Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 20.12.1908, Blaðsíða 1

Ingólfur - 20.12.1908, Blaðsíða 1
VI. árg. 51. blað. Keykjavík, sunnudagiim 20. desember 1908. GJB.,srsrgi'grsrsjsi'sr^r^jiSi,^j^rg3ii=»n=3i7=»i'F3n=>n=ii,^3r^3n=3m3r=3r=ir=»i7 VACUUM OIL COMPANY hefir beztu mótoraolíu og aðra smurningaolíu. Menn snúi sér til útsölumanna í Reykiavík Nic. Bjarnason kanpm. og Magnúsar Blöndahls trésmíðameistara. i 0 0)1 Mótorbátur tveggja og hálfs árs gamall er til sölu á Eski- firöi 32y2 fet á lengd 9 eöa 10 fet á breidd meö 8 hesta Dan vél. Listhafendur snúi sér til ritstjóra Ingólfs aö fá nánari upplýsingar. Jólavindlar hvergi betri né ódýrari en í I i 1 Bí fl r lr ci J HVERFISGÖTU 2. (Afgreiðslustofu Ingólfs. Hús P. Brynjólfssonar Ijósm.) Þangað eru nýkomnar ótal margar tegundir af ágætum hollenzkum vindlum, mjög ódýrum eftir gæðum: á 7. 8, 10, 12, 15, 20 og 25 aura vindillinn. Agæt , heimastjórnar- . ir VINDLAR landvarnar- Litlö inn i Ingólfstoiiö 10°|0 afsláttur verður gefinn frá þessum degi til jóla á kjólaefnum, vetrarsjölnm, sængur dúk, léreftum, tvisttaum, íioneli og mjög mörgu öðru. Um þessar mundir hugsa allir um að spara sem mest, og því ættu mem að nota þetta góða boð, sem að eins stendur fáa daga. Betri og ódýrari vörur fást hvergi. Vefnaöarvöruverzlun Egils Jacobsens. Þingræðið. Skáldskapur ráðherrans. Veikar varnir. Ráðherrann heldur áfram fréttaburð- inum suður í Danmörk. Hefir hann nú látið „Berling" reyna að réttlæta fyrri ummæli sin, sem rekin vóru aftur með skeyti frá stjórn frumvarpsandstæðinga, sem skýrt var frá í síðasta blaði. Frá þessu yfirklóri þeirra „Berlings“ er sagt á þessa leið, í skeyti, sem Blaðskeyta- félagið fékk frá Khöfn á fimtudagskveld- ið: „Berlingske segir flokksmótmælin [gegn söguburði ráðherrans] frá gömlu þjóðræðis*tjórninni(!!). Ólafur Björns- son upp’ýíti [þá um] nýja stjórnarkosn- ing í haust. Berlingske rengir [þær upplýsingar], kallar Þjóðólfs(rit)stjóra ,,overlöber.“ (Kveður) Austra vilja setu ráðherrans." Ráðherraoum kemur vel að hann er „akáld“, enda neytir hnnn „gáfunnar" óaleitilega. En heldur tekst honum þó ófimlega, þegar hann fer að verja sögu- burðinn í „Berlingi“. Mótmælaskeytið frá stjórn frumvarpsandstæðinga kom heldur en ekki óþægilega við og úrræð- in gegn því urðu þau, að segja skeytið frá gömlu þjóðræðisstjórninni(!). Þessi ráðherrasannleikur hefir átt að duga í í danskinn. — Þegar Ólafur Björnssou rekur þann „sannleika“ og skýrir frá því, að ný stjórn hafi verið kosin í haust fyrir flokk frumvarpsandstæðinga, þá hafa þeir Berlingur og Hafsteinn ekki önnur úrræði en að þræta á móti því. Bera þeir fram að ritstjóri Þjóð- ólfs sé liðhlaupi, og stefnir það enn að hinn sama, að sýna Dönum hvílíknr píslarvottur blessaður ráðherrann sé, þar sem fylgismaður hans, ritstjóri Þjóð- ólfs, hafi nú gerst „overlöber“. Er slíkt harla óviðurkvæmileg aðferð og ekki drengileg, því að allir vita að ritstjóri Þjóðólfs var frá öndverðu and- vígur nefndarfrumvarpinu og játaði ráð- herra í sumar, að á þeim grundvolli einum ætti flokkaskiftingin að standa við kosningarnar. Skýrskotunin til „Austra“ er einnig mjög rangsnúin. Austri vildi því að eins að ráðherrann [sæti við völd að hann beygði sig undir viija meiri liluta þjóðarinnar, en það er nú eitthvað annað en ráðherrann hafi fullnægt því skilyrði. Það má heita stórfurða, að ráðherr- ann skuli láta sér sæma þvílíka frammi- stöðu þegar hann á að reka erindi þjóð- arinnar í öðru landi. íslenzkt skip ferst við Færeyjar. Fiskiskúta, er Oolden Hope hét, fór héðan í haust fermd saltfiski áleiðis til Englands. Lét í haf 16. okt. Spurð- ist ekki til skútunnar langa hríS, fyrr en skipsferðir féllu frá Færeyium snemma í þessum mánuði. Þá er skrifað það- an, að brot hafi fundist af skipinu við Straumey og Vocey.' Menn allir hafa fariat og vórn þeir 10 saman. Allir ungir menn ókvæntir. Skipstjóri var Halldór Steinsson frá Oddhóli, stýrimaður Gísli Gíslason frá Hliði á Akranesi og Arnór bróðir hans, Ólafur Gíslason Hinrikssonar af Akra- nesi, Páll Hreiðarsson úr Rvík, Bjarni Þórðarson frá Eyjum í Kjós, Árni Kr. Einarsson úr Rvík, Guðmundur og Yil- mundur Oddísynir frá Presthólum á Akranesi og Gísli Gíslason, fóstarsou Árna pósts í Lækjarhvammi. Eigendur skipsins vóru þeir Elías Stefánsson, Árni póstur og Jónas Sig- urðsson [á Völlum á Kjalarnesi. Það var vátrygt í Faxaflóafélaginu fyrir 12 þús kr. og farmurinn vátrygður erlendis fyrir 18 þús. kr. Landshagsskýrslur 1907. ----- Frh. VIII. Verzlunarskýrslur 1906. Skýrslurnar ern enn samdar á sama hátt sem þjrú ^íðustu árin, að aðfluttar og útfluttar vörur eru taldar eftir sýsl- um, svo að eigi er hægt að sjá hve mikið flyzt á hverja höfn, en að því eru mikil óþægindi og væri skýrslurn- ar mun fróðlegri ef hver verzl.-staður væri talinn sérstaklega svo sem var alt til 1903. Þá er að geta þess að sýslu- maðurinn í Dalasýslu hefir eigi haft fyrir að senda neinar verzlunarskýrslur í þetta sinn, sem mun vera eftir öðr- um embættisrekstri hans. Verzlun er ekki mikil í Dalasýslu, svo að þess gætir eigi svo mjög þótt sú sýsla falli úr þegar litið er’á verzlun alls lands- ins. V erzlunarmagnið. 1906 er verzlunin meiri en nokkuru sinnifyrr. Aðflutt vara nam 16856796 kr. og útflutt vara 13554739 kr. eða sam- tals 30411535 kr. sem er yfir 2 milj. kr. hærra en næsta ár á undan. Það er aðflutta varan, sem hefir vaxið svo gífurlegaað nemur 2 milj. og 200 þús. kr. en útflutta varan steDdur í stað. Veizlunarhallinn er þetta ár fullar 3 miljón kr. eða hinn langmesti verzlunar- halli er komið hefir á einu ári síðan 1880. „Auðvitað hlýtur landið að hafa einhverja peningalind, sem liggur fyrir ufan verzlnnarskýrslurnar11. „Aðflutta varan er ávalt hærri en útflutta varan þótt verzlað sé skuld- laust við önnur lönd. Það getur ekk- ert land verzlað svo að það sökkvi ár frá ári í dýpri verzlunarskuldir. Láns- traustið hættir eftir 2—3 ár og skuld- irnar verða að borgast. Viðskiftum milli tveggja ríkja er farið eins og við- skiftum milli tveggja manna. Auðvitað getur landið gert eins og einstakur maður, tekið lán og borgað með því verzlunarskuldir. Þetta hefir Island gert 1904, þvi að hlutafé íslandsbanka sem nú er 3 milj. kr. er ekkert annað en lán sem fengið er hjá erlendura mönnum“. Fundarályktun gerð á fuedi stú- dentafélagsins í Reykjavík 14. þ. m.: „í’lundurinn telur sérstaklega óheppi- legt, að sú venja komist á að ráðherra víki aldrei úr völdum milli þinga, þótt í augljósum minni bluta sé, þar sem nýr ráðheria, sakir þess að konungur situr í öðru landi, naumast getur orðið útnefndur fyrr en eftir þinglok, og menn því orðið heilt þing að búa við minnihluta stjórn, auk þess, sem það er heppilegast að sú stjórn búi málin undir þing, er fylgi hefur meiri hlutans. En ótvírætt brot á þingræðinu telur fundurinn það, að ráðherra framkvæmi stjórnarathafnir, sem útnefning kon- ungkjörinna þingmanna, þvert ofaní yfirlýstan vilja meiri hluta þjóðarinnar.“ IHiÓLF á að greiða á afgreiðslunni Hverfisgötu 2. Næsta blað á þriðjudagiun.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.