Ingólfur

Issue

Ingólfur - 29.11.1908, Page 1

Ingólfur - 29.11.1908, Page 1
VI. árg. 48. blad. INGÖLFUR Reykjavík, suimudaginn 29. nóvember 1908. Talan á síöasta tölu- blaði var röng á sumum eintökum; átti aö vera 47 en ekki 48. Kaupendur blaðsius eru beðnir að athuga þetta. VACUUM OIL COMPANY hefir beztu mótoraolíu og aðra smurningaolíu. Menn snúi »ér til útsölumanna í Reykjavík Nic. Bjarnason [U kaupm. og Magnúsar Blöndahls tré*míðameistara. Q! Gisjsrsjsrsrsisisisrsisjsisisfsisisisjsj^isjsjsisisrsisisiBi íslenzku-kensla. íilenzku ætti að kenna betur en gert er. — Og þaðj ættij að kenna hana fleirum. Námfýii manna hér er talsverð. En þaðer almenn skoðun náms- manna, að þeir geti helzt látið ís- lenzkuna sitja á hakanum. Þeir sem skóla sækja, leggja alment minsta rækt við hana, vegna þess að þeir vilja held- ur verja tíma sínum til þess að lesa annað, sem þeir hyggja nauðsynlegra. — Og þeir sem kaupa sér tímakenslu, vilja heldur verja fé sínu til þess að læra að fleyta sér í öðrum málum. Ea skólarnir fara líka illa með ís- lenzkuna. Það er ,ekki hugsað nóg um að vekja virðingu fyrir móðurmál- inu. Á rneðal námsmanna þykir alment sá mestur maðurinn, sem getur blandað flestum útlendum orðum inn í ræðu sína. — Skólarnir ættu bæði að leggja meiri áherzlu á kunnáttu skóla- sveina í íslenzku við próf en gert er og bannfæra allar slettur. Kennararnir eiga ekki eingöngu að hlýða yflLr mál- fræði og spyrja um orðamyndir eins og í grísku; þeir eiga að benda lærisvein- um sínum á það, að sú mesta hneysa sem þjóð getur gert sér sé að glata málinu, en vísasti vegurinn til þess sé að misbjóða þvi í daglegu tali. Því að þótt Pétur setji í huga srnm gása- lappir um orð sín og setningar, þá fær Páll ef til vill ekkijgreint þær. Og því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Það er nú vonandi að kennaraskól- inn innræti nemendum sínum — vænt- anlegum barnakennurum — áhuga fyrir íslenzkukenslunni, eD það er ekki nóg. Börn fyrir innan fermingu tala vana- lega gott mál eða svo er það til sveita, oft í forusögustíl. Það stafar af lestri fornsagnanna, og í annan stað af því að þau eru lítið eða ekkert farin að læra í öðrum málura, og það sem þau læra, lesa þau á íslenzku. — Mest hætta býst ég við að móðurmálinu sé búin, þegar unglingarnir eru farnir að leggja að mun stund á lestur útlendra mála og kenslubóka og er því mjög áríðandi að ruenn jafnframt því námi fái góða kenslu í íslenzku. Það á nú að vera áhugamál þjóðfé- lagsins að viðhalda málinu og bæta það, — og þess vegna er það líka skylda þess að gera alt til þess sem í þess valdi stendur. En á hinn bóginn er það eðlilegt að fátækur einstaklingur láti það sitja fyrir að læra útlend mál, svo að hann geti lesið bækur, sem hann ætti annars ekki kost á að kynna sér. Enda er það algengt að menn sem ekk- ert hafa lært í íslenzku fái sér kenslu í öðrum málum, og er þá ekki við öðru að búast, en að íslenzkan dragi dám af útlendu málunum. —Enviðþví verð- ur þjóðfélagið að sjá. Og eini vegur- inn til þess er að veita sem flestum að unt er ókeypis kenslu ííslenzku — og sjá um að þeir einir kenni, sem líkleg- ir eru til þess að glæða virðinguna fyrir málinu. Það verður sérstaklega að vanda kennaravalið. Því miður er ég hræddur um að í mörgum skólum voTum sé ísletzku-kenslan rlgrrlega ónýt, eða jafnvel verri en það, vegna þess að kennararnir hafi alls enga hæfi- leika til þess að kenna hana. Til kaupstaðanna fara þeir flestir, sem ætla sér að læra eitthvað og mik- ill fjöldi æskulýðs landsing dvelur lengri eða skemri tíma í kaupstöðunum. Þess vegna tel ég sjálfsagt að alþingi veiti fé og fái menn til þess að kenna al- menningi íslenzku ókeypis fyrst og fremst hér í Reykjavík, þar sem þeir eru flestir saman komnir, sem mundu vilja verða kenslunnar aðnjótandi, og svo fljótt sem unt væri í hinum kaup- stöðunum. Eg hefi oft heyrt skopast að málleysum Færeyinga og „Iandsmáli“ Norðmanna, en „hver sem þykist standa gæti að sér að hann ekki falli“, svo sem skrif- að stendur. Yér erum hreyknir af því að „hver alþýðumaður hefir fult gagn af því að lesa sögurnar á fornmálinu“, en hvað verður langt þangað til að það verður „næstum fult“ — eða „gott gagn“? Það bið ég alla góða menn að at- huga. Orímar Kolbeinsson. Felliveður og skipskaðar. Enskt botnvörpuskip sekkur. Ofsaveður hafa verið í vikunni sem leið víða um land. Á miðvikudags- kveldið 25. þ. m. fórst enskt botnvörpu- skip úti fyrir Áðalvík vestra með allri áhöfn. Þjrú lík vóru rekin áfimtudags- kveldið. Fjórtán ensk botnvörpuskip náðu höfn í Dýrafirði, sum allmjög brotin og menn stórlega meiddir. Yar þá vant tveggja skipa: ,,Paragon“ og „Queen Álexandra", beggja frá Hull. Eu talið er víst, að annaðhvort þeirra sé skip það er fórst fyrir Áðalvík, og efasamt þykir að hitt sé heldur ofansjáfar. Hafði verið hið mesta felliveður vestra og fannkoma allmikil. íslenzkukenslan viö Wesley College í Wiunipeg heldur áfram eins og að undanförnu, þótt illa horfðist á um það mál um tíma í sumar. Eru þstta gleðilegar fréttir, því að eflaust er íslenzkukensla þessi all-öflugur þáttur til stuðnings íslenzku þjóðerni þar vestra. Lands yflrrótturinn. Dómaraem- bættið, sem laust var er veitt Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta. Talið er lík- legast að Jón Magnússon verði bæjar- fógeti, úr því að hann sótti ekki um dómaraembættið. Bjarni Jónsson frá Vogl flytur fyrir- lestur í kveld í Iðnaðarinannahúsinu. Prestvígðir vóru þeir á sunnud. var Guðbrandur Björnsson frá Miklabæ og Haraldur Níelsson. Hann verður prest- holdsveikraspitalans í Laugarnesi í stað séra Friðriks B''riðrikssonar. „Laura“ kom norðan og vestan um land á sunnudagsmorguninn. Meðal farþega vóru: Albert Jónsson frá Stóruvöllum, Kristján Benediktsson frá Leifsstöðum, Marinó Hafstein sýslumað- ur, Benedikt Þórarinsson og Pétur Bjarnason frá ísafirði o. m. fl. Leikfélagið leikur nú Skuggasvein gamla í Jgríð og ergi og hefir hann verið vel sóttur. — Bráðum verður far- ið að leika Bóndann á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson. Jónas Guðlaugsson og frú hans halda samkomu annnaðhveld. Jónas flytur fyrirlestur, en frúin les npp norsk kvæði. Hún heflr tamið sér upplestur og lesið norsk Ijóð í leikhúsum víða erlendis. Samkomur ýmsar vóru hér í höfuð- staðnum í vikunni. Einar Hjörleifsson flutti tvo fyrirlestra um „dularfull fyrir- brygði“. Jónas Guðlaugsson flutti fyr- lestur um Gísla Brynjólfsson og frú Thorborg Guðlaugsson las kvæði eftir Björnsson og Ibsen á undan og eftir. — Ennfremur talaði frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir um tvo kvenskörunga í Vestur- heimi. Yeðrátta var afbragðsgóð íalthaust víða um land, einkum norðan lands. Yóru þar lengst af sólskin um daga og sunnanvindar hlýir. Sunnanlands hefir verið úrkomusamt. Nú hefir veðrafar verið svipult um hálfan mánuð og þó helzt síðustu dagana. — „Lára“ hefir legið hér á höfninni afhafnalaus dögum saman vegna ofvíðris. Trúlofuð eru ungfrú EmiliaSighvats- dóttir (bankastjóra) og Jón Kristjáns- son nuddlæknir. Slys. Maður féll útbyrðis af vélar- báti á Önundarfirði 8. þ. ro. og drukn- aði. Hann hét Guðbjarni Bjarnason, á BJateyri, átti konu og börn. í niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur vóru í gær kosnir: Guðro. Guðmundsson, Vegamótum. Guðro. Þorkelsson, Pálshúsum Gunnlaugur Pétursson. Halldór Diníelsson, bæjarfógeti. Jes Zimsen, kaupm. Jón Brynjólfsson, kaupm. Jón Magnússon, Skuld. Jón Þórðarson, kaupm. Kristín Jakobssnn. Kristinn Magnússon, kaupm. Mattías Þórðarson. Pálmi PálssoD, kennari. Sigurður Briem, póstmeistari. Sigvaldi Bjarnason. Þorsteinn Þorsteinsson, skipstj. AUs kusu 323 kjósendur, en á kjör- skrá 2850. Fyrirlestur í Iðnararmannahúsin í dag, kl. 6 e. h. Bjarni Jónsson frá Vogí: Eplin. Forngripasafnið verður sýnt í dag kl. 2 — 3. — Upp frá þvi verður það ekki sýnt fyrst um sinn sakir flutn- ings. Jóla- og nýárskort eru nýkomin, sérstaklega falleg og ó- grynni úr að velja. Einnig allskonar tækifæriskort fást í þingholtsstræti 18 Svanlaug Benediktsdóttir. Þar fást einnig bundnir líkkranzar úr ýmsu efni.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.