Ingólfur


Ingólfur - 22.11.1914, Side 1

Ingólfur - 22.11.1914, Side 1
XII. árg. 46. blaö lieykiavík, sunnudagrinn 22. nóvember 1914. Starfsié fyrir ísland. II. Fullræktun íslenzkrar jarðar á stórum svæðum með félagsfyrirtækjum og aðstoð banka og löggjafar, er hið fyrsta verkefni „starfsfjárins fyrir ísland“. Þetta liggur í augum uppi, Það sem lengst verð- ur ágreiningur um, og tefur fyrir gerbreyting hinna almennu ráðstafana og sannvirðing íslendinga sjálfra á sínum eigin eignum, er „vantrúin á háu lölurnaru. Eg hefi sagt, að láglendið syðra geti — þegar það er komið í fullrækt — gefið árlegt heyfall, sem nemur 50 miljónum króna. Þessi afurð er miðuð við fullræktun landssvæðis, sem er aðeins einn 25. hluti af stærð Islands. Mönnum er loksins hætt að blöskra að heyra talað um „Flóaáveituna“, en rœktun haganna með aðfluttum áburði og skepnuáburði sem fylgir með áveit- unum — hún vex mörgum ennþá í augum. En smátt og smátt fer það eins og um Flóaáveituna. Gamla, rótgróna smásýnið opnar augun fyrir sannleikanum og sér, að vér eigum víðáttumikið, frjósamt land, eitt hið bezta í álfunni — en ónotað að mestu og rányrkt um margar aldir. Eg hefi nefnt 4000 ferkílómetra ræktanlega á suðurláglendinu öllu. Efalaust er miklu meira svæði fallið til fullkominnar grasræktunar á Suðurlandi, en þetta hefi eg nefnt til þess að byggja tölurnar á. Sé t. d. miðað við það, hve hátt frá sjáfarmáli finnast síbreiðublettir í Hreppum, Landsveit og Rangárvöllum, og liti menn á reynslu Reykvíkinga um túnræktun í urðargrjótum, sem þeir hafa stórgrœtt á margir hverjir, þá munu menn fljótt átta sig á því, að 4000 ferkílómetrar, og meira til, bíður ræktunar á Suður- láglendinu einu — fyrir utan ræktunarsvæði hinna annara landsfjórðunga, sem framtak löggjafar og þjóð- ar verður að beinast að jöfnum höndum. Af áveitulöndunum syðra eru menn og vanir að líta einungis til Skeiðanna og Flóans, en gleyma öðr- um feiknavíðum áveitusvæðum á láglendinu, svo sem Landeyjunum, sem eru ef til vill allra fegursta áveitu- hérað landsins. Þverá og Markarfljót hafa fengið að leika sér þar oflengi lausbeizla — en eins og komið er um niðurbrot og uppblástur jarðvegsins þar, mun rœktunin frá sjó og uppeftir vera nauðsynleg, til þess að binda og græða áveitusvæðin svo, að vötnin verði tamin til þess verks, sem þau eiga að vinna. Á þessu svæði hefir verið gerð ágæt byrjun og hefir einn helzti forvígismaður félagsáveitu í Austur-Land- eyjum, Einar í Miðey, sagt mér, að væri afveitan i góðu lagi, mundi láta nærri um 20 hesta heyfall af dagsláttu þar, samkvæmt reynslu sem þegar er fengin. Á Rangárvöllum sjálfum eru áveituskilyrði í stórum mæli. Þegar eg var þar eystra fekk eg Thalbitzer, þann sem gerði mælingarnar á Skeiðum og í Flóa, til þess að fara með mér þangað sem Rangá eystri varð tekin upp, og leidd niður í fornmannaskurð einn, er auðsjáanlega hafði áður fyrr flutt læknisdóm vatnsins yfir vellina. Þegar mál þetta kom fyrir sýslu- nefndina var eg farinn úr sýslunni og var ekkert frekar gert við það. Áveitan á Hvolsvöll austan Rangár liggnr einnig opin og bein fyrir. Þar er gull- falleg víðátta sléttra engja, sem bíður hins sama sem allar hinar. Þurkun HoHsóss og áveitur undir Eyja- fjöllum mundu verða að gerast i sambandi við áveitu- fyrirtækin i Landeyjum, en fagurt og stórsýnt væri undir Fjöllunum ef fullkomin notkun landsins kæmist þar á. Að gera Holtsós að höfn og breyta þann veg um örlög Eyjafjallasveitanna er tillaga, sem komið hefir fram, en mun vera bygð á litlum sem engum rannsóknum, og þessvegna ekki takandi til greina að svo stöddu i framtímamáli Suðurláglendisins. Safa- mýri með Ásunum og Holtunum mynda afardýrmæta gróðrarbygð á einum þeim hluta láglendisins, sem er bezt fallinn til félagsræktunar. Þar er gott dæmi þess, hvernig áveita og túnarækt mættu sameinast og sýna hvað íslenzk jörð getur gefið af sér. Þeir sem þekkja til austan Jökulsár, munu naum- lega neita því, að stórsvæði finnast til fnllræktunar í Skaftafellssýslunum, og nefni eg þetta einungis vegna þess, að mörgum hættir við því, eius og áður er sagt, að kalia Flóa- og Skeiðasvæðið eitt „Suðurláglendi" — þegar talað er um framfarir í stórum stíl í rækt- un landsins austanfjalls, að ónefndum Mýra-, Borgar- fjarðar-, Kjósar- og Gullbringusýslum. Þegar menn hafa nú játað og viðurkent hverja möguleika Island á í gróðurlöndunum, ekki einungis í þessum landsfjórðungi heldur einnig í öðrum hlut- um landsins, þá kemur til þess að spyrja, hve mikið starfsfé hér vantar og getur ávaxtast í landbúnaði og hvernig er unt að útvega þetta fé. Ur fyrri spurningunni verður ekki leyst nema með nákvæmum rannsóknum og athugunum um lands- háttu, álíka og þeim sem gerðar hafa verið í Árnes- sýslu, á nokkru svæði þess héraðs. Þar kemur margt til greina, sérstaklega hliðsjón til fólksfjölda eða rétt- ara sagt fólksfæðar — og hlutfallsleg aðstaða hinna ýmsu héraða til hins innlenda vinnumarkaðs, með því að þjóðernisstefna löggjafarinnar verður að ráða mestu, og vegna þess að næst auðninni er samflutn- ingur íslendinga til sérstakra svæða hin mesta hætta fyrir sjálfstæða, sérkennilega, íslenzka þjóð í þessu landi. Væri óviturlega farið að í þessu efni mundi eignahrun á öðrum hlutum landsins valda svo að segja nýju Iandnámi útlendinga, þar sem auðveldara yrði að fá lönd fyrir lítið, og í þéttbýli Islendinga sjálfra, mundi gildi og hlutverk fjöldans Icekka í stað þess, að íslenzka þjóðin á að halda öllu sínu og hefja sig yfir vélar og aðfenginn vinnukraft, svo sem fram- ast má. Fyrir þessu atriði, hve mikils starfsfjár ísland þarfnast, verður að gera grein sérstaklega á öðrum stað. En um hina spurninguna hvernig útvega megi íslandi starfsfé, vil eg fara hér fáum orðum. Markaður íslenzkra verðhréfa ytra er meg- inatriði þess máls — og er þar ekki einungis átt við trygð bréf frá landi, héruðum og kaupstöðum eða bönkum, heldur einnig hluti í félögum og fyrirtækj- um Iandsins. Til þess að skapa og styrkja markað islenzkra verðbréfa, þarf löggjöfm að leggjast á eitt með bönk- unum. I stað þess, eins og einatt hefir verið áður, að hvert íslenzkt fyrirtæki eigi sér von fjandskapar, rógs og mótspyrnu ytra, af hinum og þessum, stund- um þeim sem sízt skyldi, á framtakssemi Islendinga að geta átt sér talsmann hjá þeim stofnunum land- ins, sem hafa alment traust. Ymsir þeir, er ann- aðhvort þjást af algengri, mannlegri öfund, eða þykj- ast hafa eiginhagshvöt til þess, að spyrna á móti fyrirlækjum annara hér á landi, hafa til þessa átt altof auðveldan aðgang að því, að skemma fyrir lífs- mörkum íslenzkrar framtakssemi í útlöndum. Nöfn þarf ekki að nefna til þess, að.t. a. m. íslenzkir kaup- menn kannist við, hverju slík aðferð hefir valdið, vegna þess að íslendingar hafa verið varnarlausir að mestu í þessum efnum. Á hinn bóginn hafa hér- lend fyrirtæki oft fengið byr ytra, sem áttu það ekki skilið, vegna þess, að til engra stofnana var að leita til meðmæla eða umsagna, sem útlend fjárframlög máttu og áttu að byggjast á. Með þeirri undantekning, að bankarnir hafa nokkr- um sinnum stutt jslendinga ytra á þann hátt, að veita þeim persónuleg meðmæii, einkum nú á síðari árum, má segja að landsmenn hafi algerlega saknað verndar og réttlætingar gegn þeim þunga andróðri, sem verið heíir að mæta venjulegast, þegar eitthvað hefir átt að gera hér með útlendu fé. Meðmæli ís- lenzku bankanna með fyrirtœkjum eru varla teljandi til þessa dags, en þar geta bankarnir einmitt unnið mest gagn til peningaöflunar ytra. Saga íslenzkrar verzlunar bendir fljótlega á það að margir muni finnast utan og innan landsteinanna, sem vilja auda kalt á íslenzka framtakssemi og móti Iánstrausti íslendinga ytra. En eitt er ’þó verst af öllu, og það er, að löggjöf vorri, stjórn og bönkum hefir ekki tekist enn þá að gera danska banka vin- veitta isltnzkum, heilbrigðum fyrirtækjum utan Dan- merkur jafnt sem innan. Þvert á móti hefir „atvinnu- pólitík“ vorri hér heima tekist að eyðileggja þann vinskap, sem fannst og vannst smátt og smátt gagn- vart vaxandi framfaraviðleitni ýmsra íslendinga ytra. I því einu út af fyrir sig hefir „sambandsflanið“ gert landinu algerlega ómetandi fjártjón. Dönum var tal- in trú um, að það vildu allir íslendingar, sem engir vildu aðrir en stjórnmálaskúmarnir sjálfir og æsinga- menn þeirra þegar til kom — og svo leit danska þjóðin svo á, eðlilega og skiljanlega, að Danahatur fælist bak við sambandslagasynjun þjóðarinnar og á því ólu skúmarnir drjúgum sér sjálfum til réttlæt- ingar. Og svo mætti hatur hatri — og dönsku bank- arnir urðu fyrir áhrifum af því. Hér verður ekki lagt langt út í þetta efni. Þessa er minst til þess að eins, að menn glöggvi sig á einni ástæðu, meðal annara, fyrir þvi að sú þjóð, sem er sjálfsögðust til þess að aðstoða ísland á heims- markaðinum, hefir ekki unnist til þess ennþá. Það fyrsta, sem gera þarf af hálfu löggjafar og banka, er að setja á fót íslenzka stofnun ytra, sem stendur í nánu sambandi við hérlendu bankana, sem haldi hlífiskildi yfir íslenzkum verðbréfum á pen- ingamarkaðinnm, komi þeim þar í verð eftir því sem verkast vill og sé milliliður milli hins almenna trausts, sem landið og bankar vorir njóta, á einahlið, og er- lendra fjárframlaga til heilbrigðra og arðvænlegra ís- lenzkra fyrirtækja, á aðra hlið. Slíka stofnun hefir altof lengi vantað, og verður naumlega fundin nein afsökun fyrir því. Stofnend^- íslandsbanka vildu vinna i þessa átt, þegar sá banki byrjaði að starfa, með því að hafa bankadeild i Höfn, er meðal annars átti að hjálpa íslenzkum seðl- um fram á markaðinuin ytra, en þetta, eins og flest annað, sem vel var hugsað frá upphafi uin stofnum þessa banka, varð eyðilagt með undirróðri héðan. Einn helzti banki Norðurlanda, Landmandsbankinn, var þá einnig um það leyti gerður óvinur hins fyrirhugaða nýja fyrirtækis með fádæma frekum og ófyrirleitnum rógi — sömuleiðis héðan — og er enn sopið seyðið af því í viðskiftum íslands við útlönd. Eg hefi orð- ið gagnkunnugur allri þeirri sögu og gæti sagt frá mörgu um það, sem mundi vekja undrun og gremju landsmanna, — en hér er ekki staðurinn til þess. Aðferð þriggja meginbanka Norðurlandanna til þess að koma verðbréfum Norðmanna, Svía og Dana á heimsmarkaðinn er lærdómsrík í þessu efni. Banka- stjórar Centralbankans, Wahlenbergs og Landmands- bankans komu einu sinni fyrir fáum árum allir sam- afi í París og stofnuðu þar sameiginlegan banka í þessu skyni. Sá banki starfar nú einnig í London og heitir þar Brithish Bank of Northern Commerce. Þegar bankinn var stofnaður í París, var ég þar staddur og hafði áður verið i Stokkhólmi hjá öðrum bankastjóra Wahlenbergs. I París átti ég langt sam- tal við Gluckstadt Landmandsb.stjóra um sölu á ís- lenzkum verðbréfum (á 2 miljónir kr.) og leitaðist við að sýna fram á, að jafngóð ættu að vera fyrir París- ar og Lundúna markaðinn landstrygð verðbréf íslenzk eins og norræn sveitaskuldabréf og því um líkt. Hr. Gluckstadt er einn hinn ágætasti og vitrasti fjármála- maður, sem Danir hafa átt, og talaði hann mjög hlý- lega í garð íslands. Varð niðurstaðan af samtali okkar sú, að hann gaf mér góðar vonir um að koma bréfunum í verð i Danmörku meðal skiftavina Land- mandsbankans. Þessi ungi bankastjóri er sá eini danski maður, sem eg hefi talað við, sem mér virtist hafa skilið til fulls að hjálpa beri Íslandi frá Danmörku til fjár-

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.