Landið


Landið - 13.07.1917, Blaðsíða 3

Landið - 13.07.1917, Blaðsíða 3
L ANDIB III Píanó þan er ég útvega eru þau lang-beztu og ódýr- ustu sem hingad flytjast. JBoftur Suémunésson. Smiðjustíg 11. Reykjavik. Kjit, 0| RlllllTlsil á 1 krónu % kgr,, fæst 1KAUPANGI. =ME € I TAKIÐ BFTIR. Þýðingarmikið nýmæli, Lífsábyrg'ðarfélag’ið „CARENTIA" hefur nú ákveðið, að aðalumboðsmaður þess hér á landi geti eftirleiðis gefið út bráðabyrgða-Iífsábyrgðarskírteini, sem að öllu sé jafngild hinum reglulegu lífsábyrgðar- skírteinum félagsins, sem út eru gefin á aðalskrifstofu þess í Kaupmannahöfn. Þetta er afar-þýðingarmikið nýmæli, því að í stað þess, að þurfa að bíða eftir því, að úrskurðað verði í Kaupmannahöfn, hvort umsækjendur fái sig líftrygða eða ekki, geta menn nú fengið gott og gilt lífsábyrgðarskír- teini strax sem læknisskoðun hefur farið fram, og land- læknir G. Björnsson — sem er yfirlæknir félagsins hér á landi — hefur úrskurðað, hvort umsækjandi er tækur til lífsábyrgðar. Hingað til hefur ekkert Iífsábyrgðarfélag trúað íslenzkum lækni fyrir því starfi, og engum ísl. nmboðsmanni h.efu.i* verið veitt slíh réttindi. Og ekkert annað Hfsábyrgðarfélag býður þessi mikilsverðu hlunnindi. Aðalumboðsmaður á íslandi: Ó. G. Eyjólfsson, Reykjavík. i =M= =M =►€ =* Mismunurinn eða umframgreiðsl- an liggur í greiðslu samkvæmt lög- um kr. 510,538, og í umframgreiðsl- um á ýmsum liðum, og er hrað- skeytasambandið þar þyngst á metunum. Umframgreiðslan kr. 43.338,76. Alls námu tekjurnar eins og áð- ur er sagt .........kr. 3,237,052 en útgjöldin ........— 2,938,274 Tekjuafgangur . ... — 298,778 Lánað til verzlunar 1916 .............— 50,000 Afgangur 1916 ... — 348,778 Talið er að staðið hafi í verzl- uninni frá 191Í—'15 kr. 449,333 -i- reikningshalla kr. 181,533 eða kr. 267,800. Tekjuafgangur allra þriggja ár- anna ætti því að vera kr. 616,578. Þar írá gengur dýrtíðaruppbót 1916, sem greidd var 1917, um kr. 420 þús. Ætti þá að vera afgangs um 196,000 kr. Verði fjáraukalögin 1916—'17 samþykt lfkt og þau komu frá stjórninni, þá nema þau, að frá- dregnu því, sem borgað er, um kr. 232,000. Þá vantar um kr. 36,000. Annars er ekki hægt að segja um fjárhaginn upp á hár, því að ýmsar greiðslur, sem tilheyra árinu 1916, eru ekki enn komnar til reiknings, og ef til vill ekki allar tekjur heldur. Má þó fremur búast við, að ekki geti verið um neinn tekjuhalla að ræða fyrir 3 síðustu árin. Það er líklega erfiðara að segja upp á hár um fjárhaginn vegna þess að landssjóðsverzluninni hefur verið blandað saman við lands- reikningana, og hefur það valdið skekkjum og óvissu í reiknings- færslunni. Eftir þessu á það að vera nokk- urnveginn Ijóst að ekki cr hægt að byggja á verulegum tekjuafgangi umliðin 3 ár. Og ekki er hægt að grípa til viðlagasjóðs, því að fé hans er bundið. Verði þau stjórnarfrumvörp, sem baka landssjóði útgjöld samþykt á þessu þingi, verður og taka tillit til þeirra þegar endanlega verður gengið frá fjárlögunum. Eigi ber svo að skilja að allar greiðslur 1914—16 hafa orðið að eyðslufé. Ýmislegt er lagt til hliðar, svo sem framlag til Eimskipafélags íslands, ioo.ooo kr., í Landsbank- anum 300,000 kr., svo og ýmsum sjóðum allstórar upphæðir. Verðbréýaeign landssjóðs: Konungl. rikissk.br. kr. 315000,00 Bankevaxtabréf 2. fl. veðdeild .............— 110000.00 Skuldabr. f. lánum — 1435726,00 Óveðb. bankav.bréf — 101130000 Samtals kr. 2872026,00 Hlutir í Eimskiél. 100 þús. í Landsbankan. 300 — 400000,00 Samtals kr. 3272026,00 Skuldir landssj. 3V12 1916. Frá 1908 (ritsímalán) eftir stend- ur..................kr. 266666,66 — 1909 (bankavaxta- bréf) .........kr. 1125000,00 — 1912 (do) eftir stendur ......kr. 220833.33 — 1912 (Rvíkurhöfn) eftir stendur . . kr. 366666,66 — I9i3(ritsímalán)— 474496,65 — 1916 (loftskeyta- stöðin) ......kr. 100000,00 Samtals kr. 2553663,30 Verðbréfaeignin 31. des. 1916 kr. 718,362,70 fram yfir skuldir. Við þessa rentuberandi eign bætast svo aðrar rentuberandi eignir lands- ins, svo sem: Ritsíminn kr. 2,312,754 Ræktunarsjóður — 462,000 Fiskveiðasjóður — 304,000 Landhelgissj. — 84,388 o. fl. Yfirlit yfir fjárhag lar.dsins verð- ur ekki annað en bráðabirgðar-yfir- lit, því að óvis an er svo mikil að ekki er unt að gera neina skyn- samlega áætlun. Búast má við, að tekjurnar í ár verði minni en áætl- að var; sömuleiðis árin 1918—19. Stjórnin setti sér við samning fjár- lagafrv. að áætla útgjöldin sem lægst, með því að hún bjóst ekki við, að árið 1917 gæti borið sín útgjöld. Væri nú friðartímar gæti fjárhag- urinn talist góður, en eins og nú stacda sakir má ekki mikið út af bera. Ef svo færi að ófriðar-ástæð- ur neyddu oss til að leita um lán til annara þjóða en Dana, gæti það orðið dýrkeypt, jafnvel svo að frelsi landsins yrði að setja að veði. Þetta stafar ekki af fátækt, heldur því hvernig vér komum eigum vorum og peningamálum fyrir. Ráðuneytinu er Ijóst, að þarfirn- ar eru margar og það sannar þafir. En menn verða að sætta sig við að bíða, er svo stendur á. Það er eðlilegt að margar séu þarfirnar, þar sem telja má að landið sé ó- numið land, en nóg framleiðsluskil- yrði ef fé er fyrir hendi og eðli- lega er ekki hægt að koma stór- stígum framkvæmdum á, nema með stórlánum, eða mjög auknum skött- um, eða hvorttveggja. Frá alþingi. Pjóðarvandræðin. B. Jónsson f. Vogi, Sk. Thor., P. Ottesen og Ben. Sveinsson fluttu svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Neðri deild alþingis ályktar, að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga þjóðarvandræði þau, er af heimsstyrjöldinni leiðir, og gera tillögur til bjargráða". TiIIagan var samþykt og í nefnd- ina kosnir: Einar Arnórsson, Bjarni f. Vogi, Jör. Brynj., Pétur Jónsson, Pétur Ottesen, Sig. Sigurðsson og Þorst. Jónsson. Samskonar nefnd hefur og verið kosin í Ed. og hlutu þessir menn kosningu: Jóh. Jóh, Guðj. Guðl., Sig- Eggerz, Karl Ein. og Guðm. Ólafsson. Sjálfstæðismálin. 10 þingmenn í Nd. fluttu þings- ályktunartill. um að skipa 7 manna nefnd „til þess að íhuga og koma fram með tillögur um, hverjar ráð- stafanir gera skuli til að ná sem fyrst öllum vorum málum f vorar hendur og fá viðurkenningu full- veldis vors". — Var till. samþykt í einu hljóði og í nefndina kosnir þeir Ben. Sv., Bjarni f. V., Jón JónJónsson, M. Guðm., Magn. Pét., Matth. ÓI. og Þórarinn Jónsson. Stjórnarfromvörp auk þeirra, er áður eru talin, eru þessi: Frv. til fjáraukalaga 1914 og 1915. Frv. til fjáraukalaga 1916 og 1917. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1918 og 1919. Frv. til laga um fiskiveiðasam- þyktir og lendingasjóði. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 24, 9. júlí 1909 um samþyktir um kornforðabúr til skepnufóðurs. Frv. til Iaga um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Markarfljót. Frv. til laga um breytingu á lög- um frá 22. nóv. 1902 um vegi. Frv. til laga um húsaleigu í Rvík. Frv. til laga um breyting og við- auka við lög um heimild fyrir land- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Frv. til laga um framkvæmd eignarnáms. Frv. til laga um samþykt á lands- reikningunum fyrir árin 1914 og 1915. flóra skotin i kaj. Sfmskeyti barst hingað á sunnu- dagskvöldið, þess efnis, að Flóra hefði verið skotin f kaf af þýzkum kafbáti. Mannbjörg varð, en far- angur sinn hafði að minsta kosti sá mist er skeytið sendi, adjunkt Böðvar Kristjánsson; var hann einn af farþegum. Flóra fór frá Seyðisfirði fyrra þrd.kvöld, en skeytið sent á laugar- dagsmorgun. Ekki er getið um, hvaðan það sé sent. K.ola«kipi söKt. Stjórnarráðið fékk á þrd. sím- skeyti þess efnis, að seglskipið „Kodan", sem það hafði tekið á leigu til kolaflutnings, hefði verið skotið í kaf. Skipið bar 600 smál Hafði lagt af stað frá Englandi á laugardaginn. Hjónabönd. Ungfrú Ástríður Jónsdóttir og Sig- urður Kjartansson rafmagnsfrædingur. Ungfrú Halldóra Ólafsdóttir og Alex- ander Jóhannesson stýrimaður. Ungfrú Steinun Baldvinsdóttir frá Hamraendum og Jón Bjarnason að Sauðafelli í Dölum. Ungfrú Elinborg Böðvarsdóttir (af Akranesi) og Einar E. Kvaran stud. med. 40 ncmendur útskrifuðust úr Mentaskólanum 30. júní, af þeim 11 utanskólanemeudur. Er það hæsta stúdentatala, sem fyrir hefur komið hér. Búnaðarþingið. Það hófst 28. júní og stóð yfir í viku. Þessir voru fulltrúar á þing- inu: Ágúst Helgason, Ásgeir Bjarna- son, Benedikt Blöndal, Björn Bjarn- arson, Eggert Briem, Guðjón Guð- laugsson, Guðm. Helgason, Jón H. Þorbergsson, Jón Jónatansson.Metú- salem Stefánsson, Ólafur Briem og Stefán Stefánsson. Þessi voru helztu málin, sem þingið tók ákvarðanir um: Gróðurtilraunir. Út af erindi frá Einari garðyrkjufræðingi Helgasyni um að fá innan skamms mann, sem annaðhvort yrði aðstoðarmað- ur eða sjálfstæður forstöðumaður við fóðurjurtatilraunir, sem gerðar yrðu í Gróðrarstöðinni f Rvík, eða í sambandi við hana, var samþykt, að félagsstjórnin beittist fyrir því, að valinn maður byggi sig undir þennan starfa. Um verðlag. Lagt til að skipuð yrði sérstök verðlagsnefnd erverð- leggi innlendar vörur, og útnefni Búnaðarfélagið tvo menn í þá nefnd og Fiskifélagið aðra tvo, en hag- stofustjóri sé formaður. lnnflutningur sauðfjár. Félags- stjórninni falið að skora á lands- stjórnina að leyfa innflutning á sauðfé til blöndunartilrauna til framleiðslu sláturlamba undir eft- irliti og með ráði dýralækna. Jafn- framt, að landssjóður beri þann kostnað, er sóttkvíunin hefir í för með sér. Garnormaveiki. Að Búnaðarfé- lagsstjórnin hlutist til um að dýra- læknar rannsaki til hlítar, hver ráð muni helst til þess að verjast garn- ormaveiki í sauðfé. Verkfœri. 1) Að afla sem beztra upplýsinga um verkefni véla og verktæra hér á landi til búnaðar- starfa, og verkíæraþörf bænda al- ment, og gefa bændum kost á sem beztum leiðbeiningum í þeim efnum. 2) Að útvega til reynslu hér þau erlend landbúnaðarverkfæri, sem líkur eru til að hér megi að HMT* Biðjið bóksala yðar um hin TVÖ NÝJU lög eftir Loft Guðmundsson, „Vorþrá“ og „Freyjuspor”.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.