Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 29.11.1908, Qupperneq 2

Ingólfur - 29.11.1908, Qupperneq 2
190 INGOLFUR Innlimunar-sýning. í w'ðaita blaði „Frey#“ er sagt frá því, að halda eigi stóra íýnÍDgu í Ár- ósum á Jótlandi að sumri. „Verður hún fyrir alla Danmörk.11 Þar á að sýna allskonar danskan iðnað, búfénað af öllum tegundum og allskonar land- búnaðar-áhöld o. s. frv. „Islandi er ætlaður sérstakur staður á sýningunni.“ Fróðlegt verður að vita, hverjir tak- ast muni á hendur að gangast fyrir þátttöku íslands í þessari sýningu, sem á að vera fyrir „alla Danmörk,“ þ. e. „Stóru-danmörk“ eða „Hið safnaða danska ríki.u Sízt er fyrir að synja, að einhverjir iinnist enn í landinu með svo rótgrón- um innlimunar hugsunarhætti, að þeir vilji láta ísland eiga þátt í þessari dönsku sýning, en víst má þó telja „að sá hluti sýningarinnar verði ærið fá- skrúðugur", eins og „Freyr“ kveður að orði. Ef Islendingar vildi telja sjálfum sér og öðrum þjóðum trú um að þeir væri danskir, og vildi sýna það í verki, þá væri þjóðráð að „vera með“ í sýning- unni. Kaupfélag Iteykjavíkur. í 47. tölublaði Ingólfs frá 22. þ. m. rakst ég á greinarstúf eftir einhvern alþýðumann, með fyrirsögninni „Sam- vinnukaupfélag Reykjavíkur." Grein þessi er víst aðallega stíluð til þess að flnna að stjórn þessa félágs, hvað hún hafi lítið gert að útbreiðslu félagsins, t. d., lítið um það skrifað, og ekkert látið til sín taka á gatnamótum. Ég er höf. greinarinnar fyllilega sam- þykkur, að þvi er snertir tilgang slíkra félaga, hann er sem höf. segir mjög svo fagur og ekki síður nauðsynlegur. Það er engum vafa bundið að sam- viunukaupfélagsskapur er þjóð vorri einhver sá allra þarflegasti, sem til hefirverið stofnað. Því að það er óefað undirstaða allra þjóða velmegunar að verzlun þeirra sé í góðu lagi. — En hvað snertir aðfinslur alþýðumannsins viðvíkjandi stjórn þessa félags, þá virð- ast þær einkar óþarfar. Það ætti að liggja í eðli hvers alþýðumanns, sem hefir jafn næmar tilfinningar fyrir mál- efnum þeim, er snerta haDn og hans stéttarbræður, sem sá virðist hafa er greinina hefir ritað, að leita sér nægra upplýsinga hjá þeim sem líklegastir eru til að geta gefið þær um tiIgaDg og rekstur félagsins. Það virðist í þessu tilfelli beinasti vegurinn að Ieita til stjórnar kaupfélagsins eða framkvæmd arstjóra þess, sem allir mundu góðfús- lega gefa nauðsynlegar upplýsingar, og um leið gleðjast yfir hverjum þeim alþýðumanni, sem hefði svo skarpa sjón á almenningsmálum að séð gæti, að slík félög eru ekki stofnuð fyrir neinar sérstakar stjórnarnefndir, heldur að stjórnir eru kosnar fyrir félögin, sem mynduð eru vegna almennings þarfa. Annars er það, sem víða við brsnnur þegar um einhverja félagshreyfingu er að ræða, sem miðar til almennra heilla, að fólkið kýs sér stjórnarnefnd, og svo lítur út fyrir að það álíti, að með þessu eigi málefninu að vera borgið, og þeirra þurfi þar ekki framar við nema ef til kæmi að hirða þann hagnað, sem af þessum félögum kynni að leiða. í fám orðum sagt ferst almenningi venjulega við þá menn, sem beitt er fyrir málefnum hans sjálfs og honum til hagsmuna, engu betur en a^uksungum í hreiðri, sem hreyfingalausir gapa upp í loftið eftir fæðunni frá nefi móður- innar og neyta hennar án minstu fyrir- hafnar. Þetta er sá sorglegi misskiln- ingur, sem rikir svo mjög meðal manna, misskilningur sem hefir staðið og stend- ur enn í dag flestum góðum félagsskap fyrir þrifum. Ég vil því ráðleggja þessum alþýðumanni að hitta sem fyrst einbverja af stjórnendum „Sameignar- kaupfélags Reykjavíkur“ að máli, sem vafalaust munu gefa bonum þær upp- lýsingar, er koma honum til að leggja sjálfum hönd á plóginn, og hætta að draga sig í hlé eða kasta allri sinni kaupfélagsábyggju á stjórnina eina. Lik- um ráðleggingum vi'di eg einnig benda til þeirra hinna, sem enn hafa ekki látið kaupfélagsmálið til sín taka. Því að það er óhætt að fullyrða að ef kaup- félagsskapurinn hér á landi nær ekki nokkrum þroska, nú á næstu tímum, er verzlun landsins ekki alllítil hætta búin, vegna samdráttar ogsamtaka kaup- manna með útlendum jörlum að baki, sem að líkindum leggja ekki íslenzkri verzlun fé sitt til af einskærri ást til landsbúa. Komdu því sjáifur alþýðu- maður, áður en alt er um seinan og fáðu hina með þér án þess að kallað sé á þig í dagblöðunum eða á gatna- mótum. Láttu þína eigin köllun knýja þig til að styrkja það fyrirtæki, sem þú sjálfur hefir bezt af að styðja og minstu þess „að þíner þörf, og þú mátt til að vinna“. Félagsmaður. TJr sveit. lngólfur sæll! Við höfum frétt, hversu ráðherrann hefir skipað kon- ungkjörnu sætin tvö. eftir það er Björn Olsen prófessor gekk frá. Við erum ekki hissa á þessari ráð- stöfun ráðherrans, við erum bættir að vera hissa á nokkru úr þeirri átt. Þetta er áframhald stjórnarstefnu hans, þeirrar, að virða þjóðarviljann að vettugi. ÞAta síðasta dæmi er afarskýrt. Engin ráðstöfun ráðherrans, síðan kosningunum lauk, sýnir liósar, hvað hann ætlar sér, sem sé það, að ónýta kosningasigur þjóðarinnar, og halda völdunum fyrir sig og sína, hinum kæru Ijúfu völdum. Nú er eftir að vita, hve lengi ráð- herranum og þeim félögum helzt uppi leikurinn. Það er komið undir vitur- leik og staðfestu þjóðarinnar og þing- mannanna sem eru hennar megin. Stefnurnar eru enn sem fyrri að eins tvær, íslenzka stefnan og danska stefn- an. Meiri hluti þjcðarinnar — til allrar hamÍDgju, stór meiri hluti — kvað upp úr með það viðkosningarnar svo skýrt sem verða mátti, að hún héldi fast við sína stefnu. En ráðherrann og hans menn eru jafn ákveðnir að halda fram dönsku stefnunni og kúga þjóðina eða véla undir hana. Til þess að þetta mætti takast betur, hefir ráðherranum nú hug- kvæmst að vekja upp tvo menn, er þjóðin hafði hrundið af því þeir voru einna harðsnúnastir formælendur dönsku stefnunnar, þá Stefán og Lárus. í skjóli dönsku stefnunnar hyggst ráð- herrann munu hægast fá haldið völdun- um, og í skjóli dönsku stefnunnar hyggj- ast blóðsugurnar einnig fá fóðrast bezt. En hvað segir þjóðin? Hvað segja þingmenn meiri hlutans? Hvernig svar- ar hún og þeir tiltektum ráðherrans, að því er kemur til konungkjörna valsins og annars fleira í sömu átt, er í vænd- um mun vera? Svarið ætti að vera^ótvirætt. Danska stefnan skyldi moluð sem höfuð högg- ormsins. Oamall hóndi. Kæktunarsjóðurinn. Stjórnarráðið heíir útbýtt verðlaunum úr sjððn- um Jietta ár til 50 bænda, eina og eftirfarandi skýrs'.a sýnir. Um verðlaunin sðttu 69, fengu því 19 enga áheyrn. Verðlaunaupphæðin er samtals 3000 kr. 125 kr. Guðmundur ísleifsson, Stóru-Háeyri, Arn. 100 kr. Ólafur ísleifsson, Þjórsártúni, Árn. sr. Sigfús Jónsson, Mælifelli, Skgf. 75 kr. Böðvar Sigurðsson, Vogatungu, Borgf. Guðni Jónsson, Valshamri, Mýr. Halldór Jðnsson, Vík V. Sk., Hallgrímur Níelsson, Grimsstöðum, Mýr. Jðnas B. Jðnsson, Sðlheimatungn, Mýr. Jónas Jðnsson, Stórhamri, Eyf. Jón Einarsson, Hemru, V.-Sk. Jón Jðnjson í Hraunkoti, V.-Sk. Jðn Sveinbjarnarson, Bíldsfelli, Árn. Kristján Þor- kelscon, Álfanesi, Kjðsars. Pálmi Símonarson, Svaðastöðum, Skgf. Sigurgeir Sigurðsson, Öng- ulstöðum, Eyf. Sveinn Gunnarsson, Mælifellsá, Skgf. 50 kr. Árni Eyjólfsson, Hraunkoti, Árn. Bjarni Bjarna- son, Geitabergi, Borgf. Bjarni Þorsteinsson, Hvoli, V.-Sk. Eggert Einarsson, Vaðnesi, Ácn. Einar prestur Pálsson fyr r áGaulverjabæ, Árn. Eyjólfur Eyjólfsson, Botnum, V.-Sk. Gísli Björns- son, Skiðastöðura, Skgf. Guðmundur Auðuns- son, Skálpastöðum, Borgf. Gunnlaugur Þor- steinsson, Kiðjabergí, Árn. Hannes Magnússon, Stóru Sindvík, Árn. Hannes Þórðarson, Arnar- nesi, Gulibr. Haraldur Sigurðsson, Hrafnkels- stöðum, Árn. Hjörtur Sigurðsson, Hrafnabjörg- um, Dal. Jakob Jónsson, Varmalæk, Borgf. Jónas Illugason, Brattahlíð, Húnv. Jðn Gests- son, Villingaholti, Árn. Jón Guðnason, Hall- geirsey, jRangv. Jón Jónsson, Txöllatungu, Strand. Jón Jóuatansson, Öagulsstöðum, Eyf. Jón Ólafsson, Eyatra-Geldingaholti, Árn. Jón Siguiðsson, Syðii-Gróf, Árn. Kolbeinn Guð mundsson, Úlfljótsvatni, Árn. Kiistjin H. Benja- mínsson, Ytri-Tjörnum, Eyf. Kristleifur Þor- steinsson, Stóra-Kroppi, Borgf. Ólafur Jónsson, Katanesi, Borgf. Páll H. Jónsson, Stóruvöllum, S.-Þing. Rögnvaldur Bjamason, Réttarholti, Skgf. Símon Jónsson, Selfossi, Árn. Snorri Jónsson, Skálakoti, Rangv. Teitur Bergsson, Hlíð, Dil. Tómas Pálsson, Bússtöðum, Skgf. Þórður Jónsson, Hlíð, Eyf. Þorsteinn Jónsson, Hrafntóftura, Rangv. Þorsteinn Narfason Klafastöðum, Borgf. Landshagsskýrslur 1907. ---- Frh. Hákarlaveiðar era enn stundaðar norðanlands, en sá útvegur gengur sam- an árlega því að hann mun orðinn ó- arðvænlegur vegna gífurlegrar kaup- hækkunar háseta. Skip þau er nú eru höfð við bákarlaveiðar hafa aldrei ver- ið notuð til annars og þau fyrnast og verða ónýt en ný skip koma ekki í þeirra stað. 1906 fengust 3835 tunn- ur sem er 5000 tunnum minna en um aldamótin. Selveiði hefir staðið í stað nokkur undanfarin ár en minkað 1906. Þá fengust 416 fullorðnir selir og 5856 kópar. Dúntekja er minni 1906 en mörg undanfarin ár þótt undarlegt megi virðast. Það ár telja skýrslurnar að æðardúnn hafi verið 6295 pund en 6690 pd. um aldamótin. Lax og silungur. Skýrslurnar eru hvergi nærri svo nákvæmar sem skyldi. Lax: S'lurgur: Um aldamótin: 2857 249213 1904 1976; 247218 1906 5251 365055 Fuglatekja stendur mjög í stað und- anfarin ár. 1906 er tekjan þessi: 228200 lundar, 61900 svartfuglar, 45700 fýl- ungar, 400 súlur, 22700 skeglur (ritur). Verð afurðanna er samkvæmt skýrsl- unum metið þannig: Þorskur......... 4823000 kr. Ýsa................. 776000 — Langa og tros . . . 328000 — Síld................ 475000 — Lifur (hák. og þorska) 182000 — Selir og kópar .... 7000 — Æðardúnn.................. 63000 — Lax og silungur . . . 112000 — Fuglar............25000 — Samtals 6791000 kr. Frh. Samsöngnum á miðvikudagskvöldið kemur, viljum vér leiða athygli að. Það er söngfélag hr. Sigfúsar Einarssonar, sem heldur hann, með aðstoð frú Ástu Einarsson og frk. Elínar Matthíasdóttur. Okkur hefir vcrið brugðið um það stundum Reykvíkingum, að við værum fíknari í „tombólur“ og aðrar þesskonar „skemtanir“, heldur en samsöngva. Og það hefir ekki verið ástæðulaust með öllu — því miður. Rekum nú af okk- ur sliðruorðið og fjölmennum á þessa söngskemtun og aðrar — þær munu ekki svo ýkja margar, — sem haldnar eru hér af listfengu fólki, er gerir sér far um að vanda alt til þeirra sem bezt. Eu félag Sigfúsar er reynt að því, að hafa það eitt á boðstólum, sem einhver veigur er í. Slíkt er oss skylt að meta að verðleikum. ekki að eins vegna þess félags, heldar af því að vér viljum gagn og gengi íslenzkrar listar og fögnum henni, hvar sem hún er að lifna. Áf Ligum þeim, sem sungin verða á miðvikudagskvöldið má nefna: Fyrir handan fjöllin eftir Hartmann, Ave ver- um corpus eftir Mozart, og Hirðingj- arnir eftir Schumann. Þrjú lögin syngja karlmenn einir (úrvalslið). BærbrannnýlegaíSkógum íFnjóska- dal. Varð fáu bjargað. Bóndi misti meðal annars eitthvað af bankaseðlum (um 200 kr.) og er það hreinn gróði fyrir bankana. Bærinn hafði verið vá- trygður. Eldurinn kviknaði í þekjunni af ofnpípu. í sambandi við þetta má minna á það, að bæir fást ekki vátrygðir í ábyrgðar- félögum nema í þeim sé eldavél með skorsteini eða ofnpípu og er það merki- leg hérvilla. Reynslan sýnir einmitt að torfbæir brenna nær því aldrei af öðrum ástæðum en þeim, að kviknað hefir í þekjunni frá ofnpípu. Mannalát. Snemma í haust lézt Jön bóndi Halldórsson í Svínadal í Kelduhverfi, gamall maður, bróðir Páls Halldórssonar snikkara í Rvík. Hann bjó lengi í Fagranesi í Reykjadal. Sonur hans er Páll bóndi í Svínadal. — Á sunnudaginn var varð bráðkvadd- ur Þorlákvr Þorláksson hreppstjóri í Vesturhópshólum í Húnavatnsþingi, nær sextugur að aldri, faðir Jóns verkfræð« ings í Rvík. Innbrotsþjófnaður hafðijnýlega verið framinn á Akureyri. Brotistinn í búð og stolið 50 krónum í peningum. „Fálkinn“ náði enskum botnvörpung nýlega í landhelgi við Garðskaga og sektaði hann um 1200 kr. — Af því fær landssjóður 400 kr. en Danir 800 kr.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.