Landið


Landið - 15.03.1918, Blaðsíða 4

Landið - 15.03.1918, Blaðsíða 4
44 L ANDIÐ .. ^ cfiiéjió Raupmann yéar ávalt um Rina aíRunnu sœtsaff Jrá aléin* safagaréinni „Sanifasu í tfíayRiavíR. 8amanburður á l>ví, li-re miliiö íékst í Beybjavíb aí nobbrum útlendum vörurn íyrir bjöt, nU o{f amjör íyrir stríðid, og live ínilíiö fœst nú. Verð á 100 kg. Fyrir 1 kjöttunnu Fyrir 100 kg. af Fyrir 100 kg. af (112 kg.) hv. ull nr. 1 smjon Fyrir Febr. Fyrir Febr. Munur Fyrir Febr. Munur Fyrir Febr. Munur stríðið 1918 strlðið iqi8 af stríðið 1918 af stríðið 1918 af kr. kr. kg- kg- hundr. kg. kg- hundr. kg- kg. hundr. Rúgmjöl 16,50 62,00 366 183 - 50 909 468 -49 1158 806 -^-30 Haframjöl 26,00 84 OO 232 135 -42 577 345 -40 735 595 19 Hrísgrjón 3/4 27,00 116,00 224 98 - 56 556 250 -55 707 43i "*■ 39 — V4 25,00 100,00 242 ”3 - 53 600 290 - 52 764 500 35 Hveiti 19.05 85.71 317 132 -58 787 338 - 57 1003 583 -f-42 Kaffi óbrent 136,00 190,00 44 60 + 36 110 153 + 39 140 263 + 88 Export 90,00 180,00 67 63 - 6 167 161 - 5 212 278 + 3i Sykur höggvinn .... 46,00 140,00 131 81 -38' 326 207 - 36 415 357 -f- 14 Sáldsykur 42,00 125,00 144 91 -37 357 232 -35 455 400 -f- 12 Steinolía 2467 58,67 245 193 - 21 608 494 - -19 770 852 + 11 Athugasemd rið töfluna. Verðið á útlendu vörunum í töflunni hér að framan, bæði fyrir stríðið og nú í febrúar, er lægsta verð í stórkaupum hjá tveim kaupmönnum hér ( Reykjavík, Jóni Jónssyni frá Vað- nesi og Páli Gíslasyni í Kaupangi. Verðið á kjötinu er það, sem Sláturfélags Suðurlands borgaði bændum, að meðtaldri uppbót, haustið 1913 (kr. 60,41 fyrir 112 kg.) og haustið 1916 (kr. 113,34 fyrir 112 kg.) fyrir 1. flokks dilkakjöt. Uppbótin fyrir 1917 er enn ekki ákveðin, og varð því að miða við verðið 1916. Ullarverðið, sem reiknað er eftir, er fyrir 1 kg. kr. 1,50 fyrir stríðið og kr. 2,90 nú, en smjörverðið er verð á 1 kg. af rjómabússmjöri fyrir stríðið kr. 1,91 og gangverð nú hér í Reykjavík kr. 5,00. Gærur eru ekki taldar, þær voru í sama verði 1916 og 1913, en hafa nú loks hækkað að mun; en hverju sú hækkun nemur, getur Sláturfélagið enn ekki gefið upp. Tólg og mör er heldur ekki talið, af því að bændur hér syðra nota það mest heima. Þótt kjöt hafi hækkað í verði um 88 af hundraði, og ullin um 93 af hundraði, þá fæst þó nú, eins og taflan ber með sér, tæplega helmingur af kornvörum á móti jafnmiklu af kjöti og ull, samanborið við það sem íékst fyrir stríðið. En kjöt og ull eru aðalsöluvörur sveitabænda. Og nú þarf að láta tvöfalt meira af þessum vörum fyrir kornvörurnar, heldur en fyrir stríðið. Fyrir afkomu einstaklingsins er þetta mjög til- finnanlegt, og fyrir landið f heild sinni nemur viðskiftatjónið á þessu sviði sakir ófriðarins stórfé. Þegar öll kurl koma til grafar mun það koma í ljós, að sveitabændur bíða ekki síður afskaplegt tjón af stríðinu en kaupstaðarbúar, ef ekki breytist til stórbatnaðar um verð á Iandbúnaðarafurðum. Og þó að almenningur í kaupstöðunum verði enn ver úti en sveitirnar, er það eins fjarstætt að tala um »bænda- gróðann*, eins og ef sveitabændur miðuðu ástandið við sjávarsíðuna við það, að einstöku menn þar hafa stórgrætt við stríðið. Embættismenn og barnakennarar eru þær stéttir, sem hafa orðið tiltölulega harðast úti, því að dýr- tíðaruppbótin er smávægileg í samanburði við kostnaðaraukann við framfærið. Kaupmannastéttin er bezt farin. Vörur hafa sífelt hækkað í verði. Ötulir kaupmenn hafa því til þessa stöðugt grætt við stríðið. Fjölskyldumenn, sem hafa fyrir mörgum að sjá, eru harðast leiknir. Einhleypt fólk, sem hefur, auk fæðis, tvöfalt hærra kaup en áður og meira, þarf ekki að spara við sig. Og þeir einstöku menn, er verulega hafa grætt við stríðið, geta borist mikið á, en það mega menn ekki láta villa sjónir fyrir sér um afkomu landsmanna í heild sinni. E. Br. (ór Búnaðarrítinu i9is). Samband prests 09 safnaðar og M ieirra hYors á annan. Erindi flutt á héraðsfundi að Stórólfshvoli 15. júni 1917 af sr. Ó. V. (Frh.). ----- En þetta samband er þó merk- ast og þýðingarmest fyrir það, að það eigi aðeins tengir eða bindur saman, ýmist laust eða fast, þægi- lega eða óþægilega, heldur er það og um leið lijandi og verkandi taug, sem bindur mann við mann og menn, eins og taug í líkama manns, sem tengir lim við lim, og leiðir afl og hræring, hugsun og tilfinning, líf og starf ,frá einum limnum til annars. Þannig er líka hið andlega samband, hugsana og tilfinninga — óska og vona sam- bandið milli prests og safnaðar, sem sjálfkrafa og jafnvei óvitandi, myndast milli þeirra, er þeir fara að lifa og starfa saman, sannköliuð leiðslutaug, er liggur á milli þeirra, frá huga til huga, frá hjarta til hjarta, frá sál til sálar og sálna, og flytur áhrif frá einum til annars, áhrif frá prestinum til safnaðar og safnaðarlima, og frá söfnuði og safnaðar-einstaklingum til prestsins. En eftir því, hvernig og úr hverju spunnið er og unnið til þessa sam- bands, eftir því, hvernig þessi lif- andi áhrifataug er samsett af beggja hendi, prests og safnaðar, eftir því fara áhrifin, og er þá komið að þvf, að skoða áhrif þeirra hvor á annan, og sjá og finna hið helzta, sem þar af og þar með flýtur. Ef aðal-þættirnir í sambandinu eru spunnir úr og unnir af einlægri velvild, samúð, nærgætni og virð- ingu af beggja hendi, þá eru og verða líka, að sjálfsögðu og yfir- leitt áhrifin, sem berast á milli, góð og gæfurík á báðar hendur, prests og safnaðar, og samlffið og sam- starfið verður yfir höfuð fagurt og farsælt, og þá er vissulega vel um þá, hvorn um sig, og báða saman, prestinn og söfnuðinn, að flestu leyti. Én þó er þar fyrir eða þar með ekki víst, að presturinn sé í sannleika góður prestur og söfnuð- urinn góður s'ófnuður, miðað við sanna hugsjón kristilegs prestsskap- ar og safnaðarlífs. Það þarf enn þá einn höfuðþátt- inn inn í sambandið,. og sá þáttur- inn þarf og á að vera spunninn og unninn úr allra bezta toganum: Ur hjartanlegri trú, von og elsku til þess drottins, sem presturinn er kallaður og aðallega kjörinn til að þjóna, og söfnuðurinn kennir sig við — til frelsarans og föðursins á himnum. G«<íjsamband prestsins þarf að vera lifandi og innilegt og verka á söfnuðinn, og ^w^jsamband safn- aðarins þarf einnig að vera lifandi og hjartanlegt og verka á prestinn. Trúar- og vonar- og kærleikstaugin, sem tengir prestinn við guð, og sama taugin, sem sameinar söfnuð- inn sama guði, þær þurfa að snú- ast eða renna saman til að styrkja hvor aðra, og um leið fléttast sam- an við hina fyrnefndu meginþætti 0: almenna velvild og virðingu. Þegar og þar sem þetta alt á sér stað milli prests og safnaðar, helzt sem jafnast á báða bóga, þá og þar er það samband prests og safnaðar myndað, sem gerir báða sannlega góða, — góðan prest og góðan sófnuð. Góður prestur er Ifka réttilega alm. kallaður hver sá prestur, sem í og með orðum og eftirdæmi einlæglega vill og reynir að kenna og auðsýna sem bezt kristilega trú, von og kærleik, og leiða þar með aðra heyrandi og sjáandi menn til sömu trúar, vonar og elsku. Og góður kallast, og er líka, hver sá söfnuður, sem tekur slíkt til greina, finnur guðs og frelsaraþörf sína, og vill nota prest- inn sinn — og hjálpa honum um leið — til þess að vinna fyrir sig og með sér, að því, að guðs- og frelsaraþörfinni verði fullnægt, og sálarþarfirnar bættar. Góður prestur kennir og Ieiðir guðs götur bæði með framgöngu og umgengni sinni „á stéttunum" í hversdagslegu lífi, og með orðum sínum og allri þjón ustu í kirkjunni, samkvæmt kenning og dæmi Krists, eftir því sem mannleg orka hans megnar með guðs hjálp. Og góður söfnuður tekur vel eftir, og' fer vel eftir góðu daglegu dæmi og góðri helgi- daga-þjónustu hans. Verða þá prestsverkin bæði ljúf- ari og léttari, og notin af þeim meiri og betri. Og þannig verkar hvor á annan og hjálpar hvor öðr um á allan hátt, prestur og söfn- uður, þegar og þar, sem alt er meðal þeirra eins og vera þarf og vera ber. En þegar eða þar, sem út af þessu ber og meira eða minna brestur á gott samband prests og safnaðar, hvort heldur það er sök eða ólánsgalla annars þeirra eða beggja að kenna, en einkum þó, ef beggja er, þar verða áhrifin eftir því meira eða minna ill og ólánsrfk, og margt eða flest er og fer þar ver en annarhvor, eða öllu heldur báðir málspartar óska. Oft, og líklega oftar, mun fara saman góður prestur og góður söfnuður, og lakur prestur og lakur söfnuður, og er það þá einkum vegna víxláhrifanna, sem hvor hef- ur á annan. Þó er þetta ekki svo altaf eða alstaðar. Það eru dæmi til, að góður prestur hefur lent hjá Iökum söfnuði, og líka, að góður söfnuður hefur lent á lökum presti. — Hefur þá oftast hinn betri nokk- uð bætt hinn lakara, en hinn Iak- ari þó líka um leið eitthvað skemt hinn betra, dregið úr honum, deyft hann eða sljófgað, líkt og þegar heitt og kalt lendir saman. Þá kólnar hið heita og hitnar hið kalda, þar til hvort tveggja verður annað hvort: jafnheitt eða kalt — eða þá hálfvolgt. Eins eru líka dæmi til, að sami prestur hefur átt betri söfnuð í einni sókn prestakalls síns en ann- ari, og þá um leið þótt og verið betri prestur einmitt þar en í hinni, þar sem söfnuður var lak«ri, enda þótti og þessum söfnuði þessi sami prestur lakari hjá sér en hinum. Fyrir mörgum árum spurði ég nafnkunnan prest, sem þjónaði þrémur sóknum, hvort hann vand- aði sig og prestverk sín alveg jafnt, eða hvort honum tækist það jafn-vel eða léttilega í öllum sókn- unum og kirkjunum sínum þremur. Hann þagði um stund, en sagði svo á þessa leið: „Ja, náttúrulega á maður að vanda sig altaf og al- staðar jafnt, og þetta vil og reyni ég líka að gera: en ég hef þó til- hneigingu til að gera þetta sem bezt, og tilfinningu og hugmynd um að mér takist þetta bezt í þessari sókn og kirkju (sem hann nefndi), af því að söfnuðurinn þar er hinum fremri að trú- og guð- rækni, og ýmsum öðrum manndómi, og það er einhvérnveginn hlýrra milli mín og hans en hinna. En þetta er ósjálfrátt, og ég vildi svo hjartanlega, að alstaðar væri eins“. Þannig var það þá einn söfnuð- urinn, sem gerði prestinn sinn að betri presti einmitt með þvf að vera góður söfnuður, og nota vel alla þjónustu hans, og varð þá og um leið sjálfur betri söfnuður hjá betri presti. En annar söfnuður gerði sama prestinn lakari prest en hann gat verið og vildi vera, einmitt með því að vera sjálfur lakari söfnuður, og svifti líka þar með sjálfan sig eða hafði af sér meiri eða minni uppbyggingu. En þetta er ekkert eins dæmi, heldur aðeins eitt af mjög svo mörgum, og sama lögmálið og sama sagan gilda og gerast víðast hvar og oft- ast, að prestur og söfnuður verkar hvor á annan, betur eða miður, eftir því sem hvor fyrir sig er, og eftir því, sem háttað er hinu and- lega sambandi milli þeirra. En annars mun yfir höfuð, ef í það skal fara, eitthvað mega finna að hjá flestum, bæði prestum og söfnuðum, einhvern galla eða ein- hverja vöntun grafa upp og finna; og eins og „sjaldan veldur einn, er tveir deila", eins kann og mun einhver sök eða yfirsjón, vitanleg eða óvitanleg, viljandi og óviljandi, vera hjá báðum, og báðir nokkra afsökun að hafa — prestur og söfn- uður — þegar og þar, sem ekki er alt, sem skyldi, eða illa og ólán- lega gengur með prestsskap og safnaðarlff. — Og alveg er það víst, að við prestarnir finnum og játum margan mikinn veikleik og breyzkleik okkar, og megum einatt auðmjúklega segja, jafnvel þótt við viljum og gerum eins og við bezt getum: „Ónýtir þjónar erum vér“. — En það er eins og þessi eðlilega tilfinning og játning samvizku- samra presta hafi verið og sé notuð full-mikið, til að skella allri skuld- inni á prestana fyrir flest eða alt ólag og ólán, sem komið hefur, eða komið er, eða koma kann á og í og yfir kristindóms- og kirkju- og safnaðar-málin, eða trúar- og siðgæðislífið hér á landi. Því að það hefur verið Og er enn aðal- siðurinn, eða eins og sjálfsagður „móður*, að kenna aðallega prest- unum um ónytjungskap þeirra, hirðuleysi, alvöruleysi, vanrækslu 0. s. frv. um flesta gallana og ógæf- una í þessum efnum. (Frh.). LANDIÐ er ágætt auglýsingablað. Reynið, hvort ekki er satt I Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.