Landið - 23.02.1917, Side 3
LANDIÐ
3i
Nathan & Olsen
hafa á lager:
Exportkaffi, kaffikannan,
Chokolade — margar teg.,
Cremchokolade,
Cacao, 3 tegundir,
Sveskjur, Kúsinur,
Hnetur, Macaroni, Núðlur:
Birting-.
cTíiéursoðnar oörur — margar tegundir.
Þar á meðal JI>Í TJJEX góðar en ódýrar.
Netagarn — Fiskilínur.
Vindla, Vindlinga, Cigarettur, margar tegundir,
Kerti, margar tegundir.
Álnayöru. Ilúíur. Nírríatnað karla og kvenna.
Manchetskyrtur. Soklta, 0. m. fl.
Drífunni léttir til hafs og til heiða.
í hvítskini sólar in volduga breiða
af ósnertri mjöllu logar sem ljós
í lífheimsins kirkju. — Frá bládjúpsins ós
berst eilífðarsöngur, er aldrei þaggast.
í skýjunum blikar rós við rós
og roðnandi í blænum vaggast.
Lengi var gengið í kafaldi’ og kólgu,
kinnarnar lamdar af snæbrimsins ólgu
og stefnt inn í helsvartan hríðargarð,
sem hafði ekki neinstaðar lægð eða skarð —
við tvo eina kosti: Að kala eða hrapa.
En áfram i sköflunum vaða ég varð,
voninni búinn að tapa.
Þá birti þann dag, sem ég dýrstan hef Iitið,
er drápgjarnri hergirðing nætur var slitið
og fylkingar ljósanna leiddu mig heim
á logbjartan tindinn í dimmbláum geim,
með útsýn til marglitra eilífðarstranda;
með himneskan frið eftir hvildarlaust sveim
og hátignarnálægð guðs anda.
leysi. En ætlunarverk hennar sé
ekki fyrst og fremst það, að rífa
niður, heidur einmitt að reisa við,
og sannleikurinn hafi aldrei neitt
að óttast. Sr. Fr. sýnir ljóst fram
á, að biblíurannsóknin hafl komið
miklu góðu til leiðar, varpað Ijósi
á margt eitt atriðið, er áður var
myrkt og torskilið, vísað viðbótum
síðari tíma inn í frumtextann á bug
og leiðrétt skekkjur. En þetta sé
þyrnir f augum hins svonefnda rétt
trúnaðar. I augum rétttrúnaðar-
ins sé á hinn bóginn æðstá dygðin
það, að vera steingervingur, —
skríða upp á múlann og verða að
nátttrölli. Þess vegna séu allir þeir
menn, sem séu skoðunum biblfu-
rannsóknanna hlyntir, umsvifalaust
brennimerktir trúvillingar.
4. gr.: Skoðanir Lúthers um
biblíuna.
í kafla þessum er sýnt fram á,
að Lúther hafi verið hlyntur biblfu-
rannsókn, og gert mikinn mun á
gildi hinna ýmsu bóka ritningar-
innar. Villuleysi biblíunnar hafí
Lúther að eins haldíð fram í trú-
arefnum, og láti það alls ekki ná
út yfir alt. Bókstafsinnblæstri ritn
ingarinnar hafi Lúther aldrei haldið
fram á nokkru skeiði æfi sinnar,
nema ef vera skyldi meðan hann
enn var kaþólskur.
5 gr.: Trúarskoðanir þjóðar
vorrar.
Þessi kafli fjallar um trúarskoð-
anir íslendinga fyr og sfðar, og
mætti heita: Trúarsaga hinnar ís-
lenzku þjóðar. Svo ftarlega er þetta
efni rakið. í enda þessa kafla
sýnir síra Fr., að sá kristindómur,
sem Islendingar fluttu með sér
vestur um haf, hafi verið næsta
ólíkur synódu-guðfræðinni, sem
kirkjufélagið vestur-fslenzka fylgir
nú.
Verðlagsnefnd
hefur verið skipuð af nýju, þeir G.
Bjömson landl., Porst. Porst. hag-
stofustj., Árni Eiriksson kaupm., Jón
Síverlsen skólastj. og Jör. Brgnj. alþm.
JPréttir.
Rteðismaður Svfa
hér á landi er II. Tofle bankastj.
orðinn, í stað Kristjáns heit. Þorgrfms-
sonar.
Lansn úr bæjarstjórn
hefur Jón yfirráðherra Magnússon
fengið.
Ólafar Jóhaunesson
konsúll á Patreksfirði hefur nýlega
verið sæmdur franska heiðursmerkinu
„Ofncier d’ Academie", fyrir starf sitt
sem ræðismaður Frakka þar.
Bisp
kom um miðjan mánuðinn frá New-
York, hlaðinn matvöru.
A. Conrmont,
fyrv. frönskukennari hér við Háskól-
ann, er settur franskur ræðismaður
fyrir Island. Mun hann bráðlega koma
hingað. — Hann særðist í strfðinu og
kól á fóturn og mun vera ófær til
herþjónustu.
Steinolíulanst,
eða því sem næst, mun nú vera hér
í bænum.
Klukkunni var flýtt
um 1 klt. á mánudagskvöldið. Skal
svo standa til 20. okt. í haust. Er sú
ráðstöfun þörf, ekki síst nú í steinolíu-
og gasleysinu.
Embættisprófl
í guðfrœði hafa þessir 6 háskóla-
nemendur lokið:
Eiríkur Albertsson, I. eink., 123V3 stig.
Ragnar H. Kvaran, I. — 123V3 —
Halldór Gunnl.ss, I. — 106V3 —
Jakob Einarsson, II. betri, 9SV3 —
Sigurgeir Sigurðss., II. — 92 —
Sigurjón Jónsson, II. — 72 —
Var þetta í fyrsta sinn, sem prófað
var í grísku hér við Háskólann.
Embættispróf í lœknisfrœði haía
tekið frú Kristín Ólafsdóttir frá Hjarð-
arholti og bróðir hennar, Jón Ólafsson,
bæði með annari einkunn betri. Frúin
er fyrsta konan, er tekið hefur em-
bættispróf hér á landi.
Takmörkun gaseyðsln.
Gasnefnd hefur falið borgarstjóra að
fara þess á leit við stjórnarráðið, að
bannað verði að nota gas til ljósa í
búðum, veitingahúsum og opinberum
samkomustöðuro, það sem eftir er
vetrar. Leikfélaginu skal þó veitt und-
anþága leikkvöldin, ef gasframleiðslan
leyfir. Gaskol þau, er komu hingað
síðast, eru svo slæm, að þau gefa að-
eins 22—23% af gasi. Borgarstjóra
hefur verið falið að krefjast skaðabóta
af þeim, er kolin seldi.
Verzlnnarmálaskrifstofu
er kaupmannastéttin að koma á stofn,
fyrir forgöngu Kaupmannafélags Rvíkur.
Ætlast er til, að hún verði vísir til
kauphallar, og ennfremur upplýsingar-
stofnun fyrir kaupmenn út um land
um vöruverð o. fl. — Georg Ólafsson
cand. polit. kvað ráðinn skrifstofustjóri.
Hefur hann nýlega sagt lausri stöðu
sinni á Hagstofu íslands.
Dýrtiðarráðstafanlr.
Stjórnarráðið hefur gefið út reglu-
gerð um notkun mjölvöru og sykurs.
Rúgbrauð skal blanda að V4 roeð mais
og hveiti mega bakarar aðeins nota í
franskbrauð, súrbrauð, tvíbökur og
bollur. Rúg, rúgmjöl, hveiti og hafra-
mjöl má eigi nota til skepnufóðurs.
Ennfremur eru fyrirskipuð sykurkort
og má aðeins selja sykurinn fyrir það
verð, sem landsstjórnin ákveður.
Reglugerðin öðlast þegar gildi fyrir
Rvík og Haínarfjörð, en stjórnarráðið
getur og með auglýsingu látið hana
ná til annara kaupstaða og sveitafélaga
ef þurfa þykir.
Lansn frá prestsskap
hefur sr. Kjartan Kjartansson á Stað
1 Grunnavík íengið, frá næstu fardögum.
sökum heilsubrests.
Um vinnukaup
hefur komizt á samkomulag milli
trésmiða og vinnuveitenda, 65 aur. um
klt. við innivinnu, en 75 aur. við úti-
vinnu. Hafa hvorirtveggja slakað til.
Skipi sökt.
Es. „Siralsund", sem fór héðan 12.
þ. m. með fisk áleiðis til Spánar, kvað
hafa verið sökt af Þjóðverjum, Ifklega
vegna þess, að skipið ætlaði að koma
við í Englandi á suðurleið og fá þar
kol til ferðarinnar. Allir menn björg-
uðust. Skip og farmur vátrygt En auð-
vitað er samt að þessu mikill skaði
fyrir eigendurna.
Bjarni frá Vogi: Viðlialdsdygðir þjóðanna.
9
þjóðar menning hefur nokkru sinni verið
svo frumleg og sjálfstæð sem þeirra. Þeir
eru höfundar flestra vísindagreina og komust
hlutfallslega lengra í þeim en nokkur þjóð
önnur á undan eða eftir. Snild þeirra í list-
um og skáldskap var svo mikil, að þar eru
þeir ósigraðir enn. Og það hefur nútíminn
komist lengst í íþróttum, að endurreisa forn-
gríska leiki. Forfeðrum vorum er því engin
skömm að því, þótt þeir stæði þeirri þjóð
að baki. En hvað er þar títt um oss nú?
Mun bezt að tala sem fæst um það, þar sem
vér þorum nú eigi að dæma um innlendan
söngmann, hvort góður sé eða eigi, nema
vór höfum áður lesið dóma erlendra blaða-
manna, illviljaðra' og fáfróðra. Átta ek næsta
völ nýtra drengja, en nú?
5. Drengskapur er og viðhaldsdygð og
ætti að vera ein hin helzta. En þó sýnir
reynslan, að margar þjóðir hafa fengið vöxt
og viðgang, þótt þær hafi verið heldur
drengskaparlitlar.
Frameftir öldum voru íslendingar allmiklir
drengskaparmenn, ef dæma má eftir sögun-
um, sem vel mun óhætt. En stjórnleysið
hafði þau áhrif á þetta, að drengskapur varð
sjaldséð vara og heldur varð mönnum dreng-
skaparfátt á Sturlungaöldinni. Enda megnar
10
enginn góður íslendingur að lesa nema fáar
blaðsíður í einu hvíldarlaust af sögu Sturl-
ungaaldarinnar, því að mönnum verður leitt
af viðbjóði, er þéir sjá það ógurlega sáð, er
þá var sáð í íslenzka jörð og borið hefur '
siðan hundraðfaldan ávöxt hins illa og hlaðið
allskonar böli yfir þjóð vora.
6. Þá kem ég að þeirri viðhaldsdygðinni,
sem ég vil telja höfuðdygð hverri þjóð til
verndar. Þar tala ég um þjóðrœknina. Þar .
undir tel ég fyrst ást við forfeður sína og
rækt til þeirra. Ekki er það á háu stigi hjá
oss nú á tímum og miklu var það meira á
gullöld þjóðarinnar. Raunar höfum vér eigi
enn þá gleymt að rekja ættir vorar og þykir
sumum mönnum enn þá gott að vera af
góðum ættum kominn. En forfeður vorir
voru göfugir og gáfaðir menn, þótt þeir týndi
ýmsum þeim viðhaldsdygðum, sem ég hefi
nú nefnt. Er oss gott til þess að vita, að
vór erum af svo góðu bergi brotnir. En
undarlega margar raddir heyri ég nú um
það, að slíkt sé heimska og eigi annað en
heimskulegt þjóðardramb. Þessir menn mætti
þó vel vita, að enginn hestamaður kaupir
reiðhest dýru verði, nema hann sé af góðu
kyni. Hví skilst þeim þá eigi, að sama hlýtur
að vera um mennina?
11
Ég tel og hér til t.rygð við siðu forfeðr-
anna. Hana höfðu hinir fornu íslendÍDgar
og var svo lengi fram eftir öldum, að þeir
þóttu kunna manna bezt að vera með höfð-
ingjum. Lætur það og að líkindum, þar
sem þeir voru konunga og höfðingja synir
og geymdu siðu feðra sinna. Hefur og jafnan
eimt eftir af því til sveitanna. Þar hef ég
mér til gleði séð höfðinglegt og göfugmann-
legt menningarsnið, er menn hafa geymt þar
um þúsund ár. En bæjaholur vorar hefur
auðnuleysið dregið til þess, að leggja niður
góða og gamla íslenzka háttu og drekka í
sig sníkjumenning, sem ýms aðskotadýr hafa
flutt með sér, ekki úr tígulegustu götum er-
lendra stórborga, svo að ég segi ekki meira,
eða þá innlendir menn, er komist hafa á
þær stöðvar, afklæðst þar þeim góðum sið-
um, er þeir lærðu í heimahúsum, og tekið
upp nýja og verri. Þykjast þeir síðan meiri
menn en vér hinir, þegar heim kemur. Sam-
anber söguna um manninn, sem sigldi út
fyrir Reykjanesið og þekti eigi hrífuna, þegar
hann kom aftur. Þessi ótrygð bæjanna er
þjóðhættleg fyrir þá sök, að þaðan fiytst hún
upp um sveitir og særir menning vora i
hjartastað.
Þá tel ég hið þriðja ást, rækt og trygð
við móðurmálið. Þar létu forfeður vorir oss