Landið

Eksemplar

Landið - 09.06.1916, Side 3

Landið - 09.06.1916, Side 3
LANDIÐ 91 viss um að hr. S, Á. G. veit eins vel og ég, og sjálfsagt betur, að alda er risin móti þessum kirkju- siðum og menn, því miður, margir hverjir telja þá lítils nýta. Hér á landi er trúarlíf og vald kirkjunnar á svo veikum fæti, að hæglega getur það sundrast, sé ekki varlega að farið. Margir úr flokki hr. S. Á. G. telja óhugsandi að vel hæfír menn fáist í prestastöðuna vegna hinna óboðlegu launa, sem þeim séu boðin. Þessi staðhæfing mun þó bygð á veikum grundvelli. Ég þyk- ist hafa veitt því eftirtekt, að það er ekki kaupgjaldið, sem skapar starfsmanninn. Eigi er mér kunn- ugt um að nein þurð sé á guð- fræðiskandidötum, og er þeim þó sjálfsagt fullljóst, þegar þeir ganga í guðfræðisdeild háskólans, hvaða kjör þjóðfélagið býður þeim, er þeir hafa lokið prófi. Áður voru brauðin mjög misjöfn að stærð og um leið tekjum; þetta gerði mis- rétti, sem var í alla staði óeðlilegt; einnig sum brauðin eftirsóknarverð, önnur mikið síður. Þetta var reynt að jafna með nýju prestslauna-lög- unum, og lítið mun hafa borið á óánægju hjá prestum með þau. Það er raunar nokkuð broslegt að hugsa sér að væru launakjörin betri, sem þó eru í alla staði boðleg, mundu hæfari menn veljast í stöðuna. Þetta kemur fram hjá hr. S. Á. G og fleirum hans stéttarbræðrum. Ég vil nú spyrja: var það fyrir það, hve álitlegt brauð Saurbær á Hvalfjarðarstönd var, að einn landsins mesti guðfræðingur sinnar tíðar, Haligrímur sál. Pétursson var prestur þarf Nei, það var áhugi hans fyrir guðstrúnni; hans eldlegi áhugi fyrir að syngja guði sínum lof, og vitna um hann, sem kall- aði hann fram á sjónarsviðið, en ekki launin. Eða dettur nokkrum í hug, að Jón sál. Vídalín hafi vegna launanna gerst prestur? Nei, slfkt skulum við ekki hugsa, það var háleitara atriði, sem laðaði þá að þeirri stöðu, en launin hér á jörðu. Ég get vel tekið undir með hr. S. Á. G. og fleirum, með að laun presta eru Iág, og gott væri, ef hægt væri, að sýna slíkum mönn- um þann 'sóma að bæta kjör þeirra, og víst er um það, að allir þeir, sem með sanngirni vilja lfta á málið frá ýmsum hliðum, viðurkenna að starfið er háleitt, og útheimtir eigi aðeins sína sérfræði, heldur og vfðtæka þekkingu á ýmsum öðrum sviðum; en það er annars eðlis, en krónutal launanna. S. Á. G. veit það svo vel, að hér er allmikill á- hugi hjá almenningi f þá átt, a<! slíta sambandi ríkis og kirkju, og margir telja það heillavænlegt fyrir trúarlíf vort; ég fyrir mitt leyti skal að þessu sinni láta ótalað um slíkt, en hitt er á allra vitund, að fátt ýfast menn meira við en aukin gjöld eða skatta; því þykir mér eigi ólíklegt að ef laun presta væru hækkuð, mundi það flýta drjúgum fyrir að spyrna sundur sambandi ríkis og kirkju, en hvort það er æskilegt fyrir presta, getur verið álita mál. Að vísu fær hver prestur, sem fyrir þá byltingu lætur af embætti, full laun í fimm ár, og ber að skoða þá fjárupphæð sem gjöf frá þjóðfélaginu, prestum til viðhalds meðan þeir eru að afla sér annarar stöðu. Ég er sann- færður um, að allmargir af núlifandi prestum mundu láta af embætti ef samband rfkis og kirkju væri slitið og óvíst hvort prestum yfir- leitt þætti ha^ur sinn bættur með því, getur verið að sumir næði betri stöðum, en alt slíkt er óvíst, og víst er, að mörgum prestum mundi bregða við ef þeir létu af sfnum föstu lögákveðnu embættum og gerðust fríkirkjuprestar, sem mætti víkja frá stöðu sinni hvenær, sem meirihlutt safnaðarins yrði sam- mála um það. Annars getur það sjálfsagt verið álitamál, hvort hálaunaðar stöður séu eftirsóknarverðastar; eftir því sem hver og einn fær meira af hinu gullna gjaldi fyrir litla fyrir- höfn, því ver lærir hann að meta gildi peninganna, en að hafa óljósa hugmynd um slfkt getur orðið alt of mörgum að falli. Ég held það gott fyrir hvern og einn að öðlast hvorki fátækt né auðlegð, heldur sitt afskamtaða uppeldi. Vandséð er það, hvort lág laun, sem þó eru viðunanleg, lama manninn eða gefa honum þrek. Ég held, og svo munu fleiri, að engin sönnun sé það fyrir nýtum starfsmönnum í sinni stöðu, að lauoin séu sem hæst; hygg það draga úr starfs- vilja og þreki, ef embættismanna- efnin vita að þjóðfélagið tekur við þeim, er þeir hafa náð embættum, og veitir þeim peninga eftir þeirra vilja. Það er allmikil vöntun á hvern þann, sem ekki hefur öðlast skilning á hagfræðinni og þýðingu hennar. Bezta þekking í hagfræði fær sá, sem hefur hæfilegan fram- færzlueyri, og illa trúi ég þeim mönnum til að vera Ieiðandi menn í mannfélaginu, sem ekki geta lifað sómasamlegu lífi af þeirri fjárupphæð, sem prestar vorir fá í árslaun hér á landi. P. J. Ritfregnir. Hagsbýrslur íslands 9. Eru það búnaðarskýrslur árið 1914. Útdráttur úr nokkru af innihaldi þeirra hefur birzt í Landinu, eftir Hagtíðindum. Dýraverndarinn, 3. blað 1916. lnnihald: Sundv'ótn (með mynd), Sveitaneýndir til eftirlits með með- ferð á skepnum, Hrossaréttirnar á Sauðárkróki, Kattafjöldinn í Reykja- vík, Rauða stjarnan, alþjóðafélag til líknar særðum skepnum á víg- vellinum, stofnað 22/2 1915, — og ýmisl. fleira. LaidsMi Islands 1915. Nýkomið er út yfirlit yfir starf- semi Landsbankans á síðastliðnu ári. Eru það reikningar bankans og út búanna á Akureyri og ísafirði Fróðlegt yfirlit er þar og yfir vöxt bankans frá 1886—1915, eða nú í 30 ár. Ársvelta bankans var 1886 837 þús. kr.; í árslok 1909, þegar nú- verandi bankastjórn tók við, var hún 36V2 milj. kr., en 1915 var hún orðin /0/V2 milj. kr. Reyndar var það óvanalegt ár, sökum hækk- unar á öllu, en þótt vanalegt ár hefði verið, þá hefði samt ársvelta bankáns vaxið um meira en helm ing á þessum sex árum. ,Árið 1914 var hún rúmar 69 milj. kr. Sparisjóðsfé bankans var 1887 orðið 3 52 ll2 þús kr.; í árslok zpop var það rúmar j milj. kr. en 1915 var það orðið fullar 6ll2 milj. kr., eða rúmlega tvöfaldað á síðustu 6 árum. Er sá vöxtur harla gleðileg- ur, því að í Landsbankanum ætti allir að ávaxta sparisjóðsfé sitt, það sem er ekki í sérstökum spari- sjóðum sveita og héraða, því að þar sem bankinn er alþjóðarstofnun og landssjóður ábyrgist hann og er hluthafi í honum, fer allur ágóði af rekstri hans til landsins sjálfs, en ekki til útlanda. Víxlar og ávísanir námu 1886 kr. 3,950,00, f árslok 1909 1V4 milj. kr., en árið 1915 23/4 milj. kr Varasjóður bankans nam f árslok 1909 706 þús. kr., en í árslok 1915 var hann full x miljón kr. Vöxtur bankans hefur þvf verié gffurlega mikill. KAFFI brent og malað er bezt og drýgst frá Verzluninni NÝHÖFN Hafnarstræti 18. NÝHÁFNARKAFFIÐ er oröið landfrægt. KATJPIÐ PAÐ Úrval úr frumsömdum og pýdd- um kvœðum Bjarna Jónssonar frá Vogi. Rvík 1916. Kostnaðarm. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Þetta er góð bók og eiguleg. Bjarni hefur hingað til verið öllu kunnari fyrir þýðingar sínar úr er- lendum tungum, en frumkveðin Ijóð sín. Má og segja með sanni, að fáir hafa verið þarfari íslenzkum bókmentum, en Bjarni, því að mörgu snildarverki hefur hann snúið á íslenzku, t. d. Nadeschda eftir finska snillinginn Runeberg, Huliðs- heimum og I Helheimi eftir Árna Garborg o. m. fl. En langt of litla athygli hafa menn veitt ljóðum hans frá sjálfs brjósti. Voru þó mörg kvæðin falleg í Baldursbrá og man ég enn ýmsar vísur þaðan, er ég las í æsku. í Úrvali þessu er mörg afar- fögur ljóð. Rímlistin bregzt Bjarna aldrei og vfða er hugmyndaflug og smellnar Iíkingar. Nefna má m. a. Aldamótavísu, Ljós yjir landið, Sumarvísur Siggu Bjarnad., Gleði- legt sumar o. fl. Þýdd eru m. a. ljómandi falleg kvæði eftir Anders Hovden, Ásm. Vinje, Goetke (úr „Fást"), Schiller 0. fl. Er það ósvikið gull, sem veitt getur gleði og auði í sálir manna — ef nokkur nennir að lesa. En því miður virðist almenn- ingur vera orðinn hundleiður á góð- um bókum og ekkert vilja nema rusl. Er það alvarlegt áhyggjuefni öllum vinum íslenzkrar menningar. Bókinni fylgir mynd höfundar. Frágangur f góðu Iagi. Ljóðavinir — ef þeir eru ekki flestir dauðir og dottnir upp fyrir — ætti að flýta sér að eignast bók þessa. ‘tJtlöndL, Öðru stórtjóni hafa Bretar orðið fyrir nýlega. 5. þ. m. fórst beiti- skipið „Hampshire" fyrir vestan Orkneyjar. Vita menn eigi, hvort tundurdufl eða kafbátur hefur vald- ið. Sjógangur var mikill, svo að ekki er talið líklegt, að nokkur maður hafi bjargast. En á skipinu var Kitchener lávarður, yfirhers- höfðingi og hermálaráðh. Breta, og herforingjaráð hans, á leið til Rúss- lands. Kitchener var hátt á sjötugsaldri, afbrigðaduglegur og forsjáll hers- höfðingi. Er það ómetanlegur skaði fyrir Breta að missa hann. Á Frakklandi miðar Þjóðverjum heldur áfram, þótt hægt fari. — Austurrfkismenn eru nú í bili hættir sókn sinni gegn ítölum, en hefur orðið mikið ágengt. Er nú barizt mestmegnis á ítalskri jörð. Að austan kvað Rússar nú hefja sókn gegn Austurríkismönnum. Á Balkan sækja Búlgarar fram í Grikklandi (hluta þeim, er Grikkir fengu frá Tyrkjum í fyrsta Balkan- stríðinu). Hafa þeir tekið borgina Seres, sem er nokkuð frá sjó, hér um bil miðja vegu milli Kavalla og Saloniki — og sækja fram til Kavalla. Þessar tvær borgir og um- hverfið vildu Búlgarar fá úr býtum, en Grikkir urðu yfirsterkari. Eru Grikkir nú milli steins og sleggju og þora sig hvergi að hreyfa. Hafa hingað til haldið herliði sínu undan, þar sem Búlgarar sóttu fram. Á hinn bóginn gerast Vesturríkin æ umsvifameiri í Saloniki og Kavalla. Hefur Saloniki nýlega verið Iýst f hernaðarástand. Þjóðverjar ætla nú að taka fimta herlán sitt, sem á að nema 12 miljörðum marka (12000 milj.) Síðasta (fjórða) herlán Þjóðverja gekk ágætlega; fengu þeir inn xo,6 miljarða. Öll eru lán þeirra tekin innanlands. Ekki mun bráð hætta á því, að Þjóðverjar komist í efnaþrot. Spari- sjóðseignir manna hafa aukizt mik- ið síðustu árin, þrátt fyrir stríðið. Ásmnndnr Gnðmnndsson aðstoðarprestur í Stykkishólmi er staddur hér i bænum. Próf í forspjnllsvfslndnm tóku þessir stúdentar við Háskólann á mánud. var: Benedikt Arnason II. betri eink. Danfel Fjeldsted I. — Eggert Ó. B. Einarsson I. — Freysteinn Gunnarsson I. ágætis — Guðni Hjörieifsson I. — Jón Árnason II Jón Kjartansson II. — Katrfn Thoroddsen I. ágætis Kjartan Ólafsson I. Lárus Arnórsson I. Þórunn Hafsteinn I. betri — er Ymsir atburðir hafa þeir orðið síðustu viku, er merkilegir munu þykja. Má þar fyrst nefna sjóorustu mikla fyrir vestan Jótland þ. 31. f. m. Var þar á sveimi brezk flota- deild og komu Þjóðverjar að henni og lögðu til orustu. Fóru svo leikar, að Bretar mistu 4 bryndreka(„Queen Mary“, „Infatigible", „Invincible* og „Warrior"), tvö beitiskip „(Black Prince", „Defense") og um tíu tundurbátaspilla. Þjóðverjar mistu tvo bryndreka og eitt létt beitiskip, en tvö önnur urðu óvfg. Þeir mistu og 6 tundurbátaspilla. Þar fyrir utan skemdust nokkur skip af skot- um. — Þegar aðalfloti Breta kom til bardaga, létu Þjóðverjar undan síga og héldu til hafnar. Það er augljóst, að Þjóðverjar hafa borið betra hlut frá orustunni, þótt styrkleikahlutfall flotanna sé líkt eftir sem áður. Orusta þessi kvað vera mesta sjóorusta, sem sögur fara af. A ð austan Landinu skrifað nýlega, að sumir Heimastjórnarmenn séu orðn- ir hálfruglaðir í ríminu. „Vita þeir varla, hvorn Heimastjórnarlistann þeir eiga að kjósa, Hannesar eða Einars Arnórssonar, nema þá þeir, sem eru óvenju glöggir á háralag og holdafar flokkanna. Þeir einir sjá, að Heimastjórnarærin lifir á gömlum holdum, en dilkurinn er næsta magur og illa til reika, og því ekki á vetur setjandi, enda kynið ekki sem bezt". Spurning. Hvernig er það, er búið að af- nema risnufé ráðherrans? Eða þarf hann alls ekki að nota það í þeim tilgangi, sem til var ætlazt? Má hann stinga fénu f vasa sinn án þess að halda nokkurt boð? Spyr sá sem ekki veil. Vér vísum spurningunni til hlutaðeigenda. áleiðis JF'rettir. Jarðarför Skúla alþm. Thoroddsens fór fram á laugard. var, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Bjarni Jónsson frá Vogi talaði á heimili hins látna, en sr. Bjarni Jónsson í dómkirkjunni. Alþingismenn báru kistuna út úr kirkju. Sungin voru í kirkjunni kveðjuljóð frá Kvenréttinda- félagi fslands og Hinu fsl. Kvenfélagi* eftir Maríu Jóhannsdóttur. Pétur Jónsson óperusöngvari söng í Bárunni 5 fyrstu daga vikunnar kl. 9 að kveldi, fyrir mergð manna og gerðu menn að á- gætan róm. Sklpaferðir. Botnía fór til Vesturlands á föstu- daginn var, en Gullfoss til Austfjarða og útlanda á miðvikudaginn. Ættarnafn. Börn Haralds próf. Níelssonar hafa fengið staðfestingu á ættarnafninu Haralz. Slirítlwr. A. : Hvað hafið þér í kapselinu þarna? B. : Hárlokk, til minningar um kon- una mína sálugu. A. : En lokkurinn er ljós og hún var ekki Ijóshærð. B. : Nei, en ég er það". Hann: Nú hef ég efni í nýja skáld- sögu. Hun: Þú ættir heldur að óska þér efnis í nýjar buxur, góði minn. Stórkaupmadurinn: Jæja, Möller, þér óskið hækkunar á launum yðar. En getið þér nú fært mér, þó ekki sé nema tvær ástæður, sem mæla með þvf, að ég verði við beiðni yðar? Mölltr: Já, það get ég hr. stórkaup- maður. Tvíburar. Greifinn: Dæmalaus klaufi ertu, strákurl Þú hefur skorið mig stóran skurð í hökuna. Rakaradrengurinn: Ég ætlaði bara að sjá, hvort blóðið í yður væri blátt. (Á sumum útlendum tungum er aðalsblóð nefnt „blátt blóð". Að hafa það í æðum sínum er þá sama sem að vera af aðalsættum). X. : Þekkið þér séra Árna? Y. : Já, ég hef þekt hann, síðan faðir hans var smástrákur.

x

Landið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.