Landið


Landið - 23.02.1917, Síða 4

Landið - 23.02.1917, Síða 4
32 L A NDIÐ „Bandalag íiorrænna kyenna“ Stofnfundur þess var haldinn í Stokkhólmi io. og n. nóv. 1916. Voru þar fulltrúar frá kvenfélögum í Fmnlandi, Danmörku, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Frá íslandi voru þær viðstaddar frú Björg Þ. Blöndal og frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Líkir fundir hafa verið haldnir í Kristjaníu (1902) og Kaup- mannahöfn (1914). Á myndinni sjást 4 þátttakendur. Efst ungfrú K. Hesselgren (Svíþjóð), til vinstri frú B. Kjelsberg (Noregur), f miðið ungfrú A. Furuhielm (Finnland) og til hægri ungfrú Forchammer (Danmörk). í vinstra horni að ofan sést Grand Hotel í Stokkhólmi, þar sem lokafundurinn var haldinn, og til hægri ráðhúsið í Stokkhólmi. Sögur Jóns Trausta. Hr. Kristján Albertsson hefur í 13. tbl. ísafoldar þ. á. ritað all- langan og grimman ritdóm um Tvcer gamlar s'ógur eftir Jón Trausta. Veitist hann þar snarp- lega að þeim, er ritað hafa um sögur þessar, dr. Alex. Jóhannes- syni, próf Ágúst H. Bjarnasyni og ritstjóra þessa blaðs. Lfnur þessar eiga ekki að vera nein vörn — hennar finst mér engin þörf. En láta vildi ég höf- undinn vita, að lesið hefði grein hans. Um sögurnar sagði ég það, er mér fanst helzt við eiga, í stuttu máli, og get eigi fundið mér það til, þótt hr. Kr. Alb. sé þar á nokkuð öðru máli. Hitt er satt, að ritdómur minn var ekki svo ýtarlegur eða nákvæmur, sem grein hans. Til þess hafði ég hvorki tíma né tækifæri. Og ég er að halda, að ef til vill hafi það eigi skaðað, þótt ég eyddi ekki mörg- um dögum til þess að rýna með smásjá f galla þá, er á bókinni kunna að finnast, úr því mér á annað borð fanst hún þess verð að vera lesin. Margt segir hr. Kr. Alb. smellið og hefur auðsjáanlega farið af stað af einlægri gremju yfir því, er „Landið*4 kemur út einu sinni f viku og kostar 3,00 kr árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr ef greitt er eftir á. í kaupstöðum má borga á hverjum árstjórðungi. Utgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hvetfisg. 18. Opin á hverjum degi kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastfg 8 B. Venjulega heima kl 4—5 e. h. Talsími 574 Vér viljnm vekja athygli lesendanna á öllum auglýsingum, sem í blaðinu standa. honum fanst ábótavant. Er slíkt lofsvert og í einu réttur og skylda ungra manna, að þora að opna munninn, ef þeir hafa eitthvað á hjarta. Og vei þeirri æsku, er ekk ert hefur á hjartal En hitt er og eðlilegt, að ung- æðisbragur nokkur verði á gagn- rýning þeirra og meiri leit gerð að því, sem skilur, en því, sem sameinar — meiri áherzla lögð á andstöðuna, en samræmið. Svona höfum við flestir verið — sem betur fer — og skyldi þvf enginn fást um, þótt ungir menn og gáf- aðir gerist djarfmæltir. Það eru þeir oftast, ef nokkur veigur er í þeim. Og hvenær eiga menn að tala djarft og hátt, með eldmóði, ef þeir eru kararkerlingar, þegar Iífið blasir við þeim, eins og ónumið lokkandi landf Vil ég svo enda línur þessar með vinsemdarkveðju til hr. Krist- jáns Albertssonar. Ritstj. Saltkjjöt fæst í Kaupangi. Ktrkja hjá Verdun, skotin í rústir. Altarið er hægra megin á myndinni. Landið er ágætt auglýsingablað. Reynið, Nýir kaupendur að þessum árgangi hvort ekki er satt! 12 13 14 eftir ódauðlegar fyrirmyndir, en trygð vor og rækt er mjög af skornum skamti. Fer þá skörin að færast upp í bekkinn. Því að tung- unni og hinum fornu bókmentum eigum vér það að þakka, að vér teljumst meðal siðaðra þjóða og njótum nokkurrar virðingar. Hefð- im vér verið án þeirra eða glatað þeim, þá hefði engi linkind fengist á illum kjörum vorum og vér mundum nú vera sem skræl- ingjarnir á Grænlandi. En hyggja menn þá að það verði þjóðinni til viðhalds, að af- rækja þessa dýrgripi sem engin þjóð á slíka? Það skulu menn vita fyrir víst, að þær frændþjóðir vorar, sem glatað hafa hinni fornu tungu, þær mundu gefa til þess hund- ruð eða þúsundir millióna að hafa slíka þráð- beina gagnvegi til fortíðar sinnar, sem vér höfum frá barnæsku. Hið fjórða tel ég fórnfýsi við föðurlandið, víg- fúsa, starffúsa og sigurfúsa ættjarðarást. Þetta hefur ætíð verið hér af skornum skamti og er enn. Nesjakonungarnir norsku sitja hér enn. Hið fimta tel ég samheldni, því að sam- einaðir standa menn, en sundraðir falla þeir. Hér á landi hefur einstaklingurinn oftar verið ríkinu til hættu en til stuðnings, og sam- heldni varla þekst. Jafnvel eru dæmin fleiri um fjandskap og róg, þótt erlendis væri, en um samheldni. Það má heita einstakt í sinni röð, er íslendingar í Niðarósi gerðu sig lík- lega til að halda saman undir forustu Kjart- ans Ólafssonar, eða þegar þeir tóku Gils 111- ugason úr varðhaldi hjá Magnúsi konungi undir forustu Teits Gizurarsonar biskups. Og ekki eru mörg dæmi til, er sanni að sönn hafi reynst um oss þessi fögru orð: „íslendingar viljum vér allir vera“. Höfuðdygðir til viðhalds þjóðunum tel ég þessar þrjár: dugandina, stjórnsemina og þjóðrœJcnina svo skýrðar sem ég hefi gert hér að framan. II, 7. Ég hef nú talið helztu viðhaldsdygðirn- ar, er varðveita þjóðirnar, og látið þess getið um leið, hversu ábóta vant oss er í flestum þeirra. En nú mun ég nefna til dæmis tvær þjóðir, aðra úr fornöld, hina úr nútið, þær er bezt hafa verið búnar þessum kostum. Til þess nefni ég Rómverja á gullöld þeirra og Þjóðverja nú á dögum. A. RÓMVERJAR. 8. Ég fylgi hér sömu röð sem í inngang- inum, er ég segi frá því, hversu háttað var þessum viðhaldsdygðum hjá Rómverjum. Dugandina nefndu þeir virtus (karlmensku, hreysti, dygð) og mun engi svo fáfróður um sögu heimsins, að hann viti eigi að þol og þrautseigja Rómverja er haft að orðtaki. Hreysti þeirra og hugprýði í hernaði er og alkunn. En þótt fátt sé sagt frá vopna- burði rómverskra foringja, mega menn eigi villast á því og álykta þar af að þeir hafi verið litlir hreystimeun. Þeir gengu eigi fram til víga fyr en í síðustu lög, heldur gáfu gætur að orustunni, hvar helzt þyrfti liðs við eða hjálpar. En er komið var í tvísýnu, þá gengu þeir og í höggorustu. Cæsar gekk til dæmis einu sinni í Gallíu fram fyrir íylk- ingar, tók sverð og skjöld af einum manna sinna, og sótti sem harðast að óvinum sín- um. Rétti hann með því bardagann, því að menn hans vildu eigi láta þá skömm spyrj- ast að þeir fylgdi eigi foringja sínum. Mörg fleiri dæmi mætti telja, en þess er eigi þörf. Atorka og áræði til framkvæmda var mjög mikið hjá Rómverjum. Nægir þar til sönn- unar að nefna uppruna þeirra og uppgang. Upphaf Rómverja var lítið þorp, sem bygt var af tveim göfugum bræðrum, er hótu Romulus og Remus, og af flokki ungra hjarðmanna og ýmsum landshornamönnum. Þorp þetta lá langt frá sjó. En Rómverjar urðu þó síðar mesta flotaþjóð og siglinga- 1917 ættu að gefa sig fram sem allra fyrst. Afgreiðsla Landsins er flutt á Hverfisgötu 18. Opin kl. 1-4 daglega. Sími 596. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.