Landið - 21.12.1917, Qupperneq 2
202
LANDIÐ
NATHAN & ÖLSEi
haía á lager:
Flórmjöl,
Hveiti,
Hrísgrjón,
Hafragrjón völsuð,
Kartöflumjö),
Sagogrjón.
Niðursoðið kjötmeti — Niðursoðið kálmeti — Niðursoðna ávexti.
Pickles — Hunangssmjör.
Kaffi,
2 tegundir,
Kakao,
Exportkaffi,
Kaffibrauð,
Makkaroni.
Krakmöndlur, Heslihnetur,
Skinnhúfur,
Kvenregnkápur
Kvensokka,
Sirts,
Shirting,
Léreft,
Lakaléreft,
Handklæðadregil,
Kjólatau,
Handsápur,
Stangasápur.
<3rÓlfdÚl£.
Parahnetur, Valhnetur.
Öngla,
Fiskhnífa, 3 teg.,
Hnífapör,
Hamra,
Axir,
Spegla,
Stormkróka,
Vatnsfötur,
Þakjárn,
Seglgarn,
Gúmmíhæla.
Eldspítur.
»Holland, Spánn og Sviss hafa
»öll margfaldað gullbirgðir sínar.
»Það mundi vera veiklun, ef
»Skandínavía ekki { tíma aflaði
»sér hins sama vopns<.
Svo mörg eru þessi orð, og ættu
þau að nægja til þess að sýna
fram á, að heimurinn er enn ekki
á sömu skoðun og höf. og »ísa-
fold< um, að gullið sé nú orðið
einskisvirði, og að bezt sé, að losa
sig við það sem fyrst.
En hvað gerir íslandf
Er það farið að hugsa fyrir að
útvega sér þetta vopn, sem önnur
lönd grípa til í ítrustu neyð? Fyrir
hvað ætla íslendingar að kaupa,
er fiskveiðarnar eru lagðar niður?
Ætlar það að kaupa í Ameríku
fyrir þær á sjöttu miljón krónur,
sem það hefur í umferð í banka-
seðlum ?
Ég benti á það á þingi 1914
og oft síðar, að ísland þarfnaðist
fyrst og fremst gulls. Það mál
hefur verið gert að tilfinningamáli,
rétt eins og trúmál, sem er hið
mesta hættuspil. Grein höf. er
eingöngu bygð á trú, en engri
þekkingu, eins og sjá má á þess-
um útlenda greinarkafla. Þar sést
nauðsynin á gullinu og hvernig
það er notað sem varasjóður, sem
gripið er til þegar alt annað brest-
ur. Svo mikils virði er það fyrir
hvert land, sem stendur í hættu
af hernaðar-ástæðum, eða afleið-
ingum styrjalda.
Það er kunnugt, að 'Þjóðverjar
hafa frá byrjun styrjaldarinnar haft
þörf fyrir að kaupa mikið af nauð-
synjum frá öðrum löndum, en hins
vegar eigi getað látið öðrum lönd-
um í té framleiðslu sfna í staðinn,
nema { of litlum mæli. Af þvf
þeir gátu ekki borgað útlendar
þarfir sínar með framleiðslu sinni,
urðu þeir að nota það eina gjald-
genga verðmæti, gullið, sem ríkið
átti, til vöruinnkaupanna frá öðr-
um löndum, þvf bankaseðlar þeirra
féllu þegar í verði, og hafa fallið
svo mikið, að markið, sem er
venjulega um 89 aura virði, hefur
komist ofan í 39Vi t. d. ( Dan-
mörku.
Gullmyntin þýzka var hins vegar
nálega ( fullu verði, nema ef til
vill þvf, sem myntsláttunni mun-
aði, sem mun venjulega vera
um V40/0-
En af þessu sést, að ekkert
land, sem verður að hafa viðskifti
við 'ónnur lónd, getur verið án
gullmyntar, eý ýorsvaranlega er
sið fyrir því. Og allra sízt
getur það verið án gullmyntar á
styrjaldartímum, eins og ig heý
svo oýt bent á.
Innanlands gátu seðlar Þýzka-
lands auðvitað gengið manna á
milli með fullu ákvæðisverði, sem
hver önnur ávísun á ígildið sfðar
hjá rfkisbankanum.
Ég vona nú, að hinn háttv. höf.
finni nú, að gullð er enn f sínu
fulla verði, og hina sönnu orsök
til þess, að þýzka ríkið dró til
sfn alla gullmynt f landinu.
En ef hann skyldi samt enn
vera f vafa um það, að ég hafi
hér rétt fyrir mér, vil ég láta mér
meiri menn tala.
í »Finanstidende< 8. ágúst þ. á.,
á bls. 969, er grein með yfirskrift-
inni »Norge< (Noregur). Þar segir
svo:
»Gull geta menn ekki borðað,
»eigi er heldur hægt að nota það
»sem efni (Raastof) í hinum mörgu
»verksmiðjum, sem nú svelta vegna
»skorts á cfni. Það cr alveg víst.
»En það sem ekki fæst f því land-
»inu, sem maður flytur afurðir sín-
>ar til, geta fengizt f öðru landi
»gegn borgun í gulli, Gull er altaf
»alheims-borgunarmeðalið, og fyrir
»gull má kaupa, á meðan vara er
»fáanleg og verzlunarveltan er
»ekki hindruð vegna útflutnings-
»banns og þess háttar............
»Hvernig mundi hafa farið fyrir
>Englandi og sambandslöndum
»þess, ef lönd þessi hefðu ekki
»getað boðið Amerfku gull sem
»borgun. Og Ameríka, sem hefur
>nú tekið við 1 miljarð dollara f
»gulli síðan sty»jöldin hófst, hefur
»ekki heft innflutning þess né
»óskað að fá borgun í öðru. Ame-
»ríka hefur þvert á móti tekið
»við gullinu með ánægju, og not-
»að það til innkaupa sinna á hin-
»um stóru mörkuðum í Suður-
»Ameríku. Nálega alstaðar sér
»maður eftirspurnina eftir gulli, og
»alstaðar spila menn því út eins
»og trompi á hættulegustu augna-
»blikunum. Hvað gerir Þýzkaland
»t. d. núna? í aðþrengingum sfn-
»um flytur það út f fyrsta sinn
»gull í stórum upphæðum til þess
»að fá vörur fyrir og efni. Það veit,
»að gullið er framhaldandi f sfnu
»verði, og hefur haldið því hingað
»til til haga sem varasjóði til þess
»að nota það, þegar neyðin yrði
stærst<.
Aðrar ástæður.
Auk þessa eru og aðrar ástæð-
ur fyrir þvf, að rfki, sem í ófriði
á, telur nauðsynlegt, að innkalla
alla gullmynt í landinu, til þess að
geyma hana á tryggum stað, hvað
sem upp á kann að koma til þess
að girða fyrir þjóðartap. Hvað
hefði t. d. verið eðlilegra, en að
Frakkar hefðu þegar í ófriðarbyrjun
dregið inn alla gullmynt f landinu, og
gefið út bankaseðla í staðinn, þar
sem Þjóðverjar óðu yfir Norður-
Frakkland með báli og brandi ?
Sennilega hafa Frakkar ekki getað
verið nógu fljótir til og þar því
tapazt mikið af gullmynt í brunum
og á annan hátt, sem er beint
•þjóðartap. — Ef nú á þessum stað
hefðu aðeins bankaseðlar verið í
umferð, þá hefði það ekki bakað
iandinu neitt þjöðartap, þó þeir
hefðu brunnið, því bankaseðill er
aldrei annað en ávisun á verðmæti,
gullmynt rfkisins, eða stofnunar
þeirrar, sem gefur þá út.
Að vísu verður einstaklingurinn
fyrir tapi, sem seðlar brenna hjá,
en stofnun sú, sem gefur þá út,
losnar um leið við skylduna að
leysa þá inn með gullmynt. Þannig
verður tap einstaklingsins gróði
fyrir stofnunina, nákvæmlega að
jöfnu. Um þjóðartap er því ekki
að ræða.
Riíðugler
tvöfalt í heilum kössum.
Kítti. Blýlivíta. Zinkhyíta.
Ijinoleumdúkur
brúnn, grænn og granit.
Linoleumíerni^.
ÁRNI JÓNSSON.
Ními 104. Laugaveg' 37. Ními 104.
Gunnar Sigurðsson
(frá 8elalæk)
yfirdémslögmaður
flytur mál fyrir miílir*- og yfirrétti.
Kaupir og selur fasteiguir, skip og adrar elgnlr.
Allir, sem vilja kaupa og selja slíkar eignir, ættu að snúa sór til min.
Skrijstoja í húsi jfathans i Olsens (3. hsð).
Sí mapt ( Pósthólf SB.
Tapist hins vegar verðmætið
sjálft, gullið, þá er það vitanlega
þjóðartap, sem hvergi fæst bætt.
Þessi ástæða út af fyrir sig getur
því verið næg til þess að ríki, sem
í ófriði á, dragi inn gullmynt sína.
(Frh).
+
yírni €iríksson
kaupmaður.
Með andláti Árna Eiríkssonar er
horfinn milcilhæfur og einkennileg-
ur Reykvíkingur, — örlyndur og
skapmikill kappsmaður, sem veitti
örðugt að láta hlut sinn, en þó
hinn samvinnuþýðasti að öllum
jafnaði, afburða hagsýnn kaup-
sýslumaður, hugsjónamaður með
mikillí siðferðilegri alvöru og
óvenjuiega listelskur maður, gædd-
ur allmiklum listamannshæfileikum.
Árni Eirfksson var fæddur f
Reykjavfk 26. jan. 1870. For-
eldrar hans voru Eiríkur Ásmunds-
son vegavinnustjóri og Halldóra
Árnadóttir, „ríka" í Brautarholti,
veglynd og greind sæmdarkona.
Aðalstarf hans var verzlun.
Fyrst var hann verzlunarmaður
hjá N. Zimsen og sfðar hjá Birni
Kristjánssyni, og mun hafa veitt
þeirri verzlun forstöðu í viðlög-
um. í því starfi urðu þeir B. Kr.
miklir vinir og sú vinátta hélzt
óslitin. En 1910 stofnaði A. E.
sjálfstæða verzlun, sem hefur blómg-
ast ágætlega.
Bindindismaður mun hann hafa
verið alla æfi. En inn í Good-
templararegluna gekk hann 16 ára
gamall, 28. febr. 1886, og í henni
var hann til dauðadags. Þar kendi,
eins og hvarvetna annarstaðar,
ötulleiks ftans og hagsýni, ekki
sfzt í húsbyggingarmáli reglunnar,
og nær þvf öll árin hafði hann
stjórn Goodtemplarahússins með
höndum. Yfirleitt var hann áhuga-
maður mikill um landsmál, þó að
hann léti þar ekki til sfn taka
út á við.
En vafalaust er óhætt að full-
yrða, að það var ástin á listunum,
sem átti dýpstar rætur f eðlisfari
hans, sönglistinni og sérstaklega
leiklistinni. Hann var óvenjulega
söngelskur og hafði næmt söngeyra,
En leiklistin var framar öðru yndi
hans og eftirlæti. Hann var, eins
og öllum er kunnugt, einn af allra
helztu leikurum þessa lands. Fyrst
kom hann á leiksvið frammi fyrir
almenningi f marz i88ð. Eftir 25
ár, 1911, hafði hann leikið 75 hlut-
verk, og á síðari árum þau helzt,
er mest þótti um vert. • Hlutverkin
urðu um 100 að lokum, og sfðast
þeirra var Grímur f „Syndum ann-
ara". Þau náðu yfir allan stigann,
alt frá kátlegasta gamni og fjör-
legasta galsa inn f dimmustu al-
vöru og dýpstu sorg. Hann var
einn af stofnendum Leikfélags
Reykjavíkur og um mörg ár for-
maður þess. Það var mikið undr-
unarefni þeim, sem eftir þvf tóku
og um það hugsuðu, hve ótrauður
hann var, þessi önnum kafni kaup-
sýslu og gróðamaður, til þess að
leggja á sig oft gengdarlaust og
stundum misjafnlega þakkað erfiði,
þegar leiklistin átti hlut að máli.
Annað eins gera menn ekki, nema
mikill auður standi bak við af kær-
leika til einhverrar hugsjónar.
Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Þóra Sigurðardóttir, Þórð
arsonar úr Reykjavík, og hana
misti hann eftir 7 ára sambúð. Þau
eignuðust 3 börn; þar af eru 2 á
Hfi: Dagný og Ásmundur. Fyrir 7
árum kvæntist hann eftirlifandi
ekkju sinni, Vilborgu Runólfsdóttur
úr Vík í Mýrdal. Þau eignuðust 4
börn, sem öll eru í bernsku.
Þeir verða margir, sem sakna
Árna Eiríkssonar — ekki sízt fyrir
það, hvað hann var trygglyndur
maður og góður vinur vina sinna.
Og vinir hans voru margir.
Fánamálid.
Sjálfstæðisfélagið hélt fund um
það í stóra salnum í Bárubúð á
sunnudaginn var.
Bjarni Jónsson frá Vogi tók
fyrstur til máls. Rakti hann og
skýrði umræður þær, er fram fóru
í ríkisráði Dana um málið 22. f.
m. Því næst tók til máls Jón
Sveinsson stud. jur., Ben. Sveins-
son, Sv. Guðmundsson, Sigurður
Guðmundsson magister. — Um-
ræður voru rækilegar og fjörugar.
Meðan á þeim stóð var borin upp
og samþykt með samhljóða at-
kvæðum svofeld tillaga frá Jóni
Sveinssyni:
»Fundurinn lýsir megnri óþökk
sinni á skrifum þeim um fánamálið,
sem birzt hafa hér eftir heimkomu
forsætisráðherra og miða að þvf,
að veikja málstað vorn út á við f
þessu máli, á þann hátt, að gera
lítið úr fylgi málsins meðal þings
og þjóðar og nauðsyn á framgangi
þess að svo stöddu, gefa í skyn,
að forsætisráðherra hafi sagt kon-
ungi skakt frá um fylgi og nauð-
syn málsins og stæla þannig út-
lenda valdið upp f mótþróa þess
gegn einhuga kröfu alþingis, stjórn-
ar landsins og þjóðarinnar.
Fundurinn telur slfkar raddir
einnig mjög skaðlegar málinu inn-
anlands, að því leyti, sem mark
kynni að verða á þeim tekið, þar
sem þær stuðla að því, að vekja
undanhald og sundrung í því frelsis-
og nauðsynjamáli voru, sem þjóðin
þarf að fylgja fram til sigurs ein-
huga, að dæmi alþingis og stjórnar.
Fundurinn telur nú sem fýrr