Landið


Landið - 15.03.1918, Blaðsíða 3

Landið - 15.03.1918, Blaðsíða 3
LANDIÐ 43 nefndu Kiev. Ktylenko yfirhersh. Maximalista lcvað hafa sagt af sér. Aftur hafa friðarsamningarnir milli Ukraine og Miðveldanna verið stað- festir af stjórnunum. Yfirskinið að framhaldi hernaðar Þjóðverja í Rússlandi er ef til vill í sambandi við það, að ýmsir ræn- ingjaherflokkar halda til á austur- vígstöðvunum, að því er segir í tilkynningum Maximalista. Finnar og Þjóðverjar hafa samið frið og mega Finnar eigi láta nein lönd af höndum án samþykkis Þjóðverja. Um Álandseyjar á að semja sérstaklega, en fyrst um sinn sitja Svíar og Þjóðverjar þar í bróðerni, þótt sænsku blöðin sé, að sögn, með einhverjar dylgjur út af því. Um eitt skeið var sagt, að Óskar Prússaprins ætti að verða konungur á Finnlandi, en það er nú borið til baka. Friður er nú og saminn milli Rúmena og Miðveldanna. Aðal- atriðin í samningunum eru þessi: Rúmenar eiga að leysa upp 8 herdeildir, sem barist hafa við Mackensen. Þeir láta Dobrudscha af hendi. Landamæri Ungverja- lands verða »lagfærð*. Konstanza við Svartahafið verður opin hafnar- borg. Útlendir herforingjar (banda- rnanna), sem verið hafa með her Rúmena, verða sendir heim. Um Bessarabíu ræðir ekkert í samning- unum. Friður á að vera endan- lega saminn 19. þ. m. Svo segir í skeytum, að Banda- menn hafi leyft Rúmenum að semja þenna frið, enda munu þeir eigi hafa átt hægt um vik að hindra það. Ennfremur er sagt, að Þjóð- verjar ætli að lofa Rúmenum að leggja undir sig Bessarabíu, sem er allstórt fylki af Rússlandi, við landa- mæri Rúmeníu, og er meiri hluti íbúanna rúmenskur. Mun það eiga að vera sárabætur. Eitt af því merkilegasta, sem gerst hefur undanfarið er Síberíu- málið. Japanar hafa síðan stríðið hófst verið að smásölsa undir sig réttindi í Kína, og þegar Rússar fóru að draga sig í hlé, þá settu Japanar herlið á land í Wladiwostock. Nú er það kunnugt, að Bandamönnum er það óljúft að láta Japana festa fætur á meginlandi Austur-Asíu. Þessvegna mun það hafa verið að Japanar vildu að Bandaríkin kæmu til Síberíu með her, og hefur líklega tilætlunin verið sú, að þar yrðu félagstramkvæmdir með þeim og Bandaríkjamönnum. En Bandaríkin kynokuðu sér við þessu. Þá munu Japanar þózt hafa óbundnari hend- ur »og er það nú sannfrétt að þeir munu hefjast handa í Síberíu* segir í einu skeytinu. En Bandamenn vildu það enn eigi, fyr en þeir hefði fengið fulla vissu fyrir því hvað Japanar munu ætlast fyrir og sann- anir fyrir því að herförin sé nauð- synleg. Og nú síðast koma þær fréttir, að Bandaríkin hafi alveg þver- tekið fyrir, að Japanar faeri nokkuð að hefjast handa í Síberíu, enda var það og líklegast. í öðru skeyti segir, að samkomulag sé komið á með Bandamönnum um Sfberíu. A vesturvígstöðvunum hafa Þjóð- verjar gert grimmilegar árásir, en þeim verið hrundið. Loftárásir hafa þeir og gert á London og Neapel. — Frakkar hafa og gert rammleg áhlaup fyrir austan ána Meuse, og segja áranguhnn mikinn, en sum skeyti segja, að hvorugum veiti betur. Englendingar eru að vonum ó- glaðir yfir framferði Þjóðverja í Rússlandi og segja blöð þeirra, að Þjóðverjar ætli sér bersýnilega að að gera Eystrasalt að þýzkum inn-. sævi. Frétt hefur komið um það, að Alexejeff hershöfðingi safni liði í Rússlandi gegn Maximalistum, en Lenin hervæðist á móti og sé borgarastyrjöld í aðsigi. Mikael Alexandrovitsj, bróðir fyrv. Rússa- keisara, kvað vera sloppinn úr varðhaldinu. Ríkið Argentína í Suður-Ameríku mun vera í þann veginn að ganga í stríðið með Bandamönnum. Stjórn Austurríkis er að íhuga ráð til þess að fullnægja þjóð- ernisréttarkröfunum. Franska þingið hefur gefið stjórn inni traustsyfirlýsingu. Vegna sambands Finna við Þjóðverja, hafa dönsku meðlimirnir í finsku rauðakross-nefndinni sagt sig úr henni, þeir prófessorarnir Tscherning og Ehlers, — segir í skeyti til »Vísis* 12 þ. m. Danir og Norðmenn skiftast nú mjög á vörum. Hafa Danir selt Norðmönnum 200 þús. sekki af kornmat, en fengið aftur 200 þús. sekki af áburðarefnum. John Redmond, nafnkunnur írsk- ur stjórnmálamaður, foringi Heima- stjórnarflokksins írska, er látinn. Hann var fæddur 1856. Þýzka stjórnin hefur mótmælt því, að dönsku yfirvöldin kyrsettu skipverjana af þýzka hjálparbeiti- skipinu • »Wolfif«, sem strandaði á Jótlandsskaga. IT'réttir. St. Th. Jónsson konsúll á Seyðisfirði er nýlega orð- inn riddari af St. Olafs-orðunni norsku, 2. flokki. • íslenzkur ritstjóri í Jnpnn. Lögb. segir Irá því, að íslendingurinn séra S. O. Thorlaksson, sem er trúboði 1 Japan, sé nýlega orðinn þar meðrit- stjóri að unglinga-tímariti, sem kemur út í borginni Nagoya og heitir „Ake- bono", þ. e. Framtíðin. „Lögberg“. Jón J. Bíldfell er nú orðinn ritstjóri þess í stað Sig. Júl. Jóhannessonar. Dánarfregn. 28. f. m. andaðist á Brúsastöðum í Vatnsdal Gróa Blöndal, ekkja B. Blön- dals frá Hvammi. Ankaþing hefur verið kvatt saman 10. Aprll. Hafnargjaldkeri hér í Rvík er kosinn Sigurjón Jóns- son, f. framkvæmdarstjóri á Isafirði. Skip. Villemoes kom að norðan og austan 3. þ. m., en fór héðan aftur þ. 5. til Stykkishólms að sækja kjöt. Emhætti vcitt. Bæjarfógetaembættið 1 Rvík er veitt Jóh. Jóhannessyni, bæjarfógeta á Seyð- isfirði, en lögreglustjóraembættið Jóni Hermannssyni skrifstofustjóra, báðum frá 1. apríl. — Skrifstofustjóri í stað Indriða Einarssonar kvað vera ráðinn Magnús Gudmundsson sýslum. Skag- firðinga. Radínm-lækningar. P. J. Thorsteinsson, fyrir hönd Fiski- veiðafélagsins „Hauks", hefur afhent „Landid<( kemur út einu sinni í viku og kostar 4,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en S,oo kr. ef greitt ereftirá. í kaupstöðum má borga á hverjum ársíjórðungi. Utgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin alla virka daga kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. Gunnlaugi Claessen lækni 10 púsund krónur að gjöf til .væntanlegra radíum- lækninga í Rvík. — Ennfremur hefur „Volundur" gefið 1000 kr. i sama til- gangi, til minningar um Hjört sál. Hjartarson. Ættarnafnið Melan Hefur tekið sér Eyjólfur S. Jónasson stud. theol. Skipstrand. Gufuskipið „Köbcnhavn" frá Kaup- mannahöfn strandaði á Bygg-garðsboða fyrir norðan Gróttu á mánud. var. Björgunarskipið „Geir" brá við og náði þvi út og flutti inn á Eiðsvík og dældi úr því sjónum. Skipið var á Ieið frá Filadelfíu í Bandarikjunum áleiðis til Liverpool á Englandi, en hrepti mestu illviðri á leiðinni og hafði mist alla björgunar- bátana, nema tvo smábáta, en án þeirra þorði skipstjóri ekki að sigla inn á hafnbannssvæðið, og afréð því að fara hingað til þess að fá nýja báta. Skipið er 3700 smál. og er hlaðið smurningsolíu o. fl. Það fór frá Banda- ríkjunum 19. f. m. Rfkiserflnginn danski, Fridrikur, átti 19 ára afmæli á mánud. var og var víða flaggað hér í bænum sökum þess. Maðnr druknadi i fiskiróðri á mánudaginn var, af vélbátnum „Draupni" frá Hafnarfirði. Hann hét Sigurður Kr. Þorvarðsson, 22 ára að aldri, efnismaður og einka- stoð gamalla fósturforeldra. Var hann stýrimaður á bátnum, sem var á inn- siglingu, er slysið vildi til, og urðu skipverjar ekki varir þess, að maður- inn hafði fallið útbyrðis, fyr en hann var að sökkva. Lelkhúsið. í kvöld sýnir Leikfélagið gamanleik- inn „Frænka Charleys" og leikur hr. Jens Waage aðalhlutverkið. Skrifstofustjóri á annarri skrifstofu Stjórnarráðsins er skipaður Oddur Hermannsson cand. jur., trá 1. aprfl. Settir sýslnmenn. Þorst. Þorsteinsson cand. jur., frá Arnbjargarlæk, er settur sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði og Steindór Gunnlaugsson cand. jur., frá Kiðja- bergi, settur sýslum. í Skagafjarðarsýslu. Fara þeir til embætta sinna í dag á „Lagarfossi". Ilitfregnir. Tímarit íslonzkra samvinnn- félaga. Ritstj. Jónas Jónsson frá Hriflu. XII. ár. 1. hefti. Efni: Verzlun og samgöngur eftir Einar Sigfússon. Er þar bent á, að einhliða viðskiftasamband við Dan- mörku sé óheppilegt, en nauðsyn beri til að verzla sem mest við stórþjóðirnar beinlfnis, — og enn- fremur að gera Reykjavík að mið- stöð íslenzkrar verzlunar. Hreinar línur, eftir ritstjórann — um kaupfélagaverzlun og kaup- manna, og Ónumið land eftir sama, þar sem hann telur sjávarsveitirnar ónumið land fyrir samvinnustefnuna. Loks eru Félagsmál (skýrslur frá kaupfélögum). Búnaðarrit. Útgef. Búnaðarfél. íslands 32. ár, 1. og 2. hefti. Rvík 1918. Efni: Þórhallur Bjarnason biskup (með mynd), eftir Einar Helgason — Um slátt, eftir dr. Guðm Finn- bogason, Hefur sú grein komið út sérprentuð og stuttlega verið á hana minzt hér í blaðinu. — Sœ- þörungar, eftir dr. Helga Jónsson. Er það lýsing á helztu þörunga- tegundum, fóðurgæðum þeirra og verkun. — Vísindin og reynslan, eftir J. Gaut Pétursson, um fóður- gildi heys og kraftfóðurs o. fl., ásamt Athugasemd eftir Eggert Briem frá Viðey. — Hestarœktin, eftir Sigurð Sigurðsson. — Búfjár■ mórk, eftir Björn Bjarnarson — Árið 1917, eftir Einar Helgason og loks Samanburður á nokkrum vóruskiftum, eftir Eggert Briem frá Viðey. Til Öræfa. Öræfi er öfugt nafn á þér, sveitin fríða. Þú átt fágætt fjallasafn og frjóvar lendur víða. Þú átt hafsins ærna auð ; út af fjörusandi; við Ingólfshöfða björg og brauð berast mun að landi. Þú átt feikna fjörugnótt fyrir þínum löndum. Þangað oft er auðlegð sótt atorku með höndum. Einnig fugla áttu val í Iogólfshöfða björgum, sem að gleður. fc-und og hal bp og hungur sefar mörgum. Þú átt skrúðgrænt skógaval*), Skeiðarár hjá sandi, inn í frjóvum fjalladal, fríðastan á landi. Þú átt græn ög grösug tún og góðar slægju-Iendur. Undir fríðri fjallabrún fögur bygðin stendur. Þú átt líka læki til, sem Iítið ennþá vinna, en leiða síðar ljós og yl og líf til barna þinna. Vilji bændur blessun fá og búsæld afargóða — lækina þeir láta þá lýsa, hita! og sjóða. Þú átt fágæt bygða ból, er blómgast vel í næði. Þú átt fegurð, þú átt skjól, þú átt ótal gæði. Þú átt bezta bændatal og bing af fróðum konum; yngismeyja áttu val og auð í góðum sonum. Þú átt góða gáfumenn, er göfga þig og prýða. Gestrisnina áttu enn, æðsta hnossið lýða. *) Bæjarstaðaskógur. Ég hef engum öfgum lýst, eflist framför lengur; í þínum lendum, það.er víst, þrífast hveitistengur. Akrar munu, engi’ og tún, í einum faðmi mætast. Þetta er spá — en þó mun hún á þér um síðir rætast. Er aldahjólið áfram snýst áratugi fleiri, þú átt framtíð fyrir víst flestum sveitum meiri. Þótt um þig lyki alt í kring eyðisanda múgi og frá jökla hæsta hring hrynji vatna grúi — Þú munt standast þetta alt og þínar lendur fríðar, aldrei bera höfuð halt — hvorki fyr né síðar. Hljóttu blessun, hvar sem er af himni, jörð og græði; aldrei grandi eldar þér eða jökulflæði. Meðan sólskin sveipar fjöll og særinn kyssir strendur, blessist þú og börn þín öll bygðin meðan stendur. Hjá þér fyrstu ár eg ól af æfi minnar dögum; þáði fæði, föt og skjól fyrir veðraslögum. Öræfum ég unni heitt alla mfna daga. Þótt æska sé í elli breytt er það gömul saga. Elli fjörið af mér sleit — ekki í tökum vægin. Ykkur kveð ég, æskusveit, efsta lokadaginn. Eyðist kvæðamáttur mér, mærðar smíða stöku. Leiðist ræða þessi þér þulin hálfa vöku. Dilknesi í Hornafirði 31. des. 1917. Eymundur Jónsson, 77 ára. 'MuC’ ________________ Kg bið höfundinn fyrirgefningar á, að ég læt þessar stökur koma fyrir almenningssjónir, er hann sendi mér, sem kunningja sínum. Fagurhólsmýri 27. jan. 1918. Ari Hálfdánarson. ■Vegna hinnar miklu útbreiöslu, sem LANDIÐ hefur hlotið, bæði í Reykjavík og utan hennar, verður kaupsýslu- mönnum, á hvaða sviði viðskiftanna sem er, lang- hentugast, að auglýsa í LANDINU. Vanskil á blaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um pað svo fljótt sem hægt er.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.