Landið - 18.05.1916, Page 4
7 8
LANDIÐ
cfiiófié fíaupmenn yéar ávaíí um
fíina aífíunnu sœísqfí Jrá aíóin-
safayeróinni „Saniías“ i cfíeyfíjavífí.
Ljáblöðin ágætu
fást á komandi sumri
í Kaupang-i.
Verðið svipað eins og síðastliðið sumar
Páll H. Gislason.
Verkfalliö.
Miðlunartilraunir bæjarstjórnar.
Borgarstjóri sendi blaði voru io.
þ. m. eftirfarandi skýrslu nefndar
þeirrar, er bæjarstjórn kaus 6. þ.
m. til þess að reyna að miðla mál-
um milli háseta og útgerðarmanna
í tilefni af verkfalli hásetanna á
botnvörpungunum. Skýrsla þessi
komst ekki í síðasta blað, en hér
fer hún á eftir:
Reykjavík io. maf 1916.
Á fundi 6. þ. m. kaus baejarstjórn
Reykjavíkur oss í nefnd til þess að
reyna að koma á samkomulagi milli
Hásetafélags Reykjavíkur af annari
hálfu og Félags íslenzkra botnvörpu-
skipaeigcnda af hinni, ef verða mætti
að lyktir fengist á verkfalli þvf, er nú
stendur yfir.
Með þvf að nefndin sér nú engi
ráð til þess að halda samningstilraun-
um lengur áfram að sve stöddu, telur
hún sínu starfi lokið, en hún vill ekki
láta það bíða næsta fundar að skýra
háttvirtri bæjarstjórn frá aðalatriðum
þess, er gerst hefur í meðalgöngunni;
því er þetta bréf sent öllum bæjarfull-
trúunum.
Þegar sama kvöldið, sem nefndin
var kosin, beiddist hún leyfis að
koma á fund Hásetafélagsins til að
kynna sér málavöxtu. Leyfði stjórn
féiagsins það, og fékk nefndin þar
glögglega og skilmerkilega gerða grein
fyrir málavöxtum frá sjónarmiði Há-
setafélagsins og gekk því næst af
fundi eins og áskilið hafði verið.
Daginn eftir, sunnudag 7., beiddist
nefndin viðtals við stjórn skipaeig-
endafélagsins. Var því og vel svarað
og sat nefndin lengi á tali við stjórn-
ina. Að lyktum voru ritaðar upp þær
aðalkröfur og sáttarboð, er stjórnin
taldi ekki ólíklegt, að félag skipaeig-
enda mundi vilja ganga að fyrir sitt
leyti og mætti því skoða sem samn-
ingsgrundvöll af þeirra hálfu. Þær
voru þessar:
Gegn yfirlýsingu um
að Hásetafélagið hafi brotið samn-
ing þann, sem gerður var 16. febrúar
þ. á. af stjórnum Hásetafélagsins og
útgerðarmannafélagsins, og
að ' Hásetafélagið skuldbindi sig til
að gera ekki verkfall í 3 ár, til 30.
sept. 1919, og fallist á að allur á-
greiningur, sem upp kann að koma á
þeim tfma, verði útkljáður af gerð-
ardómi, er sé skipaður 2 mönnum úr
hvoru félagi og 3 mönnum öðrum
málsmetandi, óvilhöllum, er lands-
stjórnin tilnefnir,
vill útgerðarmannafélagið skuld-
binda sig um þriggja ára tíma til
að borga hásetum á botnvörpuskip-
um minst sama kaup og verið hefur,
75 kr. á mánuði og fæði.
að öll lifur skiftist jafnt milli skip-
stjóra, stýrimanns, bátsmannsins og
og hásetanna. Skal það vera á valdi
skipstjórans, hvort matsveinn er ráð-
inn upp á lifrarhlut eða ekki. Lifrin
sé seld hæsta verði, sem unt er að fá,
án tilhlutunar frá útgerðarmanni, sem
þó eigi forkaupsrétt að henni, og
að á síldveiðum skuli hásetar auk
fasta kaupsins hafa 2 aura af hverri
síldartunnu eða 3 aura af hverju máli
(150 lítr.) og allan þann fisk er þeir
draga og frítt salt f hann.
Utgerðarmannafélagið skuldbindur
sig til að hlíta úrskurði gerðardóms 1
öllum ágreiningsmálum milli þeirra og
háseta.
Öll önnur deilumál út af verkfallinu
falli niður, og skal ekki krafist dóms
í þeim málum, sem hafin hafa verið
út af því, að ráðnir skipverjar hafa
yfirgefið skip sín (strokið). Þeir hásetar,
sem ekki hafa tekið þátt í verkfallinu,
skulu með öllu óáreittir af Hásetafé-
laginu eða einstökum meðlimum þess;
viðskiftabann, sem Iagt hefur verið á
af Hásetafélaginu, skal skýrlega af-
numið.
Eftir 30. sept. 1919 gildir samning-
ur þessi um eins árs tíma í senn,
nema honum sé sagt upp með 6 mán-
aða fyrirvara af stjórn annarshvors fé-
lagsins.
Hásetum skal frjálst að ráða sig til
lengri eða skemri tíma, eftir því sem
um semur við útgerðarmann.
Daginn eftir, mánudaginn hinn 8.,
átti nefndin 2 fundi með stjórn Há-
setafélagsins um framanritaðar tillögur,
Og hafði stjórnin milli lundanna borið
efni þeirra undir félagsfund. Stjórnin
kvað þess enga von, að Hásetafélagið
mundi ganga að því að gefa yfirlýs-
ingu þá um samningsrof, sem þar er
farið fram á, með þvl að þeir litu svo
á, að samningurinn 16. febrúar væri
eigi fullum fastmælum bundinn lengur
en til 30. apríl. Ekki gat nefndin
heldur fengið stjórnina til að fallast
á það, áð leggja deilumál félaganna í
gerð næstu 3 ár. Að lyktum ritaði
nefndin upp þær aðalkröfur og sátta-
boð, er stjórnin vildi gera fyrir hönd
Hásetafélagsins. Þær hljóða svo:
»Hásetafélagið vill gera samning, er
útilokar verkföll meðan hann stendur.
Skal hann óuppsegjanlegur til 30. sept.
þ. á., en síðan má segja honum upp af
hvorri hálfu með . . . mánaða fyrirvara,
þó aldrei svo, að samningi sé slitið á
síldarveiðatímanum (1. júlí til 30. sept.)
75 krónur um mánuðinn og fæði,
ennfremur öll lifur, sem skiftist jafnt
milli skipstjórans, stýrimannsins, báts-
mannsins og hásetanna. Skal það vera
á valdi skipstjórans hvort matsveinn
er ráðinn upp á lifrarhlut eða ekki.
I.ifrin sé seld hæsta verði, sem unt er
að fá, án tilhlutunar frá útgerðar-
manni, sem þó eigi kost á að kaupa
lifrina hæsta verði, er aðrir bjóða.
Á síldveiðum fái hver háseti 2 aura
af hverri tunnu af síld er aflast, miðað
við fyrstu söltun, eða 3 aura af hverju
sfldarmáli.
Fisk þann, er skipverjar draga, eiga
þeir sjálfir og fái frítt salt'l hann.
Öll deilumál út af verkfallinu falli
niður. Allir skipverjar, sem hafa tekið
þátt í verkfallinu skulu eiga kost á að
ráða sig á sama skip og áður.
Allir hásetar og bátsmenn séu með-
limir Hásetafélagsins«.
Þetta sama kvöld sátu skipaeigendur
á fundi, og hafði svo verið ráð fyrir
gert við þá, að þeir fengju á fundinn
til meðferðar kröfur og sáttaboð Há-
setafélagsins. Nefndin beiddist leyfis
að mega koma sjálf með þær á fund-
inn, til þess að skýra munnlega ýms
atriði þeirra nákvæmar en hægt væri
að gera bréflega í stuttu máli. Fékk
hún leyfið, lagði fram kröfurnar og
skýrði hvað í þeim fælist, og tók það
fram, að þær ætti að skoða sem
samningsgrundvöll af hálfu Hásetafé-
lagsins, en ekki sem þeiria síðasta
orð í málinu, taldi meira að segja lík-
legt, að Hásetafélagið mundi láta
sveigjast til samkomulags um ýms at-
riði, heldur en að láta samkomulagið
stranda á þeim, og var það sérstak-
lega tekið fram um síðasta atriðið.
Að því búnu fór nefndin af fundinum,
eins og áskilið hafði verið, er hún
fékk leyfið til að flytja þar tillögurnar.
Daginn eftir, þriðjudaginn hinn 9.,
fékk nefndin svohljóðandi bréf frá
stjórn skipaeigendafélagsins:
Reykjavlk 8. maí 1916.
I tilefni af uppástungu þeirri til
samkomulags á verkfalli háseta á botn-
vörpuskípum, er nefnd bæjarstjórnar-
innar lagði fram á fundi »Félags ís-
lenzkra botnvörpuskipaeigenda* í gær,
leyfum vér oss hérmeð að tilkynna
yður, að fundarmenn töldu sér ómögu-
legt að gera samning við Hásetafé-
lagið á þeim grundvelli sem það
hafði boðið, og samþykti fundurinn
jafnframt að öllum samkomulagstil-
raunum við Hásetafélagið útaf verk-
fallinu skyldi hætt. —
Hinsvegar höfum vér þegar gert
ráðstafanir til þess, að sem flestir
botnvörpungar vorir geti haldið áfram
veiðum, og höfum von um að það
heppnist innan langs tíma. —
I stjórn »Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda «,
Virðingarfyllst.
Thor jensen. Jes Zimsen.
Magnús Einarson. Jón Magnússon.
Nefndinni þótti nú vandast málið,
er annar málsaðili hafði ályktað að
hafna öllum samkomulagstilraunum í
raáli þessu. Kom henni til hugar að
gera þó enn eina tilraun til að fá
hlutaðeigendur til bráðabirgðarsam-
komulags um verkfallshlé, er nota
mætti til frekari sáttaumleitunar. Reit
hún stjórn beggja félaganna á þessa
leið:
»Nefnd sú, er kesin var af bæjarstjórn
Reykjavlkur til að gera samningstil-
ráunir milli Hásetafélags Reykjavlkur
og Félags íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda, leyfir sér að bera fram fyrir
félögin eftirfarandi tillögu:
Hvort félagið fyrir sig gefur einum
manni úr sinni stjórn fult umboð til
að semja verkfallshlé til 30. september
þ. á. Maður þessi sé tilnefndur af
stjórn hins félagsins. Það, sem þessir
menn koma sér saman um, skal vera
bindandi fyrir bæði félögin. Tfmann
sem hlé þetta stendur noti svo stjórnir
beggja félaganna til þess að ræða um
fullar sættir framvegis.
Nefndin biður háttvirta stjórn ....
að leggja tillögu þessa fyrir félagsfund
svo fljótt sem unt er og tilkynna síðan
formanni nefndarinnar úrslitin«.
Um kvöldið kom stjórn Hásetafé-
lagsins á fund nefndarinnar og tjáði
henni að tillaga hennar hefði verið
borin upp á fundi Hásetafélagsins og
samþyUt af þeirra hálfu. En í dag
fékk nefndin svohljóðandi bréf frá
stjórn skipaeigendafélagsins.
Til nefndar bæjarstjórnar Reykja-
víkur út af verkfallsmálinu.
Út af heiðruðu bréfi hinnar hátt-
virtu nefndar til félags vors dags. í
gær, var fundur haldinn f félaginu í
dag, og þar samþykt svohljóðandi
fundarályktun:
»Þegar vegna þess að félagið telur
allar frekari sáttatilraunir tilgangs-
lausar, eftir því hvernig síðasta tilboði
Hásetafélagsins var háttað, og eins og
verkfallsmálið nú stendur yfir höfuð,
neitar fundurinn að ganga að tilboði
bæjarstjórnarnefndarinnar í bréfi hennar
til félagsins dagsettu í gær. Félagið
heldur því fast við samþyktir sínar á
fundi 8. þ, m., enda hafa félagsmenn
nú þegar gert ráðstafanir samkvæmt
þeim, sem eru ósamrýmanlegar fyr-
greindri tillögu bæjarstjórnarnefndar-
innar*.
Þetta leyfum vér oss hérmeð að til-
kynna nefndinni til andsvara téðu
bréfi hennar. —
Virðingarfyllst.
»Félag fslenzkra
botnvörpuskipaeigenda«.
Thor Jensen
p. t. formaður.
Er nú skýrt frá þeim atriðum nefnd-
arstarfsins, er oss þykir mestu varða,
að eigi séu rangfærð í frásögnum
manna á milli, en engi þörf þykir að
skýra frekara frá ráðagerðum nefndar-
innar og málaleitunum, sem allarhafa
því miður að lokum orðið árangurs-
lausar.
K. Zimsen. Magnús Helgason.
Kristján V, Guðmundsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
96
ráðast á hana, en ef hún færi, þá myndi
hann veita henni eftirför. Hún heyrði fóta-
tak fyrir aftan sig og hrökk við. Það var
maðurinn af loftinu, sem var kominn aftur.
Hún var alveg búin að gleyma honum. Nú
var hann rólegur að sjá, og Madeleine varð
rólegri við návist hans.
»Verið ekki hrædd«, sagði hann. »Ég er
ekki ræningi, eins og þér ætlið. En einhver
hefur legið f heybingnum í kvöld, á undan
mér. Voruð þér þar, á meðan ég var að
tala við —«
»Við svartskeggjaða manninn«, sagði
Madeleine. »Já, og ég hélt, að þér hefðuð
drepið hann«.
»Ég hélt það líka, en hann hefur iátizt
vera dauður. Guði sé lof, að ofsi minn hafði
ekki þær afleiðingar. En heýdi ég drepið
hann, þá myndi ég hafa kastað honum í
fen, og samvizkan hefði tæplega ónáðað mig
þess vegna«.
Síðustu orðunum hvíslaði hann hásri
röddu og augu hans leiftruðu af hatri. »En
ég geri yður hrædda«, sagði hann. „Það,
sem ég sagði, er satt. Þessi maður er mesti
fantur. Ég hef ratað í raunir hans vegna.
Ég hef verið í fangelsi fyrir glæpi hans og
annara. Mér hepnaðist að komast undan og
heim. Jafnvel hér er mér unt að vinna að
97
því, að sanna sakleysi mitt. En þegar ég
heyrði, að fanturinn sé að draga sig eftir
stúlkunni minni, þá------«.
»Nú skil ég«, sagði Madeleine alt í einu.
»Þér eruð hr. Phil Henshaw og unga stúlkan,
sem þér talið um, er ungfrú Myra Rayne«.
»Það er rétt«, játaði Henshaw hissa, »en
hvernig getið þér —?«
»Maðurinn minn hefur talað við hana.
Það er mjög undarleg saga og of löng til
þess að segja hana nú. Ég skal sjá um að
maðurinn minn hitti yður, t. d. annað kvöld,
við brotnu eikina þarna á enginu. Ef eitt-
hvað kemur í veg fyrir það, þá skal ég
skrifa yður eða koma sjálf. Og nú viljið þér
ef til vill gera svó vel að fylgja mér út á
þjóðveginn. Yður finst það Ifklega heimsku-
legt, en ég er ákaflega hrædd við að mæta
svartskeggjaða manninum«.
»Það er alls ekki heimskulegt«, anzaði
Henshaw. »Ég skal fylgja yður, unz þér
eruð úr allri hættu, þótt ég hlaupi þá máske
í hendurnar á þeim, sem eru að leita mín.
Reyndar getur verið, að þeir sé að elta ein-
hvern annan. En ég er ákaflega órólegur.
Þetta er óttalegt líf, að vera aldrei óhræddur
um sig — og stundum óska ég þess, að
öllu væri lokið*.
Madeleine þóttist viss um, að þessi maður
98
væri saklaus. Henni rann í hug, livort hann
væri nokkuð bendlaður við málið dular-
fulla, sem Clififord átti að greiða úr. Henni
þótti það sennilegt, því að allsstaðar komu
demantarnir inn í málið. Hvernig stóð ann-
ars á amerfsku lögleglumönnunum? En nú
var framorðið og hún varð að hugsa um
Clifford.
Veðrið var farið að batna, og komin úða-
rigning. Hér og þar var bjarmi á himninum
og mátti þá greina Jyngmóana. Madeleine
og förunautur hennar gengu þögul um hríð.
Hvergi sást sá svartskeggjaði, en raunar
gátu hundrað menn falið sig í kjarrinu.
»Þarna er þá þjóðvegurinn*, mælti Made-
leine. »Ég er yður mjög þakklát fyrir fylgd-
ina og þarf nú ekki að ómaka yður lengra.
Ég býst ekki við því, að sá skeggjaði þori
að veitast að mér hér á veginum, þar sem
fjöldi fólks fer um. Ef —«
Hún þagnaði, því að förunautur hennar
hafði vikið til vinstri handar og horfið . í
kjarrið. í sama bili kom hún auga á Ame-
rfkumennina; þeir gengu hratt f áttina til
Brighton. Þeir veittu henni enga athygli og
höfðu bersýnilega ekki orðið annars varir,
en hún væri ein á ferð.
Nú var Madeleine orðin ein, og þótt hún
færi þjóðveginn þá var hún ekki allskostar