Ingólfur - 28.10.1910, Blaðsíða 2
170
INGÓLFUR
bóginn mnndi það veita oaa marga
ánægjustund og líklega bæta oas tölu-
vert þegar öllu er á botninn hvolft.
Mótmæli.
Pað er fyrir mér eins og mörgum
öðrum, að ég er fyrir löngu orðinn sár-
leiður á bannlagaelgnum, sem hr. H. J.
hefir vaðið í Lögréttu í alt guðalangt
aumar, og hættur að leaa öll þau ósköp.
En svo kom til mín stúlka hér á dög-
unum og apurði mig hvort ég væri í
„Þjóðvörn". Ég játaði því. Pá ertu
líka í „klúbbnum", vænti ég. Nú skildi
ég ekki. Hún fræddi mig þá um það,
að hér væri til einhver „brennivíns-
klúbbur“, aem við hefðum stofnað, þeas-
ir, sem værum á móti bannlögunum, til
þess að geta drukkið okkur fulla þar.
Ég sýndi henni nú fram á hvaða vit-
leyaa væri að halda að við þyrftum
þess, bannið væri þó ekki komið á enn-
þá, svo að við gætum víða fengið vín,
ef við vildum. En hún bar Halldór
Jóneson fyrir þessu, grein eftir hann í
Lögréttu. Ég tók hana þá og las, og
mér til mikillar undrunar aá ég að hann
kenndi okkur um einhvern slíkan
„Klúbb“, þar sem menn drykkju svo,
að þeir kæmuat eigi óstuddir heim til aín.
Ég þekki engan slíkan „Klúbb“, en
sé hann til, þá mótmæli ég því fyrir
hönd félagsins Þjóðvarnar, að það félag
sé í nokkru aambandi við hann.
Hvenær ætlar hr. H. J. að fara að
hætta þessum og öðrum eins aðdróttun-
um til mótstöðumanna sinna? Man
hann ekki hvernig fór fyrir honum í
aumar þegar hann komst að þeirri nið-
urstöðu að það væri sama, að hjálpa
sjálfum' sér, og að hjálpa ajálfum sér
og engum öðrum? Getur hann ekki
vanið sig á dálítið drengilegri bardaga-
aðferð ?
Þjóðvarnarmaður,
Munnsöfnuður bannmanna.
Neðanmáls í íaaf. aíðuatu er einhver
fyrirlestur um brennivínsgerð í Noregi.
Ekki aést á þeasum fyrirlestri hvaðan
haun muni vera ættaður, en þýddur
kvað hann vera. Þýðandinn segir í
nokkura konar formála að fyrirlestur
þessi sýni meðal annars „hve lík er
baráttan þar og hér. Taumlaus eigin-
girni og frekja áfengisdýrkenda og ger-
aamleg lítilavirðing áalþjóðarhagsmunum
og velferð — er það mál varðar. En
hins vegar styrkleiki góðs málstaðar
og örugg visaa um glæsilegan aigur að
lokum.“
Hér er ekki verið með óþarfa kurt-
eiai við andstæðinga aína og því síður
að draga af ajálfum sér það sem til
lofs má verða.
Ætli það mætti ekki eins vel segja,
einkum ef tekið er tillit til þessara
og annara eina ummæla þeirra bann-
manna um osa, að þeirra megin aéu
lítil rök, en því meiri ataðkæfingar útúr-
snúningar og aðdróttanir til vor um
illar hvatir. — En vor megin kennir
varla slíkra aðdróttana. Yér viljum
gjarna trúa því, að þeir berjist allir í
„beztu meiningu". En hitt segjnm vér,
að „góð meining enga gerir stoð“, þegar
það sem fyrir er barizt er rangt og
skaðlegt. Og rök vor fyrir skaðsemi
bannstefnupnar höfum vér oftast aagt
með kurteisum orðum.
Ef ísaf. hefði látið úti þesai orð, er
hér voru talin, Yið einhvern einstakan
mann, mundi hún líklega vita hvað
við lægi nú á þessari málaferlaöld. En
jafn prúðmannlegt er það, að vaða
þannig upp á heilan fiokk manna sem
hvern einstakan, þótt það kosti ef til
vill engin fjárútlát.
Nýjar bækur.
Skilur haf hjarta og vör.
Svo hefir Bjarni alþm. Jónsson nefnt
bækling, er hann hefir gefið út (sér-
prentun úr Fjallkonunni). Er þar saman
komið á einn stað flest það, er tíðind-
um sætir um starf hans, síðan hann
varð viðskiftaráðunautur, einkum af-
stöðu Dana til þess. Þar eru merk-
ustu deilugreinar útlendra blaða um
það efni, umræður á þingi Dana, bréfa-
skifti ráðuneytanna, o. s. frv.
Þar eru og varnargreinar Bjarna.
Talar hann um sjálfan sig í „þriðju
persónu“ og lætur gögnin tala sjálf, en
gerir fáar einar athngasemdir í kring
um þau. Er það rétt, því að þá verð-
ur eigi hægt að segja að hallaðsémáli
í ’frásögninni, nema ef beinlínis væri
rangt þýtt, en það dettur engum í hug.
Eitkorn þetta er hin mesta forvitnis-
bót þeim, er eigi hafa átt kost á því,
að kynna sér gang málsins jafnóðum.
Munu margir verða til þess, að lesa
hann, því að bæði hefir verið margt
um manninn talað og stöðu hans síðan
hann tók við henni, og svo er það
ómaksins vert, að kynna sér hveriar
viðtökur hinn fyrsti viðskiftaráðunautur
vor fær ytra, einkum af Dönum. Að
vísu má segja að þetta sé fyrst og
fremst varnarrit höf. fyrir sjálfan sig,
en það er þó meira, því að greinarnar
og bréfin sem þar eru tekin upp, skýra
svo vel afstöðu vor og Dana, að það
væri nóg efni í margar greinar og
langar, en með því að Ingólfur fæst
eigi við flokkadeilumálin, lætur hann
hinum blöðunum það eftir.
Til Halldórs Jóussonar.
Ef það er hinn svonefndi borgara-
klúbbur, sem hr. H. J. á við í Lögréttu-
grein sinni, þá þætti mér vænt um ef
Ingólfur vildi taka þessar linur, því að
eg er einn af meðlimum þess klúbbs.
Fyrst og fremst verð ég að segja
að klúbbnum er vel stjórnað og ölvuð-
nm mönnum alls ekki veitt vín þar.
Þeim er vísað frá. í öðru lagi eru til
margir fleiri klúbbar í bænum með líku
sniði og hann, þótt þeir séu minni, og
hefði H. J. því átt að geta þeirr'a allra.
En það sem eg vildi þó einkum segja
honum er það, að hann ætti fyrst að
draga bjálkann úr sínu eigin auga, áð-
ur en hann talar um flísina í okkar.
Ég sæi ekkert á móti því, þó að vín
væri haft um hönd í hverju einasta
húsi hér í bænum, nema þar sem Good-
templarar eru, og þá fyrst og fremst
í Good-templarahúsinu og Hotel ísland.
En nú vill einmitt svo til, að eg hefi
hvergi fnndið meiri brennivínslykt, en
á balli í templarahúsinu, og hitt vita
allir, að enginn skiftir sér af því, þótt
gestir á Hotel ísland hafi vínföng í her-
bergjum sínum þar og gefi öðrum. Þeg-
ar templurum ferst svo aumlega, finnst
mér þeim ekki farast að sneyða að öðr-
um, þótt þeir hafi með sér löglegan og
skikkanlegan félagsskap.
Og H. J. má vara sig á því sjálfur,
að fara að skifta sér ofmikið af prívat-
lífi manna (eins og t. d. hvernig þeim
gangi að kornast heim á kvöldin). Hann
getur búist við að aðrir fari að gjöra
honum sömu skil. Það er óvandur eft-
irleikurinn. Húnn.
Héðan og handan.
Norðmannaför.
Að sumri ætla allmargir Norðmenn
að bregða sér í skemtiför til Færeyja.
Hafa Færeyingar boðið þeim. Út af
þessu ritar Johan Austbö grein í „Gula
tidend“, og leggur þar til að þeir taki
Færeyinga upp með sér og haldi svo
allir saman til íslands. Kitstj. blaðsins
gerir þá athugasemd við þetta, að hingað
hafi enginn boðið þéim, þótt þeir mundu
gjarna vilja koma.
Heilsuhælisdeild Rvíkur.
Formaður deildarinnar Þórður Thor-
oddsen læknir boðaði til fundar í deild-
inni síðastl. mánudag — skilaði af sér
deildinni og baðst undan endurkosn-
ingu. Ný stjórn var kosin: Sæm.
Bjarnhéðinsson læknir, Eggert Claessen
yfirdómslögmaður og Magn. Sigurðsson
yfirdómslögmaður.
[„ísaf.“].
Þ. 7. nóv.
næstk. verða liðin þrjú hundruð ára
tólfræð síðan Jón Arason og synir hans
voru höggnir í Skálholti. þessa verður
minst hér í bænum með fyrirlestri og
samsæti þann dag. Vonandi verður
eitthvað þvílkt gjört víðar um land.
íslands banki.
Reikningur hans fyrir september-
mánuð er nýkominn.
Viðskiftavelta hans hefir verið als
5327 þús. kr, (í ágúst 6,323,000 kr.).
Víxlalánin numið 3 miljónum 293
þús. og 918 kr., sjálfsskuldarábyrgðar-
lán og reikningslán 1257 þúsundum,
fasteignarveðslán 884 þús., handveðslán
184 þús., lán gegn ábyrgð sýslu- og
bæjarfélaga rúmum 158 þúsundum. —
í verðbréfum átti hann í mánaðarlok
rúm 680 þúsund. Útbúin þrjú höfðu
til sinna umráða hátt upp í 2 miljónir.
Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé,
1896 þús. í innstæðu á dálk og með
innlánskjörum, erlendum bönkum og
•ðrurn skuldheimtumönnum 1677 þús.
kr. — Bankavaxtabréfin námu 970
þús. Seðlar í nmferð voru í mánaðar-
lokin 1443 þús., varasjóður nam nærri
179 þúsund. Málmforði bankans var í
septemberlok 544,925 kr. [„ísaf.“].
Dálnn
er Samuel Richter, fyrrum kaupm.
í Stykkishólmi. Hann lézt þ. 16. þ. m.
Látln
er frú Þórdís Jensdóttir rektors Sig-
urðssonar.
Þýzkan hotnvörpung
tók Fálkinn hér á dögunum, og ðr
hann nú hér þessa dagana. Standa yfir
réttarhöld í málinu, en skipstjóri hefir
þrætt mjög harðlega fyrir það, að hann
sé sekur um lögbrot.
Ritstjöraskifti.
Með þessu blaði læt ég af ritstjórn
„Ingólfs“. Ég vil því biðja menn að
skrifa eigi ntan á til mín með ritsjóra
nafni framvegis, ef þeir eiga bréfaskifti
við ritstjóra blaðsins, en hina, er vilja
skrifa mér sérstaklega, að kalla mig
stud. jur., svo að mínum bréfum verði
eigi ruglað saman við bréf hinstilkom-
andi ritstjóra.
Andrés Björnsson.
Vísur.
Við hittumst, svona’ af hendingu
og hvorugt sagði neitt.
En augun báru bendingu,
því bæði hugsuðu’ eitt.
í andlitssvipnum á okkur
var ekki miklu breytt;
því hópurinn stóð hjá okkur,
og hann vissi’ ekki neitt.
Hvað verða muni’ er vafalaust/
— við viljum bæði eitt —:
Við tökum saman, tafarlaust
og tölum ekki’ um neitt.
Hrafn.
Bæjarfréttir.
—0—
1 fyrirlestrum
Guðmundar meistara Finnbogasonar
er svo fjölment, að til vandræða horfir.
Fjöldi manns verður frá að hverfa, en
þeir sem inni eru ætla að sálast úr
hita og ólofti. Nokkrir hafa þegar
fengið aðsvif, og er það illt, ef mönn-
um skal ekki notast betur að þessu.
Málaferlin stóru.
Þ. 20. þ. m. var dæmt í 14 málum
ráðherra gegn Jóni Ólafssyni. Var
hann sýknaður í tveim þeirra, en í hin-
um voru sektirnar 20—60 kr., als 430
kr., segir Lögrj. Málskostnaður als
180 kr. — Sama dag var dæmt um
5 mál L. H. Bjarnasouar lagaskólastjóra,
gegn ritstj. ísaf. Sektir 30—60 kr.,
als 200 kr., og fyrir málsýfingu að
auk 8 kr. i hverju, als 40. Málskostn-
aður 75 kr. als.
Alþýðufræðsla Stúdcntafélagsins.
Næstu 4 fyrirlestrarnir verða um ís-
lenzku kirkjuna. Tvo hina fyrri held-
ur Guðbrandur Jónsson um kirkjusiðu
og ytra álit kirkjunnar, eu Einar laga-
skólakennari tvo hina síðari um viður-
eign kirkjunnar og veraldlega valdsins.
„Botnia“
kom frá útl. á mánudagakvöld. Meðal
farþega: Ól. Björnsson ritetjóri, ifng-
frú ‘Halla Sigurðardóttir frá Kallaðar-
nesi, Chouillou kolakaupmaður, Möller
verzlunaragent og kona hans o. fl.
Stcrling
fór til útlanda í gær.
Flóra
kom í gær vestan um land. Meðal
farþega Páll Stefánsson frá Þverá, Mid-
thun símritari o. fl.
Austri.
Sagt er að hann hafi laskast eitthvað
austur við Reyðarfjörð, sagt að skrúfan
hafl bilað. Pervie á að taka við pósti
og farþegum.
Hljómleikar.
Hr. Oskar Johansen ætlar að efna til
hljómleika í Bárubúð næsta föstudag.
Lögin verða „klassisk“, eftir þá Beet-
hoven, Mozart, Bach, Hándel o. s. frv.
Frú Valborg, Einarsson syngur.
Leiðrétting.
Mishermi var það í síðasta blaði, að
séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur
hefði komið með bannlagatillöguna á
þingm.fundinum austan fjalls. Það var
nafni hans séra Ólafur Magnússon.
Frikirkjupresturinn er beðinn vel-
virðingar á þessari nafnaskekkju.