Ingólfur


Ingólfur - 22.11.1914, Síða 4

Ingólfur - 22.11.1914, Síða 4
184 INQÖLFUR Reimleikinn i Helli. Eins og frásögw blaðains Ingólfa, 42. tbl. þ. á., ber með »ér, fór um aláttar- lokin að bera á óvenjulegum fyrirbrigð- um á býlinu Helli í Áaahreppi. — Þar er myndar-býli og þangað heyjað heim bæði úr Safamýri og víðara að. — Þesai reimleiki mun fyrst hafa gert vart við aig þegar bóndinn þar var farinn af heimilinu i Eyrarbakkaferð. Konan var ein heima með tvö börn sín. Um ald- ur þeirra ekki beint frétt, enda kemur það frásögninni ekki við. Konan var háttuð í rúm sitt og hafði börnin hjá sér í rúminu. Heyrir hún þá óvenju skarkala, þannig lagaðan, að henni var ómögulegt að gera sér greiu fyrir, af hverju stæði. Fylgdi honum þegar einhver ömurleiki, er magnaðist svo, að henni lá nærri örvinglun af ótta. Þessi illu læti virtust honni sumpart frammi í bæjardyraskúr og þó á sama tíma uppi á bæjarhúsum og það svo harkalega, að viðum lá við broti. Strax um morganinn brá konan við og fann nágranna sína að máli og tjáði fyrir þeim það, er fyrir sig og sína bafði borið og kvaðst ekki þar Iengur vera að nóttu til. Þetta hafði þann árangur, að þrír einhuga ungir menn brugðu við og vöktu þar næstu nótt. Segir sögumaður minn, að það sem fyrir þá hafi borið, sé sem næst á þessa leið: Heyhlaða var vestan við bæjarröðina vel um vönduð og timburþil á milli. Þaðan heyrðu vökumenn nú atórkost- legan undirgang, er fór fram sumpart inni í hlöðunni eða uppi á henni. Færð- ust ólæti þessi með afarmikilli skyndingu yfir hin húsin. Var þekjan knúð með svo miklu afli, að braka þótti í hverju tré. Iun í bæjardyraskúrinn kom þetta Iíka með líkn háttalagi og alla leið færðist það að baðstofudyrum. Óðu þá vökumenn fram með Ijós og hugðust &ð verða vísari um, hvað þessum djöfla- gangi væri valdandi. Þá hvarf skark- alinn undan þeim og upp á þak. hús- anna. Svona stóð þetta með litlum hvíldum alla nóttina. Hvar sem vöku- menn komu, hvarf reimleikinn þeim og ekkert munu þeir séð hafa. Þó eru nokkrar missagnir um það — er sú lýs- ing þannig löguð, að hana ber að geyma þjóðsagnasafni væntanlegu. Um morg- uninn aðgættu vökumenn allar þekjur; sá þá ekki á neinum missmíðum. Ekki er sagt að þessu hafi lint. Hafði borið á þessu meira og minna og stund • um um daga. Oft var skift um vöku- menn. Endaði þetta með því, að eig- andi bæjarins sá sér ekki annað vænna, en rífa hann til grunna og flytja viðuna í burtu og byggja nýjan bæ að stofni. Má geta sér til, að í ekki betra veðri en var hér eystra í haust, hafi þétta ekki verið gert að gamni sínu — alt saman. Hvað sem Um tildrög þessa ófagnað- ar er, þá er eitt leitt við það: að ekki var reynt að grafast eftir á vísindaleg- an hátt, hvað komið hefir af stað þess- ari hreyfingu. Úr því að bærinn var rifinn er Iíklegt að Joku sé skotið fyrir það framvegis. Þessi frásögn er tekin eftir manni, er var með í vökuuni á draugabýlinu og mun því í flestu eða öllu vera rétt. Atlis. Eftir viðtsli við vinnumann, er verið h»fði þar fyrrum og gætt sauða fyrir Sigurð bónda, er þar bjó fyrrum; kvað hann, að sumum hefði stundum þótt óhreint í sauðahúsunum ogfremur sagðist hann telja þann orðróm á rök- um bygðan, en heima aldrei neitt und- arlegt komið fyrir. Ritað 8. növ. 1914. S. Jönsson. * Skýrsluágrip þetta heflr Ingólfur feng- ið frá hr. Símoni Jónssyni póstifgreiðsl- umanni að Selforsi, er mestur þykir eftirrýningamaður um dulræn efni aust- anfjalls og kallað er, að viti jafnlangt nefi sínu. Frásögnina hefir hann eftir beztu heimildum, viðtali við vökumann o. fl., en þó er fremur úr öllu þ vi magn- aðasta dregið — „akeljóttum óvætti, er heima kvað eiga í tjörn þar allnærri o. fl.“ Er þar farið að dæmum góðra sagnaritare, aS fella niður vitnislausar sögur, svo að heldur megi við auka frá- sögnina síðar, en að þvi verði hrundið, sem skráð er. Bærinn að Helli liggur úti í mýri all- langtfrá öðrom bæjum og af almanna- leið. Er því ekki til að dreifa hrekkj- um afbæjamanna, enda hefir ókyrrleik- inn verið með þeim hætti, að varla get- ur stafað af menskum mönnuro. — Austanmenn segtb, að einhverjir vöku- manna hafi séð bregða fyrir á bænum óvætti, er vsr „minni en köttur en stærri en mús“, en í þekjunni þótti stundum láta áþekt þvf, er akkerisfestar eru unduar upp ð botnvörpuskipi. Bærinn var Iagður í eyði áður hann var rifinn. Yar það þá eitt kveld í myrkri, að tveir menn vóru á ferð, sinn hvorn veg frá bænum og sáu heim þang- að ljós í gluggum. Þótti þeim þetta ekki undarlegt, því að þeir höfðu þá ekki frétt, að bærinn var auður af mönnum.' Nú segja síðustu fregnir, að ókyrr- Ieikinn sé aftur kominn upp í nýja bæn- um, með likum hætti sem fyrr. Er því ekki loku fyrir skotið, að visindamenn- irnir geti enn komið við rannsóknum og mætti það nú ekki úr hömlu drag- ast. Símnefni Talsími 450 Agency Iteykjavík. H. Gunnlögsson & P. Stefánsson. Umboðsverzlun. Lœkjartorg 1. Reykjavik, Iceland. Umbo3iT8?glia. Ó. G, Eyjólfsson & Co., Reykjavík — Rotterdam. íslenzkar Yörur teknar til umboðssölu. Útlendar vörur pantaðar fyrir kaup- menn og verzlun&rfélög. Gott verð. — Vandaður varningur. Stórt sýnishornasafn. 4 Sveinn Björnsson l Lyfirréttarmálafluíningsmaöur & Hafnarstrsati b GísliSveinsson yfirdómslögmaður. Skrifstofutími ll1/,—1 og 4—5. Miðstræti 10. T&lsíml 34. Sælgætis- og tóbaksverzlun. Hótel ísland. Sími: 389. Á annari stjörnu. XXXI. Ráð eem dugir, til að sjá þar rngl og heimsku, sem les- andanum ern pð opnaðir nýjir heimar, er að lesa nógn heimsk- lega. 1. Georg Brandes segir frá því í bók sinni Fugleperspektiv (1913, bls. 276), er hann hitti eitthvert sinn að máli Ágúst Strindberg, sænska skáldið fræga. „Ved De at der i den ældre franBke Literatur er spaaet om mig“ (vitið þér að spáð hefir verið um mig áður fyrr í frönskum bókmentum) segir þá Strind- b9rg við hinn nafntogaða danska rit- höfund, og ennfremur að spádómur þessi sé í bók eftir Bilzsc sem heitir Ssra- phitus Seraphita. Hann sýadi mér stað- inn segir Brandes, og er spádómurinn þannig: Endnu en Gang vil Lyset kom- me fra Nordeu (enn — eða aftur — mun Ijósið koma frá Norðurlöndum). Það er eg sem átt er við, sagði Strind- berg. Honoré de Balzac var framúrskar- andi merkilegur skáldsagnahöfundur, og ófreskur maður, eða skygu einsog skáld eru oft, framar en þau vita sjálf. Bók- in sem nefnd var, er því miður ekki til hér, en óhætt mun að gera ráð fyrir að rétt sé frá sagt um spidóminn. 2. Hvort Strindberg hefir haft rétt fyrir sér eða ekki, læt eg auðvitað ósagt. Eu öll ástæða er fyrir mig*til að benda á spádóm þeuna, þvi að það liggur mjög nærri að þýða hann sem sannspá um sannindi þau sem eg hefi fundið. Þar •em gefið er í skyn í spánni, að ljós (þ. e. athuganir og hugsanir, sem auka mjög skilning á tilveranni) hafi áður komið frá Norðnrlöndum, þá er senni- lega átt við Emanuel Swedenborg; var Swedenborg frábær gáfumaður og hinn hugkvæmdasamasti í nóttúrufræði ; í mörgum greinum á uudan sinni öld. Hann var kominn yfir fimtugt þegar hann fór að fá vitrauir, og halda marg- ir, að þangað til bafi hann verið af- bragð annara manna að viti, en úr því séu athuganir hans hugarburður einn og markleyaa. Eu þá hóf Swedenborg sig einmitt hærra en áður, upp yfir vanalegt mannlegt vit, til hugfélags eða sálusamlags við vitrari verur á öðrum hnöttum. Eu að vísu tókst honum þó ekki sú aflraun, sem ýmsir virðast hafa búist við af honum, sem ekki var nógu kunnugt um heimsku vora á jörðu hér, að geraguðafræðina að náttúrufræði. Siíkt var í þá daga ofraun mensknm manni. Swadenborg var fæddur 1688; voru þeir samtíðarmenn og lifðu flest ár hin sömu, hanu og hinn ágæti Linné, mað- ur sem er nokkurskonar dýrðlingur í augum iivers náttúrufræðings; hefir sjálfsagt verið nokkurt sálufélag milli þessara ágætu Svía, líkt og áður milli Bacons og Shskespeares og síðar milli Lamarcks og Goethe, eða Darwin3 og Spencers; Wallace mætti líka nefna í því sambandi. 3. Á Swedenborgs dögum var náttúru- fræðin ekki komin lengra en það, að engin von var til annars en vitringur þessi, sem var biskupssonur og aliun upp í miklum guðsótta, teldi vitranir sínar vera frá hinnm andlega heimi, og béldi að mjög margir andar þeir sem haun sá, væru sálir framliðinna. Meðal annara anda sem honum birtust, var fornkunningi hans, Karl 12„ og kom honum þjóðhetja Svía fyrir sjónir „hinu- megin“ sem hinn versti djöfull (disbol- us pesiimus). En að vísu muu þeisi vera sem hann skynjaði, ekki hafa verið Karl 12., heldur einhver mjög líkur hou- um, og lífa en ekki liðinn. Virðiatmér af þeirn athugunum sem eg hefi getað gert, helst mega ráða, að andar fram- liðinna sé ekki á ferð; og síðan eg fór að kunna að gefa betur gætur að því sem fyrir mig ber í svefni, hefi eg get- að gengið úr skugga um það, að mig dreymir aldrei neinn sem dáinn er, held- ur einhvern líkan. Þykir mér líklegast, að sálir framliðinna geymist með verum, æðri eða lægri, sem meun hafa átt sálufé- lag við í lifanda Iífi, en eigi sér.ekki sjálfstæða veru. En eg leyfi mér auð- vitað ongar fullyrðingar um þetta; það mnn verða hægt að fá miklu meiri vitneskju um þetta efni, þegar menn fara að reyna þá leið, sem verið er að benda á í þessum ritgorðnm. (Mjög merkilega hugsnn sem að þessn lýtur hefir prófessor Ágúst Bjarnason látið í ljósi í bók sinni Hellas bls. 266). Ekki skal neinn skilja orð mín svo sem ver- ið sé að telja úr honum að trúa á fram- hald lífsins. Hafi einhverjum veizt slíkt útsýni sem mér, á góðum augnablikum, þá verður honum alveg ljóst, að lifið mun sigra, framhald þess lífs sem vér nefnam líkamlegt, þó að erfiðlega gangi enn, þar sem fjarst er hinum fullkomn- ustu, og dauðanum verði hver að lúta í helheimi, Og er það að vísu, einsog mönnnm finst, ósignr mikill. 4. Swedenborg skildist aldei, að það sem vérið er að segja frá, t, a. m. í opin- borun Jóbannesar, einni af merkilegustu bókum biblíunnar, er einmitt vitrun frá öðrum hnöttum, og eins dómsdagsopin- berun sú sem hann talar um af eigin sýn, yfirleitt allar hans vitranir, nema það sem hann fjarskynjaði af þvi sem gerðist á þessum hnetti, einsog eldur- inn mikli í Stoekhólmi, sem hann „sá“ þó að hann væri þá staddur i Gauts. borg. Eu Swedenborg vann þó það af- reksverk, að sjá um sumt af því sem fyrir hiua bir, að það gerðist ekki í einhverjum öðrum andlegum heimi, held- ur á öðrum huöttum í þessum heimi; þar rofaði til í þokuuui; er rit Swed- euborgs um jarðstjöruurnar í aiheimuum afarfróðlegt, og margfaldlega skemtilegt þegar menu vita með vissu, að þar er ekki um hugarburð að ræða, heldur at- huganir á lífiuu á stjörnum í öðrum sólkerfum1). Swedonborg hddar að hiun hafi séð íbúana á Júpíter og mun það vera misskilningur, því að Júpíter virð- ist stjörnufræðingum vera glóandi enn- þá og moð öllu óbyggilegur; en Swed- enborg mun hafa athugað lífið á stjörnu sem líkiat Júpíter, en er íöðru sólkerfi. í íjarskynjunum er altaf mjög hætt við missýningum og misskilningi, og mér virðist svo sem draumar, einsog vana* lega er sagt frá þeim, séu mest missýu- ingar og rangar ályktanir. Eu draum- ar keru, einsog áðar er getið nm, fjarskynjanir. Mun mannkyninu verða það til stórmikils vitauka, þegar menn fara að læra að glöggva sig bet- ur á því hvað það er, sem fyrir þá ber í draumi. En fyrstir muuu þar verða til, þeir sem glöggastir eru á það sem fyrir þá ber, á vanalegan hátt, í vöku. 1) Rit þetta er til í enskri þýðingu hér á, landsbókasafninu. Heflr margt vorið Þýtt á íslenzku sem ófróðlegra er. Framh. Helgi Pjeturss.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.