Landið

Issue

Landið - 09.06.1916, Page 2

Landið - 09.06.1916, Page 2
90 LANDIÐ KEXogKÖKUR margar tegundir sætar og ósætar selur Verzluttin j'lýhöjn Ijafnarstræti 18. Vörur sendar um alt land gegn eftirkröfu. Bogi Bpynjólfsson yflrréttarmálaflntningsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. ,12 — 1 og 4—6 e. m. Talsími 250. ekki hættulaust að sofa, þegar þörf er á, að vera glaðvakandi, — að vera með augun aftur, þegar á því ríður mest, að ^>au séu opin. Nei. Látum oss elska friðinn, en ekki þann frið, sem lokar á oss augunum fyrir því, sem þjóðarvel- ferðin veltur á, að vér sjáum með alsjáandi augum. jVSikiíl ertn, mnnur. Engum hugsandi manni, sem lesið hefur hina hógværu og rök- studdu grein Jóns vitavarðar Helga- sonar um vitavarðarskiftin á Reykja- nesi, mun dyljast það, að ærið miklum órétti hafi hann verið beitt- ur. Það, sem einna mest ber á við fyrsta álit, er hlífðarleysi ráðherra við hann. Jóni er vikið frá eftir til- lögum hr. Krabbes, án þess að fá tækifæri til að koma fyrir sig nokkrri vörn. Það er ekki undarlegt, þótt mönnum detti í hug gjaldkeramálið til samanburðar. Og sá samanburð- ur er harla fræðandi um stjórnar- farið á landi hér nú og samkvæm- nina í því. í vitavarðarmálinu hagar svo til, að yfirmaður kærir undirmann sinn (sem hann áður hefur borið bezta orð) fyrir vanrækslu. Sakargiftin er bygð á óeiðfestum frásögnum tveggja háseta á botnvörpuskipi. Svo sem Jón skýrir frá í grein sinni, er sú frásögn mjög ósennileg. En hvað sem því líður, þá mátti varla minna vera, en sakborningur fenai að láta í ljósi álit sitt um kadruna. Það hefur hingað til þótt góð regla, að hlýða á báða málsaðilja. En ráð- herra var svo sem ekki að ómaka sig til þess, heldur víkur Jóni frá, þegar í stað, að alveg órannsökuðu máli. Því að ekki getur það kallast rannsókn, að lesa kæruskjal hr. Krabbes. í gjaldkeramálinu er aðferðin önnur. Öll bankastjórnin, 4 menn, kærir Jón gjaldkera Pálsson og kveðst ekki geta notazt við starf hans. Lög kveða skýrt á um það, að ráðherra skuli í því efni fara eftir (0: haga sér samkvæmt) til- lögum bankastjórnar, þ. e. meira hluta hennar. En nú er ekki eins mikill asi á ráðherra sem fyr, um frávikninguna. Og ekki er sakborn- ingi heldur neitað um leyfi til þess að koma með umsögn um kæruna. Nei. Þvert á móti lögum situr gjaldkeri í náðum og semur hvert varnarskjalið eftir annað (ef orð- rómnum er trúandi). Ékki mun skjölum hafa verið haldið fyrir honum, heldur fékk hann til um- sagnar kæru bankastjórnar og önn- ur skrif. Og eftir því, sem enn er fram komið, er ekki unt að sjá annað, cn ráðherra hafi dæmt hvert orð hans gullvægt og gott, en hvert orð einróma bankastjórnar- innar hafi hann dæmt dautt og ó- merkt. Þess ber að gæta, að ef van- rækslur þær, er hr. Krabbe kærði Jón vitavörð fyrir, hafa ekki átt sér stað, þá var hróplegt ranglæti að setja hann frá. En jafnvel þótt ekki væri annað að Jóni gjaldkera Pálssyni að finna, en geðstirðleik og skort á samvinnuþýðleik, þá var það ærið nóg til afsetningar. Um verulega samvinnu vitamálastjóra og vitavarðar er ekki að ræða. Att öðru máli er að gegna um bankastjóra og gjaldkera bankans. Þar er þörf samvinnuhæfileika og þýðleiks. Af því, sem nú er sagt, er það auðséð, að ráðherra hefur komið ó líkt fram í hvoru þessara má!a. Er mönnum því varla láandi, þótt þeim virðist framkoma hans líkari geðþóttaframkomu einráðs harð- stjóra, en lagalegri og samvizku- samlegri framkomu æðsta valds manns landsins. — Framkoma hr. Krabbes — kæran, eins og hún var til komin, neitunin, er vitavörður fékk ekki að sjá kærskjalið o. s. frv. — er harla einkennileg. Ef hann getur ekki réttlætt sig neitt frekar, þá virðist vitavörður hafa fulla ástæðu til að nota við vitamálastjórann orð Guizots heitins: „Monsieur, vous n’étes pas á l’hauteur de mon méprisi“1) Rétt er að geta þess, að ísafold og Lögrétta voru beðnar fyrir grein vitavarðar, en vildu ekki taka. Sýnir það margt. í fyrsta lagi heimastjórnarverndíha yfir ráð- herra. í öðru lagi það, að illa launar kálfur ofeldi, því að annað mun Jón hafa átt skilið af Heima- stjórnarmönnum. í þriðja lagi skort á réttlætistilfinningu og einurð. Það er ekki gott að verjast þeirri hugs- un, að munurinn á stöðu, launa- hæð og mannvirðingum þeirra Jóns og Krabbe hafi átt sinn þátt í þessum viðtökum. £íj$ábyrgíarjélagií „Carentia", sem margir munu kannast við hér, hefur nýlega breytt ákvæðum sín um mjög í vil þeim, er lfftryggja sig. Hér fara á eftir nokkrir af dómum danskra blaða um félagið og tryggingarskilyrði þess: Assurance-tidendi. „Allir hljóta að veita stjórn þessa gagnkvæma ábyrgðarfélags þá við- urkenningu, að undirstöðunni, trygg- ingarskilyrðunum, er hagað á mjög viðkunnanlegan og hagkvæman hátt fyrir meðlimina. Sérlega eftirtektar- verð eru hin nýju ákvæði félagsins, en eftir þeim er tryggingin alger. lega jafn-gild, þótt 0rsök dauðans sé slys, barneign eða bráðir, sótt- 1) Herra minn, þér eruð fyrir neðan íyrirlitningu mfna. Brú hjá Ispalian. T ólg fást ennþá í jVSatarverzlun Jimasar jjinssonar. Rússar hafa tekið Ispahan, hina fornu höfuðborg Persalands. Borgin er stærsta borg þar f landi og liggur við aðalbrautina frá Teheran til Persaflóa. íbúar eru nú um 80000, en á blómatíð hennar var íbúatalan um 1 milj. Ennþá hvílir nokkuð af ljóma fyrri tíma yfir henni, og mörg guðshús og brýr o. fl eru undrafögur. En borginni hefur farið mjög aftur; ýmsir hlutar hennar liggja í rústum og göt urnar eru þröngar og óhreinar. Borgarastyrjaldir og landskjálftar hafa nítt hana niður. næmir sjúkdómar, sem sanna má, að komið hafa eftir að tryggingin var gengin í gildi. Trygningarskilyrði Carentiu mega og að öðru leyti teljast með hinum allra-fremstu”. Díinsk Forsikrings l’idende. „. . . . Vér óskum félaginu mjög til hamingju með þessi ákvæði. Hér fer á sama hátt sem um upp- götvanir: Hinar smáu og þær, sem virðast liggja beint við, eru jafnað- arlega hinar mikilsverðustu og menn spyrja sjálfa sig ósjálfrátt: Hvernig getur á því staðið, að þú hefur ekki séð þetta fyr? .... Áhættan við þessi bana- mein á því auðvitað ekki að hvíla á hinum trygða, um reynzlutímann, heldur á félaginu og þessari heil- brigðu hugsun hefur Carentia nú komið í framkvæmd með sínum nýju tryggingarskilyrðum. .... Eins og menn sjá, þá hafa þau svo mikla framför, og hlunnindi fyrir hina trygðu, að geyma, að þau eiga alla athygli skilið og bera því vitni, að félagið reynir að bjóða almenningi svo á- hrifamikla og ötugga tryggingu, sem unt er". Nationaltidende. „Tilraunir lífsábyrgðarfélaga vorra hinna dönsku, — í þá átt, að gera almenningi æ hægra fyrir, að verða hluttakandi í gæðum þeim, sem lífsábyrgð hefur í för með sér, — hafa komið fagurlega í Ijós við hin nýju tryggingarskilyrði, sem danska lífsábyrgðarfélagið Carentia hefur fengið staðfestingu innanríkisráðu- neytisins á fyrir skömmu*. Aftenbladet. „Vonandi verður þessi mikilvæga endurbót félaginu til heilla". Dagens Ekspres. „Þetta félag hefur gengið á und- an og með því komizt mjög fram- arlega í röð danskra lífsábyrgðar- félaga". Riget. „. . . . Þegar um það er að ræða, að velja sér Iífsábyrgðaríélag, þá er afaráríðandi að athuga trygg- ingarskilyrðin vel og oss virð- ist, að danska lífsábyrgðarfélagið Carentia sé f því efni komið feti framar öðrum dönskum félögum". Ummæli þessi eru full-Ijós, svo að engu þarf við að -bæta. Aðal- umboðsmaður fyrir ísland er Ólajur G. Eyjólýsson stórkaupmaður. £aunakjör presta. í 17. tbl. Lögréttu 12. apríl s. 1. ritar hr. guðfræðiskandidat Sigur björn Á. Gíslason grein um launa- kjör presta, og kemst hann að þeirri niðurstöðu að þau séu al- sendis óboðleg. Hér skal ekki gerð tilraun með að hrekja það, að þau séu lág, en hins-vegar reynt að sýna fram á, að þau séu viðunandi, og ekki sé nauðsyn fyrir launa- nefndina að taka þau til meðferðar. Hr. S. Á. G. talar um að prestar þurfi að hafa 9—10 ára nám til að geta tekist prestsembættið á hendur og það er satt. En þegar Iitið er á þann tíma, sem þannig er eytt, verður þó að athuga hve mikið þjóðfélagið styrkir námsveina á námsárum þeirra, þeir fá kenslu ókeypis, skólarnir bygðir Og kenslu- áhöld keypt fyrir almanna fé, og auk þess fá þeir árlega nokkra upphæð í lífeyri. Ég fæ því ekki betur séð, en að þeir menn, sem slíkrar hjálpar njóta hjá þjóðfélag- inu, skuldi því eigi all-litla upp- hæð og því sé ekki óeðlilegt þótt þjóðfélagið vilji láta takmarka laun þeirra, sem og allra annara starfs- manna sinna. Laun prestanna, hin föstu árs- laun, 13—15—17 hundruð eru að vísu ekki stór fjárupphæð, en þess má geta að hin óbeinu laun þeirra auka ekki allítið föstu launin. Jarðir þær, sem prestunum er ætlað til ábúðar í hverju prestsúmdæmi eru nær því undantekningarlaust bezta jörðin f hverju prestakalli, með afar lágu eftirgjaldi, sem ekkert hækkar þótt eftirgjald annara jarða í sveitum fari stöðugt hækkandi. Það út af fyrir sig, að prestum eru boðnar beztu jarðir sveitanna með lágu eftirgjaldi, bætir svo mjög hin föstu Iaunakjör þeirra, að slíkt er ekki þægilegt að reikna nákvæm- lega út. Þó skal ég leyfa mér, að minnast á prestsetrið f Mosfells- sveit. Ábýlisjörð prestsins þar er Mosfell, að flestra dómi stærsta og bezta jörðin í sveitinni og jafn- vel þótt lengra væri leitað. Þá jörð væri auðvelt að leigja fyrir 15—18 hundruð króna árlegt eftirgjald Bankastrœtl 10. Ueilstakkar Kápur Buxur Ermar Svuntur Baðliettur Skálraar fyrir hjólreiðamenn. Alt selt með innkaupsverði. Verzlið því aðeins við Sigurjón pétursson. ljajnarstrati 16. Simi 137. samanborið við árseftirgjald annara jarða í þeirri sveit. En hann mun hafa hana með 200 kr. eftirgjaldi. Væri nú tekið með í reikninginn þetta eítirgjald, sem árstekjur fyrir prestinn, hefur hann alls sjálfsagt frá 3000—3600 kr. árlegar tekjur og sýnist það allsómasamleg upp- hæð og breytir hún nokkuð föstu laununum. Þótt mörgum kunni að finnast þetta vera eins dæmi eða jafnvel öfgar, mun hægt að færa sönnur á málið, og svo er það um alt land, að bújörðin út af fyrir sig er drjúg uppbót á föstu launin. Hr. S. Á. G. telur það engar tekjur, gjald fyrir aukaverk prest- anna. Flestum mun þykja hann ganga of langt f þessu efni; en hitt er ofur eðlilegt, þótt presti — opinberum starfsmanni þjóðfélags- ins — sé takmark sett, eða réttara sagt, að sóknarbörnum sé gefið lágmark er þau fara eftir, er þau borga presti sfnum aukaverk, þar sem menn samtímis þurfa að greiða honum beinan skatt er gangi upp í föstu launin og svo óbeinan skatt f prestlaunasjóð. Ég tel öll auka- verk prestinum til tekna, og býst við að slíkt munu fleiri gera; álít mjög varhugavert fyrir þing og stjórn að hækka slfk gjöld. Ef gjöld þessi hækkuðu að nokkrum mun, er ég hræddur um að þeir gömlu pg góðu kirkjusiðir skírn, ferming og gifting mundu mikið meira leggjast niður, en hingað til hefur verið, ef gjaldið fyrir slfk verk yxi að mun, en um litla hækkun munaði prestana lftið, einkum sveitapresta. — Mönnum er hvort eð er í sjálfsvald sett, hvort þeir láta skfra og ferma börn sín eður eigi, eins og hvort fólk giftist kirkjulegu eða borgaralegu hjóna- bandi. Ég tel þessa gömlu kirkju- siði góða og nauðsynlega, og tel hinn mesta ósóma að þeir leggist niður, einnig finst mér trúarlífi voru geta staðið hætta af þvf. Ég er

x

Landið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.