Landið - 18.05.1916, Síða 2
76
LANDIÐ
Orusta í loftiiiix.
Það er barist á landi, á sjó og í lofti. Og að ýmsu leyti hefur
stríðið nú verið óttalegra, en menn bjuggust við. En hrapallega hefur
þeim skjátlast, sem töldu sennilegt, að stríðið yrði svo hræðilegt, að
það myndi svo að segja ráða sjálfu sér bana. Loftflotarnir myndi geta
jafnað Parfs, Berlín og Lundúnir við jörðu, en slík skelfing grípa þjóð-
irnar, að stríðið hætti.
En þó að þannig hafi ekki farið, þá er víst, að æ verða ófriðar-
þjóðirnar leiknari í lofthernaði, og mikinn skaða hafa loftherferðir gert,
þótt fjarri sé, að menn á jörðu niðri sé varnarlausir gegn slíkum árásum
Á myndinni sést þýzk flugvél f bardaga við enska — ofar skýj-
unum. Sú þýzka er svonefnd Fokker-vél (nefnd eftir þeim, er fann upp
það lag, Hollendingnum Fokker). Þykir það lag betra, en „dúfu"-lagið,
sem þeir notuðu í upphafi stríðsins. Einkum kváðu Fokker-vélarnar
vera hentugar, ef snúa þarf við, eða breyta stefnu á stuttum tfma.
landið vandræðum með drengilegri
mótstöðu gegn hinni háskasamlegu
tilraun hans að sameina jfi og nei.
Rvík io. maí 1914.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Tvísapir loddaraflokksins.
Á laugard. var flutti ísafold grein,
er nefndist „Þversum-menskan", eftir
einhvern »Einn af mörgumn. Mjög
líkist grein þessi rithætti Einars
ráðh. Arnórssonar, sem nú kvað
vera nokkurskonar yfirritstjóri lodd-
arablaðsins Öll er greinin full af
rangfærslum, og væri hr. E. A.
nær að reyna að samríma orð sín
og gerðir. Orð sín, er hann í ísaf.
31. des. 1914 segir um uppburðinn
í ríkisráði: »Pað, sem vér vildnm
fá skýrt tram, var það, hvort
konungnr skoðaði raálið sérmál
eða eigi. En þá yfirlýsingu höf-
nin vér alls eigi fengiðw1) — og
hinsvegar gerðir sínar, er hann
sjálfur fær stjórnarskrána samþykta
með dönsku skilmálunum (eins og
ísaf. sagði í fyrra), skilmálum þeim,
er H. H. gat fengið, en Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi ekki lfta við.
En Einar forðast sem heitan eld-
inn, að minnast á þessi orð sín —
af skiljanlegum ástæðum. —
Út yfir tekur ósvífni ísafoldar, er
blaðið ber á Sig. Eggerz, að hann
hafi ekki farið með stjórnarskrár-
málið (og fyrirvarann) eins og meiri
hluti alþingis 1914 ætlaðist til. Er
ráðherra búinn að gleyma undir-
skrift sinni undir traustsyfirlýsingu
þá til Sig. Eggerz fyrir framkomu
hans í ríkisráði, er birtist í tsafold
13. febr. 1915? Heldur hann ís-
lenzka kjósendur svo gleymna og
sinnulausa, að þeir sjái ekki mun-
inn á afstöðu hans nú og þá? Til
þess að varpa ljósi yfir árásir ísa-
foldar nú á Sjálfstæðismenn (sem
hún þó getur ekkert saknæmt til
foráttu fundið), þá álítum vér rétt
að birta hér yfirlýsingu þessa, úr
ísaf. '3/2 1915. Hér fer húnáeftir:
þingmeirihlntinn og' ríbisráðs-
atbnrðirnir 30. nór.
Y firlýsing.
Við undirritaðir lýsum yfir því, að
vér teljum, að framkoma ráðherra 1
ríkisráði 30. nóv. síðastliðinn hafi verið
í fullu samræmi við þingviljann. Sér-
staklega skal það tekið fram, að vér
álítum fyrirhugaða auglýsing konungs
til Dana ósamrýmanlega við fyrirvara
alþingis.
í janúarmánuði 1915.
Bened. Sveinsson, Bjarni Jónsson f. V.
þm. N.-Þing. þm. Dalamanna.
Björn Kristjdnsson, Björn Þorláksson,
1. þm. Gbr.- og Kjs. 5. kgkj.
Einar Arnórsson, Guðrn. Hannesson;
2. þm. Árnesinga. 1. þm. Húnvetn.
Guöm. Eggerz, Hdkon Kristófersson,
2. þm. Sunnmýl. þm. Barðstr.
Guðm. Oláfsson, Karl Einarsson,
2. þm. Húnv. þm. Vestm.eyinga.
Jósef J. Björnsson, Magnús Pétursson,
2. þm. Skagf. þm. Strandara.
Kristinn Daníelsson, Sig. Gunnarsson,
2. þm- Gbr.- og Kjs, þm. Snæfellinga.
Ólafur Briem, Sktili Thoroddsen,
1. þm. Skagfirðinga. þm. N.-ísfirðinga.
Sveinn Björnsson, Þorleifur Jónsson,
i.þm. Reykvíkinga. þm. A.-Skaftf.
Þá hafa 5 aðrir þingmenn, auk ráð-
herra, lýst yfir hinu sama, ýmist á
fundum, í bréfum eða blaðagreinum.
Það eru þeir: Björn Hallsson, Hjörtur
Snorrason, Jón á Hvanná, Karl Finn-
bogason og Þórarinn Benediktsson.
Karl Finnbogason hefur ritað hverja
blaðagreinina á fætur annari, 1 sömu
1) Auðkent hér.
átt og yfirlýsingin fer.' Þeir austan-
þingmennirnir þrfr voru nýlega á sam-
eiginlegum fundi á Eiðum, og var ísa-
fold símað, að þeir hefðu lýst ein-
dregnu samræmi sínu við frarakomu
ráðherra, enda að lokum samþykt
traustsyfirlýsing til hans á fundinum,
sem þeir allir samþyktu. Loks hefur
Hjörtur Snorrason bréflega þakkað
ráðherra framkomu hans.
Alls eru það þá 24 þingmenn, sem
þegar hafa lýst yfir skilningi sínum á
fyrirvaranum. Er yfirlýsing þeirra allra
nákvæmlega i samræmi við það, sem
haldið hefur verið fram hér í blaðinu.
Verður nú fróðlegt að vita, hvort
Heimastjórnar-rithöfundarnir ætla enn
að halda áfram að berja hausnum við
stein og vefengja það, að ráðherra hafi
verið í samræmi við þingviljann!
Þessi yfirlýsing allra þeirra þing-
manna, er að fyrirvaranum stóðu —
ætti og fullkomlega að nægja til þess,
að taka af allan vafa hjá konungsvald-
inu og Dönurri um afstöðu þingsins
í þessu máli, svo að engar utanstefnur
mun þurfa héðan til að fá það atriði
útkljáð.
Hvað þarf nú framar vitnanna
við? Loddaraflokkurinn slær sjálfan
sig svo greinilega á munninn, sem
óskast getur. Hann stendur frammi
fyrir þjóðinni f allri sinni nekt, af-
hjúpaður svikablæjunni, og stoðar
ekkert, þótt hann reyni að búa sér
til nýja skýlu með því að þyrla
upp skammaryki um þá menn, sem
fast stóðu við vilja þingsins 1914.
Stejnujestan.
I 29. tbl. ísafoldar er blaðs Ein-
ars Benediktssonar (Þjóðstefnunnar)
getið með allramestu fyrirlitningu,
og m. a. komint svo að orði: „E.
B. skrifar hvert orð í blaðið. Er
það sama staglið og áður, út i
veður og vind"1).
Ekki líður lengur en til 35. tbl.,
þá er E. B. orðinn fyrirmyndar-
blaðamaður, svo að ísafold finst
ástæða til, að taka upp blaðamensku-
vitsmuni hans með feitu letri.
Alveg er þetta sama tóbakið,
sem með Sig. Eggerz. Hvað ætli
líði nú margar vikur, þangað til
ísafold minnist aftur á „staglið út
í veður og vind“ eftir E. B. ?
1) Auðkent hér,
Það er auðséð, að fingraför ráð-
herra eru á blaðinu. — Röddin er
auðþekt, „þótt hendurnar sé Esaús",
eins og í ritningunni stendur.
Útlönd.
Orustur kváðu geisa nú bæði á
austur- og vestur-vígstöðvunum, en
ókunnugt um úrslit.
Rússar sækja fram í Mesópota-
míu, en fyrir vestan Trebizond hafa
Tyrkir tekið sér ramgerðar varnar-
stöðvar.
Vitnavexth* miklir hafa verið í
Noregi og Svíþjóð fyrir skömmu
(nú um miðjan mánuðinn). Verk-
smiðjur hafa sumsstaðar orðið að
hætta vinnu og margra þuml. vatn
kvað vera á götum í Stokkhólmi.
Frumvarp um almenna herskyldu
á írlandi hefur fallið í neðri mál-
stofu Bretaþings.
Danir hefja nú almenn samskot
til ioftvarna. Þykir auðsjáanlega
varlegast, að vera við öllu búnir.
Er ÍsmíoM leigð?
Menn hafa haft meira en lítið
hugboð um það, síðan er ráðherra
skiftin urðu, að ísafold væri seld á
leigu og hefði verið það síðan. Um
sama leyti er sagt, að efnaðir
Heimastjórnarmenn hafi tekið að
sér allmiklar ábyrgðir fyrir blaðið.
En stjórn sú, $em nú situr að völd-
um, er vitanlega aðeins hjáleiga frá
Heimastjórnarmönnum. Nú þykjast
menn ekki í vafa um það lengur,
að þeir Ólafur og Sveinn, sem eru
verkamenn í hjaleigunni, hafi leigt
núverandi stjórn blaðið fyrir fult
og alt.
Þetta sést m. a. á því, að hvert
hrakyrðið rekur nú annað um skip-
un Björns bkstj. Kristjánssonar í
bankastjórastöðuna. Segir t. d. í
ísafold 13. þ. m., að B. Kr. hafi
verið „dubbaður upp* í bankastjóra-
stöðuna. Þessi orð benda á það,
að hann hafi ekki hlotið stöðuna
að verðleikum, heldur hafi Björn
heit. Jónsson af samvizkuleysi valið
óhæfan mann f stöðuna.
Afsakanlegt ætti það að vera,
þó að mönnum verði á að hugsa,
að blaðið sé selt á leigu, er það
flytur annað eins níð um föður
þeirra Ólafs og Sveins, og þá sjálfa
ura leið, því að vitanlega voru þeir
harðánægðir með B. Kr. sem banka
stjóra og þingmann alt fram að
sfðustu ráðherraskiftum, enda var
B. Kr. helzta pólitiska stoð Björns
heit. Jónssonar.
En nú á tímum kvað flest fást
fyrir gjaldið.
Skírnir.
2. hefti Skfrnis 1916 er komið
út fyrir nokkru, og er það hið
fróðlegasta að vanda.
Fyrst skýrir próf. Björn M
Ólsen frá því, að stjórn Bókmenta-
félagsins hafi samþykt að halda
aldarafmæli félagsins hátíðlegt þ.
15 ágúst næstkomandi. Ekki er
fyrirkomulag hátfðahaldsins ákveðið
ennþá, „en samþykt hefur stjómin
•ið lata leggja krans á leiði aðal
stofnenda félagsins, þeirra R. Kr
Rasks og Áma Helgasonar á aldar-
afmælinu, og er von um, að fé-
Iagsmenn í Kaupmannahöfn gang-
ist fyrir þessu af félagsins hálfu,
að því er Rask snertir. Af því að
minnisvarðinn á leiði Árna Helga-
sonar í Garða kirkjugarði er farinn
að bila, hefur stjórnin afráðið að
Iáta gera við hann fyrir aldar-
afmælið*.
Minningarrit aldarafmælisins mun
og verða gefið út á þessu ári, og
vonast stjórnin til þess, að full-
prentað verði 15. ág., svo að fram
megi leggja á hátfðinni. —
Þá er og kvæði eftir Einar
Benediktsson: Útsær. Langt kvæði
og mikið, nieð einkennilegum brag-
arhætti, — lengri vísuorðum, en
tíðkast f fslenzkum kveðskap, —
en vel á hann við efnið. Fult er
þar af stórfeldum líkingum og
smellnum orðatiltækjum, sem vandi
er þess höfundar. Hér er ein vísa
til smekks:
Því dagar sólina uppi um unaðarnætur.
Þá eldist ei líf við blómsins né hjartans
rætur.
— Hafkyrðin mikla leggst yfir látur og
hreiður,
en lágeislinn vakir á þúsund sofandi
augum.
Á firðinum varpar öndinni einstöku
reyður,
og uppi við land kasta sporðar
glampandi baugum.
Báruraddir í vogavöggunum þegja.
Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi.
Tíminn er kyr. Hann stendur með
logandi ljósi.
og litast um eftir hverju, sem vill ekki
deyja.
Þá kemur æfisaga Þorleifs Guð■
mundssonar Repþs ettir Pal E. Óla
son. Er hún fróðlega og vel rituð.
Þorleifur hefur verið mesti merkis-
maður, stórgáfaður f margar attir,
en sérlega tungumálamaður.
Þegnskylduvinna, erindi flutt f
Stúdentaíclagi Reykjavíkur, 22. jan.
f vetur, af Hermanni Jónassyni.
Eru þar saman komin rök Her-
manns fyrir nauðsyn þegnskyldunn-
ar. Ætlar hann, að tekjur og gjöld
landsins við hana muni að mestu
fallast f faðma, er fram f sækir.
Alt er erindið hið fróðlegasta, mál-
ið lipurt og kjarngott og meðferðin
ljós. Er það mesta nauðsyn fyrir
alla kjósendur landsins að lesa það
rækilega og með athygli.
Þá er næstur alþýðufræðslufyrir-
lestur eftir Bjarna Jónsson frá Vogi:
nHvað verður um arjleifð íslend-
inga" ? A hann þar við bókmenta-
arfinn forna, og segir margt snjallt
orðið og satt. Það veitir heldur
ekki af þvf, að minna landslýð á
fornbókmentir vorar og hvetja hann
til þess að færa sér þær í nyt, því
að lestur þeirra er áreiðanlega að
minka. Og horfir til vandræða, ef
þessu fer fram til lengdar, að al-
þýða manna sækist ólm eftir alls-
konar rusli, innlendu og útlendu,
en fáist ekki til þess, að lfta f
Njálu eða EglU.
Þá ritar Héðinn Valdimarsson
fróðlega grein um Byltingar í al-
þjóðaviðskiftum, sem leitt hefur af
ófriðnum mikla, — sérstaklega um
breytingar á gangverði víxla.
*
Arsrit Heilsuhælisfélagsms
1915,
er komið út fyrir skömmu. Er þar
fyrst skýrsla um sjúklinga árið 1914
eftir Sigurð lækni M ignússon. 1. jan.
1914 voru 63 sjúklingar á Heilsu-
hælinujrá árinu komu 116 sjúk-
lingar, er fóru 81, og 31 dó Eftir
voru I. jan 1915 67 sjúklingar.
„Bata að meira eða minna leyti
fengu 71 af 104, þ e. 68.3%
Heilbrigðir urðu 45, þ. e. 43,3%.
En af þeim, sem voru á 1. sjúk-
dómsstigi við komu, urðu 88,2%
heilbrigðir.
Af þeim, sem dóu, voru 20 svo
langt leiddir við komu (allir inn-
komnir í fyrsta sinn), að vonlaust
var um bata. Ef þeir eru taldir
frá, verður árangurinn þessi:
Ðata að meira eða minna leyti
fengu 84,5%.
Heilbrigðir urðu 53,6°/o“.
Þá er skýrsla um deildir Heilsu-
hælisfélagsins og tillög þeirra. Eru
þær 31 talsins, í 12 sýslum og 1
f Reykjavík. Er það alt of lftið.
Minna má ekki vera, en ein deild
sé í hverri sýslu á landinu — helzt
fleiri.
Hæst tillög eru frá Reykjavíkur-
deild (1800,00 kr.) og Hafnarfjarð-
ar- og Garðadeild (1000,00 kr ).
Eyjafjarðar- og ísafjarðarsýsla
hafa hvor um sig 4 deildir, en hvergi
sjást Akureyri né ísafjarðarkaup-
staður. —
Gjafir og áheit námu árið 1914
2232,89 kr.
Þá eru reikningar félagsins og
reksturskostnaður hælisins 1914.
Hann var um 72 þús. kr.
Svo er skrá yfir sjóði og annað
fé, sem gefið hefur verið Heilsu-
hælisfélaginu og eigi má nota sem
eyðslufé.
Þá er grein um félagið eftir Guð-
mund Björnsson landlækni, og leyfir
Landið sér að taka hana upp.
Þar eð landið tekur hælið að sér
við næstu áramót, getur Heilsu-
hælisfélagið snúið sér eingöngu að
þvf, að styrkja fátæka sjúklinga,
og er ekki nógsamlega hægt að
hvetja menn til þess að styrkja það.
Til dæmis með þvf, að kaupa minn-
ingarskildi við andlát manna, en
eyða ekki fé í gagnslausa kranza.
Minningarskildi má fá á öllum tfm-
um dags hjá ritara félagsins, Jóni
Rósenkranz, á Uppsölum.
Loks eru lög félagsins og ýmsar
skipulagsskrár.