Ingólfur


Ingólfur - 08.11.1914, Page 1

Ingólfur - 08.11.1914, Page 1
XII. árg. 44. blaO Reykjavík, sunuudaginn 8. nóvember 1914. Þjóðin og lögstjórnin. Rás viðburðanna hlýtur að knýja hugsandi menn hér á Iandi til athugunar urn hiu almennu mál- efni íslands. Þau málefni, sem stjórnskipulegt vald alþingis nær ekki yfir, eiga sér ekki neitt íslenzkt forvígisvald að samþyktum og viðurkendum lögum. Lögstjórn sérmálasvæðisins heíir látið sig þau skifta, að ýmsu leyti, og menn hefir þá greint á, meira og minna, um það hvern rétt alþingi hefði til þessa. Hefir einatt þótt standa næst fulltrúahóp landsins, að Iáta til sín taka um þau mál, en þó verið fundið sárt til þess jafnframt at mörgum, að þjóðin var ekki komin lengra en svo í réttarrekstri sínum gegn útlenda valdinu. — Vegna þessarar óskipunar um almennu málin, hafa öfugspor alþingis í stjórnarskrárbaráttunni getað valdið svo miklu um aðstöðu Islands gagnvart Dön- um, yfirleitt. Þeir hafa ekki viðurkent hinn eðlilega og sögulega rétt vorn til þess að taka undir oss al- mennu málin, jafnótt sem vér yrðum færir til, og spurningin um það hvort vér værum þegnar þegn- anna, sem einungis varð á sérmálasvæðinu leyst Is- landi í vil með leysing rikisráðshnútsins — hefir svo að segja ekki verið hafin enn af hálfu Islendinga á svæði almennu málanna, eftir að löggjafarþingið stofn- aðist. „Sambandsfarganið“ reisti ekki neina kröfu um alment sjálfstæði íslands; þar var aðeins vaðið inn á viðurkenda sérmálasvæðið, til þess að teygja útskækla danska valdboðsréttarins, um fram eigin fyrri yfirlýsingar og játningar Dana sjálfra, inn yfir sjó og land íslenzku þjóðarinnar. En hvernig sem alþingi hefir farið með aðstöðu vora gagnvart Dönum með gerráðum sínum, óvits- flani og trygðarofum gegn fulltrúastöðunni, verður þjóðin nú að horfa á sitt hlutverk, eins og það er orðið, og gera sér ljóst hvert vald hún sjálf hefir um þessi málefni. Því það er alls ekki svo, að menn megi lengur láta sér nægja að horfa til Danmerkur um fullfrelsi Islands. Viðburðirnir reka hver annan í áttina til hinna örlagaríku úrslita, sem vald Dana fær ekki að ráða. Hið óskipaða vald þjóðarinnar um almcnnu málin hefir látið til sín taka oftar en einu sinni. Þegar þingið 1867 hafnaði stjórnarbótinni sem boðin var, ekki sem „gjöf“ heldur til þess að sinna kröfu Islendinga, þá var það ljóst fyrir þingmönnum að þjóðfundur var sá valdhafi, sem landsmenn áttu að- allega á að skipa um frelsismálið. Jón Sigurðsson lét þetta sjálfur uppi, þar sem hann sagði að naum- ast mundi „hnífsbakkaþykt“ milli þess sem Danir þá buðu, og þess sem farið var fram á 1851. — En nú er mönnum farin hér mjög að fyrnast þeirra eigin réttur til atkvæðis um stöðu íslendinga gegn öðr- um þjóðum, og á beztan þátt í því fálm og frum- taksleysi undanfarandi þinga, sem hvorki sýnast hafa þekt ætlunarverk sitt innanlands né út á við. „Lögstjórnin11, sem býr „sérlög“ til fyrir sjálfa sig og fer ábyrgðarlaust með fé og hagsmuni þjóðar- innar, án verulegs umboðsvalds, stendur vitanlega heimildarlaus að réttu lagi til þess að gera neitt, til eða frá, ef eitthvað bæri að höndum sem heyrir undir vald Islendinga um þeirra eigin almennu mál. Samkvæmt stöðu sinni er það að vísu eðlilegt að þingið veki máls á hinum almennu efnum og áfrýi þeim til þjóðarinnar, ef svo ber undir. En er þessu þingi eða þeim sem eru framkvæmdarverkfæri hinna sameinuðu svokölluðu „flokka“ (af stefnulausum samtakamönnum um það að ná völdunum) — trú- andi til þess að gegna í þessu efni stöðu sinni svo langt sem hún nær og að virða vald þjóðarinnar á hinu óskipaða réttarsvæði? Þjóðin verður nú sjálf að vaksi yftr Vclfcrð Og frelsi íslands. Hún má ekki trúa^ framkvæmdar- lausu lögstjórninni, sem er ckkí hær að fara með þessi mál samkvæmt núverandi fyrirkomulagi um skip- un þjóðvaldsins og hefir sýnt, þar að auki, að hún er ekki hæf til þess að gæta réttar Iandsins og hags- muna, ef til kæmi. — — Vér erum þegar komnir það áleiðis í sögu ófriðarins mikla, sem er þó enn svo að segja óskrif- uð, að almenningur verður að láta þetta mál til sín taka, tafarlaust. Hættan á því að málaskúmar eða bleksnápar, sem lifa hér á sínu eigin politiska sam- visku og sannfæringarleysi, fari að blaðra eða makka við útlend völd um stöðu íslendinga gagnvart öðr- um þjóðum er þegar fyrir hendi. Svo illa er geymd æra og velferð gamla Islands í þeim höndum, sem nú teygja lengst fingurna að fjárhirzlu landsins og valdasætinu, að hcetta er þegar á ferðum. Þjóðin með sitt óskipaða vald, dreifð og fámenn og dauflega hugsandi í óáran og erfiðum kjörum, er svo fjarlæg þekkingunni um það hve langt getur komist brall eigin hagsmuna og fordildar með rétt þessa lands, að ótt- inn er ekki til ennþá hjá þeim, sem hafa málefni Islands að leiksoppi, fyrst innanlands, svo í stjórnlaga- málinu og seinast út á við gagnvart öðrum þjóðum ef svo ber undir. Þannig hefir „lögstjórnin“ farið með náðartíma Islands. Hún gat nú haft hreint borð í stjórnarskrár- deilunni gagnvart Dönum, hvernig svo sem þeir hefðu tekið í það mál. Hún gat fyrir löngu síðan vakið og glætt hugsun þjóðarinnar um hið almenna vald og borið fram fyrir hennar hönd og eftir hennar umboði, kröfur um afhending nokkurs af því valdi, er Danir hafa haft með höndum fyrir hana til þessa, (t. a. m. löggæzlu á sjó gagnvart botnvörpunguin og erlendum fiskurum, erindreka viðurkenda af Dönum sjálfum, um verzlunarhagsmuni á helztu mörkuðum íslenzkra út- fluttra afurða o. s. frv.) En hvað hefir „lögstjórnin" gert í stað þessa? Hún hefir sauðmerkt stjórnlaga- þrefið með heimsku, hverfulleik og hagsmunapólitík einstakra manna — hún hefir blettað málstað íslands á sérmálasvæðinu með fráfalli á fráfall ofan frá réttmætum, viðurkendum frelsiskröfum fyrri þinga — hún hefir gert löggjöf landsins að athlægi og endemi í augúm allra skynbærra, réttlátra manna, innan lands og utan. Og á almenna málasvœðinu hefir hún tyldrað upp svikamylnu, þar sem áttu að ginnast í þeir sem ennþá áttu eftir óskemdan neista af vilja til fullfrelsis fyrir Island. — Hefði lögstjórnin staðið svo í stöðu sinni hér, sem hefði mátt vænta af henni — þá væri þjóðin nxí öðruvísi undirMin, að taka því sem bera kann að höndum. Konungstrygð og skynsamleg eining við Dani um hin ytri mál, hafa verið hér gerð að grýlum fyrir al- menningi — einmitt af þeim hinum sömu, sem mest hafa starfað að hruni og eyðilegging sjálfstæðisins is- lenzka. „Skilnaðarglamrið“ hefir hjá þeim skjótlega snúist upp i „innlimun“. Óhugsað og ómögulegt fyr- irkomulag af ýmsu tagi, sem ekki hefir orðið skýrt neinum nöfnum, hefir verið básúnað og boðað þjóð- inni af ýmsum framhleypnum málaskúmum, sem naumast höfðu gripsvit á slíkum efnurn. „Ríkisheitinu“ hefir verið klint á pappírinn, þar sem ekkert bjó und- ir nema froða, fleipur og stundum annað verra o.s.frv. Þjóðin á Islandi getur ekki verið örugg á þess- um timum um það, að gert verði hið hesta fyrir hennar hönd. Hún þarf að gera sér Ijóst að hún er ein allra þjóða álfunnar, sem á enga viðurkenda, lögmæta verndara um sinn eigin rétt. — Allar aðrar siðaðar þjóðir eru fullskipaðar undir innra og ytra vald, sem grípa yfir öll hlutverk, sem vinna á eða kunna að koma fyrir. — Hvort sem máttur þess valds er meiri eða minni þá verður hið bezta gert, sem unt er, eða álitið fyrir hverja þjóð siðmenningarinnar — nema þessa einu. En hvað getur þá hið ólögskipaða islenzka þjóð- vald gert, eins og nú stendur? Það fyrsta og mikilvægasta af öllu er það, að lialda lög öll, sem nú standa, við þá þjóð sem hefir verndarskyldu fyrir Island gagnvart öðrurn þjóðum, en sú lögheldni er aðallegast í því fólgin hjá vorri vopnlausu þjóð, að gæta stranglega hlutleysis, bæði í orði og á borði — og almenningur á að vaka yftr því að þetta sé gert, bæði af einstökum mönnum og stofnunum, því ef út af ber, getur það valdið meiri ógæfu fyrir þetta land og alt framtíma- frelsi vort heldur en unt er neinum að Iýsa með orðum. Þjóðin þarf að vera við því búin, að til hennar verði skotið því máli sem varðar hana mest af öllu. Svo getur vel farið og það innan skamms tíma, að þjóðfundur verði að kallast saman, til þess að ræða og skera úr um aðstöðu íslands út á við. Til þessa þarf ekki að koma fyrst um sinn meðan engin breyt- ing verður um hlutleysið, en enginn getur hér sagt um það, hve langt eða skamt kann að vera annars að bíða. — Ef svo skyldi fara af einhverjum ástæðum að hér kæmi til þjóðarinnar kasta að ráða um sín eigin ytri málefni gagnvart öðrum ríkjum, þá er enginn efi á því, hvern veg hún verður að stefna, vilji hún varðveita frelsi sitt og sérstaklegt þjóðerni um ókom- inn tíma. — Vopnleysi hennar og vanmáttur knýr hana inn á þá braut að leita ekki einungis viður- kenningar heldur verndar hjá öðrum. Landið er ey, og þar af leiðir eðlilega að ftotaveldin verða þar að koma til skjala. En öll hyggindi og framsýni knýja jafnframt þjóðina til þess að gæta þess, að flcirl cn ein þjóð tæki þátt í vernd íslands, ef þar að kemur. Það er enginn efi á þvi að lífsskilyrði þjóð- crnis vors á komandi tíma, svo framarlega sem ófriður þessi veldur breytingu um hlutleysið er það, að þjóðinni takist að láta jafnvæglð niilli vernd- iindi flotaþjóða koma til greina við ákvörðun um stöðu Islendinga í þjóðafélaginu. Þessi meginsetning um stefnu þessarar þjóðar framvegis meðan hún er ekki vaxin sinni eigin vernd og meðan ekki verður alþjóðaréttur svo, að viðurkenningin verði ein nægi- leg lil að tryggja þjóðarsjálfstæði — mun naumast geta valdið ágreiningi. Þetta liggur svo í augum uppi. Ein þjóð má ekki alein vera hér um það að setja menningarmark sitt á auðnirnar í landi og hjá lýð. Það er ómælt og ótaiið, hvað þjóðerni vort hefir liðið mikið böl af því hve einlit og einskorðuð hata verið hin ytri menningaráhrif vor um undanfarnar sambandsaldir við Dani. — Ef tímarnir eiga hér að fara að breytast og ef þjóðerni vort á að taka ný áhrif utan að á annað borð, þá er umfram alt að gæta þess, ekki svo mjög að firrast hin eldri áhrif, eins og hins að gera áhrifin fjölhreytilegri. Með „lögstjórninni“, án verulegs umboðsvalds, jafnvel á þvi takmarkaða svæði sem hún nær yfir, er lögð sú byrði á þjóðina að gæta sín sjálfrar, sjálf- stætt og með skarpri athuguirum, hvernig mál hennar standa, jafnóðum sem viðburðirnir gerast. Hún verð- ur þar að trúa sjálfri sér og trúa á sjálfa sig, til þess að vita sinn eigin vilja víst — og hún verður að láta alla sína þjóna og umboðsmenn kosna og skip- aða finna, að hún hefir augun á þeirn á þessum hættulegu tímum. Þessari byrði fylgir mikill vegur og því mega Islendingar nú ekki gleyma að hcimiiriun muil virða þjóð vora eftir því sem hún kemur fram í sinu eigin lífs og velferðarmáli. Lögstjórnin hefir ekki verið sönn mynd þjóðar- eiakennanna íslensku. Fyrirkomulagið, vöntun um- boðsvalds, og afleiðingar kúgunar og fátæktar hafa valdið svo miklu þar um. — Þessvegna eigum vér ennþá veg fyrir framan oss til sjálfstæðis og sérstak- leiks í fólagi þjóðanna, ef almenningur vakir og gætir síns eigin valds og réttar, hvað sem „lögstjórninni“ líður. — Annars er hætta fyrir því versta, — að umboðs- valds- og ábyrgðarlausa lögstjórnin kunni að hneppa að frelsi Islendinga í annað sinn, — og nú því ver en varð á 13 öld, að þjóðernið glatist rneð frelsinu. Einar Benediktsson.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.