Landið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Landið - 09.06.1916, Qupperneq 4

Landið - 09.06.1916, Qupperneq 4
92 LANDIÐ Hfii líEiml cfii&jié fiaupmenn tjéar ávaíf um fiina alfiunnu sœfsqft Jrá aléin~ ■ safagaréinni „Sanifasu i cT2oyfijavífi. OImí oiEliaular frá beztu eldfæraverksmiðju Danmerkur C. li. Hess 1 Veile i I L, LANDIÐ flytur áreiðanlegar og fræðandi greinar um landsmái, útlendar og innlendar fréttir, sögur og annan fróðleik. LANDIÐ er ábyggilegt — fróðlegt — skemtilegt. LANDIÐ fylgir fram fylstu sjálfstæðiskröfum ís- lands inn á við og út á við. LANDIÐ er ódýrast allra íslenzkra blaða. Kemur út vikulega. Ljáblöðin újgætu fást á komandi sumri í Kaupangi. Verðið svipað eins og sfðastliðið sumar. Páll H. Glslason. >■ Sköfatnaður nýkominn í Kaupang. Saltjisksmarkaðurinn. „Hlutfallið milli innflutnings til Barcelona á norskum saltfiski ann- annars vegar og íslenzkum og fær- eyskum saltfiski hins vegar, í síð- ustu 25 árin, sést á eftirfarandi tölum. Árið 1890 voru fluttar þar inn 4878 smálestir af norskum fiski og 1324 smál. af ísl. og færeyskum fiski. 10 árum sfðar hafði innflutn- ingurinn frá Noregi hrapað ofan í 1407 smál., en innflutningur íslenzks og færeysks fisks var kominn upp í 3147 smál. Að öðrum 10 árum liðn- um, — þ. e. 1910, — hafði inn- flutningurinn frá Noregi lækkað enn frekar, því að það ár komu aðeins 275 smál. af norskum fiski; um sama leyti var innflutningurinn frá íslandi og Færeyjum orðinn 5273 smál. Og árið 1914 voru tölurnar þessar: 961 smál. af norskum og 7714 smál. af færeyskum og ísi. fiski. Þessar sfðastskráðu tölur eru ekki eftir opinberum skýrslum, en eru líkl. nokkurnveginn áreiðanlegar. Klouman konsúll segir í skýrslu sinni, að tölur þessar eigi að hvetja norska saltfisksframleiðendur til þess að leggja alt kapp á, að geta boð- ið beztu vöru, svo að innflutningur á norskum saltfiski til Katalóníu verði ekki alveg að víkja fyrir inn- flutningi fr'á íslandi*. (Bergens Annonce-Tidende aV3 1916). Ofanskráð grein er tekin úr norsku blaði. Það er gleðilegt, hvað saltfisksútflytjendurn íslenzk- ura hefur tekizt að vanda vöruna og afla íslenzkum saltfiski álits á markaðinum. Óhætt mun, að gera ráð fyrir því, að þeir reyni að halda þvf, sem unnið er og bæta við eftir því, sem unt er. Á Nýja-Sjájandi (og f Suður- ástralíu) hafa menn haft skyldu- gerðardóma í deilum milli vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda nú í rúm tuttugu ár (sfðan 1894). Fyrst var reynt að hafa frjálsa gerðar- dóma, sem aðeins voru bindandi, ef báðir málsaðiljar komu sér saman um það. En það reyndist émógt. Mr. Reeves vinnumálaráð- herra lagði þá fyrir þingið frum- varp til laga um skyldugerð (1891), en það var tvisvar felt í efri mál- stofunni, þar eð vinnuveitendur börðust ákaft gegn því. Loks var frv. þó samþykt 1894. Ef deila hefst milli vinnuveitenda og verkamanna, þá getur annar- hvor aðili skotið henni til gerðar- nefndar þar á staðnum. í henni eiga sæti jafnmargir frá hvorri hlið og óvilhallur oddamaður. Gerðar- nefndin hefur dómstólsrétt til þess að kalla hinn aðiljann fyrir sig og yfirheyra vitni, en dómur hennar hefur ekki lagagildi, er einungis ráðlegging til aðiljanna. Ef annar- hvor þeirra (eða báðir) er óánægð- ur með úrskurð hennar, getur hann áfrýjað málinu til þjóðgerðardóms- ins. í honum eru 2 menn: einn úr hæstarétti, einn kosinn af landsfé- lagi vinnuveitenda og einn af verk- mannafélögunum. Dómstóll þessi hefur mikið vald. Hann getur gefið úrskurðum sínum Iagagildi, ef hann vill. Er þá úrskurðurinn bókaður í gerðabók hæstaréttar, og má neyða menn með öllum lagameðulum til þess að fylgja honum. Ef annar málsaðili virðir hann að vettugi, má sekta hann alt að 500 sterlings- pundum (9000 kr.) fyrir hvern vinnuveitanda eða verkmannafélag. A Nýja-Sjálandi eru verkmannafé- lögin viðurkend af ríkinu. Samninga milli vinnuveitenda og verkamanna má og bóka í gerða- bók hæstaréttar og öðlast þeir þá lagagildi, þó eigi lengur en 3 ár í senn. Dómstóll þessi hefur gefizt mæta- vel. Verkföll og verkbönn (lock- outs) eru í reyndinni horfin. Og fjölda deiluatriða útkljá gerðar- nefndirnar einar. Eitt aðalmál, sem fyrir dómstól- inn hefur komið, er ráðning verka- manna, sem eru ekki í verk- mannafélögum. Dómstóllinn hefur haldið því fram, að ef vinnuveitandi hefur áður eingöngu haft félags- menn, þá sé hann skyldur að taka þá fram yfir aðra. En þegar slíkir menn bjóðast ekki, þá geti félögin ekki amast við því, að teknir sé menn utan félaga. Þar sem eigi er unt að sanna, að eingöngu hafi verið notaðir félagsmenn, heimtar dómstóllinn aðeins, að jafnt skuli með hvoratveggja farið. — Lögin um þetta i Suðurástralíu eru mjög lík og voru einnig sam- þykt 1894. — Ætli við ættum ekki að fara að hugsa eitthvað um slíka löggjöf, íslendingar? Þó að stórþjóðirnar næstu hafi ekki komizt svo langt enn, sökum ýmissa staðhátta og atvika, sem hin nýnumdu lönd hinumegin á hnettinum, þá ætti það ekki fæla oss frá því, að fylgja dæmi Nýja-Sjálands á einhvern hátt og byrgja brunninn, áður en barnið er dottið alveg ofan í hann. Það er vert að geta þess, að velmegun almennings er mikil og tiltölulega jafnskift á Nýja-Sjálandi. Og menning þjóðarinnar á háu stigi. ísland er enn sem nýnumið land, að því er snertir auðsafn og atvinnurekstur í stórum stíl. Hér er því hægra um vik, en víðast í Evrópu, að gera ráðstafanir, er tryggi velmegun alþýðu og komi í veg fyrir stéttastyrjaldir. Prentsmiðjan Gutenberg. verða eftirleiðis ávalt fyrirliggjandi hjá &. Eyjúlíssm & Þessi eldfæri eru áreiðanlega hin hent- ugustu og beztu í alla staði, bæéi fyrir bæi og sveitaheimili. Sumar teg- undir þessara eldfæra eru sérstaklega löguð til þess, að mó verði brent í þeim. Notið Kolasparann sem fæst aðeins hjá Sig-urj óni. Hjá Ó. G. Eyjólfssyni & Co. jaest norðlenzkt, gott sauða og ðilkakjöt saltað í heilnm tnnnum. dlgœfí noréfenzfit Spaðsaffað fjjöt Jœsí í cŒaupangL Niðursoðin mjólk frá jfestlé yínglo Swiss Conðenseð jVEill Company (sarpa tegund sem „Víking“) fæst nú ,af lager* hjá Ó. G. Eyiólfssyni & Co. fæst í Kaupangi Margarine bs Sykir.

x

Landið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.