Ingólfur


Ingólfur - 13.09.1914, Síða 1

Ingólfur - 13.09.1914, Síða 1
XII. árg. 36. blað INGÖLFUR Reykjavík, sunnudaginn 18. september 1914. Hatari söguréttarins. Hjá smárri þjóð með miklar minningar og æva- forna menning, sem hlýtur, að allra játning, að verða meginþátturinn og stoðin í framtíma þjóðernisins, er það athugavert, einmitt á þessum tímum, að sjá hat- ara söguréttarins ganga svo ófeiminn fyrir alþjóð, með ofbeldisverk á móti lögunum og með uppreisnar- mál á móti öllu því sem heilagast er og dýrmætast fyrir byggendur landsins. Hann á það skilið að vera skoðaður og metfnn opinberlega. Hvatir hans eiga að rekjast til róta og rök hans verða að vegast. Hann á að dæmast nú þegar fyrir dómi heilbrigðrar skynsemi og réttlætis hjá þjóðinni sjálfri, því rás atburðanna er nú svo hröð, að óvíst er hvern daginn sem líður, nær iðja hans gegn réttindum þjóðarinnar getur skapað þung örlög fyrir alla landsmenn. Hatarinn lýðs og Iandsréttar hefir oftast komið þannig fram hjá oss, að hann hefir frá öndverðu gerst til þess að fara með mál, sem hann hafði ekki vit á. Hann þurfti annaðhvort að fá bitling eða Iáta bera á sér, og til þess var sá vegur einn að snikja sig inn á trúnað almennings. — Svo var honum feng- ið hlutverk að vinna og hann gekk til þess vitandi að hann átti enga þekking né hæfileika til þess að leysa það af hendi, en pólitíska óhlutvendnin var svo rík að hann fól vanmátt sinn í lengstu lög. Afleið- ingarnar voru auðvitað sjálfsagðar. Öfug lög og hé- gómafleipur sverta síðurnar í annálum þingfundanna. Staðlaus, óendanlegur þvættingur eyddi náðartíma þessarar fátæku, smáu þjóðar, sem átti að vinna og hefði getað unnið upp aldastöðvun í framsókninni til menningar. „Tíðindin" lágu fyrir hvers manns fót- um, fyrirlitin og litt lesin, eins og pappírsumbúðir ut- an um ranglæti, axarsköft og barnaskap. Á eina hlið voru gripdeildirnar inn á réttarsvæði persónulegs frels- is, og á hina voru fálmandi fáráðlingstök og handa- skol um bjargráð fyrir notkun landsins, fyrir sam- vinnu almennings og viðskiftalífið innan og utan Is- lands. Og svo fór það þannig að lokum, að „fulltrú- inn“ ofbauð skynsemi landsmanna. Hann lenti í ógöngum. Hann flæktist í mótsögn við sjálfan sig, og hann varð nú að horfast i augu við þúsundir manna, sem höfðu almenna dómgreind, og gátu ekl^i samrýmt öfugyrði hans á þingbekknum við fagurgal- ann á kosningarpallinum. Hann stóð í gapastokk framhleýpna, fávitra löggjafans, sem hafði reist sér hurðarásinn um öxl. Og þá byrjaði hatrið. Þessi traðkaði, bældi neisti sjálfstæðisviljans hjá íslendingum, sem hafði lifað gegnum aldakúgunina, hungursárin og einangrun þjóð- arinnar var orðinn í vegi fyrir fulltrúanum. Hann var ónáðaður með spurningum um það, hversvegna hann sagði eitt í dag og annað á morgun um rétt landsins gagnvart útlenda valdinu. En það var ekki nóg. Hann uppgötvaði innst inni í sjálfum sér ein- hverja skímu af skilningi um það, að hann hefði flónskað sig opinberlega. Hann fór að blaða í tíð- indunum og fór smátt og smátt að sjá. Á eyðublöð- unum, þar sem hann hefði átt að skrifa eitthvert orð af viti um landsmálin, sá hann óhrein fingraför sinna eigin hagsmuna. Sumstaðar sá hann kolsvört, ljót stryk hvert ofan í annað, þar sem hann hafði verið að reyna að leiðrétta sjálfan sig með lögum ofaní lög. Hann hafði verið að æfa sig i þvi að skrifa, og stílæfingin var borguð af auðtrúa, meinlausum almúga. Hann fór að gruna hvað alt þetta hafði kostað, en hann vildi ekki sleppa trúnaðarstarfinu; það var orð- ið honum að vana og hann sá ekki annan atvinnu- veg auðveldari fyrir sig, heldur en að verzla fram- vegis með tillögur sínar og héraðsáhrif á atkvæða- markaðinum. Af þessu leiddist hann inn á sporið. Hann hafði brotið á móti heitorðum sínum, á móti réttarstöðu þjóðarinnar útávið, á móti almennri hugsun og á móti sinni eigin skárri vitund. Fyrir honum lágu þá tveir vegir, annar sá að breiða yfir sig þögn og gleymsku og fela sig fyrir almenningsathyglinu, sem hann hefði aldrei átt að sækjast eftir — hinn sá, að snúast móti öllu, sem hann átti til sjálfur af réttsýni og verða andvígur gegn þeim málstað og ætlunarverki, sem honum hafði verið lagt fyrir. — Hann valdi síðari veginn. Þrái og singirni knúðu hann til þrætni móti sannleikanum. Og það var þá tvent sem hann varð aðallega að ráðast að, hugsjón þjóð- arinnar um frelsi, og reglur mannlegrar skynsemi um það, hvernig færa á rök um málefni, með eða móti. Hatur hans hófst því ekki einungis móti sjálf- stæðisvilja fólksins, — það hófst jafnframt móti heil- brigðu mannviti í landinu. Hvorttveggja var í vegi fyrir honum. Og hvorttveggja fólst í „sögu-réttin- umu. Hann varð að hatast við hvort af þessu tvennu, sem gægðist nokkursstaðar fram í ræðum eða ritum eða í einhverju sýnilegu tákni (sbr. t. d. fánahatrið). — Allt það varð að brjótast og traðkast niður fyrir all- ar hellur, sem hann hafði ekki sjálfur haft dreng- skap eða vit til að fylgja fram. Annars gat hatari söguréttarins ekki skinið í augum sjálfs sín og þeirra sem hann blekkti. Löggjafa- fíflið varð ekki álitið vitringur annarsstaðar en þar, sem almenn skynsemd varð fyrirlitin og virt að vett- ugi, Og landssvikarinn varð hvergi dáður sem þjóð- frelsari, nema þar sem ættjarðarrétturinn var dæmd- ur hégómi. — Þeir sem tala nú blygðunarlausast um ógildi sögu- legs réttar Islands meðal þjóðanna eru auðvitað þeir sömu, sem smjaðra mest og flaðra við kjósendur í héraði um þennan sama rétt. Þetta er „hagkvæmt“. Það er ekki rangt, því það er „praktiskt“. Og þessi fögru loforð við almenning eru ekki það eina sem „rétt er að svíkja“. Þó loforðin séu eiðfest er ekki víst, að þau eigi að haldast í þeim hóp, sem traðkar almennri skynsemi og rétti, til þess að koma sínu fram. Auðvitað getur sá, sem skilur ekki mælt mál frá upphafi, eða er orðinn afvanur því að hugsa eins og skynsemi gædd vera, skotið sér löngum undir sitt eigið andlega ástand, hvað eiðana snertir. En væri það svo, að þjóðarfulltrúi vitandi vits bryti lögeið til þess að bæla niður frelsishugsjón, svo að svik hans sjálfs móti þeirri sömu hugsjón yrðu honum ekki til vansa eða farartálma á bitlinga og valdabrautinni, þá er réttmætt að sú ályktun yrði gerð meðal þeirra sem virða lög og rétt í landinu, að hann hafi frá byrjun ætlað sér að rjúfa eið sinn. Þá sver siðbrjál- aður pólitískur bóíi rangan eið upp í opin augu Þjóðarinnar til þess að stela af hcnni þeiui rótti, sem konum var trúað fyrir. Lengra yrði ekki komist. Ef hatari landsréttind- anna gengur svo langt, þá er hann kominn á yzta þröminn. Þá er hann orðinn fullnuma á því skeiði sem hann lagði út á, þegar hann hóf uppreisnina móti réttinum — til þess að fela rangindin. Hinn svarni óvinur landsréttarins lætur það ein- att heyrast, að „svo sé það annarsstaðaru — þeg- ar hann er króaður af sínum eigin niðurbrjótandi spillingarkenningum og getur ekki lengur gefið neitt skynsamlegt svar, þegar hann er krafinn reikningsskap- ar. — Hann vill þvo af sér vammir og lýti í þeim sögusögnum, sem honum hafa borist um niðurlæging og mannskemmd heimsþjóðanna í stjórnarfari og lög- gjöf. En honum skjátlast þar herfilega og hann tal- ar um það, sem hann þekkir ekki. Jafnvel Alberti sem smíðaði svikagildruna 1903 hefir aldrei þeksl að því að vilja níðast á þjóðfrelsi Dana gagnvart erlendu ofurvaldi. Hann sveik Dani sjálfa á smjörinu — en hann smurði aldrei brauð sitt fyrir föðurlandsglæpi. íslenzki landráðamaðurinn stendur einn i sinni röð, það má hann eiga. Og af allri þeirri frekju og flónsku, sem hann ber á borð, er það ef til vill hróplegast, þeg- ar hann er að gefa almenningi ávísun á heimsspill- inguna, athæfi sínu til réttlætingar. Hann nefnir sjald- an annað frá menning þjóðanna, til samanburðar við sig, en það eitt. — Það sem gengið er á undan of- beldi auðsafnsins, hið langvarandi starf hygginna, þjóðrækinna stjórnskörunga, og fórn þjóðanna fyrir sínar eigin húgsjónir, það varast hann að nefna. Það er aðeins spillingin ein, sem hann þykist stæla. En honum fer það afarilla sem von er — því hann hefir ekki þekkingu til þess að dæma rétt í þessu efni — hann hefir ekki svo mikið sem getað spillst af neinu öðru heldur en sjálfseitrun. Hann sýnir það með sínum eigin orðum, að uppreisnarandinn hans móti skynsemi og réttlæti er heimskur og heima alinn. Hann fullyrðir oft, að heimurinn virði einkis hinn sögulega rétt. Jafnvel þessa síðustu daga hefirhann djörfung i sér til þess að slá þessu fram. Hann sér eina þá stórþjóð heimsins, sem nauðugust hefir geng- ið útí álfuófriðinn, leggfja vald sitt í hættu vegna þess, að hún vill halda samninga við smáa þjóð. Bæði Edvard Grey og Asquith hafa þar talað skýr, ótvíræð orð, og þau væru holl að læra utanað þeim hálf- ómentaða, heímskaða grænjaxli hérna heima, sem ákall- ar erlendu lögfyrirlitninguna meðal þjóðafélagsins sinni eigin lægingu til fyrirmyndar. Jafnvel sú þjóð, sem beitt hefir ofbeldi við lítilmagnann í þessum ófriði — á móti loforðum og samningum — hún játast hreinskilnislega fyrir alheimi um órétt sinn fyrir munn síns æðsta valdsmanns og heitir bótum fyrir. Almenn- ingsálitið í Norðurálfu tekur af öllu afli í sama streng- inn, og það mun reynast þungt á metunum að lokum. Það sanna er, að styrjöldin sem geisar nú í heimin- um er háð til þess að reka þess réttar, sem er við- urkendur í þjóðaskipuninni. Misbeiting valdsins af hálfu Austurríkis á móti þeim, sem minna mátti sín, er orsök þess, að meiri hluti álfuþjóðanna hefir brugðið sverðinu. Og það er einmitt sögulegi réttur- inn til sjálfstæðis, sem haldið var uppi sem hlífiskildi fyrir þá, er kúga átti með hervaldinu. Þessvegna sýnist það hart að þurfa að horfa og hlýða á „full- trúann“ hjá oss, sem ekkert iðjar annað en það, að traðka og svívirða sögurétt vorn, hrókræðandi með spekingssvip um það „hagkvæma“ í niðurbroti al- mennrar hugsunar og sómatilfinningar í stjórnmálum. Evrópa skrifar með stóru, blóðugu letri á vegginn, að batari söguréttarins er hatari síns eigin þjóðernis. En einmitt þá sömu daga sjáum við hér þá sjón, að grundvallarlög íslands eru tröðk- uð í sorpið og afstaða löggjafar vorrar til konungsins er gjörð að athlægi og fádæmum í augum allra óhlut- drægra, réttsýnna manna. Menn mega ekki standa með athugalausum hlátri hjá þessum skrípaleik. Óvinir Islands mega hlæja af fögnuði. Því það er réttmætt fyrir hverja aðra þjóð, sem kynni síðar að eiga atkvæði um stöðu íslend- inga meðal þjóðanna, að dæma oss eftir því, hvernig vér höldum á þeim frelsisrétti sem vér höfum öðlast frá þeim feðrum, sem námu land vort að lögum til forna. Insti kjarni misskilningsins og ranglætisins hjá hatara söguréttarins er sá, að þessi réttur verður ekki aðskilinn frá lífi þjóðarinnar sjálfrar i fortíiua og framtíma. Rétturinn er orðinn svo til og hann helzt svo við, að vér lifum vora eigin sögu. Sögublaðið, sem er skjalsönnun réttar vors, er Iielg ritning um vora eigin tilveru, með þeim einkennum og þjóðleg- um persónuleik, sem sögutimi vor hefir skapað. Það sögublað á ekki að vera leikspil í höndum pólitískra trúða og loddara. Kosningamiðinn sem þeir svíkja út úr góðsemi og auðtrú kjósenda má vera það, svo lengi sem sá leikur helzt. En hitt eiga áhorfendur sjónhverfingamannsins að rífa úr höndum hans, áður en þeir verða vegnir og dæmdir með honum af því réttlæti utan Islands sjálfs, sem á að ráða vorum kom- andi tíma. Fjandmaður frelsis vors verður bráðlega að dæm-

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.