Ingólfur


Ingólfur - 21.07.1910, Blaðsíða 3

Ingólfur - 21.07.1910, Blaðsíða 3
INGOLFUR 115 Blessimarorðin (ein* og maður bý#t við að Halldór Jónsaon cand. theol. le®i þau, þegar hann er háttaður á kvöldin): Drottinn ble##i mig og engau an«an, og varðveiti mig og engan annan. Drottinn láti #ína á#jónu lýsa yfir mig og engan annan, og #é mér náðugur og engum öðrum. Drottinn upplyfti #ínu augliti yfir mig og engan annan og gefi mér og engum öðrum frið.* Mikill skaði var það, að Halldór akyldi ekki komaat í hóp þeirra manna, sem gjörðu nýju biblíuþýðinguna. Hann hefði líklega gjört þar breytingar og umbætur, #em algjörlega hefðuumturn- að skoðunum reanna á hinni helgu bók. Mannalát í Danmörku. Henning Matzen, danakur háskólakennari i lögum og stjórnmálamaður, dó þ. 18. þ. m., sjötug- ur að aldri. Hann var Suður-Jóti að ætt. Hann kendi ríkiarétt og þjóðarétt við háakólann í Khöfn í 40 ár, og þótti hinn meati lög#pekingur. Yar t. d. einn af þeim mönnum, er alþjóðadómstóllinn i Haag nefndi í gerð til þeaa að skera úr þrætumálum. Matzen var lengi einn af foringjum- hægrimanna í Danmörku, og aá maður, er me#t gekk fram, næat Nellemann, í því, að verja bráðabirgðafjárlög Bstrupa- ráðuneytisins. Hann átti sæti í land#- þinginu frá því 1879 og var um hríð forieti þeas. Hann sat í millilandanefnd- inni 1908. í ríkisréttarkenningum #ínum héltM. fram1' algerðu réttleysi íalands gagnvart Danmörku. Þá er og látinn auðmaðurinn, etats- ráð Ferslev, útgefandi „Nationaltíðinda" og fleiri hægriblaða í Danmörku. * Kristnir menn eru beðnir að hneyxlast ekki á þvi, þótt þeir sj&i blessunarorðin þannig útleikin. Hér er alls ekki verið að gera gys að þeim, heldur að „lógík bannmanna. Héðan og handan. Týndi drengurinn. Allar leitir að honum hafa reynzt árangurslausar, og er þeim nú hætt. Slysfarir. Stúlka druknaði á fyrra aunnudag í Dalaá í Blönduhlíð. Hún hét Ingibjörg Sveinadóttir. Hún kom frá biakups- vígslunni á Hólum, og var í för með mörgum öðrum. Féll heaturinn er hún reið út af brú, er liggur yfir á þessa, og týndust hvortveggja. — Kinn föru- nauta hennar var nær druknaður, er hann reyndi að bjarga henni. [„Þjóðólfur"]. 30. f. m. datt sjómaður er Valdimar Friðrikason hét, út af Tangabryggju á Akureyri og druknaði. Maðurinn hafði verið mjög drukkinn. Sama dag varð það aly# í Véttleifsholti í Holtum, að barn á öðru ári brendi »ig #vo mjög, að það beið bana af. [Fjallkonan]. í Hvannakoti í Möðruvallasókn drukknaði bóndinn þar, Guðvarður Guð- mundason, í brunni rétt við bæinn þ. 3. þ. m. Heimspekispróf hafa þe##ir landar tekið i Khöfn: Halldór Kri#tján#son og Halldór Þor- steinsson með ágætiseinkunn, Kristján Björnison og Theódór Jakobsion með fyr#tu einkunn og Símon Þórðar«on með annari einkunn. Ásgrímur Jónsson og Þórarinn Þor- láksson málarar eru boðnir til Norega í hau#t af Listamannafélaginu þar, til þeas að halda aýniagu á verkum sinum. Er þetta að þakka Bjarna Jón#«yn við- skiftaráðunaut. (ísafold). Guðlaugur Guðmundsson sýslumað- ur og bæjarfógeti á Akureyri hefir leg- ið í lungnabólgu hætt kominn. Sagður á batavegi. er að breiðast út og færaat nær o#s. Fyrir akömmu lágu þeir í Kaupmanna- höfn, Svíinn Cederström, barón, og Dan- irnir Ellehammer, Nervö, Svendsen og Thorup, og biðu byrjar til þe#s að fljúga yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Nú hefir Svend#en orðið hlutskarp- a#tur. Hann flaug yfir aundið á laug- ardagskvöldið var, og fær hann 12,000 kr. verðlaun fyrir. Hann var 31 mín- útu á leiðinni. Annars er nú mikið um fregnir af afreksverkum og slyaförum loftfaranna, hvaðanæva. í Keims á Frakklandi var „flugvika" fyrir skömmu, og rak þar hver sigurvinningin aðra. Bar þar einna me#t á þeim köppunum, Latham og Olieslager, Belgíumanni einum. Af sly»- förum er helzta að telja það, að Va,chter nokkur og de la Rohce barónafrú hröp- uðu úr háalofti. Svo atrandaði nýjasta loftakip Zeppelina í Teutoborgarakógi, en farþegar komust lífs af. Bæjarfréttir, Skautafélagið reið upp í aveit á aunnudaginn var. Veður var gott, og kváðuat menn hafa skemt |#ér vel. Um kvöldið dansaði fólkið úr aér harðaperrurnar í „Iðnó“. Enskur lávarður kom hingað þ. 18. þ. m. á akemti- skútu, mjög vandaðri, er hann á sjálfur. Skipaferðir. Konq Helqe kom í fyrradag frá út- löndum og fór í gær norður og austur. Botnia kom á laugardaginn var frá útl. kringum land. Meðal farþega: landlæknir, landritari og frú han#, Thomaen konsúll o. fl. Botnia fór aftur til útl. í gær, og með henni allmargir útlendingar og nokkrir Ameríkufarar. Framhald af árásinni á „hinn almenna mentaakóla í Reykjavík“ verður að bíða næata blaðs, sökum rúmleysis. ■ ■ ■! ■ !■ ■ "I ■ !■ ■ ■! í höfuðstaðnum • er óefab Ingólfur, og ber margt til þess. Iugólfur hefir meiri út- breibslu hér í bænum, en nokkurt annað blað. Iugólf lesa allir, sem þreyttir eru á flokkarifrild- inu. Ingólf lesa allir þeir mörgu, sem andstæðir eru bannlögunum, og Ingólf lesa templarar bæði leynt og ljóst með meiri græðgi, en nokkurt annað blað, og Ingólfur býður öllum auglýsendum, einkum þeim er auglýsa mikið, vildarkj ör. Semjið! ■ Auglýsið! jrj-ST ■ |T¥T| Þeir kaupendur ,Ingólfs‘ aem skulda fyrir blaðið eru vin»amlega beðnir #ð greiða skuldir sínar hið fyrsta. 4 ianna“* væru þarna saman í dómhöllinni. Þarna var þó í rauninni íhugunarefni, því að kenningar páfadómsins og kanóniski rétturinn reka sig reyndar allvíða á stjórnarskipun lýðveldisins og hin borgara- legu |ög. Hin kirkjulegu „Decreta“ hafa alls ekki verið tekin aftur, og þar verður að leggja áherzlu á. Heilög kirkja kennir, enn sem áður, að þau ein yfirvöld séu lögleg, er hun hefir sjálf sett, en lýðveldið franska heldur því sífelt fram, að það sé eigi háð páfavaldinu. Crainquebille hefði með nokkrum rétti getað sagt sem svo: „Herrar mínir, dómarar! Meður því, að Loubet forseti er eigi smurður, þá kannast Kristur sá, er yfir höfðum yðrum hangir, eigi við yður, svo sem sjá má af ákvæðum kirkjuþinganna og páfanna. Annaðhvort er hann staddur hér til þess, að minna yður á rétt kirkj- unnar, þann er ónýtir yðvarn rétt, eða að öðrum kosti er engin heil- brigð skynsemi í hérveru hans.“ Þessu hefði Bourriche dómstjóri ef til vill kunnað að svara þannig: „Ákærði Crainquebille! Konungar Frakkiands hafa ætið verið í missætti við páfana. Vilhjálmur af Nogaret var bannsunginn. Þessi Kristur uppi yfir dóinarasætinu er ekki Kristur þeirra Gregors sjöunda og Bonifaciusar áttunda, heldur mætti vel segja að það sé Kristur nýja testamentisins, sem ekki þekti vitund til hins konóniska réttar og aldrei hafði heyrt á „Deceta“ minnst.“ Þá hefði Crainquebille haft fulla ástæðu til að svara þessu: „Kristur nýja testamentisins gekk á mannaveiðar. Annars var honurn refsað, samkvæmt áfellisdómi, sem allar kristnar þjóðir í sið- ustu nítján aldirnar hafa talið hin örgustu réttarafglðp. Hvernig dirfist þér, herra dómstjóri, að dæma mig í svo mikið sem tveggja daga fangelsi í hans nafni?“ En Crainquebille hleypti sér hvorki út í sagnfræði aé stjórnfræði. Hann gerði ekki annað, en sitja niðursokkinn í hina mestu undrun. Allur þessi. mikilfenglegi viðbúnaður, sem hann sá umltverfis sig, kom Crainquebille Smásaga eftir Anatole France * Skopnafn á franska lýðvaldinu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.