Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 20.12.1908, Blaðsíða 2

Ingólfur - 20.12.1908, Blaðsíða 2
203 INGÖLFUR UruKlukkur eru í fjölbreyttu ÚRVALI og með lágu verði hjá Pótrl HjaltestedL. Komið til mín ef yðar vanhagar um SliÓfatliaÖ fyrir því ég hefi langme»t og fjölbreyttast úrval, minn íkófatnaður rr viður- kendur fallegastur og traustastur og verðið er m'l svo lagt að lægra verður ekki með sanngirni heimtað. Lítið í jólaglugganD, þar sjást nokkrar af hinum ótal tegundum sem fyrirliggjandi eru. Virðingarfyllst Tíðarfar. Hvammstanga-strandið. Barna- veiki, mislingar og landlæknir. 30. nóv. ’08. Nú er loks veturinn genginn í garð hjá okkur á norðurhjara og er það sízt undarlegt, þegar svo er áliðið tímans. Sumarið var betra flestum umliðnum er yngri menn muna. Heyskapur því með bezta móti. Haustið hafa menn tæplega orðið varir við, það hefir mátt kallast sumar fram um miðjan þennan mánuð, en fvrir viku hefir skift um með frosti og landoyrðingum, snjór ekki til mnna enn þá. Heldurer núfáferðugt og fréttasnautt í sveitunum: unga fclkið sem dálítill slæðÍDgur var af í sumar, er nú flest farið aftur til kaupstaðanna, einkum Reykjavíkur, þar er svo skemtilegt á vetrin. Á sumrin er þar leiðinlegt, þess vegna fara allir, sem geta upp í sveit á sumrin. Hver er sjálfum sér næstur, það er víst áreiðanlegt; ég vildi að hitt væri jafn-áreiðanlegt, að hver væri sjálfum sér nóqur þá þyrfti víst enginn að kvarta um leiðindi eða nokk- uð annað. Þess var getið í einhverju blaði með siðasta pósti að pöDtunarfél.skipið „Nor rönau hefði strandað á Hvammstanga í norðangarði og stórviðri. Þótt ekki skifti miklu, hvernig þá viðraði, þá skal það hér tekið fram. að þá var hvítalogn og blíðviðri, er skipið fór upp að eins Jítilsháttar sigalda af norðri. Strandið er því enn þá flestum hulin ráðgáta, jafnvel þótt það kæmi í ljós við rannsókn sýslumanns, að allir svæfi á skipinu þegar það fór upp, Sennilegast, samkvæmt því, að skipst. eða stýrimaður hafi í draumi siglt skip- inu á land, ekki gert þá nógu skarpan greinarmun á láði og legi. Uppboðið á þessu eftirminnalega strandi er eflaust eitthvað hið sögulegasta í mannaminn- um og einstakt í sinni röð og yrði of- langt mál að skýra frá því hér. Þá var eitt enn, sem ég vildi minD- ast á við þig, „Ingólfur“ minn, en það er harnaveikin hérna í Húnavatnssýslu. Það hefir annars verið heldur krank- felt hér í sumar. Kvefpestir, mislingar og barnaveiki; barnaveiki er annars óheppilegt nafn á veikinni, því að fleiri fá hana en börn, þótt hún sé tiðust á þeim. Þessi baraaveiki (difterítis) kom hingað í sýsJuna snerama í vor norðan frá Hólum í Hjaltadal. Skagfirsku læknarnir létu hana ganga gegn um greipar sér til okkar hér. Hefir veikin síðan stungið sér niður hér og hvar bæði í austur og vestur-sýslunni og verið talsvert mannskæð. Þegar land- læknirinn var að skoða hér í vor, var talsverður grunur á, að veikin væri komin að Ánastöðum á Vatnsnesi, var hann (landl.) því með herkjubrögðum fenginn af Hvammstanga þangað út eftir — kl.t. reið — til að segja álit sitt um veikina, en svo hittist illa á, að mislingarnir vóru komnir á heimilið í sama mund, og átti nú landlæknir að skera úr, hvort þeir væru hér einir á ferðinni, eða önnur veiki væri þeim sambliða. Dómur hans hljóðaði svo, að það væru eingöngu mislingar, en á mjög háu stigi. Engar samgöngur vóru bannaðar eða sóttvarnir gerðar og fékk dú veikin að njóta sín eftir mætti. Fjögur börnin á heimilinu dóu með fárra daga millibili og tveir unglings- piltar um tvítugs aldur láu í altsumar svo að fáir hugðu þeim líf. Þeir mega nú fyrir skömmu teljast úr hættu. Tvö börnin vóru Dýdáin þegar landlækuir var sóttur. Það viitist nú vera næg sönnun fyrir því, að veibin væri banvæn, hvort sem var mislingar eða annað og því eigi vanþörf á sóttvörn- um. Það var ekki lacdlækni að þakka að bæði heimilisfólkið á Ánastöðum og aðrir þar í grend beittu sem mestri varúð í samgöngum, en hún hefir ekki verið nægileg, því að nokkrum tíma liðnum fór veikin að gera vart við sig á þeim bænum, Sauðadalsá, sem mestar vóru samgöngur við, þar vóru mislingarnir um garð gengnir áður og fólkið því ekki varast að hætta væri á ferðum, samkvæmt mislingaummælum landlæknis og var það vorkunn þótt menn tryðu orðum hans í þessu. Nú dóu tvö böra á Sauðadalsá úr samskonar veiki sem bórain á Ánastöðum, en þar vóru eugir mislingar samfara, eins og fyrr var sagt. Fleiri börn og ung- lingar vóru þar á heimilinu og tóku allir veikina. Læknis var nú vitjað og taldi hann nú lítinn efa á að um barna- veiki væri að ræða og viðhafði því „serum“innspýtingu, enda brá þá þegar til bata. Læknir setti bæinn í sóttkví, en búið að hafa sarogöngur áður, svo að eigi er nú unt að segja, hvað sótt- kveikjan hefir getað breiðst út. Veikin hefir gert vart við sig á einum bæ í Hlíðardalnum, í tveimur húsum á Hvammstanga og dáið þar eitt barn og nú segja síðustu fiéttir, að hún só komin á tvo bæi fyrir Múlanum. Það má svo kalla að nú geti ekkert heim- ili í vestursýslunni verið ugglaust fyrir veikinni, hún getur gosið upp hvar sem vera skal þegar minst varir. Eftir því sem eðli barnaveikinnar er lýst, mun það tæpast vera barnameðfæri að stöðva hana eða nppræta hér um slóðir að sinni. Enguin dettur í hug að kenna héraðslækninum Birni Blöndal um út- breiðslu veikinnar. Hann hefir gert sitt til að stöðva hana síðan hann dirfðist að úrskurða það barnaveiki, en enginn getur láð honum þó hann dirfðist ekki í sumar að þrnma móti sjálfum Zeivj.T] Enginn getur heldur kent þeim bæj- um, þar sem veikin hefir gengið, um útbreiðslu hennar, því að þegar fólk má ekki trúa sjálfum landlækninum til þess að þekkja barnaveiki, þá er ekki gott að segja hverjum má trúa. Það virðast þó ekki vera ofháar kröfur gerðar til eins landlæknis, að hann þekki jafn algengan sjúkdóm sem barna- veikin er. Láriis B. Lúövífisson Þingholtsstræti 2, 20°|o aísláttur í jólamiöum verður gefinn á öllum jólavö um frá í dag og til jóla á jólabazarnum, í Liverpool, og vefnaðar- vöruverzlun Th. Thorsteinssons í Ingólfshvoli. Notiö tækifærið! Fyrirtaks úrval! Ódýrar vörur! Manstu eftir fyrsta úrinu sem þú eignaðist? Hefir nokkur hlutur glatt þig meira? Líklega fátt. — Þú vilt gleðja börn þín eða vini með jólagjöf. Er nokknð sem jafnast á við gott og laglegt úr? Enginn á landinu býður betri úr en 101» afslátt getur verzlunin EDINBORG i Reykjavík nú fyrir jólin á öllum vörum mót peningum út í hönd í þessum deildum; Leirvöru- og járnvöru- deildinni Slióíatnaöardeildinni og JÓLABAZARNUM, Þar fást þvl efalaust beztu kaupin,

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.