Landið

Tölublað

Landið - 05.05.1916, Blaðsíða 3

Landið - 05.05.1916, Blaðsíða 3
L ANDIÐ 69 sá fullvita maður, sem eigi skilur það, að þjónn í opinberri stofnun hljóti að hlýða hósbændum sínum og að þegar húsbændurnir geta ekki notað þjóninn, þá eigi hann að sjálfsögðu að fara. Þetta þekkja menn svo vel úr daglega lífinu. Rógurinn um bankastjórnina fær enga áheyrn; allir sjá, að hann er pólitísk ofsókn ráðherra og hans fylgifiska. r Arásirnar é Landsáankann. Ekki linnir árásum loddarablaðs- ins á Landsbankann. Jafnframt er veslings Indriði látinn flytja væmna lofgrein um íslandsbanka, þar sem meðal annars er tekið fram, að af „rækt við landið“ megi búast við, að hann tapi alt að 200 þús. kr. í verðfalli fyrir að láta 1 milj. sterlingspunda liggja á Englandi. Svo á greinm að vera vörn fyrir ráðherra, er hann gaf íslandsbanka 1 milj. kr. aukinn seðlaútgáfurétt, sama mánuðinn, sem þingi var slitið, þvert ofan í lög alþingis um það efni. Til þess að minna á,„hvað Lands- bankinn geri lítið gagn í saman- burði við íslandsbanka, þá lætur hann íslandsbanka hafa lánað út á 14 botnvörpunga, en Landsbank- ann ekki nema út á 4, sem vitan- lega er alveg skakt, því að bæði kvað Landsbanlcinn hafa lánað út á fleiri botnvörpunga og stundum lagt til nokkurn hlutann af lánum til botnvörpunga þeirra, sem talið ér, að íslandsbanki hafi lánað út á. Ekki er hætt við, að Stjórnarráðið sé að hæla framkvæmdum Lands- bankans, landsins eigin stofnunar. Mun grein Indriða síðar verða at- huguð nánar, enda er þess full þörf. Þá segir Indriði, að eigi þurfi að kalla íslandsbanka útlendan banka lengur, þar sem hann telur lands- menn eiga 3/4 hluta af fé því, er hann hefur til meðferðar, en útlend- inga aðeins V4, en hann gleymir bara að geta þess lítilræðis, að þrátt fyrir það er öll stjórn og ráð yfir bankanum í höndum útlendinga, þar sem atkvæðisrétturinn er eðli- lega bundinn við hlutaféð, en af því eiga íslendingar ekki nema um V3 hluta, og það ef til vill aðeins að nafninu til. Það er dálaglegt, að eiga svona fjármálamenn til að leiðbeina þjóðinni. Loddaraflokksblaðið minnirbanka- stjórn Landsbankans á 147. gr. hegn- ingarlaganna, ef hún hlýði ekki hverju því, sem ráðherra leggur hana, hvort sem sú fyrirskipun er lögleg eða ekki. Lengra getur of- sókn á opinbera landstofnun tæp- lega náð, því að ekki er unt að skilja stjórn stofnunarinnar frá stofn- uninni sjálfri. Bankastjórar þeir, sem nú stjórna bankanum, hafa starfað undir 4 öðr- um ráðherrum, þeim B. Jónssyni, Kr. Jónss., H. H. og S. Eggerz og hefur enginn þeirra þurft að minna þá á hegningarlögin. Og öll þau ár hefur ísafold ekki haft nema það bezta um bankastjórnina að segja. En hvað veldur þá þessum breytingumf Ekki vil ég geta margs til um það, en víst er, að ísafold er orð- in viljalaust tól í höndum ráðherra og nánustu fylgifiska hans, — og feilar sér hvergi, þótt hún sé látin andmæla fyrri ferli sínum, eða éta ofan í sig það, sem hún hefur áður sagt. Vindex. II tlönd. Alt er enn óútkljáð um ágrein- ingsatriðin milli Þjóðverja og Banda- ríkjamanna. Eftir seinustu fréttum fóru þeir sendiherra Bandaríkjanna og ríkiskanzlarinn þýzki til aðal- herstöðva Þjóðverja, að hitta keis- ara að máli. Uppreisn hefur verið á írlandi, síðan seint f fyrra mánuði og var landið lýst í hernaðarástandi. En eftir síðustu fregnum hefur tekizt að bæla hana niður; aðalforinginn er fallinn, en aðrir gefizt upp. Mjög kváðu *menn undrast, hve gott skipulag var á uppreistarliðinu. Þeir andstæðingar, Redmond og Carson, helztu stjórnmálamenn á írlandi, hafa lýst yfir megnri óbeit á uppreistinni. Annars hefur ekki frézt um neina markverða viðburði hér í álfu, nema það, að Þjóðverjar kveðast hafa sökt 3 beitiskipum enskum í herförinni til Lowestoft og Bretar hafa mist orustuskip eitt í Miðjarðarhafi, Russell að nafni. Um 700 manna kvað hafa verið bjargað. En frá viðureign Tyrkja og Eng- lendinga í Mesopotamíu hefur það frézt, að her Breta, sem nú um skéið hefur setið fastur og umkringd- ur í Kút el-Amara við Tígrisfljót, hafa orðið að gefast upp. Voru það um 9 þús. manna. Aftur kváðu Rússar sækja fram að norðan í áttina til Bagdað, sem er ein helzta borgin í Mesopotamíu. Á ráðúneyti Dana hefur orðið sú breyting, að kirkju- og kenslu- málaráðaneytinu hefur verið skift í tvent. Poulsen prestur er orðinn kirkjumálaráðherra, en Keiser-Niel- sen kenslumálaráðh, Verzlunarmála- ráðh. er orðinn Christopher Hage. IJásetaverkfall stendur yfir hér þessa dagana og horfir til vandræða, ef eigi komast á sættir. Vér viljum beina því til hlutað- eigenda, hvort eigi sé rétt að leggja málið í gerðardóm, t.d. fimmmanna. Hvor málsaðili velji tvo menn, er sé fyrir utan deilu þessa og ekki við starfsemi þeirra riðinn á nokk- urn hátt. Þessir 4 menn velji sér svo aftur oddamann, en ef þeim kemur eigi saman um hann, þá sé hann tilnefndur af landsyfirdóm- inum, ef það er fáanlegt Slík aðferð er einatt tíðkuð er- lendis og þykir oft gefast vel. En þetta ætti að gera sem allra- bráðast. Hver dagurinn er dýr- mætur. Það veltur á ákaflega miklu, bæði fyrir einstaklingana, bæjarfé- lagið, landsstofnanirnar og landið, hvort hér getur orðið samkomulga eða ekki. Og báðir málsaðiljar eiga að geta gengið að því, að hlíta úr- skurði þessa gerðadóms. Jankabyggingarmálií. Samkvæmt því, sem fram kom á síðasta bæjarstjórnarfundi, hafði ráðherra, þrátt fyrir það, að banka- stjórnin hafði eindregið mælt með því við ráðherra, að bankinn keypti lóð þá, er Reykjavíkurbær vildi láta bankann fá á bezta stað í bænum, skipað bankastjórninni með harðri hendi, að fala af bæn- um 2 metra breiða spildu til breikkunar lóð frú M. Zoega og Einars Benediktssonar, svo að hún yrði nothæf til bankabyggingar í bili. En auðvitað getur þar ekki verið að tala um, að stækka bankann síðar, því að stækkun á bankabygg- ingu er háð því, að byggja megi álmur til hliðar við endana á bygg- ingunni, með því að ekki er hægt að lengja slíka byggingu, nema þá að hafa ofanljós, en því verður naumlega við komið, nema í ein- lyftu húsi, sem eigi er ætlað til að bankinn verði. Bæjarstj. neitaði með öllum at kvæðum nema einu, að' láta þessa lóðarræmu af hendi. Þegar svo var komið, skyldu menn halda, að ráðh. væri farinn að þreytast á því, að koma þessari lóð út við bankann, og sjálfur var hann búinn að viðurkenna, að lóðin væri að minsta kosti 2 metrum of mjó fyrir bankahússstæðið, enda kvað bankastjórnin hafa álitið, að ræman þyrfti að vera 3 metra breið, til þess að hægt væri að byggja á henni bankahús með nútíðarsniði En hvað skeður? Blaðið Vísir flyt- ur þá fregn 2. þ. m., að ráðherra sé búinn að láta dómkveðja 3 menn til þess að segja álit sitt um, hvor lóðin sé hentugra bankabyggingar- stæði, lóð frú Zoéga og E, B., eða lóð sú, sem bærinn hefur boðið. Útnefndir til þessa starfa eru þeir Ásgeir Sigurðsson konsúll, Jón Þor- láksson verkfr. og Einar Erlends- son húsagerðarmaður. Verkefni þess- ara manna virðist vera það, að dæma um, hvort meta eigi meira að fá svo rúmgóða lóð fyrir bank- ann, að byggja megi hann eftir nú- tíðarkröfum og se’m framtíðarbygg- ing, með skilyrðum til að geta stækkað bankann sfðar, eða að koma þessari nafnkunnu prfavtlóð út fyrir að minsta kosti þrefalt meira verð, en hún er verð. Og um það eitt virðist ráðherra vera í efa, og í svo miklum efa, að hann treystir sér ekki sjálfur til þess að leysa úr þeim vanda stuðningslaust. Að sjálf- sögðu munu þessir útnefndu menn kynna sér rækilega, hvað fyrir bankastjórninni vakir um stærð byggingarinnar og fyrirkomulag, því að enginn nema bankastjórnin, sem hefur reynsluna, getur dæmt um, hversu mikið rúm þurfi fyrir hverja deild bankans og hvaða líkur eru fyrir, að mönnum fjölgi þar í næstu 100 ár, að minsta kosti. Óþörf krókaleið virðist þetta vera af ráðherranum, en krókaleiðirnar eru vfst orðnar margar, síðan hann byrjaði að tefja fyrir því máli á síðastliðnu hausti, og hefur það bakað bankanum tjón, svo að mörg- um tugum þúsunda skiftir, fyrir utan öll óþægindin. Ekkert var eðlilegra né betur við- eigandi, en að hann hefði falið bankastjórninni, 4 mönnum, sem allir eru þektir skýrleiksmenn og hafa alla þekkinguna, að vera sfnir einustu ráðunautar. Áheyrandi. Fréttir. Goðafoss kom hingað á sunnud. var, að norð- an og vestan. Farþegar m. a. Pétur J. Thorsteinsson, Pétur kaupm. Ólafs- son frá Patreksfirði, Th. Krabbe verk- fræðingur, Fr. Nielssen umboðssali og Slgtryggur Jóhannesson byggingameist- ari. Skipið fór héðan aftur 4. þ. m. norður og vestur. l)r. Alcxander Jóliannesson hélt fyrirlestur fyrir alþýðufræðslu Stúdentafélagsins á sunnudaginn var. Talaði hann um nýjar uppgötvanir við- vikjandi mannsröddiuni, er próf. Sie- vers á Þýzkalandi o. fl. hafa gert. Sagð- ist ræðumanni mætavel og klöppuðu áheyrendur honum lof í lófa. Væntan- lega kemur bráðum ritgerð um þetta efni frá hendi doktorsins. Þetta verður síðasti alþýðufræðslu- fyrirlesturinn á þessum vetri. Ferming fór hér fram í báðum kirkjunum á sunnudaginn. Yerzlnnarskóla íslands var sagt upp þ. 1. þ. m. Utskrifuð- ust 22 nemendur (þar af 4 stúlkur.) Efstur var Jóhann Ólafsson úr Svarf- aðardal í Eyjafjarðarsýslu og næstur Jón ívarsson frá Snældubeínsstöðum í Borgarfirði. Einn nemandi gekk frá prófi sökum veikinda. Inn í skólann gengu 18. nýsveinar. Skósmiðir hér í bæ hafa hækkað verð á skóvið- gerðum, sökum verðhækkunar á öllu efni, sem við iðn þeirra er notað. Jón Jónsson frá Gautlöndum hefur látið af stjórn kaupfélags Norðurþingeyinga, en Björn Kristjánsson frá Víkingavatni hefur tekið við henni. Veðráttn hefur verið hin blíðasta undanfarið, sólskin og hiti, og líkt fréttist víða að. Má vera, að nú sé vorið að koma til fullnustu. Lóuhópar sáust hér kring um pálma- sunnudag. Mislingar hafa komið upp hér í bæ, en ekki orðið mikil brögð að þeim ennþá. Sjúklingarnir hafa verið einangraðir. Mannalát. Hrólfur, vélbátur frá ísafirði, fór héðan á skírdag og ætlaði þangað vest- ur. Daginn eftir fór annar vélbátur frá ísafirði, Leifur, fram hjá Hrólfi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Fram undan Súgandafirði skall afspyrnurok yfir, og komst Leifur ekki til Isafjarðar fyr en að áliðnum laugardegi. En ekk- ert hefur frézt til Hrólfs síðan, og hefur þó verið sfmað í allar áttir og leitað suður undir Látrabjarg. Hefur hann því að öllum líkindum farizt í óveðrinu. 7 voru bátverjar, en farþegar tveir. Formaður var Sigurgeir Sigurðsson, kvæntur maður úr Reykjavík. Aðrir bátverjar voru: Guðbjarlur Guðmunds- son, kvæntur maður frá ísafirði, Jón Pálmason frá Skálavík, Giiðmundur Sigmundsson frá ísafirði og Jóhann Óla/sson. Ókunnugt um nöfn tveggja manna. Farþegar voru tveir synir Benedikts Jónssonar á Hesteyri. Báða bátana, Hrólf og Leif, eiga þeir Helgi Sveinsson og Jóhann Pét- ursson á Isafirði. Farþegar á Botníu til útlanda síðast voru m. a. Gunnar skáld Gunnarsson, Pétur Hjalteteð úrsm., Magnús Guðmunds- son skipasm., F. C. Möller umboðs- sali, Geir H. Zoéga verzlunarm., frú Kirk, Þorkell Magnússon klæðskeri og Guðm. Eiríkss umboðssali. Hviti hanzkinn. 81 82 83 yfir mér. En þér vitið það, að svo framar* lega sem ég verzla við ýður, þá geld ég hærra verð, en nokkur annar«. »Þér eruð ljóti þverhausinn«, sagði maður- inn með ákafa. »Þér getið þó að minsta kosti geymt þetta fyrir mig í peningaskápn- um yðar?« »Nei, það get ég ekki heldur; ég vil ekki eiga neitt á hættu sökum annara. Ég hef aldrei á æfi minni treyst nokkrum manni og er orðinn of gamall til þess að byrja á því núna. Ef úr samningum verður með okkur á laugardaginn, þá skal ég losna við gripina innan fimm mínútna. Takið þér böggulinn með yður«. Ókunni maðurinn nöldraði eitthvað fyrir munni sér og fór út. Nú sá Madeleine hann greinilega og það var ekki líklegt, að hún gæti gleymt þessum andlitsdráttum, sem voru undarlega Ijótir. Maðurinn reif upp hurðina, kvaddi ekki, og skelti á eftir sér. Hann kom alls ekki auga á Madeleine. En andlit föður hennar, magurt og ó- lundarlegt, kom þá í ljós í gættinni. Hún hafði lengi vitað, að hann var maður hlífð- arlaus og harður, en ekki hafði henni dottið I hug, að hann væri fantur. En það stóð nú skráð skýru letri á andliti hans. Þau horfðust í augu. Svipur Matthews . 6 Forfitts breyttist. Hann gekk hægt í áttitta til Madeleine, og nuggaði fast saman hönd- unum, uuz hnúarnir hvítnuðu. Madeleine beið lengi eftir því, að hann tæki til máls. »Jæja, þú ert þá komin heim«, mælti hann með þurlegri rödd. »Ef dæma skal búningi þínum, þá hefur þú ekki baðað í rósum seinustu tvö árin. Spekingurinn, mað- urinn þinn, er Iíklega ekki kominn til vegs og valda ennþá. Eða er hann í fangelsi, dauður eða á heimsenda?* »Nei«, svaraði Madeleine, »Cliíford er al- veg frískur*. »Þú ert þá orðin leið á honum. Fátækt er bezta ráðið til þess að koma vitinu fyrir heimskar stelpur. Ég hef altaf búizt við því, að þú kæmir aftur. Og ég varaði þig við. Þú gazt valið milli mín og hans. Ef þú yfir- gefur hann, sagði ég, þá skal hús mitt altaf vera þér opið. En ef þú fylgir honum, þá skaltu aldrei fá grænan eyri, þó að sulturinn berji að dyrum hjá þér og fjárgirndarseggn- um þínum«. »Þú hugsar ekki rökrétt, faðir minn, að bregða manni um fjárgirnd, þegar þú hefur gert alt, sem í þínu valdi stóð, til þess að sannfæra hann um það, að hann yrði miklu fátækari við giftinguna. Hann vissi, að þú sagðir satt, og þó kvæntist hann mér Ciifford er ekki aurasjúkur«. »Þá er hann heimskingi og það er miklu verra. Ég hef ekkert á móti því, að menn girnist fé, á meðan þeir eru á veiðum eftir annara fé, en ekki mínu«. »Okkur vanhagar um 500 pund«, sagði Madeleine. »Mér datt í hug, að þú myndir ef til vill í þetta eina skifti vilja —« »Hjálpa ykkur? Nei og aftur neil Hjálpa manni, sem ég hata. Manni sem hefur lymskulega skift sér af því, sem mér cinum kom við. Nú hef ég aldrei heyrt annað eins«. Madeleine langaði til þess, að hún hefði ekki farið þessa ferð. Hún gaf einungis öld- ungnum harðbrjósta tækifæri til þess að dylgja um ófarir Cliffords. Ef henni hefði virzt hjarta hans linast nokkuð, þá hefði hún sagt honum upp alla söguna, en nú hrylti hana við því. »Mér leiðist að hafa beðið þig um þetta«, sagði hún. »Ég hefði átt að geta þes^u nærri. Clifiord er maðurinn minn og það er skylda mín að vera hjá honum. Ég elska hann miklu heitar nú, en þegar ég giftist honum. Við höfum átt f basli, en —« »Þið hafið átt f basli«, sagði Torfitt og hló djöfullega. »Þú hefur verið að bana komin af sulti. Þú hefur séð örvæntinguna

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.