Ingólfur


Ingólfur - 27.04.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 27.04.1911, Blaðsíða 4
68 INGOLFUR D. D. P. A. Verð á olíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard White“. 8 — 10— — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. 8 — 10— — 19 — — — „Pennsylvansk Water White“. 1 eyrl ódýrarl pottarinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir sls.iftavimim ól^eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum só vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þíð viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydes-rerslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki detta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í Kaupmannahöfn. sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við J. Jkr*. T. i52TydGS—verslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. Pantið sjálflr vefnaðarvöru yðar beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4 IXltP. af 130 Otm. torelöu svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vel lituðu klæði úr fallegri ull í prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- föt fyrlr eincir ÍO ls.r. — l mtr. á 2,50. Eða 3'/4 mtr. af 135 ctm hreiöu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr einar 14 J3LJT. 50 aU Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Félagsprentsmiðjan. 54 gómlega sahib, og hina stóru feitu hryssu fyrir hinn stóra digra sahib. Ég hefði einnig hæglega getað rekið mennina sjálfa undan mér, jafn- vel á þessari stundu. Hann hóf röddina lítið eitt. Jafnvel á þessari stundu veit ég að faðir þinn og Gisborne sahib standa á bak við mig. Nei, hlauptu ekki burtu, þvi þó það væru 10 menn saman, þyrðu þeir ekki að ganga eitt skref áfram. A ég að minnast að faðir þinn hefir barið þig oftar en einu sinni. Á ég að gefa skipun og aftur- reka hann hringinn í kring um skóginn?" Einn úlfanna reysti sig og ýlgdi sig. Gisborne fann að Abdul Gafur skalf. Augnabliki síðar var hann einn og hinn gamli maður hljóp á stað sem fætur toguðu ofan stiginn. • „Nú er Gisborne sahib einn eftir“ sagði Mowgli án þess að snúa sér við, en ég hef etið brauð Gisbornes sahibs og ætla senn að ganga í þjónustu hans og bræður mínir skulu vera þjónar hans. Veiða villidýrin til handa honum og færa honum boð. „Feldu þig nú í grasinu." Stúlkan flýði. Hið háa gras lokaðist bakvið hana og úlfi þeim, sem fór með til þess að gæta hennar, og Mowgli sneri sér við með hinum þremur þegnum sínum og mætti Gisborne sem gekk fram. „Þetta er allur galdurinn“, sagði Mowgli, og benti á hina þrjá úlfa. Hinn digri sahib vissi að vér sem höfum alist upp með úlfum um langan tíma, skríðum á olnbogunum og hnjánum. Hann þreifaði á olnboguum mínum og fótum og uppgötvaði á þann hátt sannleik- ann sem þú ekki þekkir. Þykir yður þetta svo undarlegt sahib. „Já það er miklu undrunarverðara en þótt það væri galdur. Það Voru þá þeir, sem ráku bláneytið?" „Já, og þeir myndu reka sjálfan djöfulinn, ef ég skipaði þeim það. Þeir eru augu mín og fætur.“ „Gættu þess þá að djöfullinn hafi ekki tvíhleypta byssu hjá sér. Djöflar þínir eru ekki eins vitrir og þeir gætu verið, því þeir standa í röð hver fyrir aftan annan, svo að tvö skot gætu drepið þá alla þrjá.“ 55 „Já, en þeir vita vel, að undir eins og ég verð skógvörður, verða þeir þjónar þínir.“ „Hvort þú verður skógarvörður eða ekki skulum við ekki tala um, en þú hefir bakað Abdul Gafur mikla skömm. Þú hefir svívirt hús hans og gert andlit hans svart.“ „Andlit hans varð raunar að þvi leyti svart, þegar hann tók pen- inga þína og það varð ennþá svartara þegar hann fyrir lítilli stundu hvíslaði að þér að þú skyldir drepa varnarlausan mann. Ég mun sjálfur tala við Abdul Gafur. Ég er maður sem stend í þjónustu stjórnarinnar og hef rétt til eftirlauna. Hann skal gjalda jáyrði við hjónabandi okkar — nnér er sama hverskonar prestur á að vígja okkur — eða hann skal fá að hlaupa ennþá einu sinni; ég ætla að tala við hann snemma á morgun og að öðru leyti hefir sahibinn sitt og skógurinn mitt. Það er tími kominn til að leggjast til svefns aftur sahib.“ Mowgli sneri sér við og hvarf í hinu háa grasi og lét Gisborne standa einan eftir. Bendingu skógarguðsins var eigi hægt að misskilja og Gisborne sneri aftur til Bungalov síns og fann hann þar Abdul Gafur örvita af bræði og ótta. Hann lét sem vitstola maður í sólbyrginu. „Kyr, kyr,“ mælti Gisborne og hrisli hann til. Því að hann leit út eins og hann væri rétt kominn að því að fá flogakast. „Milller sahib hefir gert manninn að skógarverði, og þú veist vel að það er embætti í þjónustu stjórnarinnar, sem gefur rétt lil eftir- launa.“ „Hann er úrþvætti — mlech — hundur meðal hunda — hrææta — hvaða eftirlaun geta vegið á móti þessu?“ „Það má Allah vita, en þú hefir þegar heyrt að slysið er hent. Langar þig kannske til að básúna það út fyrir öllum þjónunum. Sjáðu heldur um að brúðkaupið verði í snatri. Þá mun stúlkan vissulega snúa honum og gera hann að Múhamedstrúarmanni. Hann er mjög

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.