Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 24.01.1912, Blaðsíða 1

Ingólfur - 24.01.1912, Blaðsíða 1
4. blað X. árg. P nn nr^rn r iKraóLFUR kemur út einu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- stræti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. ± ± ± í I ± l Bæ j ar stj órnarkosningm.. Ætli þeim yrði ekki stirt um svör pölitísku flokkunum hérna, Heima- stjórnar- og Sjálfstæðismönnum, ef þeir væri spurðir í alvöru að því, hví þeir ætli sér að gera bæjarstjórnarkosning- una að stórpólitísku máli? — Eins og allir vita, játa báðir flokkarnir að nú skifti þeim ekki annað en sambands- málið, sem nú er raunar dautt og grafið. Eu þó svo væri ekki, þá væri gaman að fá gerða grein fyrir því hversvegna og hvernig afstaSa manna til þess máls eigi að hafa, eða geti haft áhrif á bæjar- stjórnarkosningar i Reykjavík. — Mér skilst að um þær skifti það mestu, að fá menn í bæjarstjórn, er sé verulega hæflr til þesa að stjórna málefnum bæjarins, duglega, sjálfstæða og þrosk- aða, avo og akyfdurækna og óhlutdræga. En þegar athugaðir eru listar flokkanna, aést fljótt, að ekki hafa þeir haít þetta fyrir augum, og er auðgerð grein fyrir því. Sjálfatæðismenn setja efat á listann ungan mann og óreyndan, sem almenn- ingi er ókunnugt um að hafi nokkra þá kosti sérstakl., er slíkir menn verða að hafa. Hann er að víau vel að sér og lög- fræðingur að auk, en í bæjarstjórninni er gnægð slíkra manna. Og er hann allra manna hagskygnastnr á sinn hag. En ekki er það einhlítt. Menn í bæjar- stjórn þurfa, ef unt er, að vera skygn- astir á hag bæjarfélagsins. — Aftur er flokksmarkið greinilegt á honum, og það er auðvitað nóg fyrir augum sjálfstæðis- manna; Sveinn er einhver illvigasti hersir í þeirra liði, og að öllum Iíkind- um væntanlegur höfuðpaur, þegar gamla manninn þrýtur. Þessi er sá kosturinn, eem á að koma, og kemur honum sjálf- sagt „upp á þing og inn í salinn“. Næstur honum er Hannes Hafliðason á listanum. — Hann er sagður allnýtur maður, en „dauðans daufur“ hafði hann þótt í bæjarstjórn hér áður, en slíkir menn eru ónógir innan um aðra eins Völsunga,' eins og sumir eru í bæjar- stjórninni. Þá vík ég að „Fram“-listanum. Þar er nú efstur orðinn Kuud Zimsen verkfr., fyrir það að Thor Jensen þáði ekki tignina. — Zimsen hefur.verið íbæjar- stjórn að undanförnu, og hafa afarmis- Reykjavík, miðvikudagiuu 24. jauúar 1912. jafnir dómar orðið um starfsemi hans þar. Ekki skal ég þá sök meta, en það veit ég, að andróður móti houum hér i bænum er afar mikill, og Heima- stjórnarmenn sjálfir hafa hver aföðrum sagt við mig að þeir dragist stórnauð- ugir með Knút, en „við megum ekki kasta honum, hann er svo helvíti góður flokksmaður“. Þó veit ég að einstaka Heimastjórnarmaður ætlar ekki að kjósa „Fram“-listann fyrir bragðið, en starfa á móti honum eftir megni. — Eins hefi ég heyrt Sjálfstæðismenn segja: „efsta nafnið á listanum okkar, bætir ekki fyrir honum“, „en það varð nú svo að vera“. Það er ekki ógeðslegur hugs- unarháttur að tarna, og ber glöggan vott um þann „móral“, sem ræður í flokkunum. Næstur á „Fram“-listanum er Jón Olafsson skipstjóri. Hann mun vera duglegur maður, en lítt þektur og óreyndur að öðru leyti. Um aðra, sem á þessum listum eru, þýðir ekki að fara orðum sérstak- lega, en þeir hafa allir sama kostinn fyrir augum sinna manna; þeir eru allir forhertir flokkamQnn, nema Pétur Hjalte- sted, hanu fékk heldur ekki æðra sæti en það þriðja. Og svo er öllu dótinu raðað eftir stigum; þeir forhertu eru settir neðstir, þeir forhertari um miðj- una — að Pétri undanteknum — og þeir forhertustu efstir. Nafn Sveins Björnssonar efst á lista Sjálfstæðismanna er hrein og bein lögeggjan til Heima- stjórnarmanna um að etja verulega tryltum berserk úr sínum hóp á móti. Að þeir hafa ekki gert það, getur bæði stafað af skyldum þeirra við Kuút, e‘ða þá því, að þeir þykist hafa slikan vík- ing í bæjarstjórninui fyrir. Satt er það, að vel getur verið gaman að horfa á Turnimentjinilli hatursfullra og grimmra mótflokksmanna, og vel er alt þetta fallið til þess að halda við eldum flokkahatursins, því auðvitað mega þeir ekki deyja milli þing- kosniuganna, sem alt af geta að borið; 6R hitt er annað mál, hvort ekki fylgi slíku gamni meiri alvara en margur hyggur, og eru þesiar línur ritaðar til þess að vekja athygli kjósenda hér í bænum á því, ekki síst alþýðu og leik- manna, því það mun sannast að sárast mun þeim svíða yflrleitt af gerðum bæjarstjórnarinnar, ef hún fer á glap- stigu. Nú á bæjarstjórnin að fara að koma í framkvæmd og stjórna stórkostlegasta fyrirtæki, sem bærinn hefur ráðist í, hafnargerðinni. Hverir halda kjósendur í bænum að líklegri sé til þess að ráða því máli vel til lykta, reyndir sam- viskusamir og duglegir menn, sem standa utan við flokkaæsingarnar og verða ekki þangað gintir, og sem eru boðnir og búnir til þess að vinna að þessu máli og öðrum friðsamlega, með hverjum sem er, eða hatursfullir flokka- féndur, sem koma saman, ákveðnir fyrir- fram til þess að eiga enga friðsamlega samvinnu um neitt, og jafnframt þess að reyna að gera hvor öðrum alt til bölvunar og skammar, sem þeir geta? Þetta ættu reykvískir kjósendur að athuga rækilega fram að laugardegi, en þeir þurfa að gera það sjálfir, en láta ekki flokkaforingjana gera það fyrir sig. Hafnargerðin er stórkostlegt mál, og veltur ekki á litlu fyrir bæinn hvernig því verður stjórnað; má og segja það um margt fleira, og nóg er fyrir hendi. Ég skal játa að það er alt að því fyrirgefanlegt, þó hvorugur þessiflokk- ur, sem hér hefur nefndur verið, hafi geð í sér til þess að kjósa menn úr binum flokknum; en það er með öllu ófyrirgefanlegt, að þeir hvor um sig skuli ekki reyna að taka bestu menn- ina úr sínum flokki, eða, ef þeir hafa enga boðlega menn, að þeir skuli þá ekki taka nýta menn, sem standa fyrir utan flokkana, og svo er hamingjunni fyrir að þakka, að hér í bæuum eru til margir slíkir menn. Fiokkunum getur ekki gengi) gott til að láta hvorttveggja þetta ógert, því varla má gera ráð fyrir, að einfeldni ein ráði gerðum svo margra manna; en þó getur maður oft látið sér detta í hug að flokkarnir „viti ekki hvað þeir gera“. Þetta er alvarlegt mál, og þung er ábyrgð leiðandi manna í flokkunum fyrir þessa stjórn á liðinu, en ábyrgð liðs- mannanna er mikil einnig, því hér er ekki um herskyldu að ræða. Menn eru ekki skyldir að elta pólitísku flokka- foringjana út í hverja ófæru, það skyldu allir muna. Aftur hafa kjós- endur bæjarins, hverrar stéttar sem eru, skyldu bæði gagnvart sér sjálfum og öllum bæjarbúum, til þess að athuga sjálfir rækilega og frá öllum hliðum, hvað þeir eru að gera, þegar þeir ganga að kjörborðinu, og hvernig þeír geri það best og réttast. Ég fer ekki fleirum orðum um þetta, en enda þessar línur með þeirri ósk og von að kjósendur utan flokka hér í bænum taki sig nú til, þó seint sé, og komi fram með lista, er ásé menn duglegir og samviskusamir, reyndir, ráðsettir og óhlutdrægir, og umfram alt, að þeir sé ekki merktir hinu blóðuga og hrotta- lega marki pölitísku flokkanna. Ritað 22. jau. 1912. Árni Árnason. Nýr spáinaður. Margt skrautið hrýtur Islendingum í skaut á þessum aíðustu drottinsdögum. Vér höfum t. d. eignast prófeisora í hrönnum. Menn líta nú ekki avo út um gluggann, að þeir reki ekki augun í eiuhvern prófessorinn, hlaðinn byrði af lestri og álnarþykkum lærdómi. Forsjónin hefur og geflð oss góð ráð — etazráð, justizráð — og er mikil auðnu- von af slíkum ráðum. Og ofan á öll þesii fríðindi á að bæta dönskum land- stjóra, sem þeir fóstbræður og félagar, Valtýr Guðmundsson og Knud Berlin, ætla að sögn að sæma oss á næstu þingum. En meira virði en allt þetta er þó það, að ois hafa hlotnast spá- menn á seinasta ári, guðspjallamenn, er lýst geta þjóð vorri sem eldstólpar á leið hennar til fyrirheitna iandsins. Bogi Th. Meliteð er seinasti spámaður- inn, sem gæfan hefur ient íslandi. Hann sendir „kærum löndum sinum“ spámannleg áminningarorð um áramótin í Lögréttu. Það færi illa á því, ef jafnmerkilegrar greinar yrði ekki minst að neinu. Þessi ágætis-vísindamaður og rit- snillingur á að því leyti sammerkt við ýms mikilmenni, að honum hefur ekki hlotnast mikið lof fyrir störf sín í lif- anda lífi, enn sem komið er. Það leikur enginn efi á því, að sagan mun seinna veita honum fulla uppreist, — og það veit enginn eins vel og hr. Bogi Th. Melsteð sjálfur. Fáir íslendingar hafa t. d. ritað um eins margbreytileg efni og hann — og Ieggja sumir mikils háttar íslendingar þó flest á gerva hönd. Hann hefur skrifað um Georg Brandes og Simon Dalaskáld, skáldskap ogsalt- ket, ættjarðarást og rutlupylsur, frelsi og slátur, sauðagarnir og siðfræði, skólamál og skilvindur, að ógleymdri íslendingasögu og ýmsum hugleiðingum um brýr og vegabætur, — og um allt þetta ritar hann með jafnmiklu viti og þekkingu. Eu spámaðurinn hatar „fantareið“ og „strákareið" (smbr. Lög- réttuguðspjall hans), enda erhanneng- inn reiðfantur. Hann fer hægt yfir allt, en allra hægast yfir sögunasína. Þetta mislikar angurgöpum og æsingamönnum. Þeim hefur því miður tekist að koma inn hjá þjóðinni rammskakkri skoðun á ritsmíðam hans. Mörgum greindum mönnum meira að segja þykir meistar- inn blaðplága, og lestur rita hans álíka líkams- og sálarkvöl og ljóslausar and- vökunætur eru sjóveikum mönnum. Sumir hafa og hent gaman að hinni föðurlegu prédikun hans í Lögréttu. Mörgum þykir meistarinn heldur óspá- mannlega vaxinn. En „enginn veit, að hverju barni gagn verður“. Einn velunnari hans sagðist hafa minst atviks úr lifl sinu, er hann las, að Bogi ávítaði Island fyrir heimsku. Hann kvaðit hafa verið á ferð með dauða- drukknum manni, er láta varð á bak og af baki. Þá er hann einhverju sinni var að bisaat við að koma fyrgreindum félaga upp í hnakkinn, fór hann allt í einu að fást um, hve annar maður hefði verið fullur, sem hann hafði nýmætt, og þótti slíkt heldur ófagurt. Menn virðast ekki hafa veitt því eftirtekt, hve frumlegar hugsanir og merkilegar spásagnir felast í grein hans. Það ætti ekki að þurfa nema bénda á þær, og sjá þá allir, hvílíkur spámaður er risinn upp vor á meðal, þar sem Bogi er. Hann skrifar í guðspjallinu, að ísland muni „ekki fá annan betri“ konung en Friðrik 8. — Tveim skóladúxum varð eitt sinnn sundurorða. Þeir virtu hvorn annan mikils, sem jafntignum merkis- mönnum sómdi. Úr ágreiningsefninu var skorið á þann hátt, að annar dúx- inn segir við hinn: „Þetta hlýtur að vera rétt, úr því að þú segir það“. Líkt má segja hér: Þétta hlýtur að vera rétt, úr því að spámaðurinn Bogi skrifar það. En fæstir munu samt skilja, hvernig hann hefur aflað sér

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (24.01.1912)
https://timarit.is/issue/169204

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (24.01.1912)

Aðgerðir: