Ingólfur


Ingólfur - 17.05.1914, Blaðsíða 4

Ingólfur - 17.05.1914, Blaðsíða 4
76 INGOLPUR Hefðarkona landkönnuður. Stjórnar 120 blámönnum. Ensk hefðarkona, er Orace Mackenz■ ie heitir,er nýfarin í landkönnunarferð til Au*tur-Afríku. Ætlar hún að hefja för •ína frá þeim stað, er Nairóbi heitir. Hún ætlar »ér að »tunda dýraveiðar og jafnframt hefir hún með sér bljóð- rita (grammofon og dictafon) til þesa að hafa heim með sér öskur og söng viilidýranna í frumakógnm Afríku. Ekki er stofnað til fararinnar af van- efnum, því að kempan hefir í fylgd sinni 120 blámenn, aem bera eiga föggur hennar um óbygðirnar. Pjóra hvíta menn hefir hún einuig í þjónustu »inni, lækr.i, skrifara og tvo veiðimenn. Hún býst við að verða níu mánuði í förinni og kanna þær alóðir, aem engi hvítur mað- ur hefir áður fótum atigið. Þegar húu kemur aftur ætlar hún að búast til ferðar norður á heimskaut! Brennheitir kvenskörungar. Eignaspell 160 þús. króna. Föstudaginn fyrata í sumri brann söngakáli í Járnamóðu á Englandi og skaðinn talinn 160000 króna. Eldur- inn kviknaði af aprengikúlu. Talið víft, að kvenréttindakonur hafi valdið brun- anum, því að á næstu grösum fundu-st tvö bréfspjöld og var letrað á þau: „At- kvæðisrétt handa konnm“, og „Mc Kenna hefir næstum banað frú Pankhurat. Vér getum engri vægð beitt fyrr en vér fá- um rétt vorn!“ — Eiunig funduttnokkr- ir kvenréttindabækling»r við hliðið. Til- ræðið er virt til fjörráða við Mc Kenna lávarð, þvi að hann bjó rétt hjá skál- anum. Hreindýr á Hellulandi. Dr. Grenfell heitir læknir einn á Hellu- landi, menningarírömuður hinn mesti í því landi. Hann hefir ferðast um England í vetur til þeas að auka þekk- ing manna á heimlandi sinu. Hefir hann haldið um hundrað ræður víðsvegar og safnast nokkurt fé, er hana ætlar að verja til framfarafyrirtækja þar vestra. „Eg treysti því fastlega" mælti hann, „að Helluland eigi góða framtíð fyrir höndum. Eg veit fyrir víst, að landið getur borið fjórar til fimm miljónir hrein- dýra og mætti flytja út eina miljón á hverju ári. Hreinahold yrði þá ein af meiriháttar fæðutegundum á heimgmark- aðinum.“ Leiðbeiningar í garðrœkt. Tríhjóluð bifreið. Nýjasta nýbreytni í bifreiðagerð er tvíhjólaða bifreiðið, Húu er ger að fyr- iríögn D ‘. Pierre Skilowsky's rússnesks lögfræðinga. — Jafnvæginu er haldið með síhverfanda hjóli um hnigréttan ás. Það er sama aflið, sem heldur skopp- arakringlu í jafnvægi meðan húi snýst nógu hratt. Mr. Brennan hefir sama umbúnað á eimvögnum, sem ganga á einu spori. Sagt er, að nýuug þesai muni helzt notuð á vagDa, sem flytja eiga mikinn þunga og leikur mönnum hugur á að vita, hversu reyuist. — Ný- virkið verður bráðlega sýnt á Begents Park í Lundúuum. Kaupið ávalt Venus. VmboSivtnlua. Ó, G, Eyjólfsson & Co., Reykjavík — Rotterdam. íslenzkar vörur teknar til umboðsaölu. Útlendar vörur pantaðar fyrir kaup- monn og verzlunarfélðg. Qott verð. — Vandaður varningur. Stórt sýnishornasafn. garðyrkjumanni. Klapparstíg 1 B. Sími 422. ▲▲▲Ai , ÍSveinn Bjornsson $ yfirréitarmáíaflutningsmaöur 4 Hafn&rstrasti „De forenede Bryggeriers Central Maltextrakt“ er mjög styrkjandi drykkur og máttugt meðal við sjúkdómum og lasleika. Sterkt — næringarmikð — bragðgott. Fæst nú í öllum meiriháttar verzlunum. Auka-alþingiskjör skr á Reykjavíkur 1914 —1918 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarþingsstofunni dagana 18.—22. þ. m. Kær- ur yfir skránni sendist borgarstjóra fyrir lok maímánaðar. Borgarstjóri Reykjavlkur 12. maí 1914. Páll Einarsson. r* Utsæðiskartöflur. Hinar ágætu útsæðiskartöflur „Up to date“ og „Richters Imperator“, sem reynslan hefir sýnt að hafa þrifist einna bezt hér á landi, fást hjá Úskari Halldórssyni Þ>elr, sem skifta um bú- staði, eru heðnir að gera af- greiðslunni aðvart um það, svo þeir fái blaðið með skil- um. GísliSveinsson yfirdómslögmaður. Skrifstofutími lll/s—1 og 4—5. Þingholtsstræti 19. Talsíml 263. Ritstjóri: Bonedikt Sveinsson. Félagiprentsmiðjan. Eiríkur Eiuarsson yfirdómslögmaður, Laugaveg 18A. Talsími433. Flytur mál fyrir uudirrétti og yflrdómi. Annast kaup og sölu fasteigna. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. 66 fer eftir tíðinni og þeim jurtum, sem ræktaðar eru. Eftir að komið er upp i garðinum, mun sjaldan þurfa að vökva oftar en einusinni í viku, ef verk- ið er vel og samvizkusamlega af hendi leyst. Bezt er að vökva seinnipart dags, eða að kvöldi, því að bæði kælir þá vatnið jarðveginn minna, og minna af þvi gufar strax upp, heldur en ef vökv- að er 4 meðan sól er hæst á lofti. Aldrei má vökva með mjög köldu vatni, t. d. brunnvatni eða uppsprettuvatni, því að það kælir moldina um of og getur haft mjög skaðleg áhrif á jurtirnar. Bezt er að vatnið só jafnhlýtt og mold- in sem vökvuð er. Ef ekki er hægt að fá hlýtt lækjarvatn eða tjarnarvatn, er gott að láta það vatn, sem á að vökva með, standa í tunnum einn til þrjá daga áð- ur það er notað, svo að það geti volgnað. Grysjun. Þegar sáð er i garða, hvort sem fræinu er sáð með höndunum eða raeð sáðvél, vill það oft verða, að fræin falli svo þétt, að oflítið bil verði á milli jurtanna, þegar þær eru komnar upp og farnar að stækka. Ef eingöngu er sáð með höndunum, má að vísu sá þannig, að ekki þurfi að grysja, með þvi að sá aðeins einu og einu fræi í stað, en það er mjög hæpið, að slík sáning borgi sig, þvi að alt af getur það komið fýrir að fleiri eða færri fræ spíri ekki, og verða þar þá auðar skellur i garð- inn, en ef tveimur fræum er sáð saman, eru mikl- ar líkur til, að annaðhvort þeirra spiri, og oft bæði. 67 Sé sáð með sáðvél, er óhugsandi að sá þannig að ekki þurfi að grysja. Réttast er að grysja tvisvar. í fyrra skíftið, þegar plönturnar haía fengið eitt til tvö blöð auk fræblaðanna. Skal þá einkum grysja þar sem plönturnar standa þéttast, og láta hvergi tvær eða fleiri standa alveg saman, en gæta verður þess að iáta kröftugustu plönturnar standa eftir. Eftir nokkurn tima, eða þegar plönturnar bafa fengið þrjú til fjögur blöð auk fræblaðanna, er hæfilegt að grysja aftur. Skal þá tína burtu allar þær plöntur, sem ekki eiga að standa yfir sumarið, og ekki skilja eftir fleiri en svo, að hæfilega langt bil — eftir þvi sem við á um hverja tegund eða af- brigði — verði milli þeirra jurta, sem eftir standa, en ætíð skal þess gætt, að láta kröftugustu plönt- urnar standa ettir, þar sem því verður viðkomið. Þegar grysjað er, verður að hafa vandlega gát á því, að þær jurtir, sem eftir eiga að standa, losni eigi í moldinni um leið og aðrar, sem standa fast hjá þeim, eru rifnar upp. Er bezt að halda um þær með vinstri hendi, en reyta hinar burtu með hinni hægri. Einnig þarf að þrýsta moldinni að þeim jurtum, sem eítir standa, ef losnað hefir kring- um þær, og fylla holur eftir uppteknar jurtir, Þar sem jurtir vantar af því að þær hafa eyði- lagst, sem oft getur komið fyrir af ýmsum óhöpp- um, eða ef þær hafa alls eigi komið upp, þarf að gróðursetja aðrar i staðinn. Má nota til þess plönt- ur, sem þarf að taka upp hvort sem er, aðeins gæta 68 þess að taka þær gætilega upp, svo að ræturnar skaðist eigi, og láta sem mest af mold fylgjaþeim. Ef moldin er mjög þurr, þarf að vökva strax eftir að grysjað hefir verið. Annar kafli. Rsektun hinna ýmsu matjurta. Blómþál. Blómkálið má teljast með árvissari matjurtum kér á landi. Því að síðari hluti sumars er venju- lega einkar hagstæður blómkálsræktun. Af blómkáli eru til mörg afbrigði, eu mjög geta þau verið mismunandi að stærð og bráðþrosk- un. Er nauðsynlegt að velja þau afbrigði, sem þurfa styztan vaxtartfma, þótt þau verði ekki eins stór og matarmikil sem hin. Þau afbrigði, sem heppilegust eru hór á landi, eru Erfurter-, dverg- og snemmvaxið enskt blómkál. Hafa þessi afbrigði gefist vel á íslandi. Blómkálsfræin þarf að sá i vermireit um miðj- an apríl. Ef vermireiturinn hefir verið mátulega hlýr og jurtirnar vel hirtar, ætti þær að vera orð- nar hæfilega stórar til að gróðursetjast í garðinn í júnf. Helztu skilyrði þess að fá stórar og kröft- ugar káljurtir úr vermireitnum, er jafn og góður hiti, 16—24 stig, sem allra mest Ijós og loft, og að

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.