Landið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Landið - 05.05.1916, Qupperneq 4

Landið - 05.05.1916, Qupperneq 4
70 LANDÍÐ cfiiéjió Raupmann yéar ávalí um Rina alRunnu sœísqfí Jrá alóin~ sqfagaréinni „Saniías^ í cfíayRjavíR. Ljáblöðin ágætu fást á komandi sumri í Kaupangi. Verðið svipað eins og síðastliðið sumar. Páll H. Glslason. ff 11 1 úvega ég mjög ódýrar, þar með fiski- úrgangs og beinakvarnir fyrir þá sem hænsni hafa eða önnur alidýr, svo og handhægar heimilskvarnir er ættu að vera á hverju einasta eldhúsborði til sjós og sveita. Með þeim geta menn malað gróft eða fínt (á örfá- um mínútum daglega) allskonar korn, brauðskorpur, bein o. fl. til dag- legra nota, og trygt sér með því nýtt, ómengað og heilnæmt mjöl af öllum tegundum til daglegrar fæðu. Menn ættu að kynnast þessu einkarþarfa heimilisáhaldi og panta sér það í tfma. Stefán B. Jónsson. Sálin yaknar. Svo heitir nýja sagan hans Ein- ars Hjörleifssonar. Hún lýsir því, eins og nafnið bendir á, hvernig sál æskumanns nokkurs vaknar af svefni heimshyggju og metorða- girndar til æðra lffs í samúð og kærleiksþeli til mannanna. En hún vaknar með nokkrum andfælum, eins og ein söguhetjan kemst að orði. Efni bókarinnar skal ekki rakið hér, en þess eins getið, að fyrir kemur þar morðmál og mun tæp- lega þurfa langminnuga né gamla menn til þess að kannast við fyrirmyndina að meðferð Egg- erts ritstjóra (aðalpersónunnar i sög- unni) á því. Öll hans æsandi frá- sögn með feitum fyrirsögnum og nákvæmum, miskunnarlausum lýs- ingum á háttum og högum þeirra, er nokkuð koma við málið — alt er þetta greinlega útlent (sorp ) blaðasnið, sem því miður hefur náð nokkurri fótfestu hér á landi. Mannlýsingarnar virðast mér ó- venjugóðar. Vil ég þar sérlega nefna til lýsinguna á Sölva bónda, gamla Rúnka og Sigríði móður Eggers. Eggert er sjálfur óvanaleg- ur maður og verða menn því frekar að taka hann með trúaraugum, ef svo má að orði kveða. 1 sál hans er misvindi mesta og sterk andstæð öfl, sem berjast. Guð og heimurinn eru að togast á um hann. Þar að auk er hann skygn og sér sýnir um bjarta daga. Af öðrum persónum má nefna Melan konsúl og Svanlaugu dóttur hans. Hún er í upphafi venjuleg Reykjavikurstúlka, alin upp í eftir- læti og þægindum, hugsunarlftil og fíkin í skemtanir. En efnið í henni er gott og þarf einungis nokkurrar reynslu til þess að kasta af sér hégómanum og tildrinu. Þá er konsúlsfrúin ekki síður mynduð eftir lifinu. Hún er mesta myndarkona, fríð og dugleg og eiginlega bezta kona að flestu leyti. En hún á sammerkt við flesta Adamssyni og Evudætur í því, að fyrsta hugsun hennar við hvern hlut er þessi: „Hvað ætli fólk segif Hvað ætli þær segi, beztu vinkon- ur mínar, ráðherrafrúin, bæjarfó getafrúin og háyfirdómarafrúinf" — Ég man ekki til þess, að ég hafi séð móðurástinni lýst öllu betur og innilegar, en í þessari bók. Álfhildur gamla, sem lifir ein- göngu fyrir son sinn, drykkjuræfil- inn, og aldrei þreytist á að hlynna að honum og biðja guð fyrir hon um, elskar hann jafnt, hvað sem hann gerir — hún er persónu- gjörving móðurástarinnar sjálfrar. Og um leið sönn lýsing á ýmsum öldruðum mæðrum, hér í Reykja- vík og annarsstaðar. En orðræða hennar við Svan- laugu þykir mér nokkuð ósennileg. Margt er þar fallega sagt og vel, eins og t. d. þar sem hún segir um Eggert, að hann hafi hent það sama sem Jesús frá Nazaret, „að lcggja lag sitt við fleiri en heldra fólkið". En bæði þar, og þó sér- Iega í samræðunni við Eggert framar í bókinni, skil ég ekki f öðru, en menn eigi bágt með að trúa þvf, að Alfhiídur sé að tala. því að röddin, orðalagið, er Einars Hjörleifssonar, þótt hugsanirnar gæti ef til vill verið frá henni. — Frásögnin er öll lipur og Ijós, efnið aðlaðandi og sálarlífsskilning- ur böf. mikill. Hann virðist sanna orðtækið: Sí fyrirgefur alt, sem skilur alt. Og trú hans á mann eðlið er mikil — ótrúlega mikil. finst mér. Ég er reyndar ekki fra því, að insti kjarni eðlis vors sé góður, að möguleikarnir til hins góða felist með hverjum manni, að við séum allir ef til vill út- streymi frá guði, neistar af hans eldi — en undralítið verður flestum okkar úr þessum möguleikum. Lftil- menska og illgirni virðast aðtminsta kosti oft vera steikustu þættirnir l sálum mannanna. — Málið á sögunni er Iátlaust og hreint. félag Dslanðs-vitia í Danmörku, eða „ Dansk íslandsk SamfiiMci*, heit- ir félag, sem stofnað var þar í landi f marzmán. þ. á. Tilgangur félags- ins sést Ijóslega á áskorun þeirri til þess að ganga í félagið, sem stjórn þess hefur birta látið og svo hljóðar: „Nokkrir Danir og íslendingar, sem búsettir eru í Danmörku, hafa stofnað félag, er nefnist „Dansk islandsk Samfund" (dansk-íslenzka félagið). Tilgangur félagsins er, að breiða út þekkingu á íslandi hjá hinm dönsku þjóð og þekkingu á Dan- mörku hjá hinni íslenzku. Félagið mun leita samvinnu við félög með líku markmiði á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Verkefni félagsins er: a) að auka fræðslu um ísland f Danmörku og um Danmörk á ís- landi, svo sem með blaðagreinum, kenslu í skólum, útgáfu fræðandi smárita og bóka, — með því að stofna til kynnisleiðangra til Islands frá Danmörku, og ef til vill einnig frá íslandi til Danmerkur, og með því að gangast fyrir sendingu danskra fyrirlestramanna til íslands og íslenzkra til Danmerkur. Félagið vill einnig vinna að því, að þekking og lestur íslenzkrar tungu aukist í Danmörku. b) að stuðla að því, að íslend ingar f Danmörku jkynnist betur en áður högum Dana, einkum í Iand- búnaði, svo sem við lengri eða skemri dvalir úti um sveitir þar, ef til vill einnig með því, að reynt sé að koma á námsskeiðum handa Is- lendingum við lýðháskóla o. fl. því um líku. Einnig með því að leið- beina íslendingum, sem kynnu að leita mentunar og atvinnu í Dan- mörku, svo og Dönum á íslandi. Vér undirritaðir skorurn hér með á menn, að þeir gangi í „Dansk- islandsk Simfund", til þess að styðja starfsemi þess í þá átt, að efla við- kynningu hinna dönsku og íslenzku þjóða. Félagsgjaldið er 2 krónur. Þeir sem vilja ganga í félagið, snúi sér til undirskrifaðra. í stjórninni: Aage Meyer Benedictsen, rithöfundur. Frú Astrid Stampe-Feddersen. Finnur Jónsson, Arne Möller, prófessor. sóknarprestur. Alfred Poulsen, Jón Sveinbjörnsson, lýðháskólastj. kmjkr. cand, jur. Túlfníus, ísl. kaupmaður". Félagið á að vera algerlega ó- póhtiskt, en miða eingöngu að nán- ari kynnum af menningu þjóðanna. Allir eru stofnendur þess að góðu kunnir oss íslendingum á marga lund. Megum vér taka því vel, að það reyni að dreifa einhverju af þeim vanþekkingarskýjum um ís- lenzk mál, sem enn grúfa yfir hug- um manna í Danmörku Og þekk- ing vor á menningu Dana er sízt of mikil, þótt almennari sé hún og meiri, af ýmsum ástæðum, en þekk- ing þeirra á oss. „Landið" er þeirrar skoðunar, að íslendingum beri að taka þessum málaleitunum vel. Það getur vel farið saman, að standa fast á sfn- um stjórnarfarslega og sögulega rétti, og hitt, að kynnast og virða menningu þeirrar þjóðar, sem við erum að togast á við. Og það er ekki sfzt nauðsynlegt, að kynnast þeim vel, sem menn eiga f liöggi við. Annars er hætt við, að alt lendi í öfgum, menn fordæmi það, sem þeir þekkja lítt eða ekki til. Og gott væri, ef þetta félag gæti orðið til þess að vega salt gegn Atlantshafseyja-félaginu sæla, sem skipar oss á bekk með Grænlend- ingum og Svertingjum. í þann fé- lagsskap langar oss að vonum ekki (að þeim annars alveg ólöstuðum), Að ætla sér að „hjálpa" oss og telja ísland aðeins eitt krækiberið meðal hinna „dönsku Atlantshafs- eyja", eins og það félag gerir — slíkt framferði kemur aldrei neinu góðu til leiðar. Ef félag þetta hið nýstofnaða fylgir stefnuskrá sinni í góðum anda og skipar oss f öllu jafnan sess með Dönum, þá getum vér einungis óskað því alls hins bezta. Þeir, sem kynni að vilja ganga i félagið hér, geta snúið sér til próf. Jóns Helgasonar. Smávegis. Sumir segja, að það sé holt að gráta, því að tárin drepi ýmsar bakteríur. írar eru sú þjóð sem einna verst hefur verið með farið. Aðalfæða þeirra hefur til skamms tíma verið kartöflur og ef til vill ein slld eða svo um vikuna. í garðinum hjá höllinni Osborne á Wight vex myrtusviður, sem er frægur fyrir það, að allar brúðir af konungs- ættinni ensku bera einn eða fleiri kvisti af honum 1 brúðarsveig sínum. Prentsmiðjan Gutenberg. 84 glápa á þig úr ofninum, í stað elds. Þetta eru forlög óhlýðinna dætra. Og þú hefðir getað verið hér allan tfmann við allsnægtir«. »Allsnægtir«, sagði Madeleine með ákafa. »Hvað telur þú auð og allsnægtirf Að hrúga saman gagnslausum peningum, sem eru pfndir út úr fatækum og voluðum. Peningum, sem þú hefur aflað með því að tortíma gæfu- heimilum. Blóðpeningum. Og ef þú lægir á banasænginni á morgun, þá kæmi enginn vinur til þess að væta þitt heita enni. Og einhverntíma — ef til vill á morgun, muntu liggja fyrir dauðanum, einsamall og vita, að nú kemur dagur dóms og reikningsskapar. Þú munt minnast alls þess, sem þú hefur glatað, fyrir sjalfum þér og öðrum. Og hvað stoða þá aurarnir? Þótt ég sé fátæk, vesul og illa stödd, þá mundi ég ekki þora að skifta á hlutskiftum okkar«. Orðin streymdu af vörum Madeleine og Forfitt hörfaði undan nokkur skref. Hann var orðinn fölur. Orð hennar komu við kaunin. »Hvar hefurðu lært þetta«, spurði Forfitt önugur. »Það er eins og það væri úr Iélegu leikriti. En ef þú ert búin að Ijúka þér af, þá er þér víst bezt að hypja þig. Maðurinn þinn bíður líklega einhversstaðar hér í grend- 85 inni, til þess að vita, hvernig þér hafi gengið erindið*. »Manninn minn grunar ekki, að ég sé hér«, svaraði Madeleine. »Ég lét hann ekki vita, að ég ætlaði hingað, því að þá hefði hann bannað mér það. Og hann skal aldrei fá að vita það«. Madeleine gekk að hurðinni og opnaði. Ljósið að innan kastaði löngum glampa út í myrkrið. Það rigndi eins og helt væri úr fötu. Stormurinn hvein í trjáliminu. Forfitt benti á regnhlffasnagann. »Taktu regnhlíf«, sagði hann. »Þú vöknar á leiðinni heim«. »Nei, þakka þér fyrir«, sagði Madeleine. »Þú myndir ekki einusinni bjóða mér regn- hlff, ef hún væri ekki öll götótt og ónýt. Ég öfunda þig ekki af því, að reka dóttur þína út í annað eins veður að nóttu tilc. Madeleine þagnaði og fór út í rigningar- dembuna. Þegar hún sneri sér við, sá hún föður sinn standa í gættinni. Hann horfði á eftir henni, en ekki gat hún séð nokkurn vott iðrunar eða sorgar á andliti hans. Það var hart eins og grjót. »Guð hjálpi honum«, sagði hún. »Þvflfkt líf! Að hugsa sér að eiga lykilinn að ham- ingjunni og kasta honurn frá sér á þennan hátt«. 86 Dyrnar lukust aftur. Ljósið hvarf og Madeleine var einsömul í næturmyrkrinu. 9. kapítnli. Freisting. Madeleine var svo reið, að henni hitnaði um stund. Hún hélt áfram, upp á hæðina, fram hjá leiðarvfsinum. Rigningin fór vax- andi og rokið magnaðist. Madeleine sá sér ekki annað fært, en að leita sér einhvers- staðar húsaskjóls um nóttina. Hún mátti bú- ast við að villast aftur og hún iðraðist eftir flanið. Það gat ekki verið, að Clifford svæfi til morguns, og saknaði hennar ekki. En heim gat hún ekki komizt þá nótt. Loksins kom hún að húsi f dal einum litlum. Það var steinhús með hálmþaki. Dyrn- ar opnuðust, og móti henni lagði heitan og og þægilegan blæ. Til allrar hamingju hafði Madeleine eldspýtnastokk í vasa sfnum og kveikti. Inni var borð, stóll og drykkjarhorn, sem stóð þar eins og einhver smalinn væri nýskilinn við það. Stigi lá upp á loft, fult af heyi. Madeleine slökti á eldspýtunni og klifraði gætilega upp á loftið. Þar var hlýtt

x

Landið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.