Ingólfur - 13.09.1914, Page 2
142
IN8ÓLFUR
ast hér vargur í véum. Annars er
hætt við því, að þjóðin sjálf verði álitin
ófær um að haida svo miklu sem því
eigin valdi, sem hún hefir öðlast, hvað
þá heldur að fá meira sjálfsvald í hend-
ur.
Einar Benediktsson.
Framför.
Srar tll „Lðgréttu".
Stjórn Landsbankans hefir auglýst,
að seðlar bankans verði ekki innleystir
eftirleiðis I erlendum bönkum fyrir
reikning Landsbankans. —
„Landsbankavinur" akrifar um þetta
í síðasta blað Lögréttu og telur þetta
afturför mikla frá því aem áður var —
í tíð gamla mannsins, sem hann kallar
Tryggva Gunnarsson. — Segir hann
að af þessu leiði vaxtatap fyrir oss.
— Yér töpum vöxtum af upphæð, sem
svari þeirri fúlgu Landsbankaseðla, sem
hingað til hefir verið í umferð milli
manna erlendis. — En í sömu and-
ránni segir hann, að hér sé seðlaskort-
ur og að vér verðum að fá erlenda
seðla til innanlandsviðskifta og af þeim
verðum vér að greiða erlendum bönk-
um vexti. — Þetta vsxtatap og þessi
vaxtagreiðsla segir hann að muni nema
um 15 þús. kr. á ári!!
Ég leiði minn hest hjá því að finna
út, hvernig höf. hefir farið að því að
reikna þetta út, en sjálfsagt þætti
mörgum fróðlegt að heyra eða sjá,
hversvegna það einmitt er um 15 þús.
kr. á ári, en ekki einhver önnur upp-
hæð. — En ef vér getum baldið öllum
Landsbankaseðlum í landinu, þá er
augljóst, að vér þurfum ekki að fá eins
mikið af erlendum seðlum til innan-
landsviðskifta og ella. — Því minna
sem vér höfum af vorum seðlum er-
lendis því minna þurfum vér að flytja
inn af erlendum seðlum, og þá um leið
— því minna að borga í vexti af er-
lendum seðlum!
Vaxtatapið, sem vér verðum fyrir við
það að hafa ekki seðla vora erlendis
verður því sýnilega ekkert. Og þegar
þess er gætt, að innlausn seðlanna er-
lendis fyrir reikning Landsbankans er
í því fólgin, að þeir eru færðir honum
til skuldar jafnóðum og þeir koma inn,
og hann látinn borga vexti af þeim,
þá er gróðinn sýnilega tvöfaldur á þvi
að láta ekki innleysa þá: 1. vér Iosn-
um við að greiða vexti til erlendra
banka af vorum eigin seðlum og 2. vér
losnum við að greiða vexti til erlendra
banka af jafnstórri upphæð í erlendum
seðlum, sem vér hefðum orðið að fá að
láni. —
Vaxtatapið og vaxtagreiðslan ætlar
þannig alveg að snúast við í höndun-
um á okkur Landsbankavini.
En það er heldur ekki aðalatriðið,
segir Landsbankavinur. — „Hitt er
verra“, segir hann, „að þessi nýja ráð-
stöfun bankastjórnarinnar hlýtur að rýra
álit Landsbankans og seðla hans mjög
tilfinnanlega". — „Fyrst kemur það
fram“, heldur hann áfram, „að erlendar
skipshafnir hér við land og aðrir út-
lendingar . . . fara að neita að
taka Landsbankaseðlana sem borgnn
hér ... u.
Sá stór-umhyggjusami Landsbanka-
vinur gætir þess ekki hér, að hér á landi
eru allar greiðslur, hvort heldur til út-
lendra eða innlendra, löglegar, Bem
greiddar eru með seðlum og getur því
ekki komið til mála að neita að taka
við Landsbanka- eða íslandsbanka-seðl-
um hér á landi. — Og þótt einhverjar
danskar skipsjómfrúr neituðu að taka
seðlana, þá held ég að Landsbankinn
og landið alt stæði nokkurnveginn jafn
rétt eftir sem áður.
Veitingahús og verzlanir utanlands (t.
d, í Kaupmannahöfn) segir vinur vor
að muni feta i fótspor skipsjómfrúnna
og hætta að taka seðlana. — Jú, mik-
il ósköp — það er svo sem viðbúið. —
En þá er að reyna að bjóða þeim
danska seðla. — Þessi 40000, sem ís-
landsbanki er búinn að fá ættu að duga
fyrst um sinn og svo má þá fá ávísan-
ir ef í harðbakkana slær.
„Það má nú nærri geta“, segir vin-
ur vor ennfremur, „að erlendir menn
hvorki vita né geta skilið ástæðuna
fyrir því að Landsbankaseðlarnir eru
ekki innleystir . . . . en ímynda
sér . . . „bankinn, sem seðlarnir
eru frá, sé ekki trygguru og þar sprakk
blaðran! I
Við þetta er nú fyrst það að athuga,
að það er enginn efi á því, að seðlarn-
ir verða innleystir eftirleiðis, þó það
verði ekki gert fyrir reikning Lands-
bankans. Ef til vill með einhverjum
aftöllum, ef til vill aíFallalaust. —
Og þó skipsjómfrúr og knæpuþjónar
viti það ekki, þá er enginn efi á því
að allir erlendir menn, sem nokkuð er
undir komið, að ekki missi traust á
peningastofnunum vorum, vita það vel,
að þær eru jafntryggar, hvort sem seðl-
ar vorir eru innleystir affallalaust er-
lendis eða ekki — alveg eins og t. d.
við Landsbankavinur vitum það, að þó
bankarnir hérna gefi ekki nema 18,07
fyrir seðla Englandsbanka, þótt gengið
sé 18,40, þá er það ekki af því að
Englandsbanki sé ekki álitinn sæmilega
tryggur! — Og þótt vorum bönkum
yrði skipað á bekk með honum, þá væri
það hæpið að segja, að þeim væri með
því vísað til sætis á — hinD óæðra
bekk!
Landsbankaseðlarnir hafa hvergi ver-
ið innleystir fyrir reikning Landsbank-
ans nema i Landmandsbankanum í
Höíd, og er mér þó kunnugt um, að
þeir hafa verið teknir bæði í Noregi
og Svíþjóð. Ég veit ekki, hvort ís-
landsbankaseðlarnir hafa verið inDleyst-
ir erlendis fyrir reikning íslandsbanka
á þenna hátt (að þeir sé færðir hon-
um til skuldar) — ég efast um það,
þangað til annað er upplýst, og álit
það alveg óviðeigandi, ef hann þarf
sjálfur að fá erlenda seðla. —
Því það er hreinn misskilningur að
í því fælist nokkurt „hliðstæði" við hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar og get eg full-
vissað vin minn Landsbankavin um það,
að sænskir eða norskir bankar borga
Dönum ekki vexti aí þeim seðlum,
norskum eða sænskum, sem liggja í
dönskum bönkum. — Og við fáum
heldur ekki vexti af þeim seðlum,
sænskum, norskum og dönskum, sem
hér liggja. — En það ættum vér að
fá ef vér værum „hliðstæðir".
Landsbankinn vill einmitt, að vér fá-
um það hliðstæði, að vér þurfum ekki
að borga vexti af okkar seðlum, sem
liggja hjá bönkum á Norðurlöndum, úr
því það gengur ekki jafnt yfir alla.
Landsbankavinarvinur.
Matthías Þórðarson útgerðarmaður,
formaður Fiskifélags íslauds, hefirfluzt
búferlum til Englands og ætlar að dvelj-
ast í Liverpool að minsta kosti vetrar-
langt- Hann fór héðan um miðjan f.
m. Ætlar hann að fást við verzlun á
fiski þar í borginni.
Frentsmiðja seld. Sveinn Oddsson
bifreiðaiali hefir keypt prentsmiðju Da-
vids Östlunds og mun taka við stjórn
hennar nú þegar.
Hey-gríma.
Varðveitir heilsuna og lengir lífið.
Hey-gríma heitir merkilegt áhald,
sem þyrfti að vera til á hverju sveita-
heimili hér á landi. Það er einkum
ætlað þeim, sem eru í heyjum eða við
önnur störf, þar sem mikið er um ryk
eða reyk. Hey-gríman síar loftið, sem
menn anda að sór og nær úr því öllu
ryki. Þeir, sem hey-grímur nota, eiga
að geta varðveitt heilsu sína og lengt
líf sitt. Þetta ksnn í fljótu bragði að
þykja nokkuð öfgakent, en ef menn
vilja lesa þessa grein til enda, munu
þeir sannfærast um, að hér er farið
með rétt mál.
Eg býst ekki við, að margir lesend-
ur Ingólfs hafi heyrt hey grímu getið,
því að skamt er siðan hún var fyrst
notuð hér á landi.
Á síðastliðnum vetri var búnaðar-
námsskeið haldið í Hólmavík í Stein-
grímsfirði. Þar talaði lækmr Stranda-
manna, Magnús Pétursson, um and-
rúmsloft, og sýndi áhald þetta, sem áð-
ur er nefnt. Ingólfur heyrði um þetta
getið og lét hafa tal af Magnúsi lækni
til að fá nánari vitneskju um þenna
hlut.
Hey gríman er fremur lítil; húu tek-
ur fyrir nef og munn manni og fellur
svo vel að andlitinu, að loft kemst
hvergi undir brúnirnar. Á henni miðri
er kringlótt op og yfir því lok úr smá-
gerfu vírneti. Undir virlokinu er skjöld-
ur með smágötum. Meðan gríman er
notuð, er baðmullarþynna lögð undir
vírlokið, milli þess og skjaldarins, og
vætt lítið eitt. Rykið sezt þá í baðm-
ullina. Hey grímur þessar hefir Magn-
ús læknir Pétursson útvegað nokkrum
mönnum í Strandasýslu. Þær eru frá
Þýzkalandi og kosta 5 krónur. Hin
elzta hefir verið notuð í 4 ár og er
óbiluð enn. Enginn vill missa hey-
j^íiíiuna, sem einu sinni hefir notað
hana. Mcnn, sem ekki þoldu að koma
í hey fyrir mæði, hirða allar skepnur
sínar síðan þeir fengu hey grímuna, og
kenna sér ekki nokkurs meins.
Allir, sem hirt hafa skepnur, vita
hve mikið ryk er í heyjum að öllum
jafnaði, og í hverri sveit eru menn,
sem spilt hafa heilsu sinni í heyjum
að vetrinum og margir, sem ekki mega
í heyblöðu koma og verða að fá sér
mann að vetrinum fyrir þá sök. Allir
þessir menn ætti að fá sér hey-grimu.
Kvenfólk sem þarf að vera í hlóða-
eldhúsum þyrfti og að hafa slika grímu,
því að mikið ryk og reykur er í gömlu
hlóðaeldhúsunum, sem ekki eru enn
aflögð, þó að þau fækki með ári hverju.
í fyrirlestri þeim, sem Magnús Pét-
ursson hélt á búnaðarnámsskeiðinu í
Hólmavik, gerði hann ítarlega grein
fyrir þeim skaðlegu áhrifum, sem ryk
og reykur hefir á lungun og ætti Bún-
aðarritið eða Freyr að fá fyrirlesturinn
til birtingar í heild sinni, því að hér
er um svo merkilegt mál að ræða, að
skylt er að gefa því rækilegan gaum,
Eins og fyrr segir eru það einkum
fjármenn, eða Þ^ir, ssm í heyjnm eru,
sem þyrfti að fá sér heygrímu.
Þeir, sem eignast vilja hey-grímu
eða leita nánari vitneskju um þær, en
hér er gefin, geta skrifað Magnúsi
lækni í Hólmavík, því að hann er, mér
vitanlega, eini maður hér á landi, sem
útvegað hefir þessar hey-grímur.
r. R.
„Botnia" kom hingað frá Danmörku
í gærmorgun. Meðal farþega var sr.
Jón Helgason háskólakennari, heimkom-
inn frá Vesturheimi. — Frá Vestmanna-
eyjum kom Sigurður Lýðsson.
Frá óiriðnum.
1 enskum blöðum frá 4. þ. m., sést,
að Þjóðverjar hafa unnið stórsigur á
Rússum í Austur-Prússlandi fyrir mán-
aðamótin. Orustau stóð þrjá daga og
fengu Þjóðverjar umkringt her Rússa,
handtekið um 80 þúsundir manna og
náð 160 fallbyssum. — Hafa Rússar
orðið að hörfa til baka á þeim slóðum.
Nokkru síðar náðu Rússar borginni
Lemberg í Galizíu, Höfðu þeir barist
sjö daga til borgarinnar við Austurrík-
ismenn. Þar tóku Rússar 80 þúsundir
manna og herfang mikið. Fara Aust-
urríkismenn allmjög halloka og þykjast
Rússar brátt munu ráðast inn í Ung-
verjaland.
Stórorustur hafa verið með Þjóðverj-
um og sambandsmöanum í nánd við
París og segja ensku skeytin að Þjóð-
verjar hafi alstaðar orðið að láta undan
síga, og mannfall orðið mjög mikið.
í Elsass og Lothringen virðast Þjóð-
verjar hafa haft betur og hrakið Frakka
úr landinu.
EDglendingar draga að sér lið alt
austan úr Indíalöndum og ætla að skjóta
á land í Frakklandi. Margt illþýði hafa
Frakkar og fengið sunDan úr Afríku
og berst allur þessi fans af mikilli
grimd gegn Þjóðverjum.
Ljótar sögur
ganga ntan af landi af gífurlegri verð-
hækkun kaupmanna á ýmsum nauðsynja-
vörum. Auðvitað verður ekki hjá því
komist, að vörur hækki í verði sakir
ófriðarins, en hitt gegnir engri sann-
girni, að styrjöldin verði beint féþúfa
kaupmannanna svo gífurlega sem þeir
■etja upp vöru sínp.
Það er brýn nauðsyn á, að stjórnin
afli sér sem fyrst skýrslna um verð á
hclztu nauðsynjavörum og um verðhækk-
un kaupmanna víðsvegar um landið. Þær
skýrslur þarf síðan að birta á prenti
til maklegs heiðurs þeim, semhluteiga
að máli, og kæmi þá jafnframt í ljós,
hvort ekki væri nauðsyn á, að stjórnin
skærist frekara i leikinn.
Enskur sendi-ræðismaður (Consul
missus) kom hingað á „Botniu“ í gær-
morgun frá Færeyjum og sezt hér að.
Hann heitir Mr. Cable, ungur maður;
hefir áður verið í Helsingfors á Finn-
landi og síðast í Antwerpen.
Enskt mannflutningaskip vígbúið,
„Oceanicu, flutti ræðismanninn til Fær-
eyja“ í veg fyrir „Botniu“ (því að skip
Sameinaða félagsins eru hætt að koma
við i Englandi sakir ófriðar). Skipið
strandaði við Skotland í heimleiðiuni og
fórst, en menn björguðust.
Athugasemd um símfregnir
frá Englandi,
Herra ritstjóri: —
í Ingólfi 6. {). m. lýsið þér á þessa leið ðfrið-
arskeytum dagblaðanna, sem Reuter og Cen-
tral News í Lundúnum senda hingað:
„ . . . skeytin eru svo vilhöll andstæðing-
um Þjóðverja og þegja auðsjáanlega um flesta
þá atburði, er Þjóðverjum ganga í vil, að mjög
varlega má leggja trúnað á þau".
Eg hefi lesið þessi skeyti að staðaldri og
get eigi verið á sömu skoðun. Mér vitanlega
heflr ekki komið í ljós, að rangt væri skýrt
frá einu einasta atriði. Það er þó satt að
skeytin láta nokkrar orustur óumræddar og
hefir bandahorinn farið halloka í sumum þeirra.
Á meðan blöðin treysta sér eigi til að kaupa
lengri skeyti, en til þessa, þá er með öllu óhjá-
kvæmilegt að „þegja“ yfir ýmsu, er gerist í
ófriðinum. Er þá auðvitað úr vöndu að ráða,