Ingólfur - 18.11.1909, Síða 2
170
INGOLFUR
sem vongl&ður leggur af »tað út í lífið.
Höfundurinn kvartar sí og æ yfir von
brigðum og hrakningi. Hann flýgur
eins og örninn, einmana og drambsamur,
hátt yfir almenningnum, en vii.di þó svo
feginn draga alla þjóðina með sér, upp
í hreina himinloftið. En þjóðin er sauð-
þrá og nautheimsk, og gjörir gys að
allri hans fögru viðleitni. Það gæti átt
við hjá gömlum manni, aem annaðhvort
hefði mætt mótspyrnu, eða væri farinn
að fá skammdegisgryllur. En hjá ung-
um manti er þessi barlómur ekkert
annað enn hlægilegur. Hann sér sig
í anda eins og einhvern Byron eða
Heine eða Ibsen, hrakinn og smáðan af
samlöndum sínum, standandi aleinan,
þrumandi yflr lýðnum
í fjöldans augum ég finn ebki náð
eða frama’ á þeim breiða vegi. . . —
Lýaingar hans á þjóðinni eru ófagrar
flestar, og mun það gert til þess að
sýna, að það er ekki hjá skáldinu sem
sökin liggur. Öll stórmenni verða fyrir
þessu sama böli. Enginn er spámaður
í síbu föðurlandi. (Sbr. kvæðín Örninn,
Dalbúar, Til kunningjanna, Þjóðskáldið
o. fl. o. fl.)
Annars eru kvæði þessi frá skáld-
skaparins ajónarmiði eitthvað það bezta
hjá Jónaai. Honum lætur vel að segja
mönnum til syndanna, og orðaval og
rím er hans sterka hlið. Ég vil taka
til dæmis kvæðið Örninn. Það er eitt
af veigamestu kvæðunum í bókinni, og
tilþrif eru í þvi með köflum. Ég vil
setja hér sem sýoishorn 2 fyrstu orindin.
Þytur fer um loft?ins leiðar,
líður þar um hvelið biátt
kuldagrár með kólgu að baki
konungörn úr norðurátt.
Hafsins þungu drunur dynja,
dauðinn hlær i stormaina klið,
þruma eftir elding fylgir —
en hann lítur hvergi við.
Þegar ég las „Örninn“, datt mér í
hug danskur málari einn. Hann hefur
á sér mikið orð og margar og fagrar
eru þær myndir, sem eftir hann liggja.
En hann hefur einn galla. Hann eyði-
leggur oft ágætar myndir með einni
smekkleysu, mannsmynd eða einhverju
þessháttar, sem alls ekki á við. Jónasi
Guðlaugssyni hættir til þess sama, og
oftast er það hann sjálfnr, sem smeygir
sér á óbeppilegustu stöðum inn í kvæðin
og spillir þeim. Tökum nú til dæmia
„Örninn“. Lesandinn ber töluverða virð-
ingu fyrir erninum, þar sem hann sveimar
einmana og sterklegur, og hirðir eigi
um hafrót, þrumur né eldiagar. En
hvernig endar svo kvæðið?
. . . Ég* kjör þín kenni
konungörn úr norðurátt.
Þetta kemur alveg eins og skollinn
úr sauðarleggnum, og lesandiun getur
varla annað en skellt upp úr. Það má
oft vel á því fara, að skáldin nefni
sjálf sig, ekkert á móti því í sjálfu
aér. En í þessu sambandi er það alveg
ófært. Þessa sama kennir víðar í bók-
inni, og er hvarvetna til bölvunar.
Þá eru allmörg kvæði í bókinni, þar
sem skáldið flýgur svo hátt, að við
vesalings jarðbundnu aumingjarnir miss-
um alveg sjónar á honum. Einhver
þokuhula eða ský nemur hann frá aug-
um vorum. Það er vitanlega allt af
hægt að vitna í Gröndal og segja:
„Mitt er að yrkja en ykkar að skilja“.
En það verður þá að vera skiljanlegt,
og einhver grunur getur komist inn
hjá lesandanum, að skáldið geri ekki
meira en vita sjálfur hvað hann er að
segja, ef þetta ber oft við. Ég tek t.
d. kvæði eins og „Nótt á hafinu“. Hver
er þessi svefnguð, sem hann er hvað
eftir annað að hnýtaí? Ogsvoþanka-
strykin. Þau eru stundum ekkert ann-
* Anðkennt af mér.
að en ytra tákn þess að höfundurinn
veit ekki, hvað hann er að fara. Þau
eru skýin, sem nema hann frá augum
lesendanna. Þó bregður fyrir skáldleg-
um tilþrifum í kvæðinu, innan um þoku-
moldyiðrið. Ef skáldið að eins vildi
vera ofurlítið nær jörðttDni. Til þess
að fljúga svona afarhátt, þarf skáldið
að hafa svo sterka vængi, að hann geti
borið lesandann með sér upp í hæðirn-
ar, og sýnt honum þá dásamlegu hluti,
sem þar eru. En það getur Jónas
Gaðlaugsson ekki, eða gerir ekki.
Ég hefi dvalið mest við gallana. Það
er af því að ég tel þá yfirgnæfandi.
Það mætti á margt fleira minnast, ef
maður vildi, t. d. mansöngvana, sem
ég tól ómerkilegasta af því, sem í bðk-
inni er. En bókin hefur líka sína kosti
og er skylt að minnast þeirra, enda
hefur verið á þá drepið. Form og
kveðandi er ágæt, og gefur Jónas þar
engum eftir. Sum kvæðin eru mjög
falleg, og blandast engum hugur um,
að skáld hefur með þau farið. Mætti
þar taka til dæmis kvæðin: „Ég flnn
að fátæk ertu“, „Bak við hafið“ og sér-
staklega „Blundar nú sólin“. Aðal-
ókostur höf. er það, að hann færist meira
í fang en hann megnar. Það er skylda
þeirra, sem dæma um verk ungra manna,
að taka tillit til þess, að þeir eru ungir.
En það erþóeinkum skylda þeirra sjálfra,
að kunna sér hóf, og taka tillit til þess,
hvsð kraftarnir leyfa. Aunars má ekki
vænta mildi.
Frá útgefandans hendi er bókin prýði-
leg, bæði pappír og prentun ágæt. Og
þó að margt sé við kvæðin að athuga,
hysg ég þó, að þjóðin muni ekki verða
eins slæm Jónasi eins og hann lætur
ejálfur.
M. J.
Frá útlöndum.
Útsalan hjá Leopold kongi.
Leopold Belgíukonungur selur smám-
saman alt, sem hann getur losað við
hallir sínar í Brússel — og sjálfan sig.
Málverkin heflr hann selt eigi alls fyrir
IöDgu á uppboðum, og nú er röðin kom-
in að gullborðbúnaði þeim, sem fyrri
kona hans fekk að gjöf frá Englakon-
ungi hér á árunum. Hann vill reyna
að búa svo um hnútana, gamli maður-
inn, að arfurinn, sem hann lætur dætr-
um sínum eftir, er hann deyr, verði eigi
á marga flska.
Spánverjar í Marokko.
Þeim veitir fullerfitt að ráða niður-
lögum Kabyla. — Er her Spánverja í
Melilla búinn að taka upp nýja bar-
dagaaðferð. Nota þeir nú handslöngur
að dæmi Davíðs, en slöngusteinarnir eru
sprengikúlur. Þær eru mjög hættuleg-
ar, eigi einungis fyrir þá, sem fyrir
verða skeytunum, heldur og þá sem
kasta þeim og félaga þeirra. Því ef þær
detta til jarðar er hættan mikil, að þær
springi og tæti allt í sundur, sem um-
hverfis er.
Það voru Kabylarnir sjálfir, sem
kendu Spánverjum þetta. Þeir byrjuðu
á að fylla flöskur og blikkdósir með
sprengiefnum og nota að vopni. Tóku
Spánverjar það eftir þeim, en endur-
bættu aðferðina.
Eftir skýrslu hershöfðinga Spánverja
suður þar, gjörðu Kabylar nýlega ákaft
áhlaup á herinn við Melilla. Notuðu
Spánverjar þá slöngurnar og gjörðu með
þeim vogalegan usla í liði óvinanna.
40 Spánverjar með slöngur að vopnum
stöðvuðu algjörlega áhlaup Kabyla, mörg
þúsund manna, sem að lokum urðu að
draga upp hvíta fánann og biðjastfrið-
ar meðan þeir greftruðu dauða og hjúkr-
uðu særðum mönnum,
í sambandi við þetta skal þess getið,
að akngan er enn þá notuð talsvert á
Spáni, og heflr því þeasari bardagaað-
ferð verið Spánverjum auðlærðari en
ella.
Stórþjófnaður í Wien.
Brotist var nýlega inn í Pauliner-
kir'kjuna í Wien og stolið þaðan dýr-
gripum, gulli og silfri fyrir nálægt 15
milj. nngverskar kiónur. Meðan á hús-
rannsóknunum stóð var herliði skipað
um alla borgina, og Ieit helzt út fyrir,
að hún væri umsetin.
Stjórnarstrifstofa íslands í Khðfn.
Ólafnr Halldórsson bonferensráð hefír
fengið lausn frá skrifstofustjórastörfum
á stjórnarskrifstofu íslands. Er það
vegna veikinda. Jón Krabbe, sem ver-
ið heíir aðstoðarm&ðnr þar á skrifstof-
unni tekur við af honum.
Heilsuhælið á Vífilsstöðum.
í tilefni af því, að beilsuhælið á Yífils-
stöðum komst undir þak snemma í þess-
um mánuði, efndi stjórn heilsuhælisfé-
lagsins til veiz'u sæmilegrar síðastlið-
inn laugardag, 13. þ. m.
Sá dagur var sfmælisdagur félagsins.
Það var þá 3 ára.
Um 100 manns voru að boðinu, flest
verkamenn þeir, sem að húainu vinna.
Það er stærst hús á íslandi, öll lengd
framhliðar þess er 64*/^ al. Snýr hún
mót suðri. Austur og vesturhlið þesss
er hvor um sig 35’/8 al. Það eru álm-
ur er ganga frá norðri til suðurs, og
eru þær á breidd 16‘/8 al. frá vestri
til austurs. Norður úr miðju húsinu
gengur ennfremur álma, 9 al. löng, en
lð^/a al. á breidd. Grunnflötur hússins
tekur yfir 1800 ferálnir, og er kjallari
undir því öllu.
Hæð veggja ofanjarðar er 19 álnir,
og er húsið 3 hæðir ofan kjallara. Hæð
kjallarans er 43/4 ál., en frá kjallara-
gólfl upp í húsmæni er hérumbil 28
álnir.
Kjallarinn er að mestu ofanjarðar.
í honum er eldahús, matstofa heima-
manna, búr, margir geymsluklefar, mið-
stöðvahitavelar, eldiviðarbyrgi, baðstof-
ur, fatabúr sjúklinga, o. fl.
í 1. og 2. hæð er 5‘/a al. undir loft,
en rúmar B al. í 3. hæð.
Á 1. Iofti er íbúð læknisins, rann-
sóknarstofa, matstofa sjúklinga, setstofa
þeirra, tvær sjúklingastofur, íbúð hjúkr-
unarkonu, o. fl.
Á 2. lofti eru 10 einstakra manna
herbergi, fjórar 6 manna og tvær 3
manDa stofur. Svo og íbúð yfirbjúkr-
unarkonu, aðstoðarhjúkrunarkonu, o. fl.
Á 3. lofti eru sjúkrastofur er taka
24 sjúklinga, og íbúðir.
í húsinu eru alls tæp 150 herbergi
og klefar. Stærst þeirra er setustofa
sjúklinganna. Hún er 19X15 álnir.
Yestur frá húsinu er reistur 100 álna
langur og 6 álna breiður skáli. Það
er leguskáli sjúklinga að degi til. Hann
er opinn mót suðri.
Allir veggir hússins eru úr stein-
steypu.
Gólf öll, að undanteknu því efsta,
sem er úr tré, eru úr sterkri steinsteypu,
með járnbitum.
Þakið er úr timbri, en járnvarið.
Fyrir austan sjúkrahúsið verða bygð
útihús, smiðja, hesthús, hlaða, vagnskýli,
líkhús, hænsahús, o. fl.
Vatnsleiðsla verður í öllu húsinu. Er
vatnið dælt upp í vatnsgeymi allfjarri
húsinu. Tekur hann 2—300 tunnuraf
vatni. Rotþró verður skamt frá húsinu.
w Sáiltsíð «* SáinMlm. 1
Verðskrá:
Til þrotta:
Ágæt grænsápa pd. 14 a.
— brún sápa — 16 -
Ekta Lesdvo lútarduft . — 20 -
— kem. sápuBpænir — 35 -
Ágæt Marseillesápa .... — 25 -
— Salmiaksápa .... — 30 -
KyillajaGallsúpa
tekur úr blotti stk. 20 a.
Qallsápa (í misl. dúka) . . pd. 35 -
Handsápnr:
Stór jurtas&pa (V8 pd.) . . . stk. 15 a.
— tjörueápa (’/a pd.) . . . — 30 -
— kaibOlaápa (V3 pd.) . . — 30 -
Sckous barnasápa
(ðmÍBsandi við börn) . . . stk. 25 a.
3 stk. ekta fjólusápa . . . — 27 -
Til bökunar:
Florians eggjaduft (á við 6 egg) 10 a.
3 Fiorians búðingsduftsbréf ... 27 -
10 a. Vanilíu baksturaduft . . . . 8 -
10 a. nýtt krydd ....
3 stðrar stengur Vanilíu . ... 25 -
1 glas ávaxtalitur . . . 10 -
Möndlu- sítrónu- og vaniliudropar
á 15 a. og 25 a.
Fínaeta Livorno Súkkat . . pd. 70 a.
Ilmefnl:
Stór flaska Brillantine (hármeðal) 45 a.
Ilmefni í lausri vigt 10 gröm ... 10 -
Dökt; Mftnt eða gult skókrem 12 a.
og 20 a.
3 dðsir Junokrem (á Boks Calf). 27. a.
h/f Sápuhúsið og Sápubúðin
Austurstræti 17. Laugaveg 40.
Hælið á að verða fullgjört úr miðju
næsta sumri, 1910.
Andlitsmyiidir úr bænum,
Teknar af Calurius.
II.
Bríet,
Þegar Einar Hjörleifsson fyrir nokkru
hélt fyrirlestra sína um skapstórar konur,
gleymdi hann að geta einnar, sem hann
vel hefði mátt minnast á, og það var
hún Bríet.
Ekki af þeirri ástæðu, að Bríet sé
skapmeiri en kvennfólk er yfirleitt, og
ebki heldur vegna þess, að hún sé lík
þessum konum í því, að hún, ef hún
leggði hug á einhvern, mundi vilja þann
mann feigann, eða æsa elsbhuga sína
til að berast á banaspjótum.
Ekki mundi slíkt að hennar skapi.
Hún myndi ekki heldur líkt og Hall-
gerður láta vinnukonuna sína fara út
í bæ &ð hnupla, ef hana skyldi eitt-
hvert kvöld vanta ost eða smér með
brauðinu eínu,
Fjarri sé það mér að drótta slíku að
Bríeti.
Hún myndi heldur borða þurt en
gjöra slíkt.
En hitt er það, að mér finnst henni
samt í ýmsu svipa til þeirra Hallgerðar
og Guðrúnar Ósvífursdóttur.
Og á ég þar helzt við skörungsskap
hennar, framgöngu og karlmannskjark.
Vér getum ekki hugsað oss Bríeti
sitja heima við sauma sína og vagga
krökkunum, eða sinna öðrum húsmóð-
urstörfum.
Og vér getum ekki hugsað oss hana
elda grauta.
En vér sjáum hana greinilega fyrir
augum vorum, þar sem hún berst í
broddi fylkingar fyrir auknum rétti