Ingólfur


Ingólfur - 18.11.1909, Síða 3

Ingólfur - 18.11.1909, Síða 3
INGOLFUR 171 Q i* vindillinn í bænum er „E1 D6ZII Caranco"; fæst 1 Tóbaksverzlun II P. dUOiIlo Leví Austurstræti 4. kvenna, og þar sem hún situr við skrif- borð #itt og ey# upp úr sér á pappírinn hverri greininni á fætur annari. Allar brennandi af áhuga og á*t á málefninu. Það er enginn vafl. á því, að ef Bríet hefði fæð#t á Englandi, þá væri hún ein af áköfustu atkv æðisréttarkonunum þar. Hún mundi hafa vakið óróa á kvenn- félagsfundum, gjört ólæti í þinghúsiuu, barið Asquith, og lögreglan þar hefði átt fullt í fangi með Bríeti. Og hún mundi ekki aíður en ensku konnrnar hafa lagt allt í iölurnar fyrir sannfæringu sína, látið hneppa sig í fangelsi, gjöra #ig útlæga og jafnvel haldið kvennréttindaræðu af höggpall- inum, ef á hefði þurft að halda. Því hún lætur ekki fremur en áður- greind&r fornkonur bugast af neinu og kjarkurinn er óbilandi. En nú er Bríet ekki borin á Eng- landi heldur norður í Húnavatnsiýslu, og þess vegna er hún bara í bæjarstjórn. En þar kveður líka að henni. Þar ræður hún ein. Hvert það mál, sem ekki befur fylgi Brietar, er dauðadæmt. Það skiftir einn, hvort það er erfða- festumál, gasmál eða Kjögx, — smátt og stórt er þar komið undir Bríeti og hún ræður afdrifum þess alls. En hún notar vald sitt vel og vitar- lega. Aðrir fá Iíka að tala og engum meinar hún að greiða atkvæði sitt. . . . Bríet hefur um mörg ár verið rit- stýra Kvennabl&ðsins, og hverjum þeim kvennmanni, sem er það áhugamál, að kynsystur hennar ekki verði ávalt undir í viðureigninni við karlmennina, er það ljúf skylda að kaupa blaðið. Enda hefur henni smám-saman tekist svo mjög að glæða áhuga kynsystra sinna í þessum efnum, að margar þeirra eru jafnvel farnar að borga árgjaldið. En þetta er æðsta hugsjón allra rit- stjóra, og oftast að eins fagnr draumur, sem aldrei rætist. Það er því einkennilegra, hvað Bríeti hefur orðið mikið ágengt í kvennfrels- isbaráttunni, þar sem hún lengst af befur barist næstum ein síns liðs, enda hafði mál hennar varla náð eins mikið fram að ganga þrátt fyrir framúrskar- andi dugnað hennar, hefði ekki bæði þing og stjórn verið setin möDnum í kvennholiara lagi. Og eru þeir menn að meiri fyrir. Bríetar er mjög oft getið í erlendum blöðum, og í Danmörku’er hún alþekkt sem aðalfrömuður kvennréttindabarátt- unnar á landi voru. Flestir Danir vita að eins þetta þrennt um ísland, að hér er Hekla, Geysir og Bríet. (En sumir halda jafnvel, að Bríet búi hér ein. Nú er hún farin mjög að eldast og er komin á forngripasafnið. Þar hjálpar hún Matthíasi og leið- beinir gostum, sem þangað koma, og leysir það verk þannig af hendi, að öllum þykir mikið til koma. Því hún er enn hinn mesti skörungur. JAkð gefnu tilefni lýsi jeg þvi yfir, að herra kaupmanni Garðari Gíslasyni 1 Réykjavík hefir farist vel við mig í öllum skiftum okkar í milli, og bið jeg jafnframt nefndan kaupmann afsökunar á þeim móðg- unum, sem jeg kann að hafá haft í frammi við hann. Eeykjavík í nóv. 1909. fibc<2J\Laynú$$on. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Leikfélagið. Það byrjar að leika í dag. Skrifstofustjóri. Herra Indriði Einarsson hefur verið skipaður skrifatofustjóri á þriðju skrif- stofu stjórnarráðsins. Alþýðufyrlrlestrar Stúdentafélagsins eru byrjaðir. Yar húsfyllir í Iðnað- armannahúsinu og fjölda manna neitað inngöngu síðastliðinn sunnudag, er herra Einar Hjörleifsson flutti hinn fyrsta af þeim þremur fyrirlestrum, sem hann ætlar að halda að tilhlutun alþýðunefnd- ar félagsins, um mátt mannsandans. — Auðvitað komst herra Einar Hjörleifs- son inn á andatrú. Er það alleinkennilegt af Stúdenta- félaginu, að það skuli á þenna hátt gangast fyrir andatrúboði. Bankavextir hafa enn eigi hækkað hér í bönkun- um, þótt þeir hafl hækkað i útlöndum upp á síðkastið. Þeir eru enn i 51/i.°/o í Islandsbanka. Gullbrúðkaups þeirra Melsteðshjóna, sem getið var um í síðasta blaði og var síðastliðinn laugardag, var minnst á ýmsan hátt hér í bænum. Blöktu fánar á hverri stöng þann dag. Lúðrasveit bæjarins lék nokkur lög úti fyrir húsi gullbrúðhjónanna um morguninn. Skrautritað ávarp með fjölda undir- skrifta var þeim flutt. Borgarstjóri flutti gnllbrúðhjónunum kveðju frá bæjarstjórn Reykjavíkur sér- staklega. Og yfirdómari Jón Jensson frá for- stöðunefnd kvennaskólans. Námsmeyjar kvennaskólans gengu í skrúðgöngu heim til þeirra og sungu þeim kvæði, sem rektor, Steingrímur Thorsteinsson hafði kveðið til þeirra við þetta tækifæri. Gullbrúðguminn, sem nú er karlægur og steinblindur, þakkaði heiður þann, sem þeim hjónum varsýndur, nokkrum orðum. Sauðaþjéfnaður. Maður hérna í bænum varð nýlega uppvís að sauðaþjófnaði og er hann nú í betrunarhúsinu. Söngskemtun hélt Sigvaldi læknir Stefánsson ný- lega í Goodtemplarahúsinu. Hún var fremur vel sótt. Góðan grip hefur Th. Thorsteinsson konsúll gefið Skautafélagi Rvíkur. Það er drykkjar- horn mikið og búið silfri. Er það ætl- að til verðlauna. Sjúkrasamlag. Það er verið &ð koma sjúkrasamlagi á hér í Reykjavík. Er það þarft verk og gott. Forgöngumennirnir eru Oddfellowar með landlækni í broddi fylkingar. Lög þess eru nýlega fullsamin og mun til ætlast, að það taki sem allra fyrst til starfa. Tilgangnrinn með þessum félagsskap er að veita efnalitlum meðlimum ókeypis læknishjálp og lyf, sjúkrahúsvist, þó einungis um takmark&ðan tíma, og dag- peninga, ef þeir veikjast. Fer það eftir mánaðargjaldin, hve miklu þeir eiga heimtiug á, en það kvað vera sett svo lágt, sem frekast er hugsanlegt. Eugi má vera meðlimur samlags þessa, sem hefur yfir 1200 kr. í árstekjur, eða á höfuðstól, sem nemur 5000 kr. eða meira. Vonandi er, að sem flestir af verka- lýð Reykjavíkur gangi í samlag þetta. Munum vér [skýra nánar frá félags- skap þessum siðar. Hiákur og þíðvindi hafa verið hér síðustu dagana. Sýna göturnar þess merki, því þær eru nálega ófærar vegna aur- eðju. Þjéfnaðir eru næstum daglegir viðburðir hér í bænum í haust og vetur. Víða kvað vera farið inn í hús og stolið úr and- dyrum fötum, sem þar hanga. En hvers vegna eru þau eígi höfð læst til þess að eigi gangi§um þau aðrir en boðnir eru? Það ætti að vera skylda húseiganda. Viðlagasjéðslánin. Frá 11. júní næstkomandi hefur ráð- herra sagt upp viðlagasjóðslánum að upphæð 2—300 þús. kr. Þetta eru af- borgunarlausu 4°/0 lánin. Stjórnin getur þess jafnframt, að eigi sé ómögulegt, að þeim fáist breytt í afborgunarlán, ef ekki er hægt að borga þau á ann&n hátt. • ,Halla‘. Vér sjáum, að hennar er getið í „Politiken“, 13. f. m. Fer höfundur greinarinnar, dr. Edvard Brandes, fjármálaráðherra Dana, þar mjög lofsamlegum orðum um bókina. Telur hann höfundinn segja mjög vel frá og laða að sér hngi lesendanna, sem hann fljótlega vinni. Segist hafa lesið hana með óblandinni ánægju. Lýsingar Guðm. Magnússonar telur hann ágætar, sérstaklega á prestinum og sveitastúlkunni. Segir hann, að þótt efnið sé g&malt, þá sé þó höfundurinn frumlegur og að hinn einkennilegi blær, sem lýsingarnar af íslenzku afskekktu sveitunum breiði yflr söguna sé mjög aðlaðandi. Þýðinguna telur hann ágæta. Er það frú Helga Gad, sem á þaö lof. Yflrleitt fær „Halla“ lof mikið 1 dönskum blöðum. Frá ‘Thore-félaginu. Það ætti reyndar ekki að vera þörf á að mótmæla annari eins vitleysu, og þeirri, sem Reykjavíkurblöðin tvö hafa reynt að útbreiða um það, að ráðherr- ann hafi lánað „Thore“-félaginu úr landssjóði, eða látið landsbankann lofa því hálfrar miljónar króna láni, eða meira. Til þess þó, að stemma stigu fyrir þess háttar rógburði í eitt skifti fyrir öll, skal ég hér með lýsa yfir því, að það er tilhæfulaus lygi, að „ Thoreu-fé■ lagið hafi tekið á móti, eða fengið lof- orð um eins eyris lán, eða fyrir fram horgun í nokkurri mynd, enda hefur félagið eigi þurft á því að haida. Sér- hver, sem hér eftir flytur slíkar lygar um félagið, til að vinna því tjón, verður látinn sæta ábyrgð, og hefi ég þegar gjört ráðstöfun til málshöfðunar gegn blaðinu „Lögréttu" fyrir grein þess 13. okt. Ég hafði ekki búist við því, að landar minir þökkuðu mér með skömmum það starf, sem ég hefl árum saman unnið að því, að bæta íelenzkar samgöngur, og eytt til tíma og fé, og án þess, að ég vilji gjöra ofmikið úr sjálfum mér, finnst mér þó, að enda þótt ég fái engar þakkir fyrir það fé, som ég hefl sparað íslandi með því, að færa niður flutn- ings- og fargjaldið með gufuskipunum, þá ætti það þó að leysa mig undan því, að vera skamm&ður og svívirtur í ís- lenzkum blöðum. Á meðan Sameinaða gufuskipafélagið réð eitt öllu um íslenzkar samgöngur, var flutningsgjaldið 25°/0 hærra á sumr* um, en nú, og á haustum 40°/0 hærra. Ef talið er, að flutningsgjald af vör- um með gufuskipum til og frá íslandi, sé nú hér um bil 1200,000 kr. á ári — „Thore“ heflr, síðustu tvö árin fengið í flutningsgjald hér um bil 670,000 kr. að meðalt&li, þar af nálægt þriðjung um vetrarmánuðina — þá nemur niður- færslan á ári 25°/0 af kr. 800,000 = kr. 200,000 40°/o - - 400,000 = - 160,000 Alls kr. 360,000 Þegar hér við bætist, að farþega- gjaldið er sett niður um nálega 30°/0 og fæðiipeningar jafnmikið, þá eru það engar ýkjur, þótt ég segi, að landið ' grœði nú sem svarar 400,000 kr. ár~ lega í samanburði við eldra verðlagið. Og þó blygðast menn sin eigi fyrir að ausa það félag auri, er smám saman hefir sparað landinu fé, svo miljónum skiptir; ég hefi nú rekið gufuskipaferðir til íslands í 13 ár, og einatt gjört það styrklaust. Ég skal, í sambandi við þetta, leyfa mér að gjöra nokkrar athugasemdir út af þeim gjörsamlega ástæðulausu árás- um, sem beint er að stjórnarráðfnu út af samningnum við „Thore“. Gamla máltækið, „að margur heldur mann af #ér“, sannast hér, því að svo tamt virð- ist sumum mönnum vera orðið gjörræðið, að af því að ráðherra er í vináttu við framkvæmdarstjóra „Thore“-félagsins, þá geta þeir ekki, eða vilja ekki, trúa því, að hann láti hagsmuni landsins sitja íyrir öllu öðru. Sannleikurinn var þó sá, að stjórnar* ráðið var svo óvægið í samningunum við „Thore“, að mér hlaut að þykja nóg um. Menn geta að eins borið samninginn við sameinaða gufuskipa- félagið undanfarin ár saman við samn- inginn við „Thore“. Mér virðist það beinlínis ganga næst bví, að vera móðgandi, er stjórnarráðinu þótti nauð- syn á að taka það fram í samningnum,

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.