Ingólfur


Ingólfur - 30.04.1910, Side 3

Ingólfur - 30.04.1910, Side 3
INGÓLFUR 67 ítarfpæksla landssimans 1909. Tekjur. Símskeyti innanlands 21090,46 (10951,66) — til útlanda 11426,37 (11026,22) — frá útlöndum 5312,78 (5350,88) Símasamtöl...................................... Talsímanotendagjald, einkaleyfisgjald o. fl. . . . Aðrar tekjur (aímnefni, vextir, seid efni o. fl.) Tekjur alla Kr. 37829 61 (27328,76) — 39949,53 (27885.20) — 10409,79 (6973,61) — 4249,21___(3857,84) Kr. 92438,14 (66045,41) Gjöld. Laun starfsmanna (hér eru meðaltalin laun lands- símaatjóran*), þóknun til landstöðva, laun til sendiboða o. fl........................... . Kr. 29571,19 (24859,91) Viðhald símanna.................................. . — 7991,23 (7433,95) Eyðublöð, prentkostnaður, ritföng...................— 3362,82 (3045,91) Önnur gjöld (húsaleiga, símatæki, ljós og eidiviður, átramhaldsgjald, farmgjald og flutningur, ferðakostnaður, alþjóðaskrifstofan í Berne o. fl. — 13016,71 (10567,01) — 53941,95 (45906,78) Tekjuafgangur Kr. 38496,19 (20138,63) Beykjavík 26. apríl 1910. Tölurnar, sem í svigum standa, eru fyrir 1908. Úr sijórnarráðinu. Yegna aðfara ráðherra í bankamál- inu munu margir auðtrúa menn halda að í stjórnarráðinu — þar sem ráð- herra ríkir og ber ábyrgðina — sé allt í fyrirmyndar reglu, hver hlutur *é á sínum stað og aldrei sé þar hlaupið á sig. Þeir sem betur þekkja til munu iikiega öiiu heldur segja að að vísu séu starfsmenn stjórnarráðsins dugandi menn, en eins og öðrum dauðlegum mönnum geti þeim orðið á að gjöra skissur og þess séu auðvitað mörg dæmi að svo hafi orðið. Þegar ég las i „ísafold“ að bókari Landsbankans hefði gleymt að þingiýsa einu veðskuldabréfl og sá sigurdans ritstjórans yfir þessu með tilheyrandi tveggja dálka sprænu á baukastjórnina gömlu, sem auðvitað var gefln sök á „ólaginu14, datt mér í hug óþægileg skissa sem ráðherranum varð á í fyrra sumar. Eins og kunnugt er á ráðherr- ann að sjá um að öll íslenzk lög séu þýdd á dönsku og prentuð í stjórnar- tiðindunum og ber haun ábyrgð á þýð- ingunni; hæsti réttur hefur rétt til að fara eftir þessari þýðingu og er ekki skyldur til að fara eftir neinum öðrum texta. Þessi þýðing er á lögum nr. 30 frá 9. júlí 1909 (í mínu eintaki af Stj.tíð. 1909. A. bls. 169) þannig af hendi leyst a$ „lög um stækkun verzl- unarlóðarinnar í ísafjarðarkaupstað11 er þýdd með „Forslag til Lovu o. s. frv. Ef þetta er prentað eins í eintaki hæstaréttar virðist mér hann, ef til komur, hljóta að láta þetta „Forslag" liggja og dæma eftir eldri lögum. Manni verður á að bera saman: Eftir langs tima lúsaleit í bankanum ■em nær yflr 16 ár flnnst eitt óþing- lesiö verðbréf og yflr því er haflð upp ■iguróp. Leitarlaust tinnst fyrnefndur stórgalli á eins árs stjórnartíð. Mér finnst ráðherra hefði átt fyrst að ná bjálkanum úr sínu auga áður en hann ■etti allt í uppnám til þess að ná flis- inni úr bankans auga. Bjálki? Nei, ég verð að segja að þótt það að vísu sé leitt að slíkir gallar komi fyrir sem þessi galii íþýðingunni þá er hart að kenna ráðherra um; hann hefur auðvitað í mörgu að snúast og má oft ekki vera að að „leiðrétta stíla“ ; hann verður oft að treysta starfs- mönnum sínum, sem svo auðvitað bera fulla ábyrgð á verkum sínum. Alveg eins og bankastjórnin. Jánatan. Fyrirspurn tii bannmanna. Ingólfur hefnr haldið því fram, að bannlögin geti ekki gengið í gildi, nema því að eins að landssjóði séjafn- framt bættur sá halli, sem hann verður fyrir við að missa víntollinn. Þess vegna verði að fresta framkvæmd bann- laganna, ef skattalöggjöfinni verði frestað. „Norðurland" langar til að ^hrekja þetta, en getur ekki. í því stendur 8. þ. m. um þessa hárréttu athugun Ing- ólfs: Eu þetta er barnaleg ályktun. Þenna halla má bæta upp með mörgu móti til bráðabirgða, þangað til skatta- löggjöfin verður fullsamin. Eu vér eigum allir heimtingu á að fá að vita, hverir þessir mörgu mögu- leikar eru, sem ritstjóri Norðurlanda stöðugt japlar á, en vill ekki kveða upp úr með. Er honum — þótt öllu hans mikla mannviti sé tildreift — ómögulegt að fluna nokkra fjárgötu út úr þessum ógöngum, sem hann og hans nótar eru í kornnir? Og ber hann sig svona borginmannlega til þess að reyna að breiða yfir, hve litla fyrirhyggju bannmenn hafa sýnt í þessu mali og að þeir enn sjá enga leið til þess að bæta landssjóði tekjumissinn svona rétt „til bráðabirgða?“ Bannmenn! — Hvernig á að bæta landssjóði hallann „til bráðabirgða,'þang- að til skattalöggjöfin verður fullsamin?“ Er það með nefskatti — 7 krónum á hvert nef í landinu, eða 35 krónum á hvert meðalheimili — eða hver er áð- ferðin ? Og hvernig ætlið þér að fylla skarðið til langframa? Er það mögulegt, án þess að leggja háa tolla á innflutta nauðsynjavöru? Landsbókasafuið. Ég fékk bók lánaða- » Landsbóka- safninu í vetur, og gleymdi að skila henni á réttum tíma; — slíkt kemur oft fyrir; en þetta er eina bókin, sem ég hefl fengið þar að láni síðustu 8 áriu og var mér því ókunnugt um venjur þar á safninu, um innheimtu bóka o. fl. í dag kom sendill að sækja bókina og krafði mig jafnframt um 50 aura, þvi hann kvaðst hafa komið til mín í gær í sömu erindum, og hefði ég þá eigi verið heima, en hver sendiferð kostaði tuttuguogfimmeyring. Ég brást illa við, og kvaðst þegar mundu hafa skilað bókinni, ef mér hefði verið gjört aðvart um, að sá tími væri útrunninn, er ég mætti hafa hana. En endirinn varð auðvitað sá, að ég borgaði, og þakkaði mínum sæla, að sleppa svona vel; því sendillinn gat hafa komið þrisvar á dag síðasta mán- uðinn án þess að hitta mig heima. Þá hefði ég skuldað safninu þrefalt verð bókarinnar. Ætli það væri eigi heppileg nýbreytni, að stjórn Landsbókasafnsins léti prenta smáeyðublöð til þess að rita á aðvar- anir 'til þeirra manna, sem gleyma að skila bókunum í tæka tíð; og bóka;_ smalinn notaði þan, er hann hittir ekki hlutaðeigendur að máli. Það sparaði notendum safnsins óþörf smáútgjöid, og myndu þeir verða þakklátir fyrir þá hugulsemi. Þá virðist og, að 10 aurar væru nægileg sekt fyrir hvern skiladag eftir að aðvarað hefur verið. *«/* ’IO Víkverji. Jón Ólafsson v f Og franski konsúllinn. Ingiinundur vandar urn við alþingismanninn. Dað er mörgum manni undruuarefni, aö Jön Ólafsson, jafn orðvar maður og stilltur, og hann & að sér að vera, nft siðustu dagana’ lætur svo bersýnilega í ljósi gremju sína og geðvouzku, bæði heima fyrir og i „Reykjavikinni11, og að hann jaínvel er orðinn svo geðstirður, að hann lætur reiði sína bitna á öðrum eins sóma- og snyrtimanni og hinum ágæta jurisdiktionskonsúl hinnar traustu og göfugu frakknesku þjóðar Monsieur Jean-Paul Brillouin. Hvernig víkur þessu við? Er nokkuð til i sögunni, sem nft um hríð hefur gengið mann frá manni um allan bæiun, og sem ég heft ekki getað komist hjá að heyra, enda þótt mér sé óljftft að leggja hlustirnar við sliku; sögunni, sem segir, að reiöi Jóns stafi af því, að honum var afdráttarlaust synjað um dyravarðarstöðuna við franska bankann til- vonandi, og að honum var jafnvel ekki gefinn kostur á að verða fttvörður? Er hftn sönn þessi sága? Spyr sá sem ekki veit. Eða er nokkur fótur fyrir þeirri frétt, sem nft er sem óðast verið að bera ftt um bæinn, og ‘ sem ég nú læt á prent, svo að Jón geti hið bráðasta andmælt henni; er nokkur fótur fyrir því, segi ég, að gremja hans hafi þá náð hámarkinu, er honum var synjað um að verða skrifstofustjóri nýbyrjuðu pólitísku skrifstofunnar hér í bæ? Er þetta rétt ? Eða er eins og sumir monn segja, að öll reiði Jóns Bé sprottin af því, að ráðgjafinn ekki sinnti skriflegri beiðni hans um ríflegan ferða- styrk af landsins fé til þess að halda þingmála- fund moð Sunnmýlingum, kjósendum sínum, svo að þeim gæfist kostur á að krefjast aukaþings, og að það sé þessi pólitíska hlutdrægni og of- sókn, sem hafi gjört honum svona þungt innan- brjósts? Er hún rétt tilgáta þessara manna? Spyr sá, sem ekki veit. Almenningur biður með óþreyju eftir svari Jðns, og vona ég, Ingimundur, að hann sendi mér það sem fyrst. -----*-------En af því að alþýðu manna er ókunnugt um, i hverju konsúlsjurisdiktion er fólgin, ætla ég nft að skýra frá þvi með fáum orðum, svo menn sjái, hve þakklátir vér megum vera Brillouin konsftl, að hann beitir valdi sínu jafn stillilega, og hve fávíslegt það er af Jóni að veita honum ákftrur og ef til vill reita bann til reiði. Fyrirskipun sft, er alþingismaðurinn fárast yfir, var ósköp blátt áfram og hispurslaus, og var upphaf hennar þetta: Vér Brillouiu, af guðs og franska forsetans náð jurisdiktionskonsftll yfir öllu íslandi með þar til heyrandi eyjum, skipum og ordinernm eins og vér hér með skipum og ordínerum, að öll bréf til franskra manna hér á landi send- ist 088 sjálfum til frekari fyrirgreiðslu o. s. frv. o. s. trv. Þetta hneykslar Jón; þessu hamast og óskap- ast hann á móti. Er maðurinn alveg genginn af göflunum ? Spyr sá, Bem ekki veit. Eins og konsftllinn megi ekki sjálfnr bera ftt bréfin, ef hann hefur gaman af því. Er honum Jóni ókunnugt um, að jurisdiktions- konsftil hefnr vald til að varpa mönnum í fangelsi án dóms og laga, að láta handleggs- brjóta, fótbrjóta, lærbrjóta, hálsbrjóta, hrygg- brjóta og hausbrjóta hvern þaun mann á vald- sviði sínu, sem honum þóknast? Að Brillouin getur látið hengja bæði sjálfan hann og Jón Jensson á hæðsta gálga og gefið ftlfum hræin, detti honum slíkt í hug, sem von- andi aldrei kemur fyrir? Að hann getur skipað að færa sér konur og dætur bæjarmanna og getur gjört þær að ambáttum sinum, vilji hann svo lítið láta? Hefur Jón gjört sér grein fyrir þessu? Tæplega. Þá hefði hann varla sett „Svívirðing“ sína i Reykjavikina, og hlýt ég að áminna hann alvarlega að láta slíkt eigi koma fyrir fram- vegis, þar eð vel mætti svo fara, að ver hlytist af. ---------------- Og það er eigi lakara fyrir Jón að eiga enn þá skammbyssuna, sem hann fékk sér hérna á árunum, því hann má vera við öllu búinn, ef hann heldur uppteknum hætti. Að endingu vil ég fyrir hönd íslenzku þjóð- arinnar, þakka Monaieur Brillouin alla hans dæmafáu lipurð við oss, alla hans hæversklegu látlausu framkomu viö bvern, sem í hlut á, alla haus velvild í vorn garð og góðverk oss auð- sýnd, er aldrei verða nógsamlega lofuð. Eða eru ekki aliir samdóma mér í þessu? • Spyr sá sem ekki veit. ýjip kaupendur fá Fatæktina, krónubók, skemtilegustu sögu, og Þjóðsögur Þorsteins Erliugssonar, • meöan þær bækur endast. Af því að litið er eftir orðið af báð- um þessum bókum ættu þeir að hraða sér, sem ant er um að ná í þær. Verða látnar meðan hrekkur. Hvorug fæst lijá bóksölum og ekki heldur í lausa- kanpum. ágætar Ritvélar ddýrar til sölu hjá (j. (jíslason & Hay Keykjavík.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.