Við- vík, báðir með 1. einkunn. Spegilliim hans liíkliarðs. ReykvíkÍBgar eiga von á skrítinni skemtun í dag og eftirfarandi daga. Þá verður sýndur hér (kl. 12—3) spegillinn hans Rikharðs. Spegillinn er að Bjálfnögðu „fáránlegur“, engu siður en spegill vondu drotningarinnar i Mjall- hvít. Ekki veit eg, hvort hann talar eina og sá spagill eða segir ungu Bthlkunnm sem i hann líta „hver fegurst er á landi hér“ — þó eg gæti bezt trúað því —; en hitt er vist, að þessi nýi spegili ber af öllum landsins speglum að frið- leik og listfengi eins og gull af eyri, eins og Mjallhvít af hinni vondu drotningu. Fáeina aurn kostar að Bjá furðuverkið, en marga að kaupa það. Þeim 25 aurum er á- reiðanlega vel varið, sem ganga til þess að sjá spegilion, og jafnvel þó króna væri. Þeir ganga ekki með smærri skildinga í vösunum, ríku mennirnir. Alt hefir sýna sögu og spegillinn ekki síður. Bikharður bjó hann til sem fullnumaBmið i tré- skurði, án þesB að detta það í hug, að hann yrði slikt umtalsefni, svo við sjálft lægi að hann ærði allan höfuðstaðinn og tæmdi flesta 25 aura úr vösum manna. En Bikharður er piltur aust- an af landi, sem lært hefir tréskurð og tálgu- list bjá Stefáni Eiríkssyni. Er hann fyrsti mað- urinn, sem lært heflr lhtina hér á landi, bvo að fullnuma væri talinn. Hann er dugandi mað- ur, reglusamur og listfengur. í haust fór hann utan, með lítil fararefni til þess að framast i iðn sinni. Hve vel honum gengur það og hve víða hann getur farið — það er að nokkru leyti komið undir því, hve margir koma að sjá Bpeg- ilinn og hvort einhver kaupir hann. Fæstir gera sér ljóst, hve mikil vinna og fyr- irböfn fer til að smíða slíkan grip. í fyrra vet- ur sat Bikharður löngum timum aaman að gjöra uppdrátt af spoglinum, fyrst dálitla frummynd, sem hann hugsaði upp sjálfur, og siðan nákvæma fullnaðarmynd á sömu stærð og gripurinn er. Myndin af speglinum var út af fyrir sig sómi fyrir iðnaðarstétt bæjarins. Svo var að afla efnis — þykkra mahðniplanka —; þá að tálga út úr þeim alt þetta fáránlega víravirki, sem er spegilumgjörðin, allakonar kynjahlóm og undra- verur. stúlkur, sem verða að jurtaflækju og hafa dýrsfætur, jurtir sem verða að villidýrum. 1 stuttu máli það ægir öllu saman i speglinum, bæði því sem er til og ekki er til. En glerið kunni Bíkharður ekki að smíða. Það var smiðað einhversstaðar suður i heimi með göldrum. G. H. HB. Spegillinn er til sýnis í skrifstofu Ingólfs i Hverfisgötu. Fandur þriðjudagskvoldið 13. þ. m. kl. 9 að Skjaldbreið. Páll Bergsson (gamli Palli) heldur fyrirlestur í Bárubúð laugardaginn 17. þ. m. og sunnudaginn 18. þ. m. kl. 9 síðdegis um þér og yður o. fl. Aðgöngumlðar: 15 aura betri sæti, 50 aura almenn, 25. a. fyrir börn. Qtnfnr su^r*me^ ^or" llOui ulUÍlll stofu inngangi í nýju húsi á ágætum stað til leigu nú þegar. Ritstj. ávisar. Til leigu nú þegar íbúð fyrir litla fjölskyldu og tvö herbergi fyrir einhleypan mann Grjótagötu 14. Stórt herbergi með forstofu inngangi er til leigu nú þegar í Mýrargötu 3. Herbergið er mjög hentugtfyrir ein- hleypa menn. ísgeir íngimundarson f 1 u 11 u r Njálsgata 15. Gjalddagi INGÓLFS var i júli. yflrréttarmálaflutuiugsuiaður Hafnarstræti 16.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.