Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 24.01.1912, Blaðsíða 2

Ingólfur - 24.01.1912, Blaðsíða 2
14 INGÓLFTJR Kjörfundur til að kjósa 5 bæjarfulltrúa verður haldinn í Barnaskólahúsinu Iau?ardaginn 27 þ. m. og byrjar kl. 12 á hádegi. Listar afhendiit á ikrifstofu borgarstjóra ekki síðar en fimtudag 25. þ. m. kl. 12 á hádegi. Borgarstjóri Reykjavíkur 18. jan. 1912 Páll Einarsson. þeasarar vitneskju. Gáum að, hve mikill vísdómur um ókomna tíma felst í þessu ipámæli. Bogi á ekki við það, að vér skiljum innan skamms við Dani, því að hann hyggur, að allir lifandi Danir verði fyrr komnir undir græna torfu, en ríkisráðsákvæðið verði numið úr stjórnarskránni, „ef þann veg er farið, sem alþingi fór í vetur". Það er og ótrúlegt, að hann eigi við það, að Dan- mörk verði Iýðveldi, áður en langt um líður. Spámaðurinn hefur því horft inn í sálir óorðinna og ófæddra Danakon- unga, kannað þel þeirra í garð íilands, •éð fyrir afskifti þeirra af landinu og málnm þess. Einhver spjátrungur sagði, að það væri víst von á nýrri „Krukks- spá“ frá Boga. En slíkt er að leggja nafn guðspjallamannsina við hégóma. Ef hann ritar um vitranir sínar, ætti að kalla slíkt rit Opinberunarbók sancti Boga. Stórmerkileg er sú kenning, að vér þnrfum að athuga sjálfstjórnarmálið „með greind og gætni“. í»að veit trúa mín, að mikil nýung er þetta. Það er dýrmætt að þurfa ekki að sækja slikar hugsanir lengra en til Danmerkur. Þesaari vísdómsþrungnu og skarplegu kenning er líkt háttað og frumlegum uppgötvunum, sem eru svo auðskildar, að menn furðar á, að engum hefur dottið slíkt fyrr í hug. Sagan af Kól- umbusi og egginu gerist hér einu sinni enn. Hún er álíka merk oa; Iögmál það, er hagfræðingurinn Bogi Th. Mel- steð fann af frnmleik sínum, að gott væri að eiga ajóð, sem menn „gætu gripið til“, þegar þeim Iægi á pening- um. Hún er jafnfrumleg og auðsæ og uppgötvun mannaina, aem komst að því nýlega, að vel væri, að allir væri skynsamir. Fleira mætti til tína úr greininni, þar aem frumleikur og þekking höf. kemur í ljós, Sumataðar er dularfult að orði komist. Ef Bogi hefði t. d. ekki ritað hana, myndi margur halda, að greinarhöf. hefði ekki heyrt Fagra- dalsbrautarinnar getið. Vonandi verða fleiri þjóðir en ía- lendingar aðnjótandi þesaarra hugsana Boga. Það má því búait við, að nýtt guðspjall fljúgi bráðum frá íslandi út um veröldina. Að eins að stórblöð heimsina verði ekki avo hláleg að neita því viðtöku. Sigurður Guðmundsson. Metramál. Björn Jónsson er eins og kunnugt er einkum farinn að gefa sig að vísindum og fræðslumálum upp á aíðkastið. í síðustu Isafold skrifar hann mathemat- iskar leiðbeiningar um metramálið og er nú mikilvirkur ekki siður en vant er; rekurþarhver nýjungin aðra og er skamt í milli. Mest er um þá vert er hann segir, að „blettur sé að jafnaði mældur með því að tiltaka hve rnargir metrar hann sé á hvern veg (af 4)“. Þesaari reikningsreglu samkvæmur aeg- ir hann, að stofugólf aem er 6 m. á hlið, sé 6 fermetrar; og af annari líkri dregur hann það, að Vinaminni sé að rúmmáli tæpir 10 rúmmetrar. Hann er farinn að hafa lítið um sig karlinn. Eftir þessu ætti það að vera virt á hálft- annað hundrað krónur, hér um bil, því að rúmmetrinn í velbygðum húsum er hér að jafnaði virtur á 16 kr. Margt segir hann fleira, svo sem það, að í fer- kilómetra aéu 10 hektarar en lOOOfer. metrar. Metrann kallar hann „atiku“ en desimetrann „)æfð“, og iegir svo að „læfð í þriðja veldi“ (heyrl) sé 10 sinn- um minna en rúmstika o. s. frv. Nú var Vinaminni eins og við munum 10 rúmstikur, en rúmstikan er 10 „læfðir í þriðja veldi“,en það er á mensku máli 10 lítrar. Eftir því ætti Vinaminni að rúma 100 lítra. Margt stendur nú í Foldinni. Bæjarstjórnarkosningin á laugardaginn kemur. Auk þeirra fjögra liata, sem getið var i síðaata blaði, er nú kominn fram enn einn listinn. Hann mun vera kom- inn fram frá no kkrum einatökum mönn- nra utan flokka, en engum pólitískum flokki eða félagi. Á honum eru þeisi nöfn; Hannes Þorsteinason fyrv. alþm. Pálmi Pálsson, aðjunkt. Gísli Finnsson, járnsmiður Einar Helgason, garðyrkjufræð. Guðmundur Guðmundsson, Vegamótum. Vér viljum mæla fram með þesaum lista. Hann er engum flokki merktur. Þeir menn, sem á honum atanda, eru þekktir sem stdtir og gætnir menn; allir eru þeir vel látnir hér í bæ og hafa sumir þeirra þegar áður getið sér tram.ta almennings með opinberri fram- komu sinni. Það má telja vel farið, að þessi listi kom fram; að öðrum kosti hefði fjöldi manna orðið »ð aitja heima án þesa að neyta kosningarréttar síns, sem sé þeir menn, sem ekki vilja stuðla að því með atkvæði sínu, »ð sambandsmálið sé lát- ið skifta flokkum til bæjarstjórnarkoan- ingar. Að öðru leyti vísum vér til greinar um þetta atriði eftir hr. Árna Árnason frá Höfðahólum, á öðrum itað hér í blaðinu. Afmælisgjafir til Heilsuhælisins. Nú er verið að gera upp reikninga Heilsuhælisina fyrir árið 1911. Aðióknin hefur verið svo mikil, að sjúklingarnir hafa oft orðið að bíða. Árangnrinn er ágætur; mun það sannast, að hann er eins góður og í bestu hælum utanlands, Kostnaðurinn heflr ekki orðið meiri en við var búist. Um alt þetta kemur bráðum nákvæm skýrsla. Eu við höfum orðið fyrir einum mikl- um vonbrigðum. Dcildir Heilauhæliafélagöins gera frem- ur að dofna en lifna. Tillög landsmanna eru of lítil, svo lítil, að ekki er annað sýnna, en að því reki, að hækka verði meðgjöf sjúklinganna, ef menn verða ekki greiðugri við Heilsuhælið eftir- leiðis. Einna meat hefur Hælinu áskotnast í minningargjöfum í Ártíðaskrána og öðrum gjöfum og áheitum. Mörgum hefur farist höfðinglega við hælið, geflð því veglegar gjaflr. Og margir hafa jafnan á ýmsan hátt sýnt því velvild bæði í orði og verki. Einn þeirra manna er Olafur Björnsson, ritstjóri íaafoldar. Hann hefur nú fyrir skömmu v&kið mála á því, að menn eigi að hugsa til Heilsuhælisins á af- mælisdegi aínum, gefa því afmælisgjafir*. Hafa honum þegar borist þeaa konar gjaflr: mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. * Það var, eftir því sem hr. Ól. Björnsson ritstj. skýrir frá í blaði sinu, hr. M. Stephen- sen verslunarmaður, sem fyrstur vakti máls & afmælisíélagsstofnuninni. Ég kann honum bestu þakkir fyrir þetta ágæta nýmæli, og vona að það verði Heiisuhælinu til mikils stuðnings. Það er auðvitað, að stjórn Heilsu- hælisfélagsins og allar deildir þess munu taka með þökkum við öllum afmælia- gjöfum. Sömuleiðis ber ég það traust til ritstjóra allra íslenskraj blaða, að þeir vilji veita afmælisgjöfum viðtöku og geta gefendanna í blöðum sínum. Og hver veit, hvað úr þessu getur orðið. Ef alt uppltomið fólk vildi muna Heilsuhælið á hverjum afmcelisdegi sínum og gefa því nokkrar krónur, sem það geta, en binir krónubrot,' aem minna mega, þá mundu allir standa jafnréttir í fjárbagnum, en Heilsuhælið komast úr miklum kröggum og ná því óska- marki, að geta veitt fátæklingum ókeypis viat og efnalitlum ódýra viat. Öll íslensk blöð eru vinsamlega beðin að flytja lesendum sínum þessa orð- sending. Rv. 1912. G. Björnsson. Islands getið erlendis. í heimsblaðinu „Le Figaro“ í París birtist hinn 24. december eftirfarandi grein eftir konu eina, Madame Rémusat GreÍDÍn heítir „Leikhúsið í Reykjavík" og birtum vér hana alla, þar sem vér getum þesa til, að mörgum muni þykja fróðlegt að sjá, hvernig oss er borin sagan erlendis. Greinin er áþeisaleið i lauilegri þýðingu: „Það er yst úr norðri, sem oss mun koma Ijósið. íslenikt leikrit, Fjalla- Eyvindur, er nú sem stendur mjög mik- ið lofað og lesið í Kaupmannahöfn; það mun bráðum verða leikið þar, og síðar mun það verða sýnt víðsvegar um Norð- urálfuna. Parísarbúar munu fá að kynn- ast þvi. Það er undarsamlegt, að til skuli vera leikhús á íslandi. Eg bið menn í þessu sambandi að minnast þeas, við hver kjör að því er loftslag snertir fólkið á að búa á þessari fjarlægu eyju, þar sem meðal hiti í 6 mánuði ársim er -s- 5 stig, að minnast þess, hversu örðugar og lang- drægar eru allar samgöngur við Europu hversu hörð má vera baráttan fyrir líf- inu í landi, þar sem iðnaður og akur- yrkja þekkiat ekki og þar sem aðal- tekjugreinin er fiskiveiðar, og menn munu þá undrast það, að skáldagáfa akuli geta risið upp og dafnað hjá íbú- um þessa hrjóstruga og harðúðga lands. En þó er mentalíftð þar eftirtektarvert. Auk þeaa, að þar er mikið rætt og rit- að um stjórnmál, má þar finna merka vísindamenn, skáld og leikritahöfunda íslensk leiklist er h. u. b. aldargöm- ul. Eitt af elatu leikritum, sem þekt er, er eftir skáldið Sigurð Pétursion, og heitir Narfi, eftir aðalperiónunni. Narfi er ungur íslendingur, sem hefir ferðast um Europu, og leyfir aér, eftír að hann er kominn aftur til ættlands síns, að gera gys að hinum úreltu sið- um hins gamla og æruverðaíslands, að búningi og hugsunarhætti landa sinna. Það vantar ekki að leiksýning í Reyk- javík, höfuðborg íslands, sé að mörgu leyti einkennileg. Allur fjöldi áhorfend- anna er að útliti ekki eins og fólk frá ein- hverjum afkima jarðarinnar, heldur eins og íbúar einhvers annars hnattar. Þeir halda enn, trygð við klæðaburð, aem er margra alda gamall. Karlmennírnir eru í stutttreyjum og vaðmálsbuxum, svo ó- lögulegum, að því verður ekki lýst. Kvennfólkið er í þröngum treyjum úr dökku klæði, mjög aðskornum og brydd- uðum með rauðu og bláu, og avörtu pylsi, sem er svo framúrskarandi vítt, að mjaðmirnar sýnast óeðlilega ávalar; þær sem fastheldnastar eru við forna siði bera íslenska skautið, sem líkist frygverskum höfuðbúningi. Og loksins ullarvetlingar, bjarnarskinikragar, þykk- ar stormhúfur, og loðhúfur, sem nærri því hylja áhorfendurna. Áhorfendurnir taka vel eftir og missa ekki af einu orði, sem fellur af vörum leikendanna; og leikendurnir tala hins- vegar með dæmalausu sannfæringarafli. Þeir leika stundum í félagshúsi erfiðis- mannanna, og stundum í húsi, sem einn af íbúum bæjarins hefir reist á sinn kostnað. Allur útbúnaður við leikina er einstaklega barnalegur, en íslending- ar eru ekki kröfuharðir (blaaés), og hafa iterkt ímyndunarafl. Það aem leikið er, eru nokkur af leikritum Shakespeares, Macbeth, Othello, Hamlet, Bomeo og Júlía, sem þýdd eru af þjóðakáldinu Matthíasi Jochnmsayni, sem alþingið íalenska hefir veitt árleg eftirlaun er nema nálægt þrem þúsund frönkum; leikrit eftir danaka skáldið Hoiberg, eftir Ibsen og Björnsson, og nokkur íalensk leikrit: Jón Arason, drama eftír Matthías Jochumsson, og er þar aðalpersónan síðasti kaþólski biskupinn á eyunni, aem líflátinn var af áhangendum siðbótarinnar; ennfrem- ur Hellismennirnir eftir Indriða Einara- son, og er efnið þar tekið úr gamalli útílegumannasögu; þetta leikrit hefir í Englandi fengið mjög avo lofaamlegt umtal hjá Swinburne. Sverð og bagall eftir sama höfund, segir frá baráttunni milli heiðninnar og kriatindómsins. Allt er þetta nokkuð þoku og létt- metiskent, í hetjustíl, og eru þar þó stundum innanum geysilega kynleg og hlægileg smáatriði: En með leikriti Jóhanns Sigurjónssonar hefst ástarleik- urinn i íslenskum skáldskap. Efnið í Fjálla-Eyvindi er tekið úr gamalli þjóðsögu frá 17du öld, sögunni um Höllu, fallega ekkju, sem unni hug- ástum útilegumanninum Eyvindi og fylgdi honum uppí jöklaauðnina, þar ■em hann var dæmdur til að ala ald- ur sinn. Leikritið er ikrifað á nútiðar dönsku og er í fjórum þáttum; í fyrsta þætt- inum er því lýst, hvernig ástin fæðiat í hjarta Höllu; í öðrum þættinum er því lýst, hvernig ástríðan ágeriat, i þriðja þættiuum eru sýnd bágindi þeirra íút-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (24.01.1912)
https://timarit.is/issue/169204

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (24.01.1912)

Aðgerðir: