Ingólfur


Ingólfur - 24.12.1909, Blaðsíða 3

Ingólfur - 24.12.1909, Blaðsíða 3
INGOLFUR 203 myndirnar stöðugar og margendurtelrn- sr gtíga fram af saurugum síðunum og *etjaat að í sdlinni? Mundu þær ekki eiga léttan leik á borði að kæla hrjáft hjarta og deyfaheimskt höfuð? Og fyr en varir er unglinguriun „blindar þótt hann hafi augu, krypplingur með heila limi“, eius og Carlyle sagði um vissan flokk aumingja. Svona maður held ég að geti breitt út „Áttunginn“ og „Kyn* blöndnu stúlkuna“, alveg kinnroðalaust. Eu ef augu þessa manns skyldu upp- ljúkast og hann sæi villuna og vildi friðmælast við landa sína, þá gæti hann varla betur beðið en með því að taka sér í munn orð eins af sökudólgum hr. Jóh. Jóhannessonar: „Vitandi að yflr- sjón mín og afbrot eru stór, dirfist ég ekki að biðja t'orláts á þeim“. Jónas Jónsson frá Hriflu. Audlitsmyndir úi bænum. Teknar af Cálurius. IV. Kristján horgrímsson. Sé nokkur sá hér í bæ, er raig langi til að taka fallega mynd af, þá er aá maður Kristján Þorgrímsson. Því fáa menn er mér betur við en hann. Ég veit ekki hvort öðrum er eins farið og mér, en ég þarf oftast ekki annað en að sjl Kristján til þess að komast í gott skap. Það er eins og hver áhyggja mín hjaðni eins og ský fyrir sólu, þegar ég lít framan í breiða, góðmannlega andlitið hans með feita brosinu og spé- koppunum! Ög nægi mér það ekki, veit ég, að ráðið er að fara til Kristjáns og tala við hann. Því glaðlyndi hans, kýmni og hnytti- legu sögurnar, sem hann á svo mikið af í fórura sínnm, munu fljótt koma því til leiðar, að manni verði léttara í skapi. En þeir, sem þekkja Kristján bezt, þeir vita, að glettnin og léttlyndið leika ekki að eins ofan á heldur eiga rót sina að rekja til innsta eðlis hans og að glens hans er þannig, að aldrei svíður undan því. Það er því engi furða þótt allir yltu um koll af hlátri, þegar hann kom fram á leiksviðið og gjörði það, sem hann gat, til þesi að koma áhorfend- unum í gott skap. Jafnvel geðverstu mannfælnisdurgar brosa enn, er þeir minnast Kristjáns sem birkidómarans í „Æfintýrinu" — þar sem hann lék svo enildarlega þessa ímynd hinnar hlægilegustn yfir- valdsheimskn. Hver þeirra, er viðstaddir voru i leikhúsinu mundi þá eftir því, að ef til vill á morgni þess sama dags hafði sá hinn sami Kristján sett skuldarétt- inn hjá honum og þá verið eins og ó- argadýr, er allt gleypti, sem eigulegt var á heimilinu og sem hverjnm er sá hraus hugar við? Það var þá steingleymt og óarga- dýrið horfið, því á leiksviðinu stóð svo óumræðilega hlægilegur, elskulegur og heimskulegur spilagosi, að engum gat komið til hugar, að þetta væri dýrið. Uppi um sveitir er Kristján fremur þekktur í dýrslíkinu. Hann hefur ferðast um mestallt land- ið „inn á hvert einasta heimili“, en þó hann oft hafi þótt vogestur mikill í byggðinni, viðurkenna þó allir, að mann- úðarverk hans þar séu óteljandi. Opinber störf hefur Kristján haft mörg, en ekki þykir mér þörf að geta þeirra allra. Formaður skautafélagsins var hann lengi og var hann til þess kjörinn sökum frábærrar skautfimi sinnar. Var hin mesta unun, og er enn, að sjá hann vagga sér á skautunum og fara í alla mögulega og öðrum ómögu- lega króka og hringsnúninga. Enda sæmdi skautafélagið hann mann- broddum, þegar hann fór úr stjórninni. En veglegust af störfum hans er kon- súlsstaðan. Kristján Ó. Þorgrímsson er konsúll Svía. Óskar II konungur hafði spurnir af Kristjáui og var afarhugleikið, að hann tæki við stöðunni, því hann sá, hve ó- metanlegur hann mundi verða Svíþjóðu Gekk hann lengi eftir Kristjáni og talaði um fyrir honum, að haun tæk- ist þenna vanda á hendur. En hann færðist mjög undan og bar það fyrir sig, að hann væri með öllu ólæs á sænska tungu, En konungur bað hann ekki setja slíka smámuni fyrir sig og lét Krist- ján þá loks tilleiðast. Enda hefur hauu gjört Svíum mikið gagn í þeirri stöðu og gengist fyrir auknum viðskiftum við þá bæði stjóm- málalegum og verzlunarlegum, sem sjá má á því, að hann hefur sænskt flagg á stöng sinni bæði vel og oft, enda er þetta aðalstarf konsúla hér á landi, og svo hefur hann keypt af Svíum mjög svo fagran og dýran einkennisbúning. Ég gat þess áðan, að Kristján væri hinn mesti æringi og að glaðlyndi hans væri með afbrigðum. En þó svo sé þá er þessu samfara hin mesta trúrækni. Því Kristján Þorgrimsson heldur enn fast við barnatrú sína. Það er í frásögur fært, að þegar séra Stór-Jóhann var hérna i Reykja- vík á árunum og prédikaði fyrir lýðn- um, þá vandi hann mjög komur sínar til Kristjáus og var þá ávallt samræðu- efni þeirra Jónas í hvalnum. Reyndi hann mjög að fá Stór-Jóhann til að trúa þessari sögu, því það var einasti veiki punktur Stór-Jóhanns, og tókst honum það að lokum. Enda sagði Stór-Jóhann síðast, er þeir að skilnaði kysstust á bæjarbryggj- unni, að af þeirri ástæðu einni léti guð eigi rigna eldi og brennisteini yfir hinn synduga Reykjavíkurbæ, að þá væri hætt við að eitthvað kynni líka að slettast á Kristján. En hann einn áleit Stór-Jóhann hei- lagan af bæjarbúum. Meðhjálpari var Kristján lengi og gegndi þessu geistlega embætti með miklum fjálgleik þangað til Knútur tók við. En Knútur lærði kverið hjá Krist- jáni og trúir líka á Jónas. Hefur bannlaga-ráðherrann hlaupið á sig enn? Sakamálsrannsókn hefur landsstjórnin fyrirskipað gegn herra Birni Lindal yfirréttarmálafærslumanni (ritstj. Norðra) á Akureyri. Gefur hún honum að sök, að hann hafi fyrir nokkrum árum, er hann var settur sýslumaður á Akureyri, stungið í sinn vasa um 100 kr., sem hann hafði gjört landinu reikning fyrir sem leigu fyrir skip, er hann bafði fengið til að flytja sig út undir Siglu- fjörð, er hann eitt sinn var að aðgæta, hvort útlend fiskiskip myndu vera að ólöglegum veiðum. En hann gekk mjög vel fram í því að sekta útlendinga, er veiddu ólöglega, eins og kunnugt er. lekjur landssímans 3. ársfj. 1909. Símskeyti innanlands: Almenn skeyti. . 4043,71 Yeðurskeyti. . . 1200,00 5243,71 (2872,05) Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti. . 3846,79 Veðurskeyti. . . 279,07 4125,86 (4008,74) Simskeyti frá útlöndum . . . 1806,78 (1892,28) Símasamtöl........................................... Talsímanotendagjald.................................. Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald................ Aðrar tekjur......................................... Samtals: Kr. 11176,35 (8773,07) „ 11831,05 (8288,80) „ 1985,10 (1039,87) „ 445,00) „ 98,i 5,00] , w (945’96) Kr. 25536,05 (19047,70) Tölurnar, sem í ( ) standa, sýna 3 ársfjórðung 1908. Reykjavík 21. desember 1909. Þessi upphæð fór aftur í milli í við- skiftum þeirra Björns Líndals og herra Otto Tuliniusar, sem var umboðsmaður félags þess á Akureyri, sem þá hafði skip þetta á leigu frá Thorefélaginu og notaði það til síldarveiða. 4. flokkur. Hús, sem eru í 3 íbúðir eða fleiri: Af fyrstu 10,000 kr. virð- ingarv. á'li°l00, af næstu 10,000 kr. virðingarv. 4°/00, af því, sem fram yfir er 20,000 kr. virðingarv. 3I/*°/oo- Frá Gróitu til Gvendarbrunna. Enn ein smekkleysa. í 86. tölublaði ísafoldar er getið dsuða Leopolds Belgíukonungs. Eu stjórnarblaðið ísafold blygðast sín eigi fyrir að hnýta óhróðurssögum aftan í andlátsfregnina. Þótt sögur þessar kunni að vera sannar, mátti satt kyrt liggja. Þær gátu alveg eins komist að í einhverri smáletursgrein blaðsins — og á því hefði farið betur. Sennilega fær blaðið ofanígjöf hjá ráðherra. Jólagleði Þorsteins Erlingssonar viljum vér eigi spilla og svörum því eigi ísafoldar- grein hans fyrri en í næsta blaði. Bitstj. Gieðileg jól! ágæt Ritvél ádýr Skýrsla viðakiftaráðunautsins, sem birtist í síðustu ísafold, viljum vér ráða mönn- um til að lesa með athygli. Þetta er að vísu einungis ágrip, tekin aðalat- riðin úr binni væntanlegu skýrslu, en hún sýnir ljóslega, hvers árangurs vér megum vænta af starfi herra Bjarna Jónssonar. Vonandi verður skýrslan sérprentuð og simað út um landið! — Eu ísafold hefði átt að hafa vit á að stinga henni undir stól. Búnaðarfélag íslands hélt fuud síðastliðinn föitud. Sig. Sig. ráðunautur talaði þar langt erindi. Um- ræðar voru stuttar. Vatnsskattur. Á bæjarstjórnarfundi 2. þ. m. var samþ. frumv. til bráðabyrgðareglugjörð- ar um niðurjöfnun og innheimtu vatns- skatta. Húsunum er skipað í flokka eins og hér segir: 1. flokkur. Allar byggingar, sem engin íbúð er í: Af fyrstu 10,000 kr. virðingarverðs 31/20/0o> af næstu 10,000 kr. virðingarverðs 3°/0fl, af því, sem fram yfir er 20,000 kr. virðingaverðs, 2°/oo- 2. flokkur. Hús, sem aðeins er ein íbúð í: Af fyrstu 10,000 kr. virðingar- verðsins 33/40/00, af næstu 10,000 kr. 3'U0loo' Því, sem fram yfir er 20,000 kr. virðingarverðsins, %lli0loo‘ 3. flokkur. Hús, sem 2 íbúðir eru í: Af fyrstu 10,000 kr. virðingarverðs- ins 40/00. »f næstu 10,000 kr. virðing- arverðsins 31/a°/ooi a^ því, sem fram yfir er 20,000 kr. virðingarverðsins, 3°/90. til sölu hjá 0, Gíslason & Hay Reykj av ík. Kaupmenn og verzlunartélög gætið að að panta i tíma tvíritunar-reikningablöð sem samkv. lögum frá 30. júlí þ. á. verða óhjákvæmileg við áramót. Heppilegust kaup fást á þeim hjá G. GÍSLASON & HAT í LEITH Sýuisliorn á skrifstofu þeirra í ReyKjavlk. Þeir kaupendur ,Ing61fs‘ hér í bænum, sem skifta um bústað, eru vin- samlegast beðnir, að láta af- greiðslumann hans vita það sem fyrst. Gjalddagi Ingólfs yar 1. júlí. Grleöileg; j<f>12

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.