Ingólfur - 16.12.1909, Side 2
194
INGOLFUR
Hr. Kofoed-Hanaen hafði þyi miður
aleppt því úr fyrirleatri aínum að lýsa
vexti útlendra skógplanta, sem gróður-
settar hafa verið hér og hvaða útlit
væri á, að þær gætu þróast hér. En
þetta kemur máske fyrir í öðrum fyrir-
lestri.
Hr. Kofoed-Hansen beindi þeirri á-
skorun að íslenzkum blöðum að beita
sér fyrir þetta mál, vekja athygli þjóð-
arinnar á því og vekja og glæða áhuga
fyrir því.
Fyrirlesturinn var heldur treglega
sóttnr, og má vera að það hafi verið
nokkuð að kenna vondu veðri, en al-
menningi ætti sannarlega að vera það
nær að hlusta á slíka fyrirlestra og
þennan i stað þess að sitja bíspert og
hlusta á dularfullar vitleysur. O.
Bókaútgáfa
Jóh, Jóhannessonar*.
ÁttuDgurinn. Ryík 1909.
Kostnaðarmaður Jóh.
Jóhannesson.
Sökum aðstöðu og þjóðarhátta verður
ætið mikil þörf skáldskapar hér á landi.
Skáldskapurinn er ein grein listanna,
hin alþýðulegasta og hin göfugasta.
Öðrum greinum iistanna er svo háttað
að þær geta varla risið, blómgvast og
haldist við nema hjá ríkum og fjöl-
mennum þjóðum. E>ær eru ávöxtur rót-
gróinnar þjóðarmenningar, en þær eru
staðbundnar. Þeir sem vilja njótafag-
urrar húegjörðarlistar, höggmynda, mál-
verka, söngs- eða leiklistar verða að
heimsækja þá staði, sem hafa verið eða
eru höfuðból menningarinnar. Þar á
móti eru verk stórskáldanna alheims-
eign, þau eru hvorki bundin við stund
nó stað.
En við íslendingar erum svo að segja
öreigar á flestum sviðum listanna. Og
okkur vantar þar að auki mörg af
allra nauðsynlegustu skilyrðunum til
að geta bætt úr því. Okkur skortir
líklega ekki listagáfur, en hvað stoðar
það ef engin eru hjálparmeðöl ? Þar
við bætist svo, að við erum afar af-
skektir og þeir sem geta notið stað
bundnu listanna af eigin reynslu verða
ætíð tiltölulega fáir. Skáldskapurinn
fær þvi alveg sérstaka þýðingn hér á
íslandi. Hann sem er að eins ein grein
á tré listanna, gengur okkur í stað
listarinnar allrar.
Sé þannig litið á, verða bókmennt-
irnar einn af aðal-þáttunum í þjóðar-
uppeldinu; og sá þáttur er undinn úr
mörgum strengjum. Góðskáldið gefur
hina hæstu formfegurð, það göfgar
smekkinn, það gefur unglingunum fyrir-
myndir, það kennir þeim veiku heilsu-
samlegt litillæti. Það yljar tilfinningar
þeirra sem geta fundið til. Það skýrir
sjón þeirra sem geta séð. Það bregður
sjóngleri fyrir augu lesarans. Undir
því kvikar sá heimur sem skáldið sá.
Þar Iiðast sundur hinir flóknu vefir lífs-
ins. Þar falla burtu sundurlaus smá-
atriði sem annars glöptu manni sýn.
Aðalatriðin koma fram, mynd af mann-
lífinu nákvæm, Ijós og sönn í aðaldrátt-
unum, en hafin í hærra veldi af göfgi
Mstarinnar og fullkomnari en lífið sjálft.
Ekkert mundi hollara okkur íslending-
um en að fá sem mest af þvílíknm
skáldskap.
Af þessum ástæðum var mér það
* Jafnvel þótt ég sé ekki samþ. stefnu
Ingólfs í bannmálinu hefi ég heldur kosið að
birta grein þessa hér en í flokksblöðunum,
eins og nú stendur á.
Uöf.
VERZLUN
HVERFISG. 4B
REYKJAVÍK.
TALSIMI 142
Af hinum gOÖU — IiyU — ÓClýrU vörum, sem verzlunin hefur lagt kapp á að hafa
boðstólum, g’Ofu.I* bún nú frá þessum degi til nýárs miliinn afslatt.
10
15
50
— afslátt *** 011x1 sem ©r,
o
o
o
o
o
ftfsl áft
afá látt
ef rtemur 1 krónu.
af
fyrir yngri sem eldri.
af Vetrarliöttum
fyrir dömur og telpur.
af nýjum vörum með s|sSterling
Hentugar fyrir yngri sem eldri.
Ekki mikiö, en
ljóst í upphafi, að erfitt var að dæma
hlutdrægnislaust um útgáfu hr. Jóh.
Jóhannessonar. Ég sá að allar kring-
nmstæðnr mundu knýa mann til að
vera honum allt of hliðhollur. Égþekti
manuinn að vísu ekki neitt. Ég hafði
ekki og bjóst ekki við að hafa sömu
atvinnu og hann. Ég hafði enga per-
sónulega ástæðn til að líta á starfsemi
hans nema frá sjónarmiði þjóðarhags-
munanna. En mér var kunnugt um,
að útgef. hafði byrjað með tvær hendur
tómar, eu sýnt mikinn dugnað í at-
vinnurekstriuum. Slíkt er að öllum
jafnaði virðingarvert. Enn fremur við-
urkendi ég að þörf okkar var tilfinnan-
leg, og hins vegar að um auðugan garð
var að gresja hjá flestnm af frænd-
þjóðnnum, þótt ekki væri lengra leitað.
Mér fanst, að þeim sem ætli að velja
þær, mundi fara líkt og Aladin í
töfrahellinum: Gimsteinar mundnblika
allt í kringumjihann; varla gæti bjá
því fariðUað hann veldi nokkra af
þeim fegurstn. Þegar þar við bættist
að Bóksalafélagið hafði lagt stein í götu
útgef., þá þótti mér sem ég gæti unnið
ijúft og þarft verk með því að halda
uppi hlífiskildi yfir ofsóttum velgjörðar-
manni þjóðarinnar.
I þvílíkum huga sneri ég mér að
bókum hr. Jóh. Jóhannessonar, leit yfir
titlana og sá að þær voru flestar eftir
ameríska höfunda. Allir voru þeir lítt
kunnir og þjóðerni þeirra gaf ekki sem
beztar vonir um, að hér gæti verið um
vernleg listaverk að ræða.
Væri listamaðurinn sjálfum sér nógur,
sinnar eigin gæfusmiður og verk hans
til vor komin eins og himinfallnir
steinar öllnm öðrum mönnum að þakka-
lausu, þá væri rangt að gera ráð fyrir
nokkru óvenjulegu getuleysi í þessu
efni fremur hjá einni þjóð en annari.
En mun því þannig varið? Er lista-
maðurinn þó ekki fyrst og fremstmað-
nr með holdi og blóði, í flestu svipaðnr
samtiðarmönnum sínum? Hefir hann
ekki eins og þeir erft þá almennt mann-
legu eiginleika að viðbættnm þeim sem
einkenna þjóð hans? Hafa ekki hin
ytri kjör í föðurlandinu mótað hann
eins ogjþá ? Hefur honum ekki tæmst
saman með þeim andlegur arfur í máli,
trú, siðum, minningum og menning
allri ? Hefur ekki sá „rnóður", sá „skóli“,
sem gekk yfir löndin í hans tíð haft
áhrif á hann einsjog aðra menn ? Vissu-
lega. Sökum sameiginlegra eiginleika,
eigna og viðfangsefna er listamaðurinn
bundinn liður I þeirri miklu lifandi
heild, sem hugsar og starfar allt í kring
um hann. Sú fylking „sækir öll fram
sem einn maður og reynir að brjóta
niður þær hömlur, sem þrengja að
mannsandanum á þeim tímu, með þeim
víg-vélum er samtíðin veit beztar.
Hér og þar í þessari fylking standa
Mstamennirnir og enginn þekkir þá úr
hópnnm nema honum sé bent á þá.
Þeir eru að eins álíkir í einu: að þeg-
ar sterkar geðshræringar, áköf sorg eða
innileg gleði hristir innri mann þeirra
niður að neðstu undirstöðu, þá geta
þeir „krystallað", mótað í fagurt og
varanlegt form hugsanir samtíðarinnar
sem lágu í loftinu og umkringdu þá.
En líf hverrar kynslóðar ér stutt;
hún hverfur úr sögunni og nýir menn
ganga fram á leiksviðið með breytt
viðfangsefni og breyttan hugsunarhátt.
Þá myndast ný stefna eða skóli og
meðan hann drottnar gleymist flest af
því, sem nndangengna kynslóðin fann
til og fékst við um leið ogbeinhennar
molna í kirkjugarðinum. En upp af
þeim mikla grafreit þess horfua skðla
rísa þó hér og þar nokkrir óbrotgjarnir
bautasteinar. Það ern stórverk lista-
mannanna, „krystallarnii", brot af
andlegri aameign allrar aldarinnar.
Ög lítum nú um stnnd á nokkra ís-
lenzka listamenn. Standa þeir í nokkru
nánu sjáanlegu sambandi við samtíð
sína. Athugum t. d. þrjú höfuðskáld
okkar: Egil, Hallgrím og Jónas. Egill
lifir á ráns- og vikingaöld, þegar sá
Mfir bezt og er mest virtur, sem mestu
blóði hefur úthellt og fiestum mönnum
á kné kornið. Egill yrkir þá líka nm
aflið og mátt einstaklingsins. Hallgrím-
ur er uppi á niðurlægingaröldinni, sam-
tiða fulltrúunum sem sátu með tárin í
angunum í Kópavogi. Sá verulegi
heimur er dapurlegur, gefur fólkinu