Ingólfur


Ingólfur - 05.09.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 05.09.1911, Blaðsíða 1
INGOLrUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 5. september 1911. 36. blað. kemur út einu sinni i viku að minsta £ kosti; venjulega á þriðjudögum. ? Árgangurinn kostar 3 kr., erlend. $ is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- í in við áramót, og komin til útgef- 5 anda fyrir 1. október, annars ógild. tRitstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgötu 14 B. F (Schou's-hús). — Má finna á af- í greiðslunni frá kl. tí —12. i Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- $ strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá * P. E. J. Halldórssyni, lækni. i-HHH#H*tMHHH^HHH#HHRRRHRH< 4 „ Stjórnarskrárbrotið.' í 5. tbl. „Ríkis" er gerð tilraun til að hrekja ummælí vor um þetta mál. Vér skulum nú víkja nokkrum orðum að þessum athugasemdum blaðsins, og reyna að vera fáorðir. „Ríki" aegir að .Sjálfstæðisflokkurinn' hafl aldrei verið epurður til ráða um framlengingu kjórtimabils hinna konung- kjörnu. Þetta er ekki nema að hálfu leyti satt; flokkurinn var að vísu aldrei í heild sinni ipurður til ráða á þann hátt, að það væri lagt þ«r undir atkvæða- greiðslu, hvort framlengja bæri kjórtíma- bilið eða ekki, enda stóð það ekki til og hefir víst eDginn ætlast til þess, nema ef til vill ritstjóri ,Ríkis'; en hitterréttog satt, sem vér eögðum um daginn, að ráð- herra ráðfærði sig um þetta mál við marga menn úr Sjálfstæðisflokknum, þar á tneðal þáverandi formann flokksins, hr. Sigurð Stefánsson, og hafði enginn þeirra neitt að athuga við framlenging- un». Um þetta atriði lætur „Riki" sér ¦æma að þegja — aennilega vegna þess, að það styðuí ekki þá ályktun, sem blaðið heflr fyrir/ram ætlað lér að draga útúr þesiu. „Ríki" »egir, að Sjálfitæðisflokkurinn sé því ekki „á nokkurn hátt meðsekur" í þessu „lagabroti". Ef hér væri um „sekt" eða „lagabrot" að ræða, þá er þetta rangt hjá blaðinu. Ef hér hefði verið um stjórnarskrárbrot að ræða, þá hefði flokkurinn ekki einungis rétt, held- ur Iíka skyldu til að mótmæla því kröft- uglega, hvort sem slík mótmæli hefðu nokkurn árangur eða ekki; þetta gerði flokkurinn eða þingmeun hana ekki, og samþyktu því aðgerðir ráðherra með þögniuni, og með þeirri viðurkenningu, er felst i því, að vinna með hinum kon- ungkjörnu áfram að þingatörfum; frá þesau er ekki hægt að klóra «ig. Og ef hér er um „stjórnarskrárbrot" að ræða, þá bitnr »ú «ök ekki ráðherra einan, heldur og alla þingmenn, og þar á meðal hverneinasta Sjálfstæðisflokk»- mann á þingi, því enginn þeirra hreyfði nokkrum mótmælum gegn framlenging- unni. Ekki er nú furða þótt „Ríki" standi nokkuð einmana með þeasa ,stjðrn- arakrársbrots'-kenningu aína ogfáiekki marga af lagtbræðrum sínum til að taka undir með sér — vér teljum ekki „Þjóð- viljann". Vér ætlum osa nú ekki þá dul, að fara að aannfæra ritstjóra „Rikis" um lögfræðialeg efni, manniun nýkominn frá prófborðinu, og það jafnvel þó hann væri ekki útaf eina spakur að viti og hann heldur ajálfur. En ef öll þeisi gifurlega lögipeki haus hefir akilið eftir í heila hana nokkurt pláss fyrir almenna, borgaralega ikynsemi, þá má ef til vill búast við að hann skilji það, sem nú ikal sagt. Það er mótsögn hjá blaðinu, er það heldur fram, að sömu reglur hafi jafn- an gilt um kjörtímabil konungkjörinna og þjóðkjörinna þingmanna, að hvort- tvegga eigi jafnan að vera nákvæmlega 6 ár, og að umboð þjóðkjörinna þing- manna beri að reikna frá koiningar degi, en konungkjörinna frá útnefning- ardegi. Það er vitanlegt, að eftir gömlu koiningalögunum liðu ijaldan eða aldrei nákvæmlega 6 ár milli kosningadaga; í þeim íögum aegir svo, að „koining- arnar skuli venjulega haldnar í septem- bermánuði", en það var látið vera á valdi kjörstjórans, hvaða dag í mánuð- inum kosið væri. Það gat því leikið á alt að 30 dögnm, hvort kjörtímabilið væri nákvæmlega 6 ár eða ekki. — Ef aöniu reglur ættu nú að gilda um kjör- tímabil hinna konungkjörnu, þá ætti þar lika að mega leika 4 alt &ð 30 dögum, og væri þá þingseta þeirra kouungkjörnu út þingið 1911 í fullu samræmi við stjórnarskrána og ntjórnarvenjuna, jafn- vel eftir skoðun ritstjóra „Ríkis". Auk þessa viljum vér enn bend* á, að þar sem 14. gr. stjórnarskrárinnar segir svo fyrir, að kjörtímabil þing- mauna «é „venjulega 6 ár", þá er með þesiu orði „venjulega" gert ráð fyrir, að þð mogi gera undantekningar frá þessari reglu. Þenu trejstist ritstjóri „Ríkis" heldur ekki til að mótmæla, en vill halda því fram, að hér sé að eins átt við þær tvær undantekningar, sem til eru teknar í síðari hluta greinar- innar, nfl. að þingmenn deyji eða fari frá, meðan á kjörtímanum stendur; aðr- ir halda nú öðru fram um það atriði, hvorugur getur bent á óræka sönnun sínn máli til stuðnings, með öðrum orð- um, það er »kýringar8triði (Portolknings- spörsmaal). Eðlilegast virðist að skilja orðið „venjulega" á þann hátt, að með því sé gert ráð fyrir ýmsum ófyrirséð- um undantekningum, t. d, einsog þegar Iíkt er ástatt og á síðasta þingi. Hinn lögspaki ritstjóri „Ríkis" kemst að þeirri niðurstöðu, að með þessu móti yrði það algerlega á valdi ráðherra til hversu langs tíma, framyfir nákvæmlega 6 ár, hann framlengir kjörtímabilið. Það byggjam vér þó ekki; samkvæmt röksemdaleiðslu „Rikis", og samkvæmt þeirri kenningu, að sömu reglur hafi jafnan gilt um kjörtímabil þjóðkjörinna og konungkjörinna þingmanna, ætti slík framlenging að geta leikið & alt að 30 dögum. En ráðherra framlengdi kjör- tímabilið í vor að eins um tæpan hálf- an mánuð, og getur það þá, eftir rök- ¦emdaleiðslu „Ríkis", alls ekki verið atjórnarskrárbrot. En vér bentum um daginn hér í blað- inu á enn einn mögulegleika, og gátum þess, að oss þætti hann sennilega»tur og eðlilegastur. Hann er sá, að kjör- tímabil bæði konungkjörinna og þjóð- kjörinna þingmanna beri að telja frá þeim degi, er þingið prófar kjörbréf þeirra og úrskurðar þau rétt. Það er fjöldamargt sem bendir til þess, að þessi skilningur sé réttur. Rjórtímabil þing- manns getur vitanlega ekki talistbyrja fyr en hann hefir fullnægt þeim skyl- yrðum, er lögin heimta til þess, að hann geti talist réttkjörinn þingmaður. Eitt af þeim skilyrðum, er lögin setja um þjóð- kjörna þingmenn er það, að þeir hafi fengið meiri hluta atkvæða; annað skil- yrði er það, að þingið skeri úr, hvort kosningin sé að öllu leyti rétt. Ef þess- um skilyrðum er ekki fullnægt, er mað- urinn ekki rétt kjörinn þingmaður, enda er það auðsætt, að ef maðurinn ætti að teljast rétt kjörinn þingmaður þegar eftir að kosningar hafa farið fram, þá gæti alþingi ekki gert hann þingrækan við prófun kjörbréfa, eins og þó hefir komið fyrir (t. d. við siðustu kosningar dr. V&ltýr), því að rétt kjörnum þing- mönnum getur þingið vissulega ekki vísað á bug. Alveg sama máli er að skifta með hina konungkjörnu. Þennan skilning teljum vér eðlileg- astann eins og áður er sagt. Ef hann er réttur, var þá ónauðsynlegt af ráð- herra að „framlengja" kjörtímabiliS, og þykir oss senrjilegt að hann hafl „fram- lengt" í varúðar skyni til til þess að þingseturéttur hinna konungkjörnu yrði á engan hátt véfengdur. Ea það þykj- umst vér mega fullyrða, að til þess þurfi meiri speking enritstjóra „Ríkis", að telja mönnum trú um, að það sé stjórnarskrárbrot, að ákveða að kjör- tímabilið sé ekki útrunnið um miðjan maí, ef það rennur ekki út fyr en 30. júní. vér oss ekki til að vinna, það verðum vér að fela tímanum, og dómgreind les- enda „Rikis". Þrælalögin. Yflrlit og atliugasemdir. Hitt er öllum mönnum vitanlegt, að pólitískt og praktískt séð voru það bestu úrræðin er ráðherra valdi. „Ríki" við- urkennir það líka, að mestu vandræði hefðu orðið úr því, ef öðruvísi hefði verið að farið. Ef nýjir kkj. hefðu ver- ið útnefndir til þingsetu, þennan hálfa mánuð, sem eftir var af þingtímanum, þá hefði það bakað landssjóði gífurleg- an kostnað og hefði engum óvitlausum manni dottið slikt í hug; auk þess gátu þeir riðið illa baggamuninn að afstöðn- um kosningum, og er sjálfsagt að var- ast það, ef auðið er; sama er að segja um það, ef allir hinir gömlu kkj. hefðu verið útnefndir á ný, eius og vér höf- um bent á áður. Alt ber því að sama brunninum, að það úrræðið, er ráðherra valdi, h8fi verið hið eina rétta ogsjálf- sagða. Og vér skulum hér enduttaka það, sem vér sögðum um daginn, aO ef ráðherra hefði ráðið fram úr þessu á einhvern annan hátt en hann gerði, þá hefði líklega komið hljóð úr horni hjá Karli í koti og félaga hans, ritstj. „Ríkis", þó hvorugur sé víit söngvinn. Vér minnumst svo ekki að vér eigum neinu ósvarað í þessari „Rikii"-grein, nema gorgeirnum; en á honum treystum Framh. 1 6. grein er sagt fyrir um hvernig farið skuli að, ef skip strandar og hefir meðferðis áfengi. Er þar gert ráð fyrir, að ef eigandi áfengisins hefir ekki sagt til sin innan viss tiltekins tima, akuli áfengið vera eign Iandssjóðs. Verður ekki betur séð af þessari grein, en að ætlast sé til, að Iandssjóður fari að versla með áfengið, eins og áður hefir verið bent á. En um það eru engin ákvæði sett í lögin, á hvern hátt lands- sjóður skuli koma út áfengi því, er hann eígnast á þennan hátt, hvort það skuli solt hér innanlands eðaerlendis; en svo mikið er víst, að hvergi í l'ögum þess- um er landssjóði vanheimilað að selja hér innanlands, á oyinberu uppboði eða á annan hátt, áfengi það, er hann kann að eignast. Landssjóði er það nú vitan- lega að öllu leyti hagkvæmara en að senda áíengið til útlanda, og borga af því flutningskostnað, o. ». frv. og er þvi ekki annað líklegra en að lands- sjóður, jafnt eftir að lög þessi eru geng- in i gildi eins og nú, gefl landsmönn- um ko»t á að kaupa áfengi það, er hon- um áskotnast, og geri það í fullri heim- ild laganna. Oss þykir það óliklegt, að þetta hafl verið tilgangnr þeirra, er lömdu þrælalögin, og er þetta því enn ein sönnun þess, hversu hneixlanlega heimakulega og illa þau eru tilbúin. Vér komum nú að 7. grein. Þar segir svo, að engan áfengan drykk megi flytja um landið annan en þann, sem annaðhvort sé merktur embættisinnsigli urasjónarmanm áfengiskaupa, eða eig- andinn flytji sjálfur búferlum, eða það sé áður gert óhæft til drykkjar, nema læknislyf sé úr lyfjabúð eða frá lækni. Þetta er eitt af hinum meiningarlausu þrælaákvæðum þessara laga, ákvæðum, sem virðast vera sett út í hött og án nokknrar akynsemi. Samkvæmt lögun- um mega einstakir menn eiga áfengi eftir að þau eru gengin í gildi, og neyta þeirra; prinsíp eða tilgangur Iaganna virðist því ekki vera sá, að girða fyrir alla neyslu áfengii. En með þessu ákvæði 7. greinar eru mönnam settar reglur um það, hvar þeir megi neyta þess áfengis er þeir hafa fulla heimild laganna til að eiga. Eftir ákvæðum þessarar greinar meiga menn einungis neyta áfengis aíni á þeim »tað, er þeir geyma það. Ef þú átt eina flösku af brennivini eða koDJaki, eða hvaða öðru áfengi «em er, þá er ekkert þvítilfyr- irstöðu, að þú megir drekka þig dauða- drukkinn í þvi; en ef þu ætlar í ferða- lag, t. d. i kulda á, vetrardag, og vilt hafa áfengið með þér til hreningar og til að halda í þér hitanum, þá er þér það itranglega bannað með þrælalög- unum. Er nu nokkurt vitíþeisu? Er

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.